Morgunblaðið - 09.08.2018, Page 32

Morgunblaðið - 09.08.2018, Page 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Skip, sem norski landkönnuðurinn Roald Amundsen sigldi á um Norð- ur-Íshaf, kom í vikunni aftur til Nor- egs og lauk þar með siglingu um- hverfis norðurpólinn réttri öld eftir að hún hófst. Skipið Maud náðist á flot á ný árið 2016 eftir að hafa legið á sjávarbotni í 85 ár. Skipsflakið var dregið á pramma yfir Atlantshafið frá Græn- landi til Bergen í Noregi með stuttri viðkomu í Vestmannaeyjum og Fær- eyjum. „Þetta var löng ferð en hún gekk vel,“ sagði Jan Wanggaard, fram- kvæmdastjóri verkefnisins um að flytja Maud aftur til Noregs, við AFP fréttastofuna. Skipsflakið verður til sýnis í Asker í Óslófirði en þar var Maud sjósett í júní árið 1917. Stefnt er að því að byggja yfir skipið þegar fjármagn fæst. Maud er eitt af helstu táknum landkönnununarsögu Noregs en það var smíðað sérstaklega fyrir Amund- sen til að rannsaka norðurheim- skautssvæðið. „Sum skip hafa gríðarmikla þýð- ingu fyrir okkur, til dæmis víkinga- skipin og heimskautaskúturnar. Að endurheimta flak einnar slíkrar hef- ur mikla táknræna þýðingu,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Hanna Geiran, deildarstjóra hjá norska þjóðminjasafninu. Roald Amundsen komst fyrstur manna á suðurpólinn árið 1911 og hann varð árið 1906 einnig fyrsti Evrópubúinn til að sigla svonefnda norðvesturleið, frá Atlantshafi til Kyrrahafs gegnum Norður-Íshafið en slíkrar leiðar hafði lengi verið leit- að. Amundsen áformaði að láta Maud frjósa fasta í heimskautaísnum og skipið myndi síðan reka með haf- straumum að norðurpólnum og jafn- vel yfir hann. Amundsen sigldi skip- inu eftir norðvesturleiðinni á árunum 1918 til 1920. Hann aflaði mikilvægra vísindagagna í leiðangrinum en tókst ekki að komast nægilega langt í norð- urátt til að ná hafstraumum sem bæru skipið á leiðarenda. Eftir ítrek- aðar tilraunir varð Amundson að gef- ast upp og skipið var árið 1925 selt á nauðungaruppboði til stórfyrirtæk- isins Hudson Bay Company. Það var síðan flutt til Cambridge Bay í Nuna- vut í Kanada og notað þar sem eins- konar fljótandi vöruskemma. Um borð var einnig einnig fyrsta útvarps- stöðin á norðursvæðum Kanada. Skipið sökk síðan árið 1930 þar sem það lá við landfestar í Cam- bridge Bay. Bæjarráð Asker keypti skipsflakið árið 1990 fyrir einn dal með það fyrir augum að flytja það aftur til Noregs. Íbúar í Cambridge Bay reyndu lengi vel að koma í veg fyrir að skips- flakið yrði flutt þaðan enda hafði það talsvert aðdráttarafl fyrir ferðamenn þar sem hluti þess stóð upp úr sjón- um. Árið 2012 fékkst loks endanlegt leyfi til að fjarlægja skipið og skrokknum var í kjölfarið lyft á pramma. Siglingin til Noregs hófst í ágúst í fyrra. Maud var dregin Norðurvest- urleiðina til Aasiat á vesturströnd Grænlands, þar sem skipið hafði vet- ursetu en hélt síðan ferðinni áfram nú í júní. Maud komin aftur heim  Aldargamalt skipsflak flutt frá norð- ursvæðum Kanada til Asker í Noregi Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðjónsson Í Eyjun Flakið af Maud hafði viðkomu í Vestmannaeyjum í sumar. Heimildir: FramMuseum, maudreturnshome.com, NRK Skipið Maud dregið yfir Atlantshaf á pramma réttri öld eftir að það fór frá Noregi Sögufrægt skip flutt til Noregs KANADA Cambridge Bay Aasiaat Bergen Asker NOREGUR Maud 32,5 metra langt 385 tonn Kjölurinn úr eik 1917 Skipið sjósett fyrir íshafsleiðangur landkönnuðarins Roalds Amundsens Áætluð siglingaleið 1930 Sekkur í Íshafinu. Maud verður að- dráttarafl fyrir ferðamenn 2016 Lyft af hafsbotni. Ári síðar leggur skipið af stað heim Júní 2018 Fer frá Grænlandi 6. ágúst 2018 Kemur til Bergen HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.