Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 33
34 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Þótt hitabylgja hafi nýlega steikt mik-
inn hluta jarðarinnar hyggjast sumir
nú kanna heitari slóðir. Bandaríska
geimrannsóknarstofnunin NASA
mun á laugardaginn skjóta ómönnuðu
könnunargeimfari til sólarinnar.
Geimfarið nefnist Parker-sólar-
kanninn í höfuðið á sólarfræðingnum
Eugene Parker. Áætlað er að geim-
farið verði hið fyrsta sem fer um fun-
heitan lofthjúp sólarinnar og „snertir
sólina“ eins og geimrannsóknarstofn-
unin komst að orði. Förinni er heitið
að hinni svokölluðu kórónu sólarinn-
ar, sem er plasmahjúpur sem umlyk-
ur sólina og teygir sig milljónir kíló-
metra út í geiminn.
Heitara yst en innst
Sums staðar er kórónan enn heitari
en yfirborð sólarinnar sjálfrar. Vís-
indamennirnir að baki verkefninu
vonast einmitt til þess að leysa ráð-
gátuna um það hví sólin er heitari yst
en innst og hví hitinn í kórónunni
nemur sums staðar allt að 5.500 millj-
ón gráðum á selsíus.
„Við verðum að komast á þetta
virka svæði, þar sem allar ráðgáturn-
ar eiga sér stað,“ sögðu vísindamenn
NASA við Fox.
Vonast er til þess að með rann-
sóknum á kórónunni verði hægt að
spá fyrir um veðurtilbrigði úti í
geimnum, en geimstormar geta til
dæmis raskað orkustöðvum á jörð-
inni. Þetta gerist þegar sólvindar
raska segulsviði jarðarinnar og dæla
orku í geislabelti hennar. „Það er
gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að
geta spáð fyrir um geimveður eins og
um veðrið á jörðinni,“ sagði sólfræð-
ingurinn Alex Young hjá NASA í
samtali við AFP.
Könnunargeimfarið mun halda sig
í um 6,16 milljón kílómetra fjarlægð
frá yfirborði sólarinnar en þar mun
það vera í um 1.379 gráða hita á sel-
síus. Fylgst verður með og myndir
teknar af sólvindinum þegar vind-
hraðinn rýfur hljóðmúrinn.
Farið er umlukið sérstökum ellefu
sentímetra þykkum varnarhjúp úr
kolefnablöndu sem á að gera því kleift
að þola þennan gríðarlega hita. Hjúp-
urinn er hannaður til að standast um
fimm hundruð faldan hita andrúms-
lofts jarðarinnar og á hann að halda
geimfarinu nærri þægilegum 30
gráða stofuhita.
Sjö ára ferðalag
Farið mun fljúga um geiminn á um
69.2000 kílómetra hraða á klukku-
stund og ætti þar með að verða hrað-
skreiðasta manngerða far í sögunni
til þessa. Áætlað er að farið verði í
geimnum í sjö ár og muni á þeim tíma
fara 24 sinnum í gegnum kórónuna.
Samkvæmt heimasíðu NASA mun
farið nýta sér aðdráttarafl Venusar til
þess að þoka sér smám saman nær
sólinni á sporbaugi um hana á ferða-
laginu.
Parker-sólarkannanum verður
skotið á loft í kringum klukkan 3.48
að staðartíma frá flughersstöðinni á
Canaveral-höfða á Flórída á laugar-
daginn.
Haldið í
leiðangur til
sólarinnar
NASA býst til að skjóta könnunar-
fari inn fyrir lofthjúp sólarinnar
Nýr leiðangur NASA til að rannsaka sólina að hefjast
Parker sólarkanninn
Sólin rannsökuð
Heimild : NASA/ParkerSolarProbe/AFP Photo/NASA/SDO
Leiðangurinn
Fyrsta farið semmun
fljúga inn í kórónu
sólarinnar
Rekur orkuferlið og eykur
skilning á kórónu sólarinnar
rannsaka sólvinda og taka
myndir
Geimskotið:
Á tímabilinu 11. - 23. ágúst
frá Kennedy geimferðarmiðstöðinni
Hitaskjöldur
Flýgur 7 sinnum framhjá sólu
á sjö ára tímabili
Í kórónu sólar eru
- sólvindar
- gos
- sprengingar
Ferð hefst
í ágúst 2018
Flýgur fyrst framhjá
sólu í nóvember 2018
Verður næst sólu
í desember 2024
(fjarlægð 6,3 milljón km)
Sólin
Merkúr
Venus
Jörðin
Hraði: Um 700.000 km/klst
Lengd: 3 metrar
Þyngd: 685 kg
ómannað geimfar
Kælikerfi
Loftnet
Segulmælar
Myndavélar
fyrir sólrannsóknir
Sjónaukar taka myndir
af kórónunni
og sólvindshvolfinu
Mælitækin verða í stofuhita
Búinn 11,5 cm þykkum
kolefnisskildi
Getur þolað allt að 1.400oC
hita við yfirborð sólar
NASA Parker-sólarkanninn.
Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti um nýjan miðbæjar-
kjarna á Selfossi og viðtölum við forsvarsmenn Sigtúns
Þróunarfélags, bæjarbúa og væntanlegra leigutaka.
Þátturinn verður
endursýndur um helgina.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.30
• Íbúakosning 18. ágúst ræður
úrslitum um framhaldið
• Mikill áhugi bæjarbúa á málinu
• Selfoss fær nýtt andlit ef nýtt
deiliskipulag verður samþykkt
• Hönnunarvinna á hæsta
mælikvarða
í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá
Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld
NýrMiðbær á Selfossi