Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.2018, Blaðsíða 33
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Þótt hitabylgja hafi nýlega steikt mik- inn hluta jarðarinnar hyggjast sumir nú kanna heitari slóðir. Bandaríska geimrannsóknarstofnunin NASA mun á laugardaginn skjóta ómönnuðu könnunargeimfari til sólarinnar. Geimfarið nefnist Parker-sólar- kanninn í höfuðið á sólarfræðingnum Eugene Parker. Áætlað er að geim- farið verði hið fyrsta sem fer um fun- heitan lofthjúp sólarinnar og „snertir sólina“ eins og geimrannsóknarstofn- unin komst að orði. Förinni er heitið að hinni svokölluðu kórónu sólarinn- ar, sem er plasmahjúpur sem umlyk- ur sólina og teygir sig milljónir kíló- metra út í geiminn. Heitara yst en innst Sums staðar er kórónan enn heitari en yfirborð sólarinnar sjálfrar. Vís- indamennirnir að baki verkefninu vonast einmitt til þess að leysa ráð- gátuna um það hví sólin er heitari yst en innst og hví hitinn í kórónunni nemur sums staðar allt að 5.500 millj- ón gráðum á selsíus. „Við verðum að komast á þetta virka svæði, þar sem allar ráðgáturn- ar eiga sér stað,“ sögðu vísindamenn NASA við Fox. Vonast er til þess að með rann- sóknum á kórónunni verði hægt að spá fyrir um veðurtilbrigði úti í geimnum, en geimstormar geta til dæmis raskað orkustöðvum á jörð- inni. Þetta gerist þegar sólvindar raska segulsviði jarðarinnar og dæla orku í geislabelti hennar. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að geta spáð fyrir um geimveður eins og um veðrið á jörðinni,“ sagði sólfræð- ingurinn Alex Young hjá NASA í samtali við AFP. Könnunargeimfarið mun halda sig í um 6,16 milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði sólarinnar en þar mun það vera í um 1.379 gráða hita á sel- síus. Fylgst verður með og myndir teknar af sólvindinum þegar vind- hraðinn rýfur hljóðmúrinn. Farið er umlukið sérstökum ellefu sentímetra þykkum varnarhjúp úr kolefnablöndu sem á að gera því kleift að þola þennan gríðarlega hita. Hjúp- urinn er hannaður til að standast um fimm hundruð faldan hita andrúms- lofts jarðarinnar og á hann að halda geimfarinu nærri þægilegum 30 gráða stofuhita. Sjö ára ferðalag Farið mun fljúga um geiminn á um 69.2000 kílómetra hraða á klukku- stund og ætti þar með að verða hrað- skreiðasta manngerða far í sögunni til þessa. Áætlað er að farið verði í geimnum í sjö ár og muni á þeim tíma fara 24 sinnum í gegnum kórónuna. Samkvæmt heimasíðu NASA mun farið nýta sér aðdráttarafl Venusar til þess að þoka sér smám saman nær sólinni á sporbaugi um hana á ferða- laginu. Parker-sólarkannanum verður skotið á loft í kringum klukkan 3.48 að staðartíma frá flughersstöðinni á Canaveral-höfða á Flórída á laugar- daginn. Haldið í leiðangur til sólarinnar  NASA býst til að skjóta könnunar- fari inn fyrir lofthjúp sólarinnar Nýr leiðangur NASA til að rannsaka sólina að hefjast Parker sólarkanninn Sólin rannsökuð Heimild : NASA/ParkerSolarProbe/AFP Photo/NASA/SDO Leiðangurinn Fyrsta farið semmun fljúga inn í kórónu sólarinnar Rekur orkuferlið og eykur skilning á kórónu sólarinnar rannsaka sólvinda og taka myndir Geimskotið: Á tímabilinu 11. - 23. ágúst frá Kennedy geimferðarmiðstöðinni Hitaskjöldur Flýgur 7 sinnum framhjá sólu á sjö ára tímabili Í kórónu sólar eru - sólvindar - gos - sprengingar Ferð hefst í ágúst 2018 Flýgur fyrst framhjá sólu í nóvember 2018 Verður næst sólu í desember 2024 (fjarlægð 6,3 milljón km) Sólin Merkúr Venus Jörðin Hraði: Um 700.000 km/klst Lengd: 3 metrar Þyngd: 685 kg ómannað geimfar Kælikerfi Loftnet Segulmælar Myndavélar fyrir sólrannsóknir Sjónaukar taka myndir af kórónunni og sólvindshvolfinu Mælitækin verða í stofuhita Búinn 11,5 cm þykkum kolefnisskildi Getur þolað allt að 1.400oC hita við yfirborð sólar NASA Parker-sólarkanninn. Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um nýjan miðbæjar- kjarna á Selfossi og viðtölum við forsvarsmenn Sigtúns Þróunarfélags, bæjarbúa og væntanlegra leigutaka. Þátturinn verður endursýndur um helgina. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.30 • Íbúakosning 18. ágúst ræður úrslitum um framhaldið • Mikill áhugi bæjarbúa á málinu • Selfoss fær nýtt andlit ef nýtt deiliskipulag verður samþykkt • Hönnunarvinna á hæsta mælikvarða í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld NýrMiðbær á Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.