Morgunblaðið - 09.08.2018, Qupperneq 35
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Grunnt er áþví góðamilli Kan-
ada og Sádi-
Arabíu þessa dag-
ana. Sádar köll-
uðu sendiherra
sinn heim og ráku
þann kanadíska úr landi eftir
að kanadísk stjórnvöld kröfð-
ust þess að pólitískur fangi
yrði látinn laus og fylgdu því
eftir með því að stöðva öll ný
viðskipti og fjárfestingar.
Meðal viðskipta, sem það
hefur áhrif á, eru fyrirhuguð
kaup Sáda á brynvörðum far-
artækjum að andvirði 15
milljarða dollara. Í frétta-
skeytum er haft eftir sér-
fræðingum að þúsundir
starfa kynnu að vera í húfi.
Hafa stjórnvöld í Ríad
jafnframt sagt að Sádar í há-
skólanámi í Kanada, alls um
15 þúsund, verði ekki styrkt-
ir til náms nema þeir fari
annað. Þá tilkynnti ríkisflug-
félagið Saudia að öllu flugi til
Kanada hefði verið aflýst.
Sádar kunna gagnrýni illa
og eru greinilega tilbúnir að
hnykla vöðvana þegar þeim
þykir að sér vegið. Það er
ekki víst að þetta dugi til að
Kanadamenn lúffi enda hefur
stjórn landsins lýst yfir því
að hún ætli að láta mannrétt-
indi ráða för í utanríkis-
málum. Sádar vonast þó ugg-
laust til þess að þetta komi í
veg fyrir að stjórnvöld í öðr-
um löndum gagnrýni þá
vegna mannréttindabrota, en
hér gæti einnig meira búið
undir sem tengist valda-
pólitík Mið-Austurlanda.
Talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins,
Heather Nauert, var varkár
þegar á hana var gengið um
málið. Hún sagði að málið,
sem um ræðir, hefði verið
tekið upp við Sáda og bætti
við að Bandaríkjamenn virtu
vissulega frelsi og mannrétt-
indi, það hefði ekkert breyst,
en Kanadamenn og Sádar
yrðu að leysa úr málinu með
diplómatískum hætti sín á
milli: „Við getum ekki gert
það fyrir þá.“
Kínverjar hafa iðulega
brugðist ókvæða við gagn-
rýni á mannréttindabrot í
Kína og viljað ráða því hverja
ráðamenn annarra þjóða um-
gangast. Íslendingar voru
atyrtir fyrir að taka á móti
ráðamönnum frá Taívan og
Dalai Lama, andlegum leið-
toga Tíbeta.
Kínverjar settu Norðmenn
lengi vel í frystikistuna fyrir að
veita Liu Xiaobo friðarverðlaun
Nóbels og sveið þá undan því.
Stóðu Norðmenn þá á berangri
og sýndu fáir samstöðu.
Eftir hryðju-
verkin í Banda-
ríkjunum 11.
september var
ráðist inn í Afg-
anistan og Írak.
15 þeirra 19
hryðjuverka-
manna, sem gerðu árásina,
voru frá Sádi-Arabíu, þeirra
á meðal Osama bin Laden.
Sádar hafa ýtt undir út-
breiðslu öfgaútgáfu íslams,
wahabbisma, víða um lönd.
Áhrifin á öfgahreyfingar ísl-
amista á borð við Ríki íslams
og al-Qaeda eru ótvíræð. Um
leið á að heita að Sádar séu
nánir bandamenn Banda-
ríkjamanna í baráttunni gegn
hryðjuverkum.
Gagnrýni Kanadamanna
beinist að handtöku Samar
Badawi og kröfu um að hún
verði tafarlaust látin laus.
Árið 2012 veitti bandaríska
utanríkisráðuneytið henni
viðurkenningu fyrir framlag
hennar til kvenréttindabar-
áttu. Hún er systir Raifs Ba-
dawis, sem hefur setið í fang-
elsi frá 2012 fyrir að „móðga
íslam“ í bloggi sínu. Hann
var dæmdur í tíu ára fangelsi
og þúsund vandarhögg 2014.
Kona Badawis og þrjú börn
þeirra fengu hæli í Kanada
2013 og hafa Kanadamenn
reglulega þrýst á um að hann
verði látinn laus síðan.
Mannréttindi verða seint
vanmetin. Þeir sem njóta
þeirra vilja oft gleyma þeim
forréttindum sem þeir búa
við. Um leið verður að halda
þeim sem brjóta mannrétt-
indi við efnið. Oft vex þrýst-
ingur vegna mannréttinda-
brota í öfugu hlutfalli við
stærð ríkja og bolmagn.
Barátta fyrir mannrétt-
indum snýst hins vegar ekki
bara um að hafa hátt og
hreykja sér, heldur hafa
áhrif. David Chatterson,
fyrrverandi sendiherra Kan-
ada í Sádi-Arabíu, er gagn-
rýninn í samtali við AFP:
„Var markmið okkar að milda
aðstæður Badawis? Hafi svo
verið mistókst okkur. Átti að
hafa áhrif í stærri dráttum á
hvert Sádi-Arabía stefnir?
Ég held að okkur hafi ekki
tekist það. Höfum við komið
einhverjum kanadískum
hagsmunum áleiðis? Nei.
Þetta er algerlega misheppn-
að.“
Svo er spurningin með við-
brögð Sáda og að hvað miklu
leyti þau snúast um það að
stjórn Justins Trudeaus, for-
sætisráðherra Kanada, neitar
að taka þátt í refsiaðgerðum
á hendur Írönum, þeirra
helsta keppinauti í Mið-
Austurlöndum, frekar en
mannréttindi.
Barátta fyrir mann-
réttindum snýst ekki
bara um að hafa hátt
og hreykja sér, heldur
hafa áhrif}
Deila Sáda og
Kanadamanna
F
yrir hrunið haustið 2008 bárust
fregnir af því að þessi eða hinn
auðmaðurinn hefði „tekið stöðu
gegn krónunni“. Á mannamáli
þýðir þetta að þeir veðjuðu á að
krónan myndi falla gagnvart öðrum gjald-
miðlum. Þegar það gekk eftir stóðu þeir sem
áttu gjaldeyri og ætluðu að nota hann á Íslandi
betur en áður.
Sumir kenndu þetta við svindl. Þeir sem
skiptu peningum í erlendan gjaldeyri hefðu orð-
ið ríkari á viðskiptunum. Þessi fullyrðing er af-
stæð. Nær öll heimsbyggðin notar annan gjald-
miðil en krónuna. Urðu þá allir í útlöndum ríkari
við gengisfellinguna? Svarið er auðvitað nei. Ís-
lendingar sem áttu bara krónur eða eignir á Ís-
landi urðu aftur á móti fátækari í evrum þegar
gengið féll. Þeir sem skulduðu lán í erlendri
mynt á móti íslenskum eignum voru sérstaklega illa stadd-
ir, því að lánin hækkuðu mikið í íslenskum krónum talið.
Hagur þeirra sem ráku fyrirtæki sem borguðu laun í ís-
lenskum krónum en seldu vöruna til útlanda vænkaðist aft-
ur á móti mjög þegar gengið féll. Útgerðarmenn hafa
margir grætt á tá og fingri undanfarin ár. Margar stórar
útgerðir hafa endurnýjað skipastól sinn og sumar jafnvel
getað borgað nýju skipin án þess að taka lán, svo góð er
staðan orðin. (Vinstri græn telja að einmitt þá sé rétti tím-
inn til að lækka auðlindagjöld á stórútgerðir, en það er efni
í annan pistil.)
Gengisfelling er tilfærsla á fjármunum frá almenningi til
útflutningsfyrirtækja, eins konar öfugur Hrói
höttur sem stelur frá þeim fátæku og færir
þeim ríku. Þetta eiga stjórnmálamenn og
fulltrúar atvinnurekenda við þegar þeir lofa og
prísa sveigjanleika krónunnar. Sumir tala hátt
um krónuna sem bjargvætt Íslendinga, en
geyma sjálfir sína peninga í útlöndum. Tökum
eftir því hvað þeir gera, ekki hvað þeir segja.
Ætla mætti að gengisstyrking væri himna-
sending fyrir almenning og hún er það til
skemmri tíma litið. Erlendar vörur og utan-
landsferðir verða ódýrari í krónum talið og lífið
skemmtilegra. Fyrirtækin stynja aftur á móti
ákaft því að tekjur af útflutningi minnka og
samkeppni við innflutning harðnar meðan
kostnaður vex. Galdurinn er að finna jafnvægi
þarna á milli og halda því. Það mun aldrei tak-
ast með íslensku krónunni.
Hvað getur almenningur gert til þess að tryggja sig gegn
þjófnaðinum næst þegar gengi krónunnar fellur? Því miður
er það bara eitt. Fyrir þá sem geta lagt eitthvað fyrir er
skynsamlegt að færa hluta af sínum sparnaði í erlenda
mynt. Eftir að síðasta ríkisstjórn losaði krónuna úr höftum
mega allir kaupa gjaldeyri og stofna gjaldeyrisreikninga.
Gengi krónunnar fellur fyrr eða síðar. Ríkisstjórnin hefur
þegar misst verðbólguna fram yfir mörk Seðlabankans og
lækkandi gengi er skrifað á vegginn. Munum að við tryggj-
um ekki eftirá.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Krónan: Íslenska rúllettan
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Lyf til varnar HIV-smiti hjáeinstaklingum 18 ára ogeldri, sem samkvæmtáhættumati eru í aukinni
hættu á að smitast við kynlífs-
athafnir, hefur verið samþykkt til
greiðsluþátttöku af lyfjagreiðslu-
nefnd, að því er fram kemur í til-
kynningu á vef Landlæknisembætt-
isins.
Um er að ræða samheitalyfið
Emtricitabine/Tenofovir disoproxil
Krka og er einkum vísað til karl-
manna, sem hafa mök við karlmenn
(MSM), sem mögulega notendur
þess, í leiðbeiningum um notkun
lyfsins sem finna má í hlekk við til-
kynninguna.
Einungis læknar Landspítala
Íslands (LSH), með sérfræðivið-
urkenningu í smitsjúkdómum, mega
ávísa lyfinu. Þeir, ásamt hjúkr-
unarfræðingum göngudeildar smit-
sjúkdóma á LSH, hafa umsjón með
mati, meðferð og eftirfylgni ein-
staklinga á fyrirbyggjandi HIV-
meðferð. Það er, forvarnarfræðsla,
rannsóknir á lífsýnum og áhættumat
á borð við MSM-áhættumat, sem fel-
ur m.a. í sér spurningar um fjölda
rekkjunauta, skipta endaþarms-
maka án smokks og með HIV-
jákvæðum rekkjunautum, allt sl. sex
mánuði og hvort viðkomandi hafi
notað spítt.
Þegar hægt að sækja um lyfið
Nú þegar er hægt að sækja um
heimild til að fá lyfið til lyfjanefndar
LSH, með aldri, sjúkdómum, færn-
ismati og sjúkdómsstöðu ein-
staklingsins, ásamt upplýsingum um
fyrri meðferð. Séu skilyrði leiðbein-
inganna til staðar er heimild veitt til
eins árs í senn.
Morgunblaðið hafði samband
við sóttvarnalækni, Þórólf Guðnason
hjá Landlæknisembættinu:
Hver er ástæðan fyrir að karl-
menn sem stunda mök með karl-
mönnum virðast teknir út fyrir sviga
sem mögulegir notendur lyfsins?
„Þeir eru klárlega langstærsti
áhættuhópurinn til að fá HIV-smit,
en það er alls ekki þannig að aðeins
þeir geti fengið þetta lyf. Þessi með-
ferð getur átt við alla sem eru í
áhættu að fá HIV-smit. Með fyr-
irkomulaginu er ekki einungis verið
að reyna að draga úr útbreiðslu
HIV-veirunnar heldur einnig ann-
arra kynsjúkdóma, þar sem rann-
sóknir og fræðsla eru hluti af um-
sóknarferlinu fyrir greiðsluþátttöku
hins opinbera. Einstaklingar í
áhættuhópi geta líka verið útsettir
fyrir aðra kynsjúkdóma, eins og lek-
anda og sýfilis.“
Hversvegna var ákveðið að nota
lyfið á þennan hátt?
„Lyfið hefur verið niðurgreitt
sem meðferð við HIV-smiti. En það
er töluvert síðan það kom ábending
um fyrirbyggjandi notkun lyfsins og
síðar beiðni þess efnis frá smit-
sjúkdómalæknum á Landspít-
alanum.“
Er mikil eftirspurn eftir fyrir-
byggjandi meðferð?
„Já, það hefur verið á undan-
förnum árum samkvæmt upplýs-
ingum frá læknum Landspítalans og
fyrirspurnir hafa borist Land-
læknisembættinu, Lyfjastofnun
og ráðuneytinu um greiðslu-
þátttöku vegna svona lyfja.
Við vitum nú þegar að fólk er
að kaupa þessi lyf erlendis
og panta þau á netinu. Þetta
nýja fyrirkomulag verður
gert upp í lok árs, þá verður
komin sex mánaða reynsla og
hægt að sjá hvernig kostn-
aðurinn verður. Leyfið frá lyfja-
greiðslunefnd núna er
bundið við eitt ár.“
Lyf til að fyrirbyggja
HIV-smit niðurgreitt
Almenn meðferð felur í sér inn-
töku á einni töflu daglega eða
að hámarki sjö töflur á viku.
Skv. upplýsingum frá lyfja-
greiðslunefnd kostar mán-
aðarskammtur af lyfinu, með
30 töflum í pakkningu, 50.000
kr. í heildsölu skv. lyfjaverðskrá,
en 62.000 kr. með VSK. Sjúkra-
tryggingar Íslands greiði fyrir
lyfið til einstaklinga að fullu.
Morgunblaðið hafði samband
við apótek sem gaf þær upplýs-
ingar að lyfið væri þar til sölu,
gegn ávísun sérfræðings, fyr-
ir 65.534 kr., en með lyfja-
skírteini þurfi almennur
einstaklingur að borga
mest um 22 þúsund kr.
í fyrsta skiptið, næst
15% af heildarverð-
inu, þar næst 7,5% og
ekkert eftir að upp-
safnaðar greiðslur
hans ná um 62 þúsund
kr. á árinu.
Hvað kostar
meðalið?
LYFIÐ FÆST GEGN ÁVÍSUN
SÉRFRÆÐINGS Í APÓTEKI
Þórólfur Guðnason
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
HIV-forvörn Smokkar hafa þótt góð vörn gegn HIV-smiti en nú fæst líka lyf.