Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 36
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Mávur og máni Mávur á flugi yfir höfuðborginni á fallegu sumarsíðdegi með tunglið og sólroðin ský í bakgrunni.
Kristinn Magnússon
Markaðstrú var
nokkuð algeng hér
á landi á árum áð-
ur og þá var allt
gott ef hægt var
að koma yfir það
markaði. Trúin er
nú minna áber-
andi, en í umræðu
um raforkumark-
að og innleiðingu
orkupakka ESB
verður þess álits vart, að það sé
einhver töfralausn í því fólgin að
loka raforkugeirann hér inni í
lagaramma ESB og koma á
sama markaði. Svo er ekki. Með
raforkumörkuðum er í raun ver-
ið að nýta kosti markaðsaflanna
til þess að ná fyrir fram skil-
greindum árangri og það þarf að
gera á misjafnan hátt við mis-
jafnar aðstæður .
Frjáls raforkumarkaður
Raforka er mikilvæg und-
irstaða tæknivæddra menning-
arþjóðfélaga nútímans og mik-
ilvægt að hún sé ekki verðlögð
of hátt. Raforkumarkaðir eru
því hannaðir og settir upp í
þeim tilgangi, að virkja mark-
aðsöflin í þágu neytenda svo
þeir fái orku sína með fullu ör-
yggi eins ódýrt og unnt er. Í
Evrópu þar sem raforkan er
mest unnin úr jarðefnaeldsneyti
eru aðstæður góðar til að láta
markaðinn virka svo áhætta
dreifist eðlilega milli aðila og
kostnaður skiptist niður á not-
endur á sanngjarnan hátt, en í
okkar vatnsorkukerfi eru að-
stæður síðri. Eftirfarandi má
bera saman.
Þar: Margir jafn samkeppn-
ishæfir framleiðendur sem og
sölufyrirtæki og notendur sam-
kvæmt reglum engum bundnir
um viðskipti.
Á Íslandi eru framleiðendur
fáir, markaður grunnur og auð-
velt að trufla hann.
Þar: Lækkandi kostnaður
nýrra aflstöðva vegna tækniþró-
unar tryggir stöðuga hvata fyrir
fjárfesta til að byggja nýjar afl-
stöðvar í tíma svo aldrei skorti
afl og tryggir nýjum fjárfestum
greiðari leið inn á markaðinn.
Hér þurfum við sífellt að
fjárfesta í dýrari virkjunum
vegna mismunandi náttúrulegra
aðstæðna. Þá þarf markaðsverð
að hækka stöðugt til að ný fjár-
festing sé réttlætanleg. Þær
hækkanir sýna ekki hækkandi
verðmæti orkunnar fyrir not-
endur, heldur gera þeim erfiðara
fyrir að nýta hana til aukinnar
verðmætasköpunar. Þetta er
vandamál sem verður að skoða í
samhengi við til dæmis auðlinda-
rentu af eldri virkjunum.
Þar: Á alþjóðlegum
eldsneytismörkuðum stendur öll-
um framleiðendum til boða
trygg hráorka á sambærilegum
verðum og gæðum.
Mismunur á byggingakostnaði
og verði lands er háður reglu-
gerðum einstakra svæða og
þéttbýli.
Hér er hráorkan öllum jafn
ódýr, hún kostar ekkert, en á
móti kemur, að það er afar mis-
dýrt að færa hana að aflstöðinni.
Þetta setur framleiðendur í ólíka
samkeppnisstöðu. Hér er auk
þess munur á stöðu jarðvarma
og vatnsorku. Kostnaðarmat
þessara tveggja tegunda virkj-
ana eins og það kemur í
Rammaáætlun er ekki sambæri-
legt og áhættumynstrið er mjög
ólíkt. Hráorkan er ekki á mark-
aði. Treysta verður á nátt-
úrufarsrannsóknir og áætl-
anagerð í stað
eldsneytismarkaða.
Þar: Aðeins þarf
að tryggja, að
framboð afls verði
ætíð meira en eft-
irspurn svo örygg-
iskröfum sé full-
nægt.
Hér þarf fyrst
og fremst að
tryggja nægt fram-
boð orku.
Þar: Kaupendur
og seljendur þurfa
greiðan aðgang að
upplýsingum um stöðu mark-
aðarins og horfur á snerti-
mörkuðum sem hafa áhrif á
eldsneytisverð og fjárfest-
ingakostnað.
Hér þarf að miðla upp-
lýsingum um stöðu miðlana og
jarðvarmasvæða.
Þar: Markaðurinn vex nægi-
lega hratt til að margar afl-
stöðvar eru í smíðum í einu.
Hér þarf aðeins eina afl-
stöð af hagkvæmri stærð
þriðja hvert ár.
Fyrir Evrópu sjá markaðs-
öflin til þess, að orku-
vinnslukerfi þeirra verður
hæfilega stórt, þar til vind-
myllum og öðrum umhverf-
isvænum kostum fer að fjölga.
Það ræður markaðurinn ekki
við enn og því er þeim kostum
þvingað inn með skattalegum
og öðrum ráðstöfunum.
Vatnsorkukerfi þurfa mun
sérhæfðari hönnunarvenjur en
þeirra markaður hvetur til.
Að lokum
Við þær aðstæður sem hér
eru getur óheftur markaður
samkvæmt forskrift ESB ekki
tryggt notendum nægilegt ör-
yggi og lágt orkuverð án að-
komu stjórnvalda. Allt þetta
merkir líka, að hægt verður að
setja spurningar við það, hvað
raforkumarkaður hér getur
orðið frjáls í raun, en samt
verður að reyna. Það má ekki
gefast upp á því, að nýta
markaðslögmálin til að auka
hagkvæmni í raforkuvinnslu
og flutningi til hagsbóta fyrir
almenna notendur raforku í
landinu.
Eins og kemur fram í
forsendukafla tilskipunar ESB
nr. 75/2009 þá er ein meg-
inástæða fyrir tilurð hennar
tregða einhverra innan ESB
til að setja þær reglugerðir og
leggja í þær fjárfestingar sem
þarf til að mynda frjálsan
nægilega virkan markað yfir
landamæri innan bandalagsins.
Á þessu er tekið í tilskipuninni
með því að hvert ríki ESB
skal stofna embætti landsregl-
ara og hafi þeir með sér sam-
starf sem ný stofnun, ACER
heldur utan um. Þannig fær
þessi stjórnarstofnun ESB
sterkt áhrifavald inn í raforku-
kerfi hvers lands fram hjá öll-
um öðrum stjórnvöldum og
beitir því til að samræma
reglugerðir þeirra. Þetta leys-
ir engin okkar vandamála
nema síður sé.
Eftir Elías
Elíasson
» Við þær
aðstæður
sem hér eru getur
óheftur markaður
samkvæmt forskrift
ESB ekki tryggt not-
endum nægilegt ör-
yggi og lágt orkuverð
án aðkomu stjórn-
valda.
Elías Elíasson
Höfundur er sérfræðingur
í orkumálum.
Markaðstrú og
raunveruleiki
Það er meginregla í
stjórnsýslurétti, að
lægra sett stjórnvald
er bundið af úrskurð-
um æðra setts stjórn-
valds.
Í lögum, þar sem
fjallað er um starfs-
hætti stjórnvalda, er
málum stundum svo
háttað að kveðið er á
um heimild borgara
til að skjóta til sér-
staks úrskurðaraðila ákvörðun þess
stjórnvalds sem í hlut á vilji við-
komandi ekki una henni. Tilgangur
með lagaákvæðum um slíkan mál-
skotsrétt innan stjórnsýslu er sýni-
lega sá að auka réttaröryggi borg-
ara og gefa þeim kost á að láta
æðri stjórnsýsluaðila úrskurða um
hvort stjórnsýslan sem um ræðir
hafi verið lögum samkvæm. Er
þessi aðferð til þess fallin að geta
tekið skemmri tíma en málsmeðferð
fyrir dómi auk þess að vera ódýr-
ari.
Verði staðan síðan sú að borg-
arinn telur að enn sé brotinn á hon-
um réttur með ákvörðun æðra
stjórnvaldsins (málskotsnefnd-
arinnar) getur hann auðvitað í sam-
ræmi við almennar reglur laga bor-
ið þá ákvörðun undir dómstóla.
Gagnaðili hans í því máli yrði þá
stjórnvaldið sem tók hina upp-
runalegu ákvörðun.
Við blasir að hið lægra setta
stjórnvald hefur enga lögvarða
hagsmuni af niðurstöðu þess æðra.
Í þeirri niðurstöðu ætti einfaldlega
aðeins að felast endanleg afstaða í
alþingismenn standi ekki sína pligt.
Látið er undan embættismönnum
sem vilja fá í hendur heimildir til
að beita borgara ofríki, þó að æðra
stjórnvald hafi komist að nið-
urstöðu um að of langt hafi verið
seilst. Fleiri dæmi má finna í laga-
safninu af svipuðum toga.
Tíðarandinn krefst aukins rétt-
aröryggis fyrir borgara gegn sívax-
andi afskiptasemi stjórnvalda. Það
gæti orðið rós í hnappagat ríkis-
stjórnar að afnema þessa vitleysu
sem er byggð á þeirri ranghugsun
að stjórnvöld geti haft hagsmuni af
því að beita borgara meiri áreitni
heldur en æðra stjórnvald hefur
talið réttmæta. Alþingismenn eru
meðal annars kjörnir til að gæta
réttaröryggis borgara. Þeir ættu að
nota augljós tækifæri til að sýna að
sú krafa sé meira en bara stafir á
blaði.
Það er fyllsta ástæða til að hvetja
kjörna fulltrúa til dáða í þessu efni.
stjórnsýslu á viðkom-
andi sviði. Samt er það
svo á nokkrum stöðum í
settum lögum, að hinu
lægra stjórnvaldi sem
um ræðir er heimilað
að skjóta niðurstöðu
þess æðra til dómstóla í
því skyni að fá henni
hnekkt. Þá er eins og
menn hafi búið sér til
þá hugmynd að hið
lægra setta stjórnvald
sé orðið hagsmunaaðili
sem hafi aðra hagsmuni
í málinu en þá sem
æðra stjórnvaldið telur að eigi að
gilda.
Dæmi úr samkeppnislögum
Dæmi um þetta er að finna í 41.
gr. samkeppnislega frá 2005. Þar
getur að líta heimild fyrir Sam-
keppniseftirlitið til að bera undir
dómstóla úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála sem hefur þá tekið
til greina kröfu viðkomandi borgara
og ógilt að einhverju leyti ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins. Þessi heim-
ild var sett inn í lögin á árinu 2011.
Virðast einhverjir ákafir embætt-
ismenn hjá Samkeppniseftirlitinu
hafa fengið því framgengt að koma
þessari heimild í lögin. Hefur stofn-
unin síðan í nokkrum tilvikum nýtt
heimildina og borið undir dómstóla
niðurstöður áfrýjunarnefndarinnar
sem tekið hefur ákvörðun borg-
aranum í hag. Þetta er ekki ósvipað
því að embættismaður í ráðuneyti
fengi heimild til að bera undir dóm
þær ákvarðanir ráðherra sem hon-
um líkar ekki.
Svo er að sjá að hér sé að finna
lagaákvæði sem einkennist af því að
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Það gæti orðið rós íhnappagat ríkis-
stjórnar að afnema þessa
vitleysu sem er byggð á
þeirri ranghugsun að
stjórnvöld geti haft hags-
muni af því að beita
borgara meiri áreitni
heldur en æðra stjórn-
vald hefur talið rétt-
mæta.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Hafa lægra sett stjórnvöld
sjálfstæða tilveru?