Morgunblaðið - 09.08.2018, Page 42

Morgunblaðið - 09.08.2018, Page 42
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Samkomulag milli útvarpsstöðv- arinnar K100 og Hinsegin daga var undirritað á dögunum og hófust Hin- segin dagar formlega í Reykjavík í vik- unni. Er þetta annað árið í röð þar sem K100 og Hinsegin dagar gera með sér formlegan samstarfssamning, en í fjórða sinn sem útvarpsstöðin gerir eitthvað í tilefni Hinsegin daga. Dagskrá K100 vikuna sem hátíðin fer fram í Reykjavík mun taka mið af því sem er að gerast þar sem viðburðir hátíðarinnar verða kynntir á hverjum degi auk þess sem skemmtilegir gestir líta við til þess að ræða eitt og annað sem tengist Hinsegin dögum og hin- segin samfélaginu. Föstudaginn 10. ágúst verður dagskrá stöðvarinnar snúið á hvolf og mun stöðin taka upp nafnið Hinsegin 100. Á laugardaginn verður svo bein út- sending frá Gleðigöngunni og dagskrá henni tengdri í Hljómskálagarðinum þar sem alls konar fólk verður tekið tali þannig að hlustendur fái stemn- inguna úr miðborg Reykjavíkur beint í æð hvar sem þeir eru staddir. Á meðan Hinsegin dagar standa yfir er litríkasta Kaupfélag landsins rekið í Suðurgötu 3 í sama húsnæði og Sam- tökin ’78, félag hinsegin fólks á Íslandi, eru til húsa. Þetta er ein aðaltekjulind Hinsegin daga og þar er jafnframt upplýsinga- og þjónustumiðstöð hátíð- arinnar og er opið á meðan Hinsegin dagar standa yfir. Starfsfólk K100 skellti sér að sjálfsögðu í verslunarleið- angur til að geta skreytt hátt og lágt þegar stöðin verður Hinsegin 100 í einn dag til að sýna baráttu hinsegin fólks á Íslandi stuðning. Hulda Bjarna- dóttir hulda@mbl.is Litríkt Kaupfélag Við Suðurgötu 3 er Kaupfélag Hinsegin daga rekið. Gleði Starfsfólk K100 litu inn í verslunina í Suðurgötu. Skrautlegt Sjálfboðaliðar Kaup- félagsins standa vaktina viku á ári. Hinsegin 100 annað árið í röð „Þegar maður fer á framandi staði þá virka þeir svolítið ógnandi úr fjar- lægð en ég upplifði það þannig að um leið og maður er lentur og kom- inn inn í þann veruleika þá er það yfirleitt ekki sérlega ógnandi. Flest virkar hættulegra úr fjarska en það gerir úr návígi,“ segir Una Sighvatsdóttir, fréttamaður og ferðalangur sem er óhrædd að ferðast á óhefðbundnar slóðir en hún er nýkomin heim til Íslands eftir að hafa ferðast ein vítt og breitt um Suður-Ameríku í sex mánuði. „Auðvitað þarf maður að fara var- lega og beita brjóstvitinu og dóm- greindinni. Það er mín reynsla og þeirra sem ferðast einir að fólk er al- veg rosalega opið fyrir því að hjálpa.“ Eins og að lenda á Sauðárkróki „Ég bókaði miða aðra leið til Buenos Aires, ég vissi ekki hvað ég hefði mikinn tíma til að ferðast og vissi ekki hvar ég myndi enda. Það eina sem ég var búin að ákveða 100% að gera var að fara suður eftir til Patagoniu og ganga. Þetta er svæði sem er mjög svipað Íslandi að mörgu leyti og var alveg stórkostlegt að fara þangað, þetta var svolítið eins og að lenda í einhverjum hliðarveru- leika. Þegar flugvélin, sem var lítil vél, lenti þarna í einhverjum litlum bæ þá fannst mér eins og ég væri að lenda á Sauðárkróki.“ Una segir kostinn við að ferðast einn vera þann að maður kynnist svo mörgu fólki því það sé ófeimnara við að nálgast þann sem er einn en þá sem eru í hóp. „Mín reynsla er svo- lítið sú að skemmtilegasta og besta fólkið hittir maður þegar maður er á göngu, þannig að ég gerði talsvert mikið af því í þessu ferðalagi.“ Una vann sem upplýsingafulltrúi fyrir Atlantshafsbandalagið (NATO) og lauk verkefni í Afganistan fyrir samtökin áður en hún fór til Suður- Ameríku og segir þessa heima gjör- ólíka. „Það var rosalega mikil inni- lokun í Afganistan og fyrir það fyrsta allt öðruvísi menningar- heimur. Þar var ég líka að vinna langa vinnudaga alla daga vikunnar þar sem vinna mín fólst í því að taka upp myndbönd fyrir NATO þannig að ég var talsvert að ferðast um þar en það var samt allt mjög stíft. Sennilega var það svo ástæðan fyrir því að ég hafði svona mikla þörf fyrir þetta algjöra frelsi sem ég dembdi mér svo í úti í Suður-Ameríku. Una heldur til Georgíu í lok mánaðarins þar sem hún heldur áfram störfum sínum fyrir íslensku friðargæsluna, hún er því hvergi nærri hætt flakki og ferðalögum enda engin ástæða til. islandvaknar@k100.is Valdeflandi að ferðast ein Flest virkar hættulegra úr fjarska en það gerir úr návígi,“ segir Una Sighvatsdóttir, fréttamaður og ferðalangur, sem er óhrædd að ferðast á óhefðbundnar slóðir en hún er nýkomin heim til Íslands eftir að hafa ferðast ein vítt og breitt um Suður-Ameríku í sex mánuði. Una Sighvatsdóttir, fréttamaður og ferða- langur hefur ferðast víða. Una segir stórkostlega upplifun að vakna við sólarupprás í Machu Picchu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.