Morgunblaðið - 09.08.2018, Síða 45

Morgunblaðið - 09.08.2018, Síða 45
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018 ✝ Margrét Geirs-dóttir, eða Gréta eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Vopna- firði 6. apríl 1966. Hún lést á gjör- gæsludeild LSH í Fossvogi 25. júlí 2018. Foreldrar henn- ar eru Geir Frið- björnsson vöru- bifreiðarstjóri, f. 3. apríl 1943, og Laufey Leifsdóttir hús- móðir, f. 12. janúar 1944. Systk- ini Grétu eru: 1) Svandís Geirs- dóttir, f. 2. desember 1965, gift Inga Grétarssyni; 2) Hreiðar Geirsson, f. 4. september 1970, unnusta hans er Kristín Þóra 1934. Börn Sigmars og Grétu eru: 1) Laufey Sigrún, f. 24. september 1989, unnusti henn- ar er Steindór Gíslason, f. 18. febrúar 1987, og eiga þau dæt- urnar Guðrúnu Telmu og Guð- björgu Tönju. 2) Ólafur Tryggvi, f. 9. mars 1996 , kær- asta hans er Jóhanna Björg Hlöðversdóttir, f. 20. apríl 1998. Fyrir átti Gréta soninn Olgeir Sigurgeirsson, f. 22. október 1982, og á hann tvo syni, þá Pétur Alex og Valdi- mar Vopna. Faðir Olgeirs er Sigurgeir Pétursson, f. 1965. Gréta ólst upp í Vopnafirði. Gréta fluttist til Vestmannaeyja 1987 og vann í Ísfélagi Vest- mannaeyja allt til loka ársins 2006 en þá fluttist fjölskyldan búferlum til Reykjavíkur. Gréta starfaði á leikskólanum Huldu- heimum í Grafarvogi frá árs- byrjun 2007 til æviloka. Útför Margrétar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 9. ágúst 2018, klukkan 13. Ólafsdóttir; 3) Gunnhildur Inga Geirsdóttir, f. 13. október 1979, gift Þorkeli Inga Ólafs- syni; 4) Guðrún Sigríður Geirs- dóttir, f. 6. desem- ber 1981, sambýlis- maður hennar er Guðbergur Rafn Ægisson; 5) Helga Kristjana Geirsdóttir, f. 7. janúar 1983. Eftirlifandi eiginmaður Grétu er Sigmar Guðlaugur Sveinsson skipstjóri, f. 17. jan- úar 1966. Foreldrar Sigmars eru Sveinn Páll Gunnarsson, f. 14. mars 1929, d. 7. júlí 2003, og Sigrún Gísladóttir, f. 30. mars Elsku yndislega mamma mín, hjartað mitt er brotið og mun ekki gróa heilt á ný. Allt virðist svo tómt þótt í kringum mig sé fullt af fólki, þá vantar mig svo þig, rödd þína, hlátur og bros. Ég verð því að sætta mig við þær fjölmörgu og góðu minn- ingar sem ég á, við vorum sem betur fer duglegar að búa þær til saman. Ég var ótrúlega heppin að eiga þig sem mömmu, enda stóðstu þig einstaklega vel í því hlutverki. Uppeldið á okkur gekk prýðilega og máttu vera stolt af sjálfri þér, enda varstu mikið ein þar sem pabbi var skipstjóri og því eðlilega mikið frá. Við systkinin vorum alltaf í forgangi og þú settir sjálfa þig alltaf í annað sæti til þess að við fengjum það besta úr lífinu. Heimili okkar var alltaf opið fyrir öllum okkar vinum og þú lagðir þig fram um að kynnast þeim öllum, enda varstu fullur þátttakandi í lífi okkar alveg til síðasta dags. Ég þakka þér þetta allt, elsku mamma, þótt ég vildi að þú hefðir oftar sett sjálfa þig í fyrsta sætið. Ég flutti ung að heiman til að fara í menntaskóla. Það var spennandi og skemmtilegt, en á sama tíma kunnum við ekki að vera í sundur og reyndist það okkur mjög erfitt. Það var því ekkert annað að gera en að hringja daglega og spjalla, oft- ast í búð til að bera undir þig það sem ég væri að kaupa og hvað mér fannst allt kosta mik- ið, eitthvað sem ég gerði enn þann dag í dag þótt símtalið snerist núna um daginn og veg- inn og yndislegu stelpurnar okkar. Sem betur fer komu þú og pabbi og Óli bróðir fljótt á eftir mér í bæinn, það var betra að hafa þig nær. Ég man svo vel daginn sem ég sagði þér frá því að ég væri að verða mamma. Ég kom til þín þar sem þú varst ein heima, ég var með hjartað í buxunum enda aðeins 21 árs og var hrædd um að þú yrðir svekkt útí mig. Ég ætlaði aldrei að koma orðunum út úr mér og endaði á að skrifa þau á miða og rétta þér. En ég veit ekki af- hverju ég hafði áhyggjur, þú lof- aðir mér því að taka fullan þátt í lífi barnsins eins og þú hafir gert í mínu. Sem þú svo sann- arlega gerðir, þú varst orðin amma og það besta amma í heimi. Þú og Guðrún Telma mín áttuð einstakt samband. Deilduð áhuga ykkar á búðum, fötum og jólunum. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur, hún er búin að lofa afa sínum að hjálpa við að skreyta fyrir hátíðarnar, hún veit hvernig amma sín vill hafa þetta. Þú varst líka einstaklega glöð þegar Telma mín tilkynnti þér að hún væri að verða stóra systir, enda vildir þú endilega að ég myndi eignast fleiri börn. Guðbjörg Tanja og þú urðuð líka einstakar vinkonur þótt hún hafi alltaf verið afastelpa, sem er yndislegt, hún hjálpar honum í gegnum þessa erfiðu tíma. Þú mættir á allt sem tengdist þeim enda óendanlega stolt af þeim. Þitt heimili var þeirra heimili og voru þær alltaf velkomnar, takk fyrir það, mamma. Sem betur fer eru minningarnar margar og munum ég og Steindór minn vera dugleg að rifja þær upp með þeim og segja þeim hversu yndisleg og einstök þú varst. Takk fyrir allt, elsku mamma, ég held utan um pabba og strákana eins og þú hélst utan um okkur. Ég elska þig. Þín dóttir, Laufey Sigrún. Elsku Gréta okkar, það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Það er svo stutt síðan að við fengum þig í fangið í fyrsta skipti. Svo falleg, ekkert rauð og þrútin og með svart hár. Fallegasta barn sem ég hef tekið á móti, sagði læknirinn við okkur. Tíminn leið svo hratt. Áður en við vissum af varst þú sjálf komin með fjölskyldu. Við pabbi þinn orðin afi og amma áður en við eignuðumst yngsta barnið okkar þannig að mér fannst elsku Olgeir minn vera eitt af mínum. Svo komu þau Laufey Sigrún og Óli Tryggvi, hvert öðru yndislegra. Þið voruð svo dugleg að koma og dvelja hjá okkur. Minningarnar eru margar sem á hugann leita, ferðalög, útilegur eða bara sitja og spjalla, allt alveg yndislegar minningar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hvíl í friði, elsku Gréta okk- ar, og hafðu þökk fyrir allt. Mamma og pabbi. Elsku Gréta, mikið er lífið ósanngjarnt, nú kveð ég þig langt um aldur fram en margar góðar minningar lifa með mér. Það sem ég var stoltur að fá að leika við stóru systur þegar við bjuggum í Sigtúni, hvað ég var sár þegar þú fórst í sveit á sumrin og ég skilinn eftir, en ég var mjög ánægður að fá þig heim aftur á haustin. Hvað við vorum ósátt að fá ekki frí í skólanum á veturna þegar vont var veður en ekkert frí var í skólanum þar sem veðr- ið var bara vont uppi á brekk- unni og mamma opnaði dyrnar, setti stól við skaflinn og við stukkum út, þá var gott að geta haldið í höndina á stóru systur meðan við löbbuðum niður brekkuna í betra veður. Síðasta minning okkar var þegar við vorum í brúðkaupi hjá Guðrúnu og Jóni og fórum á Bæjarins bestu þegar komið var í bæinn, þið systur vilduð ekki fara þang- að. Ég og Guðbergur mágur okkar sögðum að þangað yrði farið enda ekki oft sem við kæmum í bæinn. Við fórum þangað ásamt Simma og Kela en þið sögðust ætla heim en ekki gátuð þið slitið ykkur frá okkur og komuð gangandi til okkar og þar var mikið hlegið og skemmt sér. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson) Þinn bróðir, Hreiðar. „Hvað er að frétta? Ertu ekki að verða komin í frí til að klára að undirbúa brúðakaupið ykk- ar.“ Svona byrjaðir þú, elsku Gréta mín síðasta símtalið sem við áttum mánudaginn 16. júlí, þú varst í sólbaði og beiðst eftir að ég hringdi og sagðist vera komin í sumarfrí því við ætl- uðum að eyða saman mánudeg- inum í allskonar brúðkaupsund- irbúning sem við og gerðum.Við áttum alveg yndislegan dag saman. Ég er svo þakklát að þú lagðir lokahönd á brúðarkjólinn, fötin á krakkana og fötin á Kela, það kláruðum við þennan ör- lagaríka dag sem og margt ann- að sem þú vildir að yrði klárað. Þegar þú fórst heim um kvöld- mat fórstu að skreyta köku- standinn okkar og vá hvað hann var fallegur hjá þér. Það var þitt síðasta verk sem þú gerðir fyrir okkur því um kvöldið kom versta símtal sem ég hef fengið frá Simma þegar hann lét mig vita að það væri verið að flytja þig á sjúkrahús og það væri lík- lega heilablóðfall. Mér fannst veröldin hrynja en reyndi þó að hugsa jákvætt og vonaði inni- lega að þú yrðir jafn heppin og ég. En 9 dögum síðar kvaddir þú okkur, aðeins 52 ára að aldri. Ég var ekki nema 8 ára þeg- ar þú fluttir til Vestmannaeyja með Olgeir son þinn og ég man ennþá hvað mér fannst leiðin- legt að þú skyldir flytja. En sem betur fer þá fluttir þú til Eyja því fljótlega kynntist þú Simma þínum og 1989 í september koma einkadóttirin hún Laufey Sigrún í heiminn. 1995, árið sem þú sagðir mér að þú værir ólétt, þá sagði ég strax að ég ætlaði sko í heimsókn til þín um leið og þetta barn ætti að fæðast. Þann 9. mars kom svo prinsinn okkar, hann Óli Tryggvi, í heiminn og það sem 16 ára gömul móður- systirin var stolt. Þegar ég er að kynnast Kela mínum í upphafi árs 2008 þá fylgdist þú mjög vel með. Keli man mjög vel eftir fyrstu ferð okkar saman suður, þú hringdir nokkrum sinnum í mig á leiðinni til að athuga hvar við værum því við áttum að koma beint í kaffi. Um haustið fluttum við Keli svo suður og áttum við eftir að gera alveg helling saman og í dag yljum við okkur við allar þær minningar sem við höfum búið til með ykkur Simma, elsku Gréta mín. Jólin, áramótin, páskarnir og afmælin eru minningar sem við erum þakklát fyrir. Þér leið best ef öll börnin ykkar, tengdabörn- in, barnabörnin og við Keli vor- um hjá ykkur Simma á þessum dögum. Þú vildir hafa mikið líf í kringum þig og heimili ykkar stóð okkur Kela alltaf opið. Efst í huga okkar núna eru þó ferð- irnar til Tenerife með þér og Simma en þær minningar geym- um við í hjörtum okkar. Elsku Gréta mín, ég gæti skrifað svo miklu meira en ætla að láta hér staðar numið og geyma minn- ingarnar í hjarta mínu og rifja upp á góðum stundum með fólk- inu okkar. Missir minn er mikill en mestur er hann þó fyrir Simma, Olgeir, Laufeyju, Óla og sólargeislana þína fjóra. Mikill og sár er missir mömmu og pabba að horfa á eftir dóttur sinni. Við Keli reynum af fremsta megni að vera til staðar fyrir þau öll eins vel og við get- um. Hjálpa þeim á stórum sem litlum stundum í lífi þeirra því ég veit að þú aðstoðar mig við það bara frá öðrum stað. Elska þig endalaust. Inga systir. Elsku Gréta mín, af hverju er lífið svona ósanngjarnt, ég trúi ekki ennþá að þú sért farin, þetta er allt svo óraunverulegt. Þú í blóma lífsins, umvafin ynd- islegu fjölskyldunni þinni. Þú varst svo stolt af börnunum þín- um og barnabörnum enda mátt- ir þú það svo sannarlega, enda öll svo yndisleg. Það var ynd- islegt að koma til Grétu minnar í Vestmannaeyjum og í einni ferð minni þangað þá hvatti hún mig til þess að fara í hvíta- sunnukirkjuna Fíladelfíu á leið minni aftur heim og hitta fólkið þar. Fljótlega eftir það fórum við á jólatónleika hjá Fíladelfíu sem verður afskaplega skrýtið að fara á næst og engin Gréta syst- ir með okkur Ingu systur. En ég mun ylja mér við minning- arnar sem ég á um þig og segja barnabörnum þínum sögur þeg- ar ég hitti þau. Elsku Simmi, Olgeir, Pétur Alex, Valdimar Vopni, Laufey, Steindór, Guð- rún Telma, Guðbjörg Tanja, Óli Tryggvi, Jóhanna Björg, mamma, pabbi, systkini mín öll og fjölskyldur innilegar samúð- arkveðjur til ykkar allra. Við munum rifja upp minningar saman fjölskyldan og tala mikið um Grétu systur. Hún var ein- stök og alltaf hægt að leita til hennar ef á þurfti að halda. Nú ert þú engillinn okkar eins og barnabörnin segja og við það ætla ég að bæta að þú ert fallegi engillinn okkar og ég veit að ömmur okkar og afar hafa tekið vel á móti þér. Vonandi er alltaf sól þarna hinum megin því í sólinni leið þér best. Takk fyrir allt, elsku systir. Ég ætla að kveðja þig með þessu ljóði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Helga systir. Elsku besta amma okkar. Takk fyrir samveruna. Takk fyrir að vera alltaf svona góð við okkur. Takk fyrir öll kósýkvöldin. Takk fyrir alla ísana. Takk fyrir öll knúsin. Takk fyrir allar heita potts ferðirnar. Takk fyrir að vera alltaf til staðar. Okkur fannst svo gaman að vera hjá þér því þú leyfðir okk- ur að taka svo mikinn þátt í öllu. Við vorum alltaf velkomnar og hjá þér leið okkur svo vel. Við pössum uppá þig í hjartanu okk- ar. Við elskum þig og söknum svo mikið. Þínar, Guðrún Telma og Guðbjörg Tanja. Ég fékk símtal sem ég átti alls ekki von á. Það var eins og ég hefði verið stungin í hjartað, áfallið var mikið. Þú hafðir feng- ið heilablóðfall og blóðtappa. Veikindi þín voru stutt, aðeins rúm vika og ég trúði því svo innilega að þú myndir lifa þau af, þú sem varst alltaf svo sterk og hraust. Ég kynntist þér fyrir rúmum 12 árum þegar þú sóttir um vinnu hjá mér í Hulduheimum. Nýkomin frá Vestmannaeyjum og mér leist svo vel á þig og mikil var gæfa okkar að fá þig í starfsmannahópinn. Þú fékkst toppmeðmæli og varst ein af mínum bestu eins og ég sagði oft. Það er stórt skarð komið í hópinn okkar og verður skrýtið að koma í heimsókn og þú ekki þar. Hver hefði trúað því að þú yrðir farin frá okkur svona allt of fljótt, aðeins 52 ára. Ég sé þig svo ljóslifandi fyrir mér, þegar þú labbaðir alltaf til mín þegar ég birtist í dyrunum í Hulduheimum eftir að ég hætti í janúar. Alltaf komstu brosandi til mín eins og áður og við spjöll- uðum aðeins. Mikið á ég eftir að sakna þín, yndisleg sem þú varst alltaf, góð vinkona, mann- eskja og mikill fagmaður. Enda treysti ég þér fullkomlega fyrir því að taka að þér deildarstjóra- stöðu hjá okkur. Þú elskaðir börnin og sýndir þeim mikla umhyggju og aga. Mig langar að þakka þér fyrir hvað þú hugs- aðir vel um dótturson minn, hvað þú varst fagleg alltaf, metnaðarfull og hvað það var gaman að vinna með þér. En mest af öllu þakka ég þér fyrir vináttuna og trúnaðinn sem við áttum. Elsku Gréta mín, alltaf svo falleg, smart og glæsileg. Mér finnst ótrúlegt að ég fái ekki að sjá þig aftur í þessu lífi. Eina sem ég get sagt núna er að ég hlakka til að hitta þig seinna og trúi því að við eigum eftir að hittast aftur. Góða ferð, elsku vinkona mín. Elsku Sigmar, Olgeir, Laufey Sigrún, Ólafur Tryggvi, foreldr- ar og fjölskyldan öll. Ég sendi ykkur einlægar samúðarkveðjur og bið ykkur Guðs blessunar. Blessuð sé minning elskaðrar Grétu. Við erum öll betri mann- eskjur sem höfum fengið að kynnast henni. Í hjartans einlægni, Bryndís Markúsdóttir, vinkona og fv. leikskóla- stjóri í Hulduheimum. Elsku Gréta okkar. Þeir eru óteljandi hlutirnir sem við eigum eftir að sakna. Við á Álfhóli hlökkuðum alltaf til að mæta til vinnu og gátum gengið að því vísu að þú tækir á móti okkur með bros á vör og tilbúin að takast á við daginn. Þú varst svo brosmild og falleg, vel til höfð og alltaf var stutt í grínið og hláturinn. Þú varst frábær vinnufélagi og vinkona og ávallt tilbúin að gefa af þér. Þú varst einstak- lega ósérhlífin og alltaf reiðubú- in að rétta fram hjálparhönd og til staðar á raunastundu. Þú hafðir sterkar skoðanir og lást ekki á þeim en staldraðir alltaf við til þess að hlusta á sjón- armið annarra og finna sameig- inlegar lausnir á hverju sem við tókum okkur fyrir hendur. Að eignast svona traustan og trúan vin á vinnustaðnum er ekki sjálfgefið og erum við þakklát fyrir það. Að mæta til vinnu á Hulduheima eftir sum- arfrí verða erfið spor að stíga en við munum taka styrk þinn okk- ur til fyrirmyndar og halda í minninguna um þig, elsku Gréta okkar. Þótt húsið fyllist af börn- um og öllu sem þeim fylgir þá mun ákveðinn tómleiki verða yf- ir Hulduheimum. Þitt skarð verður aldrei fyllt. Þú varst vel inni í öllum hlutum og ávallt reiðubúin að hlaupa til ef þörf var á enda varstu mjög fljót að sjá lausnir og að koma hlut- unum í verk. Við höfum misst mikið en ekki síður börnin sem þú hafðir einstakt lag á. Ekki skorti þig þolinmæði gagnvart þeim. Það eru mörg dæmi um að börn sem voru farin af Álfhóli á aðrar deildir leituðu oft á tímum til þín, hvort sem þau sóttu í hrós, stuðning eða bara knús. Það var einstaklega gaman að fylgjast með þér í samveru- stundum þar sem þú varst búin að raða upp öllum barnahópnum fyrir framan þig. Það var sama hvort þú varst að syngja, segja þeim sögu eða kenna þeim vík- ingaklappið, þá áttir þú óskipta athygli þeirra allra. Börnin eiga eftir að sakna þín mikið. Að hafa fengið að vinna með þér hafa verið forréttindi. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldu þinni sem var þér allt og vottum við þeim okkar dýpstu samúð. Hlátur, harmur, ekkasog, í húsi leiks við Grafarvog. Gréta var mín stoð og stytta, styrk ég sótti hana að hitta. Bestu kosti kaus að bera, besta kona til að vera. Litir, leikir, lubbastund, Litríkt bros og létta lund. Hverskyns degi á hvaða öld, hverjum degi fylgir kvöld. Í minni okkar, mér er vaknað, Margrèt mín, þín verður saknað. Èg sakna þeirra sem èg missti, sál sem dauðinn loksins kyssti. Tími kominn til að kveðja, um tíð og tíma munt mig gleðja, tær minning um þig, ætíð lifir. Orðstír góður ber þig yfir. (Steinunn Gústavsdóttir) F.h. vinnufélaga og vina í Hulduheimum, Steinunn Gústavsdóttir og Svanlaug Sigurðardóttir. Í dag mun ég stíga þung skref þar sem ég fylgi kærri vinkonu sinn síðasta spöl. Kærri vinkonu sem var kippt út úr þessu lífi allt, allt, allt of snemma, lífið er sannarlega hverfult. Traustari vinkonu er varla hægt að finna í þessu jarð- ríki en hana Grétu mína sem ég kynntist um leið og hún gekk inn ganginn á Hulduheimum. Ég vissi um leið og við tókumst í hendur að þarna var kær vin- skapur að myndast sem svo varð í raun. Gréta hefur verið sú vinkona sem hefur stutt mig í Margrét Geirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.