Morgunblaðið - 09.08.2018, Síða 47
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Elsku Helga.
Ég veit ekki alveg
hvernig ég á að
koma því sem þú ert
mér fyrir í 500 orða minningar-
grein og eitthvað í mér vill bara
ekkert skrifa minningargrein um
þig. Þú átt bara að vera hér. Þeg-
ar ég minnist þín þá eru minning-
arnar oftar en ekki stormsveipur
af rauðu hári þar sem þú situr við
trommusettið á hljómsveitaræf-
ingum eða tónleikum með Viður-
styggð. Ég man eftir tónleikunum
okkar á Hvammstanga sumarið
2005 þegar tónleikagestum var
nóg boðið við lætin í okkur og fóru
út með stóla og borð staðarins.
Ein kona skrifaði á blað „þetta er
fínt en svolítið hátt“. Það var ekki
annað hægt með þig við tromm-
urnar.
Það er skrítið hvaða hvers-
dagslegu hlutir minna mig á þig.
Kaffi til dæmis. Það fær mig til að
hugsa um allt kaffið sem við
drukkum saman út um allan bæ
og öll góðu samtölin. Árið sem við
bjuggum saman með Valdísi á
Fálkagötunni. Ég var unglingur í
ástarsorg, þú endalaust á 12 tíma
vöktum en komst svo heim í lok
dags, settir Smashing Pumpkins
á fóninn og helltir uppá eða réttir
mér lítinn bjór. Hljómalind á
Laugaveginum, sérstaklega þeg-
ar þið Nonni voruð að kynnast. Þú
varst svo ástfangin og það var svo
frábært hvernig það skein í gegn
þótt þú hafir líka reynt að halda
kúlinu. Svo voru stundirnar okkar
saman í eldhúsinu á Kleppsveg-
inum svo kærar þegar Árún var
lítil. Hún var einbeitt að reyna að
opna áhaldaskúffurnar og við
Helga Katrín
Tryggvadóttir
✝ Helga KatrínTryggvadóttir
fæddist 21. júní
1984. Hún lést 26.
júlí 2018.
Útför Helgu
Katrínar fór fram
3. ágúst 2018.
drukkum kaffi og
töluðum um ástina,
lífið og móðurhlut-
verkið, hlutverkið
sem var þér svo
kært og sem ég var
síðan svo heppin að
deila með þér þegar
við vorum óléttar
saman af Sivíu og
Dýrfinnu. Það var
svo gott að tala við
þig og ég vona að þú
hafir vitað það. Þú varst með ein-
stakt innsæi og skýra sýn á lífið.
Svo varstu líka bara svo ótrúlega
fyndin. Í hvert skipti sem ég horfi
ofan í kaffibolla heyri ég hláturinn
þinn og sé fyrir mér brosið þitt og
kímna augnaráðið bakvið gler-
augun þegar þú varst að benda á
hið augljósa í ljúfri kaldhæðni
undir krumpuðu enninu.
Það er missir fyrir samfélagið
þegar manneskja eins og þú
hverfur. Þú barðist fyrir betri
heimi og nú síðustu ár fyrir flótta-
fólki í gegnum doktorsverkefnið
þitt og sem vinkona. Sárið sem þú
skilur eftir er svo stórt og fyrir
svo marga. Ég veit ekki hvort það
mun einhvern tímann gróa alveg
en það gerist óumflýjanlega að
einhverju leyti með tímanum og
ég lofa að fylla upp tómarúmið
með minningum um þig og deila
þeim með elsku stelpunum þínum
og Nonna.
Ég sakna þín svo mikið.
Þín vinkona,
Guðrún Heiður Ísaksdóttir
(Gönner).
Á sorgartímum getur verið erf-
itt að finna orð til að lýsa því sem
býr í brjósti. Okkur langar þó til
að reyna og skrifa nokkur orð til
minningar um Helgu og hvernig
hún snerti líf okkar. Myndin sem
kemur í hugann þegar hugsað er
um Helgu er af glaðværu og bros-
andi andliti litlu systur hennar Jó-
hönnu, umvöfðu eldkórónu. Hún
kom alltaf til dyra eins og hún var
klædd; var einlæg og ákveðin,
björt og hress, afburðagáfuð og
virtist alltaf vita hvað hún vildi.
Hún var ung þegar við kynntumst
henni og við fylgdumst með henni
þroskast úr áköfum og lífsglöðum
unglingi sem spilaði á trommur í
Viðurstyggð og rökræddi heims-
málin yfir í ákveðna baráttukonu
sem hóf upp raust sína gegn
óréttlæti og barðist fyrir lítil-
magnann. Stoltar gátum við þá
sagt: „Þetta er hún Helga, ég
þekki hana!“ Nú hefur hún kvatt
þennan heim alltof snemma og
sorgin situr eftir, en jafnframt
gleði yfir að hafa fengið að kynn-
ast henni.
Minning hennar lifir með dætr-
um hennar. Hún lifir með fjöl-
skyldu hennar, með okkur og með
öllum þeim sem urðu þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að kynnast
Helgu og eiga, þó ekki nema ör-
litla, hlutdeild í hennar lífi.
Við viljum votta Nonna og
dætrum, Önnu og Tryggva, Jó-
hönnu og börnum og Guðnýju
okkar dýpstu samúð um leið og
við kveðjum Helgu.
Eva og María.
Það er erfitt að sjóða saman
mynd af manneskju í nokkur orð.
Þegar ég hugsa um Helgu eru það
hláturinn hennar, glettnisleg aug-
un, skarpar athugasemdir og vin-
semd sem koma efst upp í hug-
ann. Tryllingslega fyndnar
persónulýsingar hennar, húmor-
inn hennar og óstýrilátt hárið sem
hæfði henni svo vel. Hún var
óstýrilát á góðan hátt. Réttlátan
hátt. Lét engan segja sér fyrir
verkum. Hún stóð í forsvari fyrir
þau sem engan málsvara höfðu og
lét sig aðra varða. Sagði sína
skoðun, kom henni vel frá sér, var
skarpgreind og beitt.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Helgu og að hafa notið fé-
lagsskapar hennar daglega í okk-
ar námi, þakklát fyrir heimsókn-
irnar til Kaupmannahafnar, en
fyllist söknuði yfir því að geta
núna ekki kynnst henni enn bet-
ur. Okkur er öllum missir að rétt-
sýnni, sanngjarnri baráttukonu
sem lét gott af sér leiða.
Elsku Nonni, Árún Emma,
Sivía Lára, aðrir ættingjar og vin-
ir, ég sendi ykkur mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Með hlýhug,
Elín Ösp Gísladóttir.
Ég var svo lánsöm að komast í
kynni við hana Helgu haustið
2008, en leiðir okkar lágu saman í
Háskóla Íslands. Ég fann strax að
þarna var á ferð einstaklega heil-
steypt, kraftmikil og traust mann-
eskja, með brennandi anda og
skarpa sýn, kjark og þor. Þessi
kynni urðu fljótt að traustum og
dýrmætum vinskap.
Helga var kona sem gat eigin-
lega allt og lét sér ekkert fyrir
brjósti brenna. Hvort sem það var
að hrista fram úr erminni greinar
með pólitískri greiningu á flóknu
ástandi, að tromma í pönkhljóm-
sveit, að skipuleggja náttúru-
verndarhátíð, að tala máli flótta-
manna, að vera brautryðjandi í
feminísku uppistandi, að hekla og
prjóna flíkur og fígúrur, að klára
MA-ritgerð með ungbarn á arm-
inum, að mæta valdhöfum með
kröfur varðandi réttindi flótta-
manna, að smíða borð úr trjábol-
um, að kenna stelpum og konum
að tromma og trúa á sjálfar sig, að
skrifa doktorsritgerð þrátt fyrir
höfuðmein.
Verkin sem eftir Helgu liggja
eru ótrúlega mörg og merkileg,
og væri að æra óstöðugan að telja
þau öll upp. Í sumum þeirra vor-
um við samherjar, ber hæst að
nefna stofnun barátturitsins
Rósta, óteljandi verkefni með No
Borders, herferð til stuðnings
níumenningunum og sitthvað
fleira. Ógleymanleg er pílagríms-
förin á 15. loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna, COP15, í
Kaupmannahöfn í desember 2009.
Nú þegar ég er tilneydd að líta
um öxl, er ótrúlegt að átta sig á að
aðeins eru liðin tæp tíu ár frá okk-
ar fyrstu kynnum. Á þessum
stutta tíma, í árum talið, höfum
við verið samferða gegnum svo
ótal margt, sumt erfitt, annað
gleðilegt, eins og gengur. Eitt það
gleðilegasta var að fylgjast með
þeim Levy verða foreldrar, og sjá
hve samkvæm sjálfum sér þau
voru og eru í uppeldri dætranna,
sem bera því fagurt vitni.
Við leiðarlok, sem erfitt er að
sætta sig við, er mér þakklæti efst
í huga.
Innilegar þakkir, elsku Helga
mín, fyrir samfylgdina og vinátt-
una. Hún var mér sönn gæfa.
Anna Þórsdóttir.
Ég kom inn á heimilið þitt sem
feimin stelpa og þú tókst mér opn-
um og hlýjum örmum. Þannig
hélst það allar götur síðan. Og þú
komst mér líka rækilega á óvart!
Á bak við látlausa ásjónuna bjó
trommuleikari, húmoristi og and-
ófsmaður; kona með stóra
drauma, gagnrýna sýn og skarpa
hugsun; fjölhæfur skríbent og
stríðsmaður. Þú barðist fyrir
sjálfu lífinu.
Þú varst alltaf til staðar, aktív,
heilsteypt, hreinskilin og róttæk.
Breytandi og bætandi frá rótum.
Ekki aðeins samfélaginu til heilla,
heldur einnig fyrir yndislegu dæt-
ur þínar tvær. Þú veittir þeim
frelsi til að vera til á eigin forsend-
um, án þess að þurfa að laga sig að
staðalímyndum.
Helga, þú hefur alið upp tvær
sannkallaðar viskugyðjur sem
munu halda áfram að vaxa og
dafna.
Mér er enn að mestu hulið hvað
það þýðir að hafa misst þig í raun
og veru. Oftast vorum við aðskild-
ar af heljarmiklu hafi, en samt var
eins og þú byggir hér rétt handan
við hornið. Með þig innanborðs
var veröldin svo sannarlega fal-
legri og ástríkari. Þín verður sárt
saknað.
Minningin um Helgu kallar
fram aragrúa orða og tilfinninga.
Ég minnist hugrekkis hennar og
kímnigáfu, krafta hennar og vits-
muna. Sem aktívisti lagði hún
rausnarlega á vogarskálarnar í
fjölda málaflokka, af kænsku
sinni og hjartahlýju og öllu því
þreki sem hún átti til. Margir láta
vandamál heimsins sig varða upp
að einhverju marki; færri velja að
leggja líf sitt að veði; fáir fylgja
orðum sínum eftir með aðgerðum
af slíkri einlægni sem einkenndi
Helgu.
Helga skildi heiminn og bjó yfir
færni til að fjalla um hann á gagn-
rýninn máta. Við hápunkt hins
svonefnda „flóttamannavanda“
spurði hún: „Get ég sagt mig úr
þessu þjóðríki eða neyðist ég til að
tilheyra þjóð aumingja og ræfla?“
Af skarpskyggni sinni, sem ein-
kenndi öll hennar störf, beindi
hún athyglinni að sameiginlegri
ábyrgð okkar á þvinguðum bú-
ferlaflutningum annars staðar í
heiminum, og því hvernig við
virðum að vettugi afleiðingar
gjörða okkar. Þannig kona var
Helga: ófær um að loka augunum
fyrir óréttlæti og ávallt reiðubú-
inn að benda á klæðaleysi keis-
arans.
Það gæfi aðeins hálfa mynd af
Helgu að minnast hennar ein-
göngu sem aktívista. Minningarn-
ar um gönguferðirnar með henni
og samtölin við hana kalla sam-
tímis fram bros á vör og tár á
vanga. Á endanum verður brosið
tárunum yfirsterkara, eins og hún
sjálf hefði viljað. Ég minnist
hennar líka sem ástríkrar móður
sem færði dætrum sínum betra
veganesti út í lífið en finnst í nokk-
urri handbók.
Helga háði margar orrustur,
en baráttunni um eigið líf tapaði
hún alltof snemma. En ég er þess
fullviss að hún hefði ekki viljað að
við syrgðum hana of lengi. Hyll-
um því nú æviverk hennar og
beinum svo minningu hennar í
farveg baráttunnar sem hún sjálf
brann fyrir. Þannig hjálpum við
einnig hennar nánustu ástvinum
að halda minningu Helgu, þess-
arar mögnuðu konu, lifandi.
Laura M. Wauters,
Jeroen Robbe.
HINSTA KVEÐJA
Fregnin af andláti Helgu
fyllir mig hryggð. En um
leið minnist ég takmarka-
lausrar hjartahlýju hennar
og vinsemdar. Ég dvaldi
um hríð á heimili hennar og
Jóns, og hafði einungis
fagrar minningar með mér
þaðan. Jóni og fjölskyld-
unni allri sendi ég hug-
heilar samúðarkveðjur.
Samarendra Das.
Helgi Hróbjarts-
son átti langa og við-
burðaríka ævi þar
sem gengu á víxl skin og skúrir.
Faðir hans lést er hann var ung-
lingur en Helgi var staðráðinn í
að þjóna Drottni. Kristniboðs-
starfinu kynntist hann heima fyr-
ir og í kristilegu félögunum.
Hann undirbjó þjónustu sína með
námi í Bandaríkjunum og Nor-
egi.
Helgi hélt til Eþíópíu ásamt
Helgi
Hróbjartsson
✝ Helgi Hró-bjartsson fædd-
ist 26. ágúst 1937.
Hann andaðist 6.
júlí 2018.
Útför hans fór
fram frá Laug-
arneskirkju 7.
ágúst 2018.
fjölskyldu sinni árið
1967, þá sem starfs-
maður systursam-
taka Kristniboðs-
sambandsins, NLM,
en fjárhagur hér
heima var of þröng-
ur til að ráða og
kosta fleiri kristni-
boða. Í Eþíópíu lá
leiðin til Waddera
sem segja má að
hafi orðið annað
heimili hans en hann starfaði
einnig um tíma í Neghelle.
Fimmtíu ára starfs í Waddera
var minnst í liðnum mánuði og til
stóð að Helgi tæki þátt í hátíð-
arhöldunum.
Helgi starfaði mikið hér heima
og í Noregi allt sitt líf. Á níunda
áratugnum lá leiðin til Senegal
þar sem hann var kristniboði
annarra norskra samtaka í nokk-
ur ár. Loks starfaði hann aftur í
Eþíópíu í sex ár fyrir Kristni-
boðssambandið.
Helgi fór víða um hér á landi
og var meðal annars á ferðinni
með föður mínum meðan hann
var á lífi. Alltaf var líf kringum
Helga sem hafði einstakt lag á að
tengjast fólki og hikaði ekki við
að hafa samband og hvetja það til
að mæta á samkomur. Að þessu
leyti var Helgi með einstaka náð-
argáfu. Eitt sinn vildu þeir faðir
minn geta haldið áfram með sam-
komuviku sem haldin var á Akra-
nesi. Það gekk því miður ekki þar
sem næstu tvær vikur voru
kristniboðsvikur í Keflavík og
Hafnarfirði. Sjálfur hafði Helgi
tekið þátt í framlengdum sam-
komuvikum víða í Noregi þar sem
vakningar urðu. Helgi var einnig
frumkvöðull árlegra sumarmóta
Kristniboðssambandsins á
Löngumýri í Skagafirði og hafa
þau haldið áfram frá árinu 1980.
Helgi var sífellt á ferðinni og
þess vegna hittumst við bæði á
Íslandi og í Keníu þar sem við
hjónin störfuðum sem kristniboð-
ar. Eitt sinn heimsótti hann okk-
ur til Chepareria. Helgi hafði hug
á að fara víða um Pókothérað þó
svo stutt væri stoppað. Endaði
það með dagsferð okkar tveggja
til Sekerr þar sem fara þurfti upp
snarbratt fjallið og tvímennt var
á mótorhjólinu. Er snúið var til
baka skall myrkrið á og ferðin
niður hættulegri en ferðin upp.
Reyndi nú á Helga að koma okk-
ur heilu og höldnu niður fjallið og
urðum við báðir mjög fegnir er
heim kom. Helgi bankaði einnig
upp á eitt sinn þegar við vorum
stödd í Nairobi, þá vorum við
reyndar háttuð, en sátum með
Helga góða stund. Helgi hafði yf-
irleitt nógan tíma, sem var mikils
metið af vinum hans í Eþíópíu þó
svo það kæmi kannski niður á
verkefnum og væntingum ann-
arra.
Helgi fór gjarnan sínar eigin
leiðir og hafði frumkvæði að
ýmsu. Meðal annars var það að
fljúga í Eþíópíu og fá flugvél
þangað frá Íslandi. Stuðningur
við flugferðir Helga voru stór
þáttur í stofnun samtakanna Fly-
misjonen af vinum Helga í Nor-
egi.
Líf Helga var mótað af brott-
förum og komum og stundum
birtist hann skyndilega. Þannig
kvaddi hann einnig síðasta sinn,
öllum að óvörum, meðal góðra
vina í Eþíópíu. Stór hluti hjarta
hans var þar. Þar átti hann eig-
inlega heima.
Ragnar Gunnarsson.
Helgi Hróbjartsson var óvenju
vel af guði gerður, hávaxinn,
herðabreiður og fríður sýnum.
Hann var einnig góður tónlistar-
maður, bæði spilaði og söng. Ætt-
menni hans hafa mörg hver unnið
kristinni trú. Helgi frelsaðist sem
ungur drengur og ólst upp við
störf með og fyrir frelsarann Jes-
úm Krist. Líf hans snerist um það
að leiða aðra til trúar á Jesúm og
engan þekki ég sem ber starfs-
heitið kristniboði betur.
Helga kynntist ég í Vatnaskógi
og hann var annar tveggja manna
sem urðu þess valdandi að ég tók
einnig þá ákvörðun að verða læri-
sveinn Krists. Sú ákvörðun hafði
afgerandi áhrif á lífsferil minn og
er ég Helga ævilangt þakklátur
fyrir hans leiðsögn í þessum mál-
um á menntaskólaárum okkar.
Ég átti eftir að eiga samskipti við
Helga á mörgum vígstöðvum;
KFUM, Vatnskógi, Kristilegum
skólasamtökum en mest urðu
samskipti okkar þegar hann var
prestur í Hrísey og svo á Noregs-
árum okkar beggja.
Starfsvettvangur Helga var
víða bæði hérlendis og erlendis
og þeir eru eflaust margir sem,
eins og ég, eiga honum að þakka
góða leiðsögn í trúarefnum. Við
hjónin munum minnast þessa
góða og vel gerða manns og biðj-
um Guð að blessa minningu hans
um leið og við vottum fjölskyldu
hans samúð.
Bjarni E. Guðleifsson.
Við hittumst í 8 ára bekk D í
Austurbæjarskólanum árið 1945,
Helgi var stærstur og trúlega
sterkastur í bekknum og fylginn
sér í leikjum, hlátur hans smitaði
því hann sá gjarnan það skoplega
í tilverunni.
Þetta var í stríðslok, árin liðu
og leiðir okkar lágu lítið saman
fyrr en um 30 árum síðar í því
fjarlæga landi Eþíópíu. Við fjöl-
skyldan bjuggum í höfuðstaðn-
um, Addis Ababa þar sem ég
vann við útvarpsstöð, hann var
við kristniboðsstörf í afar af-
skekktu og vanþróuðu héraði,
Waddera. Kynni okkar endurnýj-
uðust, hann kom gjarnan til okk-
ar í bæjarferð og sagði okkur frá
starfi sínu á sinn glaða og eftir-
minnilega hátt.
Fólkið í Waddera átti hjarta
hans, hann opnaði marga tugi
lestrarskóla, læsi er undirstaða
þróunar og framfara og studdi
fólkið sitt til betra lífs með marg-
víslegum hætti af hjartans gleði.
Hann var kristniboði af lífi og
sál og notaði hvert tækifæri til
boðunar jafnvel á bensínstöð eins
og við urðum vitni að.
Við fluttum heim 1977 en
fylgdust með starfi hans erlendis
bæði í Senegal og svo auðvitað í
Eþíópíu og þeirri gríðarlegu
vakningu sem átti sér stað þar
sem hann starfaði til dauðadags.
Hann var flinkur flugmaður og
kom það sér afar vel í hjálpar-
starfinu við þær hörmungar sem
skollið hafa á Eþíópíu.
Kona hans Unnur Venche
hjúkrunarfræðingur lést 1991.
Börn þeirra eru þrjú.
Helgi Hróbjartsson var eftir-
minnilegur maður. Hann vann
stórmikið starf fyrir Mekane Ye-
sus-kirkjuna í Eþíópíu allt frá
1966. Leiðtogar hennar tjáðu
mér, er ég var þar á ferð fyrir
nokkrum árum, að kirkjan væri í
mikilli þakkarskuld við hann og
íslensku kirkjuna sem sendi hann
til starfa, hinna margþættu starfa
að boða Krist og kærleika hans,
sem hann gerði þannig að lengi
verður minnst.
Guð blessi minningu Helga
Hróbjartssonar.
Rannveig Sigurbjörnsdóttir og
Bernharður Guðmundsson.
Ástkær frænka okkar,
PÁLÍNA JÓNA ÁRNADÓTTIR,
fóstra,
sem lést á Dvalarheimilinu Grund
föstudaginn 3. ágúst, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. ágúst
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Umhyggju, félag langveikra barna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árni Stefán Björnsson og Pálína Árnadóttir
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar