Morgunblaðið - 09.08.2018, Side 56
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur reynst erfitt að snúa
blaðinu við þegar deilur um viðkvæm mál-
efni hafa farið úr böndunum. Láttu það samt
ekki draga úr þér kjarkinn.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú sérð hvernig þú getur öðlast meiri
áhrif í vissum aðstæðum. Vertu óhræddur
að eiga skoðanaskipti við aðra en varastu
hroka.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vertu á varðbergi gagnvart til-
raunum til þess að leggja steina í götu þína.
Leitaðu eftir samstarfi við aðra því það mun
gefa þér góðan árangur.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Lífsgleði þín er mikils virði og stór
hluti af ástæðunni fyrir velgengni þinni.
Gerðu hvað þú getur til að vekja athygli yf-
irmanna þinna á verkum þínum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Láttu hroka ekki ná tökum á þér í sam-
skiptum við aðra þótt þeir reyni að láta ljós
sitt skína. Vertu opinskár og þá munu aðrir
fallast á þín rök.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér finnst öll spjót standa á þér og
ert úrvinda af þeim kröfum sem til þín eru
gerðar. Stattu fastur fyrir og láttu engan
ganga á rétt þinn í hvaða mæli sem er.
23. sept. - 22. okt.
Vog Reyndu að fá sem mest út úr starfi þínu
þannig að óleyst verkefni hrúgist ekki upp á
skrifborðinu. Gættu þess að flækjast ekki
inn í atburðarás sem gæti komið þér í koll.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Jákvætt viðhorf þitt í vinnunni
bætir andrúmsloftið og áhugi þinn virkar
smitandi á aðra. Það er ákaflega gefandi að
rétta öðrum hjálparhönd.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eitthvað er að angra þig í dag og
þar að auki heyrast efasemdaraddir innra
með þér. Taktu þér tak og kláraðu þau verk-
efni, sem fyrir liggja.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er ekki nauðsynlegt að aðrir
séu þér sammála í öllum atriðum þótt þeir
geti fylgt þér í aðalmálum. Fáðu einhvern
sem þú treystir til að koma þér í samband
við raunveruleikann.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vertu ekkert að halda aftur af
hugmyndaflugi þínu þótt einhverjir séu með
nöldur í þinn garð. Þú vilt örvunina af því að
læra eitthvað nýtt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að búa þig undir breytingar
á vinnustað þínum og þarft að tileinka þér
ný vinnubrögð. Reyndu að gera eitthvað nýtt
og spennandi.
Ferð án fyrirheits“ hét ljóðabókSteins Steinars og á víðar við.
Hallmundur Guðmundsson yrkir á
Boðnarmiði „Ferðaljóð“:
Æði af stað og bikið brunað
í Benza mínum vegum á.
Hvurt skal haldið get ei grunað
því giska víða æja má.
Margt ber við á ferðalögum, –
Magnús Halldórsson vitnar í frétta-
texta: „en hún horfði á tjald sitt
fjúka inn í nóttina“:
Upp mun komin önnur mynd,
ef að gerist kári bráður,
því tjöldin út í veður og vind,
vanalega fuku áður.
Kristján frá Gilhaga er með á nót-
unum:
Ellismellir út á lífið halda,
öll að fleiri gleðistundum keppa,
halda til í húsbílum og tjalda,
hjólhýsin um landið draga á jeppa.
Ellismellir alltaf sama sinnis,
sókn í útivistir lítið skert er,
silungsstöng þeir munda þar án minnis,
muna ekki til hvers þetta gert er.
Sumir eru úti að aka, – Hall-
mundur Kristinsson yrkir:
Svo mun hér til máls að taka
að Matti fór út að aka.
Seinna var séð
sem nú skal téð:
Hann aftur kom ekki til baka.
Gunnar J. Straumland yrkir og
„enn af sólarferð á Íberíuskaga“ :
Í sólbaði sit ég og glói
sáttur, þó varla það tjói,
því nágrannar spurðu
með nokkurri furðu :
„Er þetta albinói? “
Magnús Halldórsson fellir í rím
og stuðla lýsingu sundvarðar á
laugardegi og sólardegi um versl-
unarmannahelgi:
Sundið jafnt og sólbaðið
safna lit að skinni,
hingað stöðugt haugast lið,
heldur glatt í sinni.
Svo rennur upp frídagur versl-
unarmanna, mánudagur:
Svo eru skil í tíma tvenn,
talsvert færri gestir,
og dembast hingað daufir menn,
drulluþunnir flestir.
Hreinn Guðvarðarson yrkir um
Elli kerlingu:
Þreyttri lund og þungu sinni
þrái frið og ró.
Að lifa aðeins einu sinni
er alveg feikinóg.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Benz, tjöldum
og ellismellum
„SVARAÐU SPURNINGUNNI OG HÆTTU AÐ
FIKTA VIÐ STILLINGARNAR.“ „ÉG KLEIF ÞAÐ AF ÞVÍ AÐ VAR ÞARNA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sinna
heimilisverkum með
bros á vör.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSA! JÓN! LÍSA! SVONA NÚ,
ÞÚ SKULDAR
MÉR EITT
JÁ! HÉR ER
MESTALLUR
GULLFORÐI
KONUNGSINS!
ÞAÐ GÆTI SKAÐAÐ
OKKUR AÐ TAKA HANN!
EKKI EF VIÐ BEYGJUM HNÉN VEL ÞEGAR
VIÐ LYFTUM!
JÓÓÓÓÓN... Vegamál eru Víkverja hugleikin.Hann ólst upp á landsbyggðinni
þar sem vegir voru ræddir meira en
venjulegt getur talist. Vangaveltur
um snjómokstur, holur og slitlag voru
reglulega meðal umræðuefna. Sem
barn skildi Víkverji ekki þennan gíf-
urlega áhuga á vegum. Var ekki bara
hægt að keyra þessa vegi og láta þar
við sitja?
x x x
Eftir því sem Víkverji eldist ogkemst til ára sinna hefur honum
sífellt orðið ljósara mikilvægi vega og
samgangna í lífi Íslendingsins. Líkt
og veðrið spila vegirnir stórt hlutverk
í hversdeginum. Vegamálin sameina
hin ýmsu svið samfélagsins; umhverf-
ismálin, pólitíkina, iðnaðinn, kaffistof-
urnar.
x x x
Góður vegur er gulls ígildi. Þvíkomust margir ferðamennirnir
að þegar þeir þurftu að keyra gamlan
malarveg í fimmtíu kílómetra í kjölfar
Skaftárhlaupsins. Frá örófi alda hef-
ur óslitinn strengur milli náttúru og
samgangna litað líf Íslendinga. Vík-
verji veltir því fyrir sér hver séu í
raun mörkin milli vegar og náttúru?
Náttúran er lifandi og minnir reglu-
lega á sig. Með sama hætti eru sam-
göngurnar lifandi. Vegir beygjast og
brotna og brýr síga, eftir einhver
náttúruátökin.
x x x
Um lífið sagði einhver eitt sinn;þetta snýst ekki um áfangastað-
inn, heldur vegferðina. Því öll viljum
við jú drífa okkur á leiðarenda. Get-
um ekki beðið eftir að renna í hlað,
lenda, koma í höfn. Ferðalagið er
aukaatriði sem við viljum helst ljúka
við. Best væri að við færum að staldra
aðeins við, njóta vegferðarinnar.
x x x
Reglulega keyrir Víkverji vestur íheimahagana. Um daginn þurfti
hann að keyra á holóttum malarvegi í
allt að tíu mínútur, vegna vegafram-
kvæmda í Dölunum. Orðfærið í bíln-
um var miður fallegt meðan á þessu
stóð. En eftir að slæma kaflanum
lauk var sem birti til og fuglar hófu að
syngja. Malbikið tók við og lífið hófst
að nýju. vikverji@mbl.is
Víkverji
En mín gæði eru það að vera nálægt
Guði, ég gerði Drottin að athvarfi
mínu og segi frá öllum verkum þínum.
(Sálm: 73.28)
Einfasa rafmótor 2800 W
Sjálfbrýnandi kurlaravals
Koma með safnkassa
Meðfærilegir og hljóðlátir
45 mm hámarks sverleiki stofna
Flottur í garðinn eða í sumarbústaðinn
Wolf Garten - Model SDL2800
Greinakurlarar
í garðinn eða sumarbústaðinn
Öflugur og afkastamikill
9 HP Honda bensínmótor
60 mm hámarks sverleiki stofna
Hámarks afköst 2.5 m3 / klst
Tilvalinn í sumarbústaðinn
Jo Beau - Model M200
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is