Morgunblaðið - 09.08.2018, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
sáum á viðburðinum í gær [síðasta
þriðjudag, innskot blaðamanns] sem
var einstaklega stór og náði til mjög
fjölbreytts hóps,“ segir Gunnlaugur,
en á þriðjudaginn fór fram dragsýn-
ingin We like it like that í Gamla
bíói. Drag hefur einnig öðlast vin-
sældir hér heima og á alþjóðlegum
vettvangi með sjónvarpsþáttunum
RuPaul’s Drag Race, sem hafa verið
sýndir frá árinu 2009.
Viðburðir á Hinsegin dögum eru
yfir 30 talsins og hafa aldrei verið
svo margir áður. „Við þurfum því
jafnvel að fara að spyrja okkur hvort
það sé tímabært að lengja hátíðina
eða hvað við gerum. Sannarlega tek-
ur undirbúningurinn töluverðan
tíma og í rauninni fljótlega í næstu
viku eða vikum förum við að taka
saman lærdóminn og fara að skrifa
niður hugmyndir fyrir næstu hátíð,“
segir Gunnlaugur um undirbúning
og umfang hátíðarinnar sem hefur
vaxið ár frá ári.
Sífellt að læra af fyrri hátíðum
Aðspurður hvaða breytingar hafa
verið gerðar og hvaða lærdómur hafi
verið dreginn af hátíðinni í fyrra
segir Gunnlaugur að t.a.m. hafi upp-
stilling Gleðigöngunnar í ár verið
færð frá Hverfisgötu að Hörpu þar
sem er meira pláss. „Það sama á við
ýmsa minni viðburði yfir vikuna, það
er alltaf eitthvað sem má bæta. Þá
kvikna einnig alltaf hugmyndir að
nýjum viðburðum fyrir næsta ár,
hvort sem það eru framhalds-
viðburðir eða annað tengt, meðan á
öðrum viðburðum stendur. Hug-
myndavinnan er því alltaf í gangi,“
segir Gunnlaugur að auki.
Baráttusaga í máli og myndum
Líkt og áður segir skipta við-
burðir Hinsegin daga tugum og eru
af ýmsu tagi. Sýningin, Baráttu-
gleðin í máli og myndum, er opin
gestum og gangandi á Skólavörðu-
stíg alla vikuna. Sýningin er haldin í
tilefni 40 ára afmælis Samtakanna
’78. Þar má sjá myndir, bréf, blaða-
greinar og fleira sem tengist mann-
réttindabaráttu síðustu áratuga.
„Þarna sést hvernig orðanotkun
hefur breyst, þ.e. hvernig við höfum
færst frá því að tala um kynvillinga
yfir í að tala um homma og lesbíur
og þaðan yfir í hinsegin fólk. Þarna
eru líka mjög gleðilegir hlutir sem
sýna fögnuð á áfangasigrum, t.d.
staðfesting samvistar samkyn-
hneigðra, en einnig eru erfiðari hlut-
ir, s.s. fordómafullar umfjallanir og
aðstæður þar sem fólk er statt í því
að berjast fyrir réttindum sem
manni finnst vera sjálfsögð,“ segir
Gunnlaugur um sýninguna á Skóla-
vörðustíg. Sýningin stendur út vik-
una og mögulega eitthvað lengur að
sögn Gunnlaugs.
Hvað felsti í karlmennskunni?
Fjölmargir fræðslufyrirlestrar
fara fram í Safnahúsinu í vikunni og
einn þeirra er fyrirlesturinn „Karl-
mennskan“. Aðspurður hvað felst í
fyrirlestrinum segir Gunnlaugur að
viðburðurinn er sjálfstætt framhald
af umræðuvettvangi sem hófst hjá
Samtökunum ’78 síðasta vetur.
„Í ljósi þess að gríðarleg umræða
hefur myndast um karlmennskuna,
t.d. í tengslum við #MeToo-
byltingunni, er því velt fyrir sér
hvað er karlmennska og eitruð karl-
mennska og hvernig hún tengist hin-
segin samfélaginu,“ segir Gunn-
laugur og heldur áfram: „Hefur
karlmennskan og eða eitruð karl-
mennska áhrif á líðan samkyn-
hneigðra karla, sem að einhverju
leyti tengja ekki við þá karl-
mennskuímynd sem þeir eru aldir
upp við?“ Þess sama, segir Gunn-
laugur, má spyrja í tengslum við
samkynhneigðar konur, hefur karl-
mennskan áhrif á þær og hvernig
þá? Auk þess verður rætt hvernig
samfélagseinkennið karlmennskan
samræmist fjölbreyttum samfélags-
hópum og hver upplifun þeirra hópa
er af karlmennskunni. Fræðslu-
viðburðurinn fer fram í Safnahúsinu
á morgun, föstudag, kl. 12 og að-
gangur er ókeypis.
Veðrið mun ekki spilla fyrir
Gunnlaugur segir að öðruvísi en
góð stemning hafi myndast í Hljóm-
skálagarðinum eftir Gleðigönguna í
fyrra. Áður lauk göngunni við Arn-
arhól. „Við vorum auðvitað afar
heppin með veður í fyrra, sem spil-
aði ef til vill inn í, en það myndast
öðruvísi stemning í garði heldur en á
hól. Þannig að við erum spennt að
prófa það aftur og vonum það besta
með veðrið,“ segir Gunnlaugur
brattur. Veðrið hefur verið nokkuð
gott í höfuðborginni síðustu daga og
er ágætis útlit fyrir komandi daga.
Spurður um framhaldið segir hann
að allir í stjórn hátíðarinnar séu ein-
faldlega mjög spenntir og hátíðin
byrji vel. „Við finnum ekki annað en
stemningu og eftirvæntingu allt í
kringum okkar. Það verður gaman
hjá okkur, sama hvernig viðrar,“
segir Gunnlaugur að lokum.
„Pöbbaröltið er nýjung og bygg-
ist að hluta til á grein sem
Hilmar Magnússon tók saman í
tilefni 30 ára afmælis Samtak-
anna ’78 en hann skrifaði þá
sögu hinsegin skemmtistaða
sem hafa í gegnum tíðina verið
ansi margir, bæði yfirlýstir og
ekki, og lifað mislengi,“ segir
Gunnlaugur Bragi Björnsson,
formaður Hinsegin daga, um
viðburð sem kallast „Hinsegin
pöbbarölt“ sem fer fram annað
kvöld.
Á nú að gera úttekt Hilmars
frekari skil auk þess að taka
fyrir þær breytingar á skemmt-
analífinu sem hafa orðið frá rit-
un greinarinnar fyrir 10 árum.
Lagt verður af stað frá Hlemmi
klukkan 18 og er miðaframboð
afar takmarkað.
„Markmiðið er að rifja upp
sögu þessara staða og heyra
hvað einkenndi þá og hvað fólk
sem sótti þá segir um stemn-
inguna sem þar ríkti, auk þess
að dreypa á einhverjum
drykkjum í leiðinni,“ segir
Gunnlaugur enn fremur.
Í blaði Hinsegin daga segir
m.a. að íslenskir samkyn-
hneigðir karlmenn döðruðu við
hermenn á Borginni á fimmta
áratug síðustu aldar. Síðar leit-
uðu samkynhneigðar konur
skjóls í Stúdentakjallaranum og
að dragið hafi blómstrað á
Rauðu myllunni. „Íslenskt hin-
segin skemmtanalíf hefur verið
alls konar í gegnum árin – leynt
og ljóst, hávært og lágvært,“
segir einnig í lýsingu pöbba-
röltsins í blaði Hinsegin daga.
Hinsegin
pöbbarölt
Miðbær Hýri skemmtistað-
urinn Kiki er á Laugavegi
ÚTTEKT Á SKEMMTANALÍFI
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Allskonar ást verður fagnað í
Hannesarholti laugardaginn 11.
ágúst kl. 17, þar sem leik- og söng-
konan Sigríður Eyrún Friðriks-
dóttir og Karl Olgeirsson, píanó-
leikari og tónskáld, flytja dagskrá
sem þau hafa sett saman með
uppáhalds ástarlögunum sínum.
Lögin koma úr öllum áttum og
fjalla um ástina í ýmsum myndum,
og með þeim verða tveir gestir:
söngvararnir og leikararnir Bjarni
Snæbjörnsson og Jóhanna Vigdís
Arnardóttir.
„Tónleikarnir okkar byrja strax
á eftir tónleikunum í Hljómskála-
garðinum, þar sem Gleðigangan
endar. Þá er tilvalið að rölta til
okkur í Hannesarholtið,“ segir
Sigga Eyrún.
Vill syngja söngleikjalög
Yfirskrift tónleikanna er Ástin er
allskonar og segir Sigga Eyrún að
þau muni m.a. syngja um móður-
ást, hinsegin ást, og að þau hafi
reynt að finna til ástarlög sem
fjalla ekki um stelpuna sem er
skotin í stráknum eða öfugt.
– Hlustið þið mikið á ástarlög?
„Ja, fjalla ekki öll lög að ein-
hverju leyti um ástina? Við erum
alltaf að hlusta á tónlist, lifum og
hrærumst í tónlist og tölum um
vinnuna allan sólarhringinn.“
– Voruð þið sammála um laga-
valið?
„Já. Mig langar reyndar alltaf að
syngja lög úr leikhúsinu og Kalli
ritskoðar það vel og vandlega svo
það sé ekki of dramatískt,“ segir
Sigga Eyrún og hlær. „En þetta
verður góð blanda af poppi og
djassi og svo ég fæ ég auðvitað að
lauma tveimur söngleikjalögum að.
Þótt lögin séu úr öllum áttum eru
þau öll með svipaðri stemningu.“
– Eru þetta lög sem þið hafið
hlustað mikið á í gegnum tíðina?
„Já, og sum lögin eru eftir Kalla.
Hann að vinna í djassplötu þar sem
ég syng eitt lag og ég ætla að
frumflytja það. Eitt lagið samdi
hann með Hönsu í huga, þau flytja
það saman.“
Ást er ást
Sigga Eyrún segir að þar sem
tónleikarnir fari fram á aðaldegi
Hinsegin daga verði lög á dag-
skránni sem fjalli um hinsegin ást.
„Það er lag sem ég er lengi búin
að vera að mana mig upp í að
syngja og er úr söngleiknum
Everybody is talking about Jamie.
Það fjallar um strák í smábæ í
Norður- Englandi sem langar að
vera dragdrottning og fara í kjól á
skólaballið, en það er ekki í boði.
Það er mamma hans sem syngur
þetta lag. Ég get varla talað um
þetta lag án þess að gráta, það er
svo flott. Bjarni flytur líka lag sem
heitir „Taylor the Latte Boy“ og
þar er karlmaður að syngja til
karlmanns. Þema tónleikanna er
umburðarlyndi í garð allra. Ást er
ást,“ segir Sigga Eyrún, söng- og
leikkona, sem hlakkar til að fagna
ástinni með sem flestum í Hann-
esarholti.
Fagna allskonar ást með allskonar lögum
Þemað er umburðarlyndi í garð
allra Nýtt djasslag verður frumflutt
Morgunblaðið/Eggert
Ást í öndvegi Tónlistarparið Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir vilja fagna ástinni.
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////