Morgunblaðið - 09.08.2018, Page 59
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Sagan og harðstjórn
[...] Það er upphaflega vestræn
hefð að skoða söguna þegar stjórn-
málaskipanin virðist í hættu. Ef okk-
ur finnst að amerísku tilrauninni sé
hætta búin nú á dögum getum við
fylgt í fótspor stofnenda Bandaríkj-
anna og hugleitt sögu annarra lýð-
ræðisríkja og lýðvelda. Góðu frétt-
irnar eru þær að við höfum úr mun
meira og nýlegra efni að moða en
Grikkir og Rómverjar til forna. Ótíð-
indin eru hins vegar þau að saga nú-
tíma-lýðræðisríkja er um leið saga
hnignunar og hruns. Frá því að am-
erísku nýlendurnar lýstu yfir sjálf-
stæði sínu undan
bresku krúnunni,
sem stofnend-
urnir sögðu ein-
kennast af „harð-
stjórn“, hefur
saga Evrópu átt
þrjú meiriháttar
lýðræðisleg
augnablik: eftir
fyrri heimsstyrj-
öldina árið 1918,
eftir seinni heimsstyrjöldina árið
1945 og eftir endalok kommúnism-
ans árið 1989. Mörg þeirra lýðræð-
isríkja sem stofnsett voru á þessum
tímamótum misheppnuðust, í að-
stæðum sem í nokkrum mikilvægum
atriðum líkjast okkar.
Sagan getur dregið fram líkindin
og hún getur varað við. Seint á
nítjándu öld, rétt eins og seint á tutt-
ugustu öld, vakti mikill vöxtur á al-
þjóðaviðskiptum vonir um framfarir.
Snemma á tuttugustu öldinni, rétt
eins og snemma á tuttugustu og
fyrstu öldinni, var slegið á þessar
vonir út af uppgangi nýrra múg-
hreyfinga þar sem foringi eða flokk-
ur gerði tilkall til að túlka vilja fólks-
ins. Evrópsk lýðræðisríki urðu
hægrisinnuðu alræði og fasisma að
bráð á þriðja og fjórða áratugnum.
Hin kommúnísku Sovétríki, sem
stofnuð voru árið 1922, fluttu út fyr-
irkomulag sitt til Evrópu á fimmta
áratugnum. Saga Evrópu á tutt-
ugustu öld sýnir okkur að þjóðfélög
geta brotnað, lýðræðiskerfi geta
hrunið, siðakerfi geta sundrast og
venjulegir menn geta einn góðan
veðurdag staðið yfir fjöldagröfum
með byssu í hönd. Það er ómaksins
vert nú á dögum að reyna að skilja
hvernig slíkt getur gerst.
Bæði fasismi og kommúnismi voru
viðbrögð við hnattvæðingunni: við
raunverulegri og ímyndaðri mis-
skiptingu af völdum hennar og úr-
ræðaleysi lýðræðiskerfisins við að
bregðast við henni. Fasistar afneit-
uðu skynseminni í nafni viljans, af-
neituðu hlutlægum sannleika en að-
hylltust þess í stað stórfenglega
goðsögu sem borin væri fram af leið-
togum sem töldu sig vera rödd fólks-
ins. Þeir settu andlit á alþjóðavæð-
inguna, héldu því fram að flókin
úrlausnarefni sem henni fylgdu
væru afleiðing af samsæri gegn
þjóðinni. Fasistar stjórnuðu í um
það bil tvo áratugi og skildu eftir sig
ósnortna hugmyndalega arfleifð sem
verður sífellt ágengari. Komm-
únistar stjórnuðu lengur, nærri sjö
áratugi í Sovétríkjunum, og meira
en fjóra áratugi í flestum löndum
Austur-Evrópu. Stjórn þeirra var
grundvölluð á járnaga flokksforyst-
unnar sem tók sér alræðisvald yfir
skynseminni sem átti að stýra þjóð-
félaginu í átt að vísri framtíð-
arskipan samkvæmt meintum lög-
málum sögunnar.
Við gætum freistast til að halda að
lýðræðishefð okkar verndi okkur
sjálfkrafa fyrir slíkum ógnunum.
Það er á misskilningi byggt. Hefð
okkar hvetur okkur til að skoða sög-
una til þess að skilja dýpri orsakir
harðstjórnar, og hugleiða rétt við-
brögð við þeim. Við erum ekkert vit-
urri en Evrópubúarnir sem horfðu
upp á lýðræði láta undan fasisma,
nasisma og kommúnisma á tutt-
ugustu öldinni. Við höfum það eina
forskot að geta lært af reynslu
þeirra. Nú er tímabært að gera það
[...]
10. Trúið á sannleikann
Þegar maður varpar staðreyndum
fyrir róða varpar maður frelsinu fyr-
ir róða. Ef ekkert er satt getur eng-
inn gagnrýnt vald, því að þá fyr-
irfinnst enginn grundvöllur fyrir því
að gera það. Ef ekkert er satt er allt
tómt sjónarspil. Stærsta veskið
borgar fyrir skærustu ljósin.
Maður lætur undan síga gagnvart
harðstjórn þegar maður afneitar
muninum á því sem mann langar að
heyra og því sem raunverulega á sér
stað. Þessi afneitun á veruleikanum
getur virst mjög eðlileg og ánægju-
leg, en fyrir vikið deyr maður sem
einstaklingur – og um leið hrynur
sérhvert það stjórnmálakerfi sem
byggist á einstaklingshyggju. Eins
og rannsakendur alræðisstefnunnar
á borð við Victor Klemperer veittu
athygli fer dauði sannleikans fram
með ferns konar hætti, eins og við
höfum öll horft upp á.
Fyrsti hátturinn er opinskár
fjandskapur í garð staðreyndabund-
ins veruleika sem lýsir sér í því að
bera fram uppspuna og lygar eins og
um staðreyndir sé að ræða. Forset-
inn stundar þetta af miklum ákafa.
Ein tilraun í kosningabaráttunni
2016 til að rekja fullyrðingar hans
leiddi í ljós að sjötíu og átta prósent
af staðhæfingum hans voru fölsk.
Þetta hlutfall er svo hátt að sönn
yrðing verður í samhenginu eins og
lítilsháttar yfirsjón á leið mannsins á
vit hins fullkomna heilaspuna. Þegar
maður gerir lítið úr veröldinni eins
og hún er byrjar maður um leið að
skapa skáldaðan mótheim.
Annar hátturinn eru töfraþulur að
hætti seiðkarla. Eins og Klemperer
hafði orð á þá byggist fasískur stíll á
„þrotlausum endurtekningum“, sem
ætlað er að gera uppspunann senni-
legan og glæpinn eftirsóknarverðan.
Markviss notkun á uppnefnum eins
og „Lyin’ Ted“ og „Crooked Hillary“
skapa tilfærslu á tilteknum persónu-
einkennum sem betur kynnu að eiga
við sjálfan forsetann. En engu að
síður hefur forsetanum tekist með
blygðunarlausu stagli sínu á Twitter
að umbreyta einstaklingum yfir í
skrípafígúrur sem fólk talar síðan
um. Á kosningafundunum lýstu þrá-
tekin hróp eins og „Build that wall“
og „Lock her up“ ekki neinu sem
forsetinn hafði beinlínis lýst yfir
áformum um, en sjálf fyrirferðin á
þeim styrktu böndin milli hans og
áhorfendanna.
Næsti háttur er bábiljur, eða op-
inskár trúnaður við þverstæðuna.
Kosningabarátta forsetans hafði að
geyma loforð um lækkun skatta öll-
um til handa, útrýmingu á skuldum
þjóðarbúsins og aukin framlög til
bæði félagslegra þátta og varn-
armála. Í þessum loforðum rak hvað
sig á annars horn. Þetta er eins og
að bóndi myndi segja að hann ætlaði
að taka egg úr hænsnakofanum,
harðsjóða það og leggja á borð
handa konu sinni, og svo linsjóða það
líka og leggja á borð handa börn-
unum sínum, skila því síðan aftur til
hænunnar óbrotnu og fylgjast loks
með því þegar kjúklingurinn kæmi
út úr því.
Þegar fallist er á svo róttæk
ósannindi þarf að láta alla skynsemi
lönd og leið. Lýsingar Klemperers á
því þegar hann missti vini sína í
Þýskalandi árið 1933 vegna átrún-
aðar á bábiljur hljóma ískyggilega
kunnuglega nú á dögum. Einn af
fyrrverandi nemendum hans hvatti
hann til að „gefast tilfinningum þín-
um á vald og þú verður ávallt að ein-
beita þér að mikilleik Foringjans,
frekar en þeim óþægindum sem þú
finnur fyrir í svipinn“. Tólf árum síð-
ar, eftir öll grimmdarverkin, og við
lok stríðsins sem Þjóðverjar höfðu
augljóslega tapað, sagði hermaður
sem misst hafði útlim við Klemperer
að Hitler hefði „enn ekki sagt ósatt.
Ég trúi á Hitler“.
Síðasti hátturinn er rangsnúin
trú. Þar má sjá sjálfsupphafningu á
borð við þá sem kom í ljós hjá forset-
anum þegar hann sagði: „Ég get
einn leyst þetta,“ og „Ég er rödd
ykkar.“ Þegar trúin berst niður frá
himnum og til jarðarinnar á þennan
hátt er ekkert svigrúm skilið eftir
fyrir litlu sannleiksbrotin sem okkar
persónulega dómgreind og reynsla
færir okkur. Það sem skelfdi
Klemperer var hversu endanleg
þessi yfirfærsla virtist. Um leið og
sannleikurinn var bundinn því sem
sagt var fremur en staðreyndunum
hættu sönnunargögn að skipta máli.
Í lok stríðsins sagði verkamaður við
Klemperer: „skilningurinn gagnast
ekkert, maður verður að hafa trúna.
Ég trúi á Foringjann.“
Eugène Ionesco, leikskáldið
snjalla frá Rúmeníu, horfði upp á
hvern vin sinn af öðrum taka að
temja sér talsmáta fasismans á
fjórða áratugnum. Sú reynsla mynd-
aði grunninn að leikritinu Nashyrn-
ingarnir frá 1959 sem var í stíl Fá-
ránleikaleikhússins. Þar umbreytast
þeir sem falla fyrir áróðrinum í risa-
stór dýr með horn. Um persónulega
reynslu sína skrifaði Ionesco:
Háskólaprófessorar, stúdentar og
menntamenn gengust nasismanum á
hönd, urðu Járnverðir, hver á fætur
öðrum. Í fyrstu voru þeir svo sann-
arlega engir nasistar. Við vorum um
það bil fimmtán manns sem tókum
okkur saman til að ræða og finna rök
gegn málflutningi þeirra. Það var
ekki auðvelt … Af og til sagði ein-
hver vinurinn: „Ég er ekki sammála
þeim, alls ekki, en í sumu þó, það
verð ég samt að viðurkenna, til
dæmis þessu með gyðingana …“
Þetta var sjúkdómseinkennið.
Þremur vikur seinna var viðkomandi
orðinn nasisti. Hann var kominn inn
í vélina, hann féllst á allt, hann varð
að nashyrningi. Undir lokin vorum
við því bara þrír eða fjórir sem
þráuðumst við.
Markmið Ionescos var að hjálpa
okkur að koma auga á það hversu af-
káralegur áróðurinn í rauninni er en
samt hversu sjálfsagður hann virðist
í augum þeirra sem láta undan hon-
um. Með því að nota þessa fáránlegu
líkingu af nashyrningum leitaðist Io-
nesco við að sjokkera fólk til að það
áttaði sig á því hversu ankannalegt
þetta var allt saman.
Nashyrningarnir eru ráfandi um á
gresjum taugakerfis okkar. Öll erum
við nú mjög upptekin af einhverju
sem við köllum „post-truth“, hand-
an-sannleika, og okkur hættir til að
halda að sú forakt á staðreyndum
sem honum fylgir og framleiðsla á
mótveruleika sé eitthvað nýtt eða
póstmódernískt. Og samt er fátt hér
sem George Orwell var ekki búinn
að lýsa fyrir sjö áratugum með hug-
taki sínu „þverhugsun“. Í heimspeki
sinni hefur handan-sannleikurinn
endurreist nákvæmlega viðhorf fas-
ismans til sannleikans – og þess
vegna myndi ekkert í okkar heimi
koma Klemperer eða Ionesco á
óvart.
Fasistar höfðu ímugust á litlu
sannleiksbrotunum í daglegu lífi
okkur en voru að sama skapi hrifnir
af slagorðum sem hljómuðu eins og
nýjar trúarsetningar, og tóku skap-
andi goðsagnagerð fram yfir sagn-
fræði eða blaðamennsku. Þeir hag-
nýttu sér nýja fjölmiðla, sem á þeim
tíma var útvarp, til að skapa takt-
fastan áróður sem espaði kennd-
irnar áður en fólk hafði tíma til að
vinna úr staðreyndum. Og nú, rétt
eins og þá, ruglar margt fólk saman
trú á foringja sem er mikill galla-
gripur og sannleikanum um heiminn
sem við deilum öll.
Handan-sannleikur er fordyri fas-
ismans.
Lærdómar sem
draga má af tutt-
ugustu öldinni
Í bókinni Um harðstjórn – tuttugu lærdómar sem
draga má af tuttugustu öldinni fjallar Timothy
Snyder um stöðu heimsmála í einskonar sjálfshjálpar-
bók fyrir lýðræðið. Hér birtist brot úr inngangi og
einn lærdómur úr bókinni sem Guðmundur Andri
Thorsson þýddi.
Ljósmynd/Ine Gundersveen
Fræðimaður Timothy Snyder er prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla og
hefur sérhæft sig í sögu Mið- og Austur-Evrópu og Helfararinnar.
Glæsilegt úrval
af trúlofunar- og
giftingarhringa-
pörum
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
Verð á pari: 239.181 kr.