Morgunblaðið - 09.08.2018, Page 64
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2018
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Plan-B nefnist grasrótarhátíð sem
haldin verður í þriðja sinn dagana 9.
–12. ágúst í Borgarnesi. „Við erum
fjögur sem stofnuðum hátíðina sem
erum öll með rætur í Borgarnesi og
nágrenni,“ segir Inga Björk Mar-
grétar Bjarnadóttir, einn af skipu-
leggjendum listhátíðarinnar.
„Við köllum þetta Plan-B út af því
að áður var blómlegur landbúnaður
og iðnaðarstarfsemi í Borgarnesi, en
svo fór kaupfélagið og sláturhúsið
hætti og þá hugsuðum við að það
væri kominn tími á Plan-B sem væru
menning og listir. Okkur fannst
vanta þetta frjóa grasrótarstarf í
menningarlífið í Borgarnesi og lang-
aði til að fara aftur á heimaslóðirnar
og koma á fót þannig listahátíð“
Samtal milli ólíkra miðla
„Þetta er fyrsta listahátíðin af
þessari gerð á Vesturlandi, þar sem
athyglinni er beint að samtímalist og
samtali á milli ólíkra miðla. Lista-
mennirnir eru með vídjóverk, gjörn-
inga, málverk, það er allur skalinn
tekinn. Við skilgreinum okkur sem
grasrótarhátíð og förum inn í óhefð-
bundin rými og búum þannig til vett-
vang fyrir tilraunamennsku í sam-
tímalist,“ útskýrir Inga Björk. Hún
segir að bæði sé um að ræða sýn-
ingar og list sem sköpuð er á svæð-
inu.
„Það verður haldið gjörninga-
kvöld sem er mjög stór hluti af hátíð-
inni og fer alltaf fram á laugardags-
kvöldinu í Stúdíó Mjólk sem er
gamalt fjós rétt fyrir utan Borg-
arnes. Það sóttu 150 manns þann
viðburð í fyrra. Síðan eru líka alltaf
minni viðburðir á sýningaropnun-
unum sjálfum, bæði gjörningar og
innsetningar.“
Listamenn fá frjálsar hendur
Inga Björk segir hátíðina vera
orðna mikilvægur hluti af menning-
arlífi á Íslandi og sífellt fleiri íbúar
mæti með hverju árinu sem líður.
„Það er frábært að íbúarnir eru til-
búnir að taka þátt í þessu með okk-
ur. Helmingur gesta okkar hefur
alltaf verið aðkomufólk og mikið úr
listasenunni. Við skerum okkur úr
með því að vera pínu róttæk. Þótt við
sýningarstýrum eitthvað þá er hátíð-
in alltaf þannig að hún er lífræn í
ferlinu. Við fáum rými til afnota og
veljum listamenn sem okkur finnst
tala saman; veljum þá hvern út frá
öðrum og svo er það hálfgerð til-
raunastarfsemi hvernig sýningarnar
og viðburðirnir koma út. Listamenn-
irnir fá mjög frjálsar hendur bæði
hvað þeir gera og hvernig. Það er
einmitt það sem er töfrandi við
þetta. Við erum á handahlaupum síð-
ustu dagana en vitum ekkert hvort
þetta verður flopp eða frábært, en
síðustu tvö skipti hafa alla vega verið
stórkostleg og við vonum að hátíðin í
ár verði það líka,“ segir Inga Björk.
„Í ár erum við með mikið af ung-
um og nýútskrifuðum listamönnum
og við erum ein af fáum hátíðum á
Íslandi þar sem listamenn geta sótt
um að taka þátt. Það hefur verið
þakklátt hjá listamönnum, því það
skapar tækifæri fyrir þá sem eru á
jaðrinum, og líka nýja listamenn sem
eiga eftir að skapa sér nafn, að koma
til okkar og byrja þar.“
Inga Björk segir listamennina
vera alls staðar að.
„Við erum alþjóðleg listahátíð og
listamennirnir frá upphafi hafa verið
frá þrettán löndum og í ár erum við
með erlenda listmenn frá Svíþjóð,
Ástralíu og Kanada.“
Tilraunamynd eftir tónskáld
„Við erum með sérviðburð í fyrsta
sinn núna á hátíðinni, og þá verður
sýnd tilraunastuttmynd eftir Jóhann
Jóhannsson tónskáld.
Myndin heitir End of Summer eða
Sumarlok og hann gerði hana þegar
hann fór til Suðurskautslandsins og
tók upp náttúrulífsmyndir og glæddi
svo með tónlistinni sinni. Hann
fylgdist með náttúrunni breyta um
árstíðir. Þetta er landslag sem er al-
gjörlega ósnortið af mannshendinni
en er samt eitt af þeim svæðum sem
eru í mestri hættu í heiminum vegna
loftslagsbreytinga. Það má lýsa
myndinni sem lágstemmdri stúdíu af
náttúrunni og tónlistin er alveg stór-
fengleg og þetta er alveg ótrúleg
mynd; náttúrulífsmynd án þular þar
sem tónlistin segir söguna.
Myndin verður sýnd á opnunarhá-
tíðinni sem verður haldin á B59 Hót-
el, síðan opna fleiri rými það kvöld
og svo verður önnur opnun daginn
eftir.“
Ákall til listavelunnara
Eins og gefur að skilja er erfitt að
fjármagna menningarstarf á lands-
byggðinni. Inga Björk segir að því
hafi þau byrjað að stofna til söfnunar
á Karolina Fund sem þau vona að
velunnarar myndlistar sjái sér fært
að taka þátt í. Upplýsingar um söfn-
unina má nálgast á hlekknum:
https://www.karolinafund.com/
project/view/2161
Þar má kaupa ýmislegt eins og t.d.
miða inn á myndina hans Jóhanns,
miða í listasmiðjur fyrir unglinga,
einka- og hópleiðsögn um hátíðina
eða einfaldlega styrkja hátíðina án
umbunar.
Róttæk og lífræn grasrótarhátíð
Vettvangur fyrir tilraunamennsku í samtímalist Stuttmynd eftir Jóhann Jóhannsson tónskáld;
lágstemmd stúdía af náttúrunni Gjörningakvöld í gömlu fjósi sem kallast Stúdíó Mjólk
Að störfum Listakonan Freyja Eilíf í Grímshúsi á Plan-B hátíðinni í fyrra.
Mörgæsir Stikla úr stuttmynd
Jóhanns, Sumarlok.
Skipuleggjendur Logi Bjarnason í forgrunni, f. v. Sigursteinn Sigurðsson,
Bára Dís Guðjónsdóttir og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir.
Stjórnendur dreifingafyrirtækisins
Global Road Entertainment hafa
ákveðið að fresta frumsýningu á
nýjustu kvikmynd Johnny Depp
um óákveðinn tíma. Samkvæmt
frétt Variety stóð til að frumsýna
myndina, sem nefnist City of Lies,
í september, en í henni fer Depp
með hlutverk lögreglumanns sem
rannsakar morðin á rappstjörn-
unum Tupac Shakur og Notorious
B.I.G.
Engin opinber ástæða hefur ver-
ið gefin fyrir frestuninni, en í frétt
Variety kemur fram að ákvörð-
unin er tekin í beinu framhaldi af
því að fyrrverandi
starfsmaður við
gerð myndarinnar
hefur farið í mál við
Depp fyrir að veit-
ast að sér á töku-
stað. Er Depp gefið
að sök að hafa sleg-
ið starfsmanninn
ótal sinnum í rifbeinin og síðan út-
húðað honum. Þegar starfsmað-
urinn neitaði í framhaldinu að
skrifa undir trúnaðarsamning þar
sem hann héti því að ræða ekki at-
vikið opinberlega hafi honum ver-
ið sagt upp störfum.
Johnny Depp
Kærður fyrir líkamsárás á tökustað
Hljómsveitin Key to the Highway
kemur fram á Hard Rock í kvöld.
Sveitin var stofnuð árið 2015 í til-
efni af 70 ára afmæli Eric Clapton
„til að gera ferli þessa tónlistar-
manns góð skil í lifandi flutningi,“
eins og segir í tilkynningu. Sveit-
ina skipa Ásmundur Svavar Sig-
urðsson á bassa, Gunnar Ringsted
á gítar, Heiðmar Eyjólfsson söngv-
ari, Jakob Grétar Sigurðsson á
trommur, Pétur Hjaltested á
hljómborð og Reynir Hauksson á
gítar.
Tónleikar til heiðurs Clapton
*NÝ
R
HYUNDAI
IX35 2.0 CRDI
PREMIUM PANORAMA
4x4, dísel, sjálfskiptur – í nokkrum litum,
með leðri, glerþaki, leiðsögukerfi, bakkmyndavél o.fl.
Verð aðeins kr. 3.990.000
562 1717
Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is
bilalif.is
Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum
*e
ft
ir
ár
sb
íll
fy
rs
ta
sk
rá
ni
ng
8.
20
15
ICQC 2018-20