Morgunblaðið - 10.08.2018, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.08.2018, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Veiðisport Selfossi Þjónustustöðvar N1 um allt land. Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“ „Þó að spánarsniglum hafi ekki fjölgað sem neinu nemur í sumar þá hafa þeir dafnað vel og fitnað eins og púkinn á fjósbitanum í vætutíð sumarsins,“ skrifaði Erling Ólafs- son, skordýrafræðingur á Facebook- síðu sína, Heimur smádýranna, í vik- unni. Erling segir að aldeilis hafi viðrað vel á snigla sunnanlands í sumar og því hafi verið búist við að spánarsniglar létu á sér kræla sem aldrei fyrr. „Ekki hefur sú þó orðið raunin,“ skrifar Erling. „Sennilega hafa flestir fundist í Hveragerði. Þaðan barst mynd af einum sem var sennilega sá alstærsti sem fundist hefur hér á landi. Nokkrir hafa fundist á Akranesi. Einn var sendur mér frá Siglufirði. Eitthvað hefur spánarsnigla orðið vart í Reykjavík en fáar staðfest- ingar borist mér. Seint í júlí fékk ég þó í hendur einn sem fannst í Selja- hverfi í Reykjavík og var hann einn sá stærsti sem ég hef handleikið.“ Á pödduvef Náttúrufræðistofn- unar segir að spánarsniglar verði með stærstu sniglum, allt að 15 sentimetra langir, og séu mikil át- vögl sem éti um hálfa þyngd sína á dag. Á matseðlinum sé nánast allt lífrænt sem á vegi snigilsins verði. Vandræðagripur „Spánarsnigill á að líkindum eftir að reynast eitt mesta meindýr sem við höfum borið með okkur til lands- ins. Í Færeyjum er hann þegar orð- inn vandræðagripur. Það sem gerir hann að slíkum vágesti er frjósemi hans, stærð og græðgi,“ segir á pödduvefnum. Þar segir ennfremur að mikilvægt sé að sporna gegn landnámi spánar- snigils eins og frekast er unnt og skuli því tortíma þeim sniglum sem ekki gefist kostur á að skila til Nátt- úrufræðistofnunar. aij@mbl.is Ljósmynd/Erling Ólafsson Gráðugur Spánarsnigill er auðþekktur frá öðrum sniglum af rauðum lit og stærðinni. Fullvaxinn er hann mun stærri en aðrir sniglar af sömu ættkvísl. Hafa fitnað eins og púkinn á fjósbitanum  Nokkrir pattaralegir spánarsniglar Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ákvörðun um útleigu Iðnó á síð- asta ári var ekki fyllilega í samræmi við sjónarmið um vandaða stjórn- sýsluhætti að mati umboðs- manns borgar- búa. Í áliti um málið er rakið að betur hafi mátt huga að undir- búningi ákvörð- unarinnar, eink- um að því er varðar saman- burð á þeim umsóknum sem bárust og rökstuðningi ákvörðunarinnar. Taldi umboðsmaður að þeir mats- þættir sem lagðir voru til grundvall- ar við val á leigjanda hafi ekki verið skilgreindir eins og kostur var og því óljóst hvaða atriði réðu endanlega úrslitum um valið. Málið hjá ráðuneytinu Kvartandinn var Margrét Rósa Einarsdóttir sem hafði rekið Iðnó gegnum félag í sinni eigu frá árinu 2001. Samkvæmt ákvörðun menn- ingar- og ferðamálaráðs var rekst- urinn falinn öðrum aðilum. „Ég er ánægð með að umboðs- maður tekur undir þessa kvörtun mína og sjónarmið mín. Aftur á móti er málinu ekki lokið af minni hálfu því ég ætla í málaferli við borgina vegna málsins,“ segir Margrét Rósa, en mál hennar er til meðferðar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytinu sem mun leggja mat á lög- mæti ákvörðunarinnar að því er seg- ir í álitinu. Sérstök matsnefnd var skipuð til að leggja mat á umsóknir. Í auglýs- ingu var óskað eftir aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styrkti rekstur hússins. Fram kom að umsóknir yrðu metnar á grundvelli fyrirhugaðrar menning- arstarfsemi, reynslu umsækjanda af menningarstarfsemi, veitingarekstri og skyldum rekstri og áætlaðri leigufjárhæð. Óskaði umboðsmaður svara frá nefndarmönnum um það hvort mælikvarðarnir hefðu verið skilgreindir nánar, t.d. þannig að útbúið hefði verið sérstakt stiga- eða einkunnakerfi sem umsóknirnar hefðu verið metnar eftir, en svo var ekki samkvæmt svörum þeirra. Í svörunum sagði að matsnefndin hefði komið saman eftir að umsókn- arfresti lauk og lagt heildstætt mat á umsóknirnar á grundvelli gagna sem umsóknaraðilar lögðu fram með til- liti til matsþátta í auglýsingu. Mat umboðsmaður skýringarnar sem svo að þær fengju ekki stoð í gögnum málsins. Í álitinu kemur fram að tillaga nefndarinnar til ráðsins hafi verið þannig úr garði gerð að rakin væru helstu efnisatriði í umsóknunum, en hún bæri ekki með sér hvernig þau voru borin saman með frekari hætti. Óvönduð vinnubrögð við útleigu á Iðnó  Fyrrverandi rekstraraðili hyggst fara í mál gegn borginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Iðnó Umboðsmaður borgarbúa hefur lagt mat sitt á málið, en það er nú til umfjöllunar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Margrét Rósa Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.