Morgunblaðið - 10.08.2018, Side 15

Morgunblaðið - 10.08.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 Draghálsi 18-26 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – takk@takk.is www.takk.is fyrir skóla og fyrirtæki margar gerðir og stærðir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði í fasteignaauglýsingum hefur hækkað, en í júní seldust um 14% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði, sem er þremur pró- sentustigum meira en í mánuðinum áður og fjórum prósentustigum meira en mánaðarlegt meðaltal nem- ur síðan 2012. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalána- sjóðs sem birt var í gær. Miðgildi kaupverðs 45 milljónir Í júní síðastliðnum var miðgildi verðs í útgefnum kaupsamningum íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldar voru á almennum markaði, 44,5 milljónir króna. Það er 1,4% meira en í sama mánuði í fyrra. Mið- gildi verðs í fasteignaauglýsingum var hins vegar ögn hærra, eða 47,9 milljónir króna í júní. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að vísitala markaðsverðs íbúða utan höfuðborgarsvæðisins hafi hækkað talsvert meira en innan þess. Nemur hækkunin um 14,2% undanfarna 12 mánuði. Munurinn á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess hefur því minnkað undan- farna 12 mánuði. Dæmi sem tekið er í skýrslunni sýnir að meðalfermetraverð í fjölbýli á Akranesi hefur farið úr því að vera um 59% af fermetraverði í Reykja- vík á öðrum ársfjórðungi 2017, í að vera um 69% af því á sama tímabili í ár. Sérbýli hækka meira en fjölbýli Í maí síðastliðnum hækkaði sér- býli í verði um 2,8% og nam hækk- unin í júní 1,7%. Í skýrslunni segir að þetta séu talsvert miklar hækk- anir milli mánaða í sögulegu sam- hengi, en meðaltal mánaðarhækkana sérbýlis síðan 1994 er um 0,6%. Frá því í maí 2017 hefur sérbýli hækkað um samtals 7% meira en fjölbýli. steingrimur@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fasteignir Frá því í maí 2017 hefur sérbýli hækkað 7% meira en fjölbýli. 14% íbúða seljast yfir ásettu verði  Miðgildi kaupverðs um 45 milljónir Atvinnuleysi í júní mældist 3,1% samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofu Íslands. Atvinnulaus- ir voru um 1.700 fleiri en í júní í fyrra og hlutfall þeirra jókst um 0,8 pró- sentustig. Áætlað er að 209.700 manns á aldr- inum 16-74 ára hafi verið á vinnu- markaði í júní, sem jafngildir 84% at- vinnuþátttöku. Þar af voru um 6.400 manns án vinnu og í atvinnuleit. Vinnuaflið jókst um 3.900 manns milli mælinga fyrir júní 2017 og 2018. Vinnuafl sem hlutfall af mannfjölda lækkaði um 1,4 prósentustig milli júnímánaða. Fjöldi utan vinnumarkaðar í júní var 39.800 og hafði þeim fjölgað um 4.800 manns frá því í sama mánuði í fyrra. Alls voru í kringum 111.000 karlar starfandi í júní og 92.300 konur. Af atvinnulausum voru um 4.000 karlar en 2.500 konur. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á bilinu 16 til 24 ára var 8,1% í júní en hafði verið 5,1% í júní árið 2017. Sam- kvæmt upplýsingum Hagstofu Ís- lands var árstíðaleiðrétt atvinnu- leysi, þar sem búið er að leiðrétta fyrir árstíðabundnum sveiflum, 3,4% sem er einu prósentustigi hærra en í júnímánuði í fyrra þegar árstíðaleið- rétt atvinnuleysi var 2,4%. Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi var 3,6% sem er hækkun um 0,2 pró- sentustig frá sama fjórðungi í fyrra þegar það mældist 3,4%. Atvinnuleysi var 3,9% á höfuð- borgarsvæðinu og stóð í stað milli ára og 3,0% utan þess á öðrum ársfjórð- ungi, samanborið við 2,6% á sama ársfjórðungi árið 2017. steingrimur@mbl.is Aukið atvinnuleysi í júní  Atvinnuleysi var 3,1% í júní en hafði verið 2,3% ári áður Hagtölur Atvinnuleysi jókst um 0,8 prósentustig í júní miðað við í fyrra. ● „Þetta gekk alveg hrikalega vel. Þetta er mest sótti Innipúki frá upp- hafi,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum Innipúkans en hann segir að 1.200 miðar hafi selst á hátíð- ina sem haldin er í Reykjavík. Er það þriðjungsaukning frá árinu 2016 er 900 manns mættu en gestir voru 1.000 í fyrra. Ásgeir segir rekstur hátíðar á borð við Innipúkann ekki gefa vel af sér fjárhagslega en slíkt umstang sé skemmtilegt og gott fyrir sálina. „Við þiggjum smálaun fyrir það í nokkra mánuði. En Innipúkinn er þannig hátíð að innkomunni er dreift jafnt á milli þeirra sem koma fram. Þetta er hálf- gerð sjálfboðavinna,“ sagði Ásgeir. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að fara út í tónlistarhátíðabransann,“ segir hann léttur. Innipúkinn er sérstakur að því leyti að ekki er um neina áhættu að ræða fyrir skipuleggjendur að sögn Ás- geirs. „Tónleikastaðirnir njóta góðs af veitingasölu og þeir greiða allan fastan kostnað, ásamt styrktaraðilum hátíð- arinnar, sem í ár voru Kass frá Íslands- banka og Ölgerðin.“ peturhreins@mbl.is Aðsókn á tónlistarhátíðina Innipúkann aldrei meiri Hátíð Innipúkinn sem haldinn var í Reykjavík var vel sóttur í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.