Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Einhver óróleiki ríkir á vinnustað þín-
um og þér finnst erfitt að átta þig á stöðu
mála. Hafðu hægt um þig þar til öldurnar
lægir og ræddu þá málið við yfirmann þinn.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú færð einhverjar meiriháttar fréttir
sem lyfta þér upp í hæðir. Þú ættir að gera
þér glaðan dag með einhverju móti.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að halda vel á spilunum
ef þér á að takast að ná til þín verkefni sem
þú hefur mikinn áhuga á. Þér mun ganga vel
og allt sem þú gerir mun skila góðum ár-
angri.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Dagurinn einkennist af hávaða og
látum og ekkert lát virðist á ójafnvægi fólks.
Sýndu þolinmæði og ekki örvænta.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þeir eru margir, sem vilja ná tali af þér,
og þú átt að gera þitt besta til þess að geta
hlustað á hvern og einn. Hvaðeina sem þú
tekur þér fyrir hendur í dag mun færa þér
ómælda hamingju og ánægju.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gættu þess að ganga ekki of langt í
þrjósku í samskiptum við aðra því að það
gæti valdið óbætanlegum skaða. Mundu að
sá vægir sem vitið hefur meira.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu hugmyndir í stjórnmálum, trú-
málum og heimspeki ekki koma þér úr jafn-
vægi í dag. Gefðu þér tíma til þess að finna
fegurðina í kringum þig og njóta hennar sem
best.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Samræður við maka þinn eða
áhrifamikinn einstakling gætu komið þér í
opna skjöldu í dag. Reyndu að forðast átök
og koma auga á þinn þátt í því sem aflaga
fer í samskiptum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert óvenju djarfur í orðum
þínum og gerðum í dag. Þér gengur allt í
haginn, ef þú bara gætir þess að velta mál-
unum vandlega fyrir þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Varastu að láta aðra ráðskast
með líf þitt þótt þeir þykist vita betur. Leit-
aðu aðstoðar ef eitthvað vefst fyrir þér.
Njóttu hinna smærri sigra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur lagt hart að þér und-
anfarið og ættir því að leyfa þér að slaka
svolítið á í dag. Hlustaðu vel á líkama þinn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Fróðleiksfýsnin hefur náð tökum á
þér svo láttu einskis ófreistað til að svala
henni þótt nú sé sumar og sól. Hafðu augun
opin fyrir nýjum og spennandi tækifærum.
Það er merkilegt hve mjög mann-eskjan þráir linnulaust breytt
ástand. Víkverji snýr brátt úr vinnu í
skóla og hlakkar mikið til. Hann er þó
alls ekki ósáttur við líf sitt sem vinn-
andi einstaklingur. Málið er einfald-
lega að hann á afar erfitt með að njóta
augnabliksins.
x x x
Þegar Víkverji leiðir hugann að þvíþá man hann óljóst eftir síðast-
liðnum apríl. Þá sat Víkverji sveittur
á Þjóðarbókhlöðunni, reyndi að
leggja á minnið hvert einasta orð sem
Dante Aligheri hafði ritað, hafði sig
allan við til að átta sig á tengslum
skáldsögu Andra Snæs, Love Star,
við nútímann og horfði löngunar-
augum út um gluggann þar sem sólin
skein. Þá gat Víkverji ekki beðið eftir
því að leggja bækurnar á hilluna og
mæta til vinnu.
x x x
Þessar endurminningar skipta Vík-verja þó ekki miklu máli og hann
hlakkar enn til að snúa aftur í skól-
ann. Víkverji er mannlegur og þráir
því sífellt breytt ástand. Ef honum er
heitt vill hann að sér sé kalt, ef hann
er í gleðskap vildi hann óska þess að
hann væri einn á göngu um hálendið,
ef hann er á stefnumóti þráir hann
ekkert heitar en að ræða við móður
sína.
x x x
Hvaðan kemur þessi árátta eigin-lega? Það er stundum eins og
nútímafólki sé skipað að vera sífellt á
hreyfingu, alltaf að leita lengra eða
leita í eitthvað annað. Við stöldrum
ekki við en erum á sífelldum þeytingi.
x x x
Mannkynið er þó ekki alveg glataðenn. Til er fólk sem nær með
undraverðum hætti að lifa í hinu svo-
kallaða núi. Fólk sem hugleiðir,
stundar jóga og einbeitir sér að
hverjum einasta andardrætti. Þetta
fólk nýtur augnabliksins og segir að
fortíð og framtíð séu ekki til, einungis
núið.
Víkverji veltir því fyrir sér hvort
þetta fólk sé af öðrum heimi eða hvort
hann geti hugsanlega, með nægilegri
þjálfun, orðið einn af þeim.
vikverji@mbl.is
Víkverji
En öllum þeim sem tóku við honum
gaf hann rétt til að verða Guðs börn,
þeim sem trúa á nafn hans.
(Jóh: 1.12)
Misty
FANTASIE
Haldari 6.990 kr.
Buxur 3.880 kr.
Dekraðu
við línurnar
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is | Opið kl. 10-18 virka daga
Álaugardaginn birti JósefínaMeulengracht Dietrich sjöunda
kapítulann í matreiðslubók sinni.
Hann fjallar um sjálfan fæðuhring-
inn:
Steikurnar yfir og allt um kring,
indæla rétti og fína,
set ég nú matreiddar saman í hring
með sósum á diskana mína.
Jósefína Meulengracht segir frá
því að nú hafi hún ort fimmskeytlu
um öryggis- og varnamál:
Bjart er yfir heiminum og býsna mikil sól.
Bóseindina passa ég og gæti hennar vel,
með afsagaða haglabyss‘í einum ruggustól
út‘í garði svo að enginn taki hana og stel-
i.
Fyrir nokkrum dögum birtust
myndir af holóttum vegi fyrir
Vatnsnes sem gerði Hallmund Krist-
insson að sjáanda á Boðnarmiði:
Enn ég nú og aftur segi,
á það skyldi miða:
Holurnar á Vatnsnesvegi
verða menn að friða!
Gamlar líkt og góður afi,
gæddar tvíræðri mildi,
er því trúlegt að þær hafi
ómælt varðveislugildi.
Og ekki stóð á viðbrögðunum. Jón
Atli Játvarðarson:
Holur varða Vatnsnesið,
ég virði það og kenni.
Af einni tekur önnur við
og einhver svo af henni.
Hreinn Guðvarðarson bætti við:
Á Vatnsnesinu í vægri golu
og vætutíð fer allt í svað
Þar fær maður högg í holu,
helv.er að vita það.
Hafdís Hafliðadóttir lagði þetta
til málanna: „Þessar holur eru
orðnar svo gamlar, að það verður
að varðveita þær.“
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
talaði um „launholuna“:
Friðið holur, fræknu menn,
fáir yfir gráta,
í lágnættinu líkar enn
launholu að máta.
Helgi Ingólfsson breikkaði
yrkisefnið:
Gæta þurfum hafsins hliða.
Held ég þá að líka yrði
ætíð sjálfsagt einnig að friða
öldurnar á Breiðafirði.
Og hélt áfram:
Fjölmargt verk í friðun bíður.
Finnst mér eitt hér af sama meiði:
Friða öllu síst þarf síður
sandkornin á Arnarvatnsheiði.
Halldór Blöndal
halldorblondal@mbl. is
Vísnahorn
Matarást kattarins
og Vatnsnesvegur
Í klípu
„ÞVÍ HRAÐAR SEM ÞÚ EKUR ÞVÍ HRAÐAR
HLEÐST HANN.,“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐ ER NÝJA SAUMAVÉLIN MÍN AÐ GERA
Á MIÐJU SPILABORÐINU?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... smitandi.
ÉG HEYRÐI
SORGLEGA
SÖGU NÝLEGA
VAR HÚN UM KÖTT
SEM VILDI LÁTA
KLÓRA SÉR Á
EYRUNUM?
VAR HÚN UM
SVANGAN KÖTT?
HÚN HAFÐI EKKERT
AÐ GERA MEÐ ÞIG
ÞAÐ ER
SORGLEGT
MIG LANGAR Í KÖKU
FRÁ SVARTASKÓGI OG
BANANASPLITT!
ÞÚ MÁTT FÁ
SAMBLAND!
Í ALVÖRU?
JÁ! HÉRNA ER
SVARTUR BANANI!