Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 ✝ AðalheiðurBjarnadóttir fæddist í Asparvík á Ströndum 26. sept- ember 1932. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vestur- lands á Akranesi 2. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Jóns- son, f. 2. september 1908, d. 10. janúar 1990, og Laufey Valgeirsdóttir, f. 19. ágúst 1917, d. 6. febrúar 2007. Systkini hennar eru: Hildi- brandur, f. 1936, d. 2017, Reynir, f. 1938, d. 1978, Ásta, f. 1939, Sesselja, f. 1941, Jón, f. 1943, Sig- urður Karl, f. 1945, Guðrún, f. 1946, Signý, f. 1949, og Valgeir, f. 1954. Aðalheiður giftist Jónasi Þor- steinssyni, f. 18. nóvember 1920, d. 27. mars 2012, þann 11. júní 1955. Börn Aðalheiðar og Jónasar eru: 1) Þorsteinn, f. 18. mars 1956, kvæntur Kristínu Rut Helgadóttur, f. 30. nóvember 1957; synir þeirra eru: a) Jónas Bergsteinn, f. 25. september 1988, b) Aðalgeir Bjarki, f. 17. maí 1990, sambýliskona hans er Eva Björk Gunnarsdóttir, f. 2. nóvember 1993, sonur Kristínar er Guðmundur Helgi, f. 4. janúar 1983, sonur hans er Ísak Elías. 2) Bjarni, f. 11. júní 1958, kvæntur Ólafíu Dröfn Hjálmarsdóttur, f. 11. janúar 1960, d. 30. janúar 2016; börn þeirra eru: a) Heiðar Þór, f. 20. febrúar 1979, kvæntur Ernu Sigurðardóttur, f. 19. júní 1982; börn þeirra eru Brynja Gná, Íris Birta, Harpa Dögg og Haukur Orri, b) Helga Hjálmrós, f. 24. maí 1981, gift Guðmundi Tómasi Friðrikssyni, f. 25. sept- ember 1981; börn þeirra eru Alda Dröfn, Bjarney Bára og Sæ- þór Bjarni, dóttir Guðmundar er Tinna Mjöll, c) Jóna Lind, f. 10. janúar 1988, gift Einari Franz Ragnars, f. 1. nóv- ember 1985; sonur þeirra er Ragnar Óli. Sambýliskona Bjarna er Laufey Magnúsdóttir, f. 19. mars 1964. 3) Agn- ar, f. 27. júní 1962, kvæntur Svölu Jónsdóttur, f. 22. febrúar 1962; börn þeirra eru a) Jón Beck, f. 17. desem- ber 1981, kvæntur Dóru Björk Sigurðardóttur, f. 11. mars 1978; börn þeirra eru Óðinn Ernir, Ylfa Elísabet og Fjölnir Þór, dæt- ur Dóru eru Hekla Fönn og Vaka, b) Rut, f. 3. ágúst 1984, gift Hilmari Geir Óskarssyni, f. 1. september 1978; synir Rutar eru Jón Agnar og Kristinn Máni, syn- ir Rutar og Hilmars eru Óskar Arnar og Jóhann Beck, börn Hilmars eru Andri Þór og Elísa Rós. c) Sif, f. 3. ágúst 1984, gift Erni Egilssyni, f. 2. mars 1980; sonur Sifjar er Agnar Ingi, dóttir Sifjar og Arnar er Alexandra Mjöll, börn Arnar eru Hafþór Örn, Heiður Sara og Aldís Ósk, og d) Guðrún Bergmann, f. 27. apríl 1999. Fósturdóttir Jónasar og Aðalheiðar er 4) Guðbjörg Sigríður Guðbjartsdóttir, f. 2. febrúar 1968, gift Kristni Ein- arssyni, f. 9. október 1957. Sonur Guðbjargar og Hermanns Her- mannssonar er Dagur Freyr, f. 5. maí 1993, börn Kristins eru Snorri og Tanja Maren. Aðalheiður ólst upp í Asparvík til 18 ára aldurs og fluttist þá með fjölskyldu sinni í Bjarnar- höfn í Helgafellssveit. Eftir að hún kynntist Jónasi flutti hún til hans á Ytri Kóngsbakka og voru þau bændur til ársins 1987 þegar þau fluttu í Stykkishólm þar sem þau bjuggu til dánardags. Útför Aðalheiðar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 10. ágúst 2018, og hefst athöfnin kl. 14. Minningarnar hrannast upp við þessi tímamót þegar ég kveð móður mína í hinsta sinn. Þegar við vorum á Kóngsbakka var maður frjáls, fór út að leika sér, hvort sem var úti í fjöru, í klett- unum eða úti á tjörn, þú treystir okkur algjörlega fyrir okkur sjálfum. Þú varst iðin og dugleg alla tíð, varst með okkur úti t.d. í hey- skapnum, svo rétt fyrir mat skaust þú inn og þegar við kom- um var komin þessi veisla og að sjálfsögðu grautur á eftir. Síðan vaskaðir þú upp og gekkst frá og varst jafnvel komin á undan okk- ur út aftur. Aldrei settist þú niður án prjónanna enda eru peysurnar orðnar ansi margar og út um all- an heim. Á sunnudögum, ef ró- legt var, þá voru saumaðar myndir sem prýddu alla þína veggi. Þegar barnabörnin komu var oft gott að fara yfir til ömmu og fá sér eitthvað að borða og var þá hitaður grjónagrautur, ekki máttu börnin vera svöng, eða Co- coapuffs með rjóma út á en rjóm- inn þurfti alltaf að vera með öllu. Síðustu árin bjóstu uppi á dvaló og undir hag þínum vel þar að spjalla við félaga þína þar og gera að gamni þínu því húmorinn var alltaf til staðar. Í restina gáfu fæturnir sig enda búin að stappa í gegnum tíð- ina og svo sjónin, það þótti þér erfitt. Ég kom í heimsókn tveimur dögum áður en þú veiktist og er þakklátur fyrir þá stund okkar. Við ræddum um gamla og nýja tíma, einmitt þá baðstu mig að fara nú að gera ljóðabók þegar ég væri að vinna á nóttunni og svo ætlaðir þú að kaupa fyrsta ein- takið. Bókin er ekki klár en mig langar að gefa þér eitt ljóð að skilnaði og lofa að það verður í bókinni þegar þar að kemur. Ljufsár er stundin, móðir mín kæra, er kveð ég þig síðasta sinni, því sálin frá þrautunum frelsið sitt fær og hvíld átti líkaminn inni. Nú finnur þú pabba, þið faðmist á ný og gangið um grösugar sveitir, að þið séuð saman, sú hugsun er hlý og frið mér í sorginni veitir. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir. Þinn sonur Agnar. Elsku besta amma mín, ég á mjög erfitt með að trúa því að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur en ég veit að þú ert komin á betri stað. Þú ert komin til afa. Það var alltaf svo gaman að koma til ykk- ar afa á Neskinn 4, það var svona mitt annað heimili. Ég mun aldrei gleyma því að þegar ég var í 1.–4. bekk þá sóttir þú mig á hverjum degi í skólann. Sama hversu oft mamma og pabbi sögðu mér að labba heim til þín, þá sóttir þú mig alltaf. Við fórum heim til þín og á hverjum degi fékk ég grjónagraut og brauð með banana. Ég fékk aldr- ei nóg af þessum hádegismat enda var þinn grjónagrautur sá besti sem ég hef smakkað. Það sem þú varst þolinmóð. Þú kenndir mér rommí sem við spil- uðum dögum saman. Þú kenndir mér líka að prjóna og sauma og hjálpaðir mér alltaf með heima- vinnuna í saumum. Þú varst alveg ótrúleg kona, alltaf til í að gera allt með okkur barnabörnunum, alltaf svo skemmtileg og góðhjörtuð, og þegar mamma og pabbi leyfðu Aðalheiður Bjarnadóttir ✝ Ragnar Ás-geir Óskars- son fæddist á Sól- vangi í Hafnarfirði 16. janúar 1965. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Foss- vogi 29. júlí 2018. Foreldrar Ragnars eru Ósk- ar Kristinn Ásgeirsson, f. 6. apríl 1946 á Hraunbóli í V- Skaftafellssýslu, d. 31. ágúst 2015, og Elínborg Ragn- arsdóttir, f. 13. apríl 1948 í Hafnarfirði. Börn Ragnars eru: Ísak, f. 19. Flensborgarskólann áður en hann hélt út á vinnumarkaðinn. Á unglingsárum byrjaði hann að sinna sinni helstu ástríðu, tón- listinni, þar sem bassaleikur varð fljótt hans aðalsmerki, en snemma komu í ljós miklir hæfi- leikar hans á því sviði. Ragnar var meðlimur í nokkrum hljóm- sveitum á árum áður en spilaði einnig með fjölda annarra lista- manna og var vel kynntur innan tónlistargeirans fyrir bassaleik sinn. Auk tónlistarinnar vann Ragnar við hin ýmsu störf, með- al annars lengi hjá Málningu hf. og ÁTVR. Síðastliðin ár starfaði hann á leikskólum í Hafnarfirði, bæði sem leiðbeinandi og matráður en hóf í vetur störf hjá Draumagörðum við hin ýmsu garðyrkjustörf. Útför Ragnars fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 10. ágúst 2018, kl. 15. júní 2004, og Benja- mín, f. 4. júlí 2006. Systkini Ragnars eru: 1) Ingibjörg, f. 28. júní 1967, d. 4. október 2016, 2) Erla, f. 29. október 1971, maki Kristján Valur Jónsson, börn þeirra eru Katla Ingibjörg og Jón Óskar, 3) Óskar Jón, f. 30. október 1982, börn hans eru Katrín Emma og Kári, 4) Sævar Markús, f. 15. febrúar 1985. Ragnar ólst upp í Norður- bænum í Hafnarfirði og gekk í Víðistaðaskóla. Þaðan lá leiðin í Það er mjög fjarstæðukennt að sitja og skrifa minningarorð um elsta bróður minn, bróður minn sem ég hitti síðast fyrir svo stuttu síðan, þar sem við áttum stutt en ánægjulegt samtal. Við náðum ávallt mjög vel saman þó svo það hafi verið töluverður aldursmunur á okkur, þú elstur og ég yngstur af okkur systkinunum. Sem barn man ég ávallt eftir Ragga bróður sem var alltaf í hljómsveitum og kom oft í heimsókn heim á Ljósa- berg 10 og fannst manni alltaf mjög spennandi að eiga stóran bróður sem var svona flinkur að spila á hljóðfæri. Sameiginlegur áhugi á tónlist var ávallt mikil tenging okkar á milli, þó svo smekkur okkar hafi verið mjög ólíkur oft á tíðum, en ávallt gátum við verið sammála um ýmislegt og þú hafðir mjög gaman af að kynna manni tónlist og ræða um hana. Þú varst einnig ávallt mjög góður bróðir og passaðir vel upp á mann og vildir allt fyrir mann gera og þykir mér ávallt mjög vænt um það. Það eru margar minningar sem koma upp þessa dagana þeg- ar maður hugsar til baka og er ávallt gott að geta leitað til þeirra með tíð og tíma. Þú eignaðist tvo dásamlega stráka, þá Ísak og Benjamín, og þú varst ávallt svo stoltur af þeim. Það var ávallt gaman að sjá hversu mikið þú elskaðir syni þína og hvað þú ljómaðir upp í návist þeirra. Það er mjög sárt að kveðja þig elsku bróðir, það er mjög undar- leg tilfinning að vera að skrifa þessi orð, en ég verð ávallt mjög þakklátur fyrir allar þær minning- ar sem þú skilur eftir og góð- mennsku þína við mig ávallt. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, þær verð ég æv- inlega þakklátur fyrir. Þú ert nú á góðum stað ásamt pabba, Ingu systur og öðrum góð- um sem hafa tekið vel á móti þér, og einn dag munum við öll hittast aftur. Þinn litli bróðir, Sævar. Elsku, elsku Raggi, stóri bróðir minn, ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért líka farinn frá okk- ur. Fyrst pabbi, svo Inga og nú þú. Þessi þrjú ár hafa verið okkur fjöl- skyldunni mjög erfið. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín: Frábær bassaleikari, ég man að mér fannst E-X mjög töff og svo Bubbleflies. Það var mikið stuð á ykkur vinunum. Hjartahlýr. Þú varst með risa- stórt hjarta og svo varstu alltaf til í að aðstoða okkur. Hjálpaðir okk- ur að mála húsið okkar bæði að ut- an og innan. Kristján minn útbjó svo oft einhvern skrítinn mat sem þú hlóst mikið að. Ég veit ekki al- veg með lifrarpylsu í raspi. Tónlist. Ég tengi tónlist svo mikið við þig og hef oft þakkað fyrir að hafa átt systkini sem ólu mig vel upp með sinni tónlist. The Smiths, ABC, Echo and the Bunnymen, R.E.M, The Cure, Roxy Music, Marvin Gaye, Jam- iroquai. Listinn er endalaus. Fótbolti. Við höfðum bæði mik- inn áhuga á fótbolta. Við héldum auðvitað bæði með FH en í enska boltanum vorum við ekki alveg sammála. Þú hélst með Liverpool en ég með Manchester United. Ég var oft spurð að því af hverju ég héldi ekki með Liverpool eins og stóri bróðir. Það var nú þannig að mér fannst Frank Stapleton mjög töff og hann spilaði með United og þannig var það. Við töluðum oft mjög mikið um liðin okkar og þér fannst fátt skemmtilegra en þegar United gekk illa. Þá hlakkaði í þér. Æskuvinir þínir Davíð, Eyjó og Pétur. Ykkar vinasamband var einstakt og hef ég alltaf litið á þá eins og bræður mína. Ég er svo glöð að þú hafir farið í tvær ferðir með þeim á síðustu árum. Fyrst fórstu að sjá þína menn á Anfield og það var enginn smáleikur sem þú fékkst. Liverpool 5- Arsenal 1. Svo fóruð þið saman ásamt Degi í heimsókn til Dabba í Berlín og fóruð á tónleika með ABC. Þú varst svo ánægður og þakklátur fyrir þessar ferðir. Eyjó og Pétur voru líka bestu vinir Ingu systur okkar og missir þeirra er mikill. Þeir hafa misst tvo bestu vini sína á stuttum tíma. Leikskólalífið. Við unnum sam- an á tveimur leikskólum. Fyrst á Tjarnarborg og svo seinna á Hamravöllum. Þegar við unnum saman á Tjarnarborg þá röltum við oft saman í Hljómalind því ég þurfti að eignast nýja smáskífu með Suede. Svo voru tvö ár á Krummakoti á Hamravöllum. Lít- ill útiskúr og þar vorum við þrjú, ég, þú og Heiðar. Þið voruð stund- um að gera mig brjálaða en þið voruð líka góðir og skemmtilegir. Sveiflukóngarnir og Njálgar frá Hafnarfirði skilja eftir sig nokkra frábæra smelli. Sokkapolka var meistaraverk. Elsku strákarnir þínir, Ísak og Benni, voru líf þitt og þú sást ekki sólina fyrir þeim. Missir þeirra er mikill. Sömuleiðis fyrir Rakel barnsmóður þína og Sölku dóttur hennar. Ég gæti skrifað endalaust um þig en læt þetta duga í bili. Ég mun sakna þín meira en orð fá lýst en þú verður alltaf hjá mér. Ég mun reyna að vera til staðar fyrir drengina þína og þeir geta alltaf leitað til okkar á F22. Núna ertu kominn til pabba og Ingu í draumalandið. Ég mun sakna þín óendanlega mikið, elsku Raggi minn, Elska þig, bró, alltaf. Þín, Erla Óskarsdóttir. Elsku stóri bróðir! Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa enda óraunverulegt að þú sért farinn. Hvaða rugl er það eiginlega? Ég sem hitti þig kvöldið áður en þú veiktist og þú varst bara í góðum gír. Það var í raun langt síðan ég hafði séð þig jafn sáttan í lífinu eins og síðustu vik- urnar. Hlutirnir voru einhvern- veginn loksins að ganga upp hjá þér og maður var svo ánægður og bjartsýnn fyrir þína hönd. Þetta kvöld áttum við stutt og gott spjall og ætluðum að heyrast betur fljót- lega. Ég var að fara að flytja eftir nokkra daga og þú ætlaðir að mála fyrir mig. „Nonni ... ég mála bara íbúðina fyrir þig vinur ... ekki mál- ið.“ Ég er afar þakklátur fyrir hvað við áttum gott og vinalegt sam- band, sérstaklega eftir að ég varð fullorðinn. Þú kynntir mig fyrir svo miklu af æðislegri tónlist enda eyddum við eiginlega öllum okkar tíma í að hlusta á plötur og ræða um þær. Ég mun varðveita þær stundir alltaf. Það sem kemur samt fyrst upp í hugann þegar ég minnist þín er æskuheimilið í Ljósaberginu, þið eldri systkinin að hlusta á plötur inn í stofu og ég ligg á hvíta teppinu að skoða plötuumslögin. Þessar minningar eru ljóslifandi fyrir mér og ég er svo þakklátur fyrir þetta frábæra tónlistaruppeldi sem ég fékk frá þér og systrunum, og gerði mig að þessum mikla músíkpælara sem ég er. Þegar við urðum síðar ná- grannar á Hvammabrautinni þá hoppaði ég ansi oft yfir til þín í kaffi og sígó og eina plötu eða tvær. Við gátum rætt um músík út í eitt. Það var okkar bræðrastund, þannig náðum við best saman og það eru stundirnar sem ég mun varðveita mest í hjarta mínu. Ég á líka svo góðar minningar um sam- verustundirnar okkar í sumarbú- staðnum í Þrastaskógi, þar sem þú varst með mér úti í fótbolta tímunum saman. Það var náttúru- lega mikill aldursmunur á okkur en þú nenntir samt alltaf að gefa litla bróður tíma. Við vorum einnig duglegir að fara út á körfubolta- völl og taka skotkeppni en vorum reyndar latari við það síðustu árin, því miður. Við eigum það bara inni. Þú reyndist mér alltaf vel þegar ég þurfti á þér að halda. Þú varst með eindæmum bóngóður og alltaf fyrstur á staðinn ef það þurfti að taka til hendinni. Ég mun sakna þín óendanlega mikið og ég finn hvað ég á hrika- lega erfitt þegar ég skrifa þessi orð. Þú varst einfaldlega góður gæi, með risastórt hjarta og vildir öllum vel. „Ég heyri í þér, vinur“ var það síðasta sem þú sagðir við mig þeg- ar við kvöddumst en ekki datt mér í hug að það yrði okkar síðasta kveðja. Já, elsku Raggi minn, ég heyri í þér seinna, vinur. Ég er viss um að Inga og pabbi hafa tek- ið vel á móti þér og þið verðið dug- leg að láta vita af ykkur. Við hin reynum að vera sterk fyrir hvert annað á meðan og pössum upp á strákana þína. Elska þig alltaf! Ást og friður. Óskar Jón Óskarsson (Nonni bróðir). Okkur var illa brugðið er við fengum þær fréttir laugardaginn 28. júlí síðastliðinn að Raggi vinur okkur lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir skyndileg veikindi kvöldið áður. Raggi hefur verið einn af okkar bestu vinum allt frá unglingsaldri og hefur margt drif- ið á okkar daga í gegnum tíðina. Upphafið að okkar vinskap var tónlistin og eftir nokkrar tilraunir á því sviðinu þá stofnuðum við rokksveitina E-X sem gerði garð- inn nokkuð frægan á sínum tíma. Við spiluðum saman á fjölda tónleika, fórum í hljóðver til að taka upp tónlist og sennilega er það eftirminnilegast frá okkar sameiginlega ferli er E-X hélt til Rússlands árið 1989 til að spila fyrir þarlenda borgara. Þegar E-X leið undir lok þá tók við enn meira rokklíf er Raggi ásamt Davíð og öðrum góðum drengjum setti saman hljómsveit- ina Bubbleflies og varð hún á skömmum tíma ein vinsælasta hljómsveit þess tíma. Raggi hefur spilað með og fyrir fjöldann allan af fólki á sinni lífsleið og eftir hann liggja margar góðar bassalínur sem gaman er að hlusta á eftir að hann hefur núna lagt bassanum í hinsta sinn. Raggi var fjórða hjólið undir okkar vinavagni og eru óteljandi minningar sem við eigum saman, svo margar að það væri hægt að skrifa heila bók um allt það sem við höfum brallað og upplifað sam- eiginlega og í hvor í sínu lagi í gegnum okkar lífsgöngu. Fjöl- skylda hans tók okkur vinunum opnum örmum strax í upphafi og því hefur hans heimili verið eins og okkar annað heimili í gegnum árin og við nánast hluti af hans fjölskyldu allar götur síðan. Þrátt fyrir að við vinirnir hefð- um farið í hvor í sína áttina á sín- um tíma þá voru vinatengslin mjög sterk og við alltaf nánir, hitt- umst reglulega, töluðum saman í síma ásamt því að fara saman á tónleika og í ferðir til útlanda. Það er margt hægt að segja um Ragga enda var líf hans mjög lit- ríkt og fjölbreytt en Raggi var í grunninn góð sál sem heillaði marga með sinni skemmtilegu nærveru og galsa þegar sá var gállinn á honum. Seinni árin róað- ist þó okkar maður og bar hann gæfu til að eignast drengina sína tvo, þá Benjamín og Ísak, sem hann sá ekki sólina fyrir og syrgja þeir nú föður og góðan vin. Um leið og við þökkum fyrir samfylgdina í gegnum lífið þá sendum við drengjunum hans tveimur ásamt öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Raggi, takk fyrir að hafa verið vinur okkar. Þínir vinir, Eyjólfur Lárusson Davíð Magnússon Pétur Hallgrímsson. Ragnar Ásgeir Óskarsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.