Morgunblaðið - 10.08.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018
Verð frá 93.395
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem
er. Búa til heita súpu
og ís.
Hraðastillir, prógrömm
og pulse rofi sjá til þess
að blandan verður ávallt
fullkomin og fersk!
Nýjir meistarar
eru mættir
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Rússar segjast nú undirbúa eigin
mótaðgerðir eftir að Bandaríkja-
menn hófu nýjar refsiaðgerðir gegn
Rússlandi fyrr í vikunni. Ástæðan
sem gefin hefur verið fyrir nýju
efnahagsþvingununum er árás sem
gerð var með rússnesku taugaeitri á
rússneska fyrrverandi njósnarann
Sergej Skrípal og dóttur hans, Júlíu,
í Bretlandi í mars.
Skrípal-feðginin komust bæði lífs
af en bresk kona, Dawn Sturgess,
lést í síðasta mánuði eftir að hafa
ásamt kærasta sínum komist í snert-
ingu við sams konar eitur. Grunur
leikur á um að eitrið sem banaði
Sturgess hafi komið úr sama
skammti og var notaður á Skrípal-
feðginin.
Talið er að nýju refsiaðgerðirnar
gætu komið í veg fyrir innflutning að
andvirði hundraða milljarða ís-
lenskra króna til Rússlands. Meðal
þess sem kveðið er á um í aðgerð-
unum eru takmarkanir á útflutningi
tæknibúnaðar til Rússlands sem tal-
inn er varasamur með tilliti til ör-
yggismála.
Ákvörðun byggð á
„hlutlægum staðreyndum“
Áætlað er að refsiaðgerðirnar taki
gildi hinn 22. ágúst og að haldið verði
í enn strangari refsiaðgerðir ef
Rússland kemur ekki til móts við
kröfur Bandaríkjanna innan 90
daga. Kröfurnar ganga út á að Rúss-
land opni vísinda- og öryggisstofn-
anir sínar fyrir alþjóðlegum eftirlits-
mönnum svo hægt verði að ganga úr
skugga um hvort verið sé að fram-
leiða þar efnavopn. Ekki er búist við
því að Rússar fallist á kröfurnar.
„Leikhús fáránleikans heldur
áfram,“ sagði Dímítrí Políanskij,
einn fulltrúa Rússa hjá Sameinuðu
þjóðunum, um refsiaðgerðirnar.
„Engar sannanir, engar vísbending-
ar, engin rök, ekkert sakleysi uns
sekt er sönnuð, bara getgátur. Að-
eins ein regla: Kennum Rússlandi
um allt, sama hversu fáránlegt og
falskt það er. Bjóðum velkomnar
Bandaþvinganir Ameríku!“
Rússar hafa neitað því statt og
stöðugt að þeir standi á bak við árás-
irnar en Bandaríkjamenn segjast
hafa fengið „sannfærandi upplýsing-
ar“ frá Bretum um að Rússar séu
sekir í málinu. Þá hafi þeir komist að
eigin niðurstöðum síðustu helgi og
byggi ákvarðanir sínar á „hlutlægum
staðreyndum“.
AFP
Forsetar Donald Trump og Vladimír Pútín hittust í Helsinki í júlí. Illa hefur gengið að bæta samskipti ríkjanna.
Refsiaðgerðir „leik-
hús fáránleikans“
Rússar bregðast illa við nýjum viðskiptaþvingunum
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Sautján ára drengur sem norska lög-
reglan hneppti í varðhald á mánu-
daginn var hefur viðurkennt að hafa
orðið Sunnivu Ødegård, þrettán ára
stúlku sem fannst látin í síðustu viku,
að bana. Þetta kom fram á fréttavef
norska ríkismiðilsins NRK.
Drengurinn segir árás sína á
Sunnivu hafa verið handahófs-
kennda. Hann hafði áður viðurkennt
að hafa farið um staðinn þar sem lík
Sunnivu fannst en hafði jafnframt
neitað að vera viðriðinn dauða henn-
ar. Lögreglan telur nú að drengur-
inn hafi beitt Sunnivu ofbeldi á
tveimur stöðum: Við steintröppur í
íbúðahverfinu við Åvegen 20, stuttu
frá fundarstaði líksins, og á öðrum
stað þar nálægt. Eftir dauða hennar
hafi hann flutt líkið þangað sem það
fannst. Lögreglan segir ekkert
benda til þess að drengurinn hafi átt
sér vitorðsmann í morðinu.
Morð Sunniva Ødegård fannst látin skammt frá heimili sínu í Varhaug.
Viðurkenndi morðið
á Sunnivu Ødegård
Segir morðið handahófskennt