Morgunblaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 Odee opnar sýninguna Circulum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg í dag kl. 17. „Odee, Oddur Eysteinn Friðriksson, hefur á stuttum tíma vakið mikla at- hygli bæði hér heima og erlendis fyrir áhugaverða og umdeilda listsköpun. Odee vinnur mest með svokallaða „digital fusion“ eða „visual mashup“ list, sem hann kallar samrunalist á íslensku. Þar blandar hann saman efni úr menn- ingu samtímans og popplist til þess að skapa ný sjálfstæð verk. Áður en hann hóf listferil sinn stundaði hann nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, með áherslu á markaðs- fræði og stjórnun,“ segir í tilkynn- ingu frá sýningarhaldara. Þar kemur fram að titill sýning- arinnar vísi í form hringsins sem listamaðurinn er að vinna með á sýn- ingunni. „Þegar ég var að vinna að verkum fyrir sýninguna þá opnaðist ný vídd fyrir mér. Þessi einfalda hugmynd að breyta formi verksins í hringlaga verk í stað ferhyrnds varð til þess að nýr kafli í mínum stíl hófst,“ skrifar Odee um tilurð verkanna. „Hvert verk er svip- mynd af þeim degi sem það er skapað. Öll verkin eru sam- settar klippimyndir úr menningu sem hefur haft mótandi áhrif á hann á einn eða annan hátt. Þessar tákn- myndir úr menningunni fléttar hann saman í skipu- lagða óreiðu sem hann leikur sér svo með. Verkin á sýningunni eru brædd í álplötur í New York með sérstakri tækni. Platan og blekið er hitað upp þannig að blekið umbreytist í gas og smýgur inn í yfirborð álsins. Síðan er verkið húðað með glærri filmu.“ Odee opnar Circulum í Galleríi Fold í dag Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Emilíana Torrini verður gestasöng- vari og mun syngja lagið „Gollum’s Song“ þegar Óskarsverðlaunamynd- in Hringadróttinssaga – Tveggja turna tal verður sýnd í fullri lengd í Eldborgarsal Hörpu í kvöld 10. ágúst, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 19.30. Flytjendur tónlistarinnar eru auk Emilíönu Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kór söngsveitar Fíl- harmóníu og Barnakór Kársnesskóla. Hlakkar til að syngja og hlusta Eins og flestir muna söng Emilíana lagið „Gollum’s Song“ eða Söngur Gollris í lok myndarinnar Tveggja turna tal (2002) sem var önnur mynd- in af þremur sem Peter Jackson leik- stýrði eftir samnefndum bókum. J.J.R. Tolkiens. Tónlistina samdi Howard Shore og hefur hún hlotið fjölda verðlauna. Þetta er í annað skipti sem Emil- íana syngur lagið á sviði með sin- fóníuhljómsveit þar sem hún var sjálf með sinfóníutónleika fyrir rúmum tveimur árum, og hún segist hlakka til, og ekki síst til þess að hlusta á sin- fóníuna spila. – Er ekki skemmtilegra að syngja lagið á sviði en í hljóðveri? „Það er bara allt öðruvísi. Í hljóð- verinu var ég að heyra það í fyrsta skipti, sem er alltaf spennandi. Upp- tökurnar voru í Abbey Road- stúdíóinu, stúdíói 1. Ég var alein í risa viðarrými, það var æðislegt,“ segir Emilíana sem á mjög góðar minn- ingar frá þessu ævintýri. Sögðu að ég fengi þetta ekki – Hvernig kom til að þú varst beðin um að syngja lagið? „Þau voru að leita að söngvara eða söngkonu og það voru alls konar hug- myndir í gangi. Það var búið að spyrja fullt af fólk, m.a. Björk og Sig- ur Rós, en fólk gat ekki gert þetta. Ég var alls ekki efst á lista hjá þeim, þau vissu ekki einu sinni af mér. Það var ekki fyrr en þau fengu fyrsta diskinn minn, að maður sem heitir Paul Broucek hafði samband og bað mig að koma á fund út af Lord of the Rings,“ útskýrir Emilíana. „Mér fannst þetta ótrúlega spenn- andi en það var sagt skýrt við mig að þau væru að leita að einhverjum frægum og að ég fengi þetta áreið- anlega ekki. Ég held að þeir hafa bara ætlað að fá mig til að syngja prufuupptöku af laginu, og buðu mér að koma og prófa að syngja það. Ég sagðist auðvitað vilja prófa því ég vildi syngja í Abbey Road-stúdíó- inu, sem ég hafði ekki alveg séð fyrir að myndi gerast á mínum tónlistar- ferli. Ég fór inn og söng lagið og Pet- er Jackson leikstjóri var þarna á skjá, allt voða nútímalegt á þeim tíma. Ég var að tala við hann og Fran Walsh sem samdi textann, þar sem þau voru á Nýja-Sjálandi. Ég man að þau voru að leikstýra mér í gegnum satellite-sendingiu á risaskjá í stúdíóinu. Mig langaði að syngja lagið á minn hátt; svona ljótt- fallegt, þannig að þetta yrði soldið óþolandi og fallegt á sama tíma. Mér fannst það passa við lagið, þetta er Gollrir. Ég mátti prófa allt og fannst rosa gaman og ég fór svo heim og bjóst ekki við að neitt yrði úr þessu því þau vildu fá súperstjörnu en svo notuðu þau upptökurnar mínar á end- anum,“ segir Emilíana sem var að vonum mjög glöð með það. Rosalegur aðdáandi bókanna „Þetta var svo ótrúlega fyndið af því að við vinkona mín erum svo mikl- ar bíókonur. Við pöntuðum okkur bíó- miða á fyrstu Hringadróttins- myndina í lúxussal, keyptum alla sjoppuna og lágum þarna eins og grísir. Ég horfði á myndina og óskaði þess svo innilega að fá að vera með í þessu því ég var svo rosalegur aðdá- andi bókanna og las þær nokkrum sinnum sem unglingur. Óskin mín var að ég fengi að vera með, bara á ein- hvern hátt í grænum speedo-galla sem eitthvert tré eða hóll. Ég leit á vinkonu mína og sagði við hana: „Ég ætla mér að vera í þessu,“ segir Emil- íana sem sá ósk sína heldur betur rætast. – Varstu ekkert feimin að vinna með Jackson? „Nei, mér fannst það bara skemmtilegt. Ég elska að hitta skap- andi og lifandi fólk. Við vorum bara í jafningjasamskiptum og þá fer allt náttúrlega í flæði, það verður ríkjandi og þá verður margt til,“ segir Emil- íana sem eignaðist mikið af vinum í gegnum þetta ævintýri og fór á frum- sýningar í nokkrum löndum. Trylltar tilfinningar „Þetta var líka sérstaklega skemmtilegt því að ég elska bíómynd- ir ábyggilega meira en allt. Ég og fað- ir minn áttum það til þegar ég var barn að horfa á ótal myndir saman, og ég líka með stráknum mínum. Bíó er best. Og líka af því að ég var svo mikill aðdáandi bókanna. Ég veit ekki hvort ég hefði meðtekið þetta eins ef ég hefði ekki verið það. Þá hefðu ver- ið aðrar ástæður fyrir því að hafa fundist þetta gaman. En aðdáun mín á bókunum kom með nýja vídd inn í þetta.“ – Hvernig finnst þér annars tón- listin í þessum kvikmyndum? „Mér finnst hún stórkostleg. Ég var að keyra í gær og rifja upp lagið á leið á æfingu, og himinninn var alveg brjálaður eins og hann er búinn að vera. Þá finnur maður fyrir þessari svakalegu náttúru sem er í tónlistinni og hún vekur einhverjar trylltar til- finningar inni í manni.“ – Hefur þú sjálf samið fyrir kvik- myndir? „Nei, en lögin mín hafa verið mikið verið notuð í kvikmyndum og ég beð- in um að syngja. Mér hefur oft boðist að semja tónlistina við kvikmynd, en ég var að pæla í öðrum hlutum þá. Það mun gerast einn daginn ef gott handrit kemur á borðið,“ segir tón- listarkonan Emilíana Torrini. „Það er vonandi næsta skref.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Allt á fullu Æfing í Eldborgarsal Hörpu þar sem Óskarsverðlaunamyndin Hringadróttinssaga – Tveggja turna tal verður sýnd í fullri lengd og tónlistin úr myndinni leikin undir af sinfóníuhljómsveit, kórum og einsöngvurum. Vildi að lagið yrði bæði óþolandi og fallegt  Emilíana Torrini syngur Gollum’s Song í Eldborg Hörpu Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Bíó er best Emilíana Torrini. BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 S V E F N S Ó F A R TURI kr. 149.800 frá Innovation Living Denmark VERSLUNIN ER LOKUÐ UM VERSLUNARMANNAHELGINA ICQC 2018-20 Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.