Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 8
Líney Sigurðaradóttir Þórshöfn Sumarvertíðin hófst um mán- aðamótin hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja á Þórshöfn og búið að taka þar á móti um 1.500 tonnum af makríl. Að sögn skipstjóra Heima- eyjar var nokkuð löng sigling á miðin suðaustur af landinu, eða um 12 tímar. Unnið er nú allan sólarhringinn í vinnslunni og vertíðarbragur kom- inn á bæinn. Ísfélagið hefur verið í töluverð- um framkvæmdum í vinnslunni á Þórshöfn og mikil endurnýjun þar á búnaði til vinnslu uppsjávarfisks og með því er stuðlað að auknum gæð- um framleiðslu og meiri sjálfvirkni í vinnslunni. Sumarver- tíðin hafin á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Í höfn Heimaey og Álsey voru í höfn um verslunarmannahelgina. Sérstök regla veldur því að umsögn nefndar sem fjallar um hæfi umsækj- enda í dómaraembætti er birt opin- berlega, að sögn Hafliða Helgasonar, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðu- neytisins. Morgunblaðinu var nýverið synjað um aðgang að álitsgerð nefndar heil- brigðisráðherra sem mat hæfni um- sækjenda um Embætti landlæknis. Í svari velferðarráðuneytisins, sem úr- skurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti síðan, sagði að réttur al- mennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna næði ekki til gagna í málum sem vörðuðu umsókn- ir um starf, framgang í starfi eða starfssamband að öðru leyti. Því væri ráðuneytinu hvorki heimilt að veita aðgang að niðurstöðum hæfninefnd- arinnar né upplýsingar um hvernig umsækjendur röðuðust samkvæmt mati nefndarinnar. Umsagnir hæfisnefnda um dóm- araembætti eru jafnan birtar opin- berlega og Hafliði segir eðlilega skýringu á því. „Í áttundu grein reglna um störf dómnefndar, sem fjalla um hæfi umsækjenda í dóm- araembætti, er kveðið á um að dóms- málaráðherra skuli birta umsögn nefndarinnar um umsækjendur um dómaraembætti í heild á vefsíðu ráðuneytisins. Þetta er því sérstök regla sem á bara við um dómara.“ ragnhildur@mbl.is Sérregla gildir um dómaraembætti  Reglur kveða á um að umsögn hæfisnefndar um dómara sé birt Morgunblaðið/Golli Dómarar Skipun þeirra er gagnsæ. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Allir velkomnir Odee Boðskort Sýningaropnun 10. ágúst kl. 14 Sýning í Gallerí Fold 10. – 26. ágúst „Circulum“ Eyþór Arnalds segir frá því áNetinu að hann hafi verið í út- varpsviðtali ásamt Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni velferðar- ráðs Reykjavíkur og varaformanni Samfylkingarinnar. Þar hafi Heiða ítrekað þá skoðun sína að „hátt byggingargjald hjá Reykjavíkurborg hefði engin áhrif á verð íbúða“.    Um þetta sagði Ey-þór: „Ef þessi kenning væri rétt hefðu opinber gjöld engin áhrif á bens- ínverð. Og þá hefðu tolla- breytingar engin áhrif á verð á bílum.    Ef þessi nýja hag-fræðikenning stæðist væri best fyrir borgina að hækka bygging- arréttargjaldið úr ca 5 milljónum í 50 milljónir á íbúð. Hagnaðinn væri hægt að nota til að stöðva skulda- söfnun borgarsjóðs. Og íbúðir í borginni væru áfram á sama verði. Ekki satt?    Svo voru það óbyggðu íbúðirnarfyrir lágtekjufólk sem áttu að vera þúsund í byggingu. Það var víst mismæli. Verst að meirihlutinn hefur áður haldið þessu fram. Voru það líka mismæli?    Með góðum vilja má telja 276íbúðir í byggingu af þessu tagi. Það er langt frá því að vera 1.000. Og enn lengra frá því að vera 3.000, en það var loforð Samfylking- arinnar fyrir rúmum fjórum árum.“    Hvenær ætlar borgarstjórnar-meirihlutinn að stíga inn í veruleikann og viðurkenna að fólk þarf að borga skattana og að það flytur ekki inn í íbúðir á glærum. Eyþór Arnalds Hliðarveruleiki meirihlutans STAKSTEINAR Heiða Björg Hilmisdóttir Veður víða um heim 9.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 léttskýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 10 léttskýjað Nuuk 13 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 25 heiðskírt Stokkhólmur 27 heiðskírt Helsinki 29 heiðskírt Lúxemborg 21 skýjað Brussel 19 súld Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 16 rigning París 16 skúrir Amsterdam 19 skúrir Hamborg 29 heiðskírt Berlín 34 heiðskírt Vín 33 heiðskírt Moskva 24 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 30 heiðskírt Barcelona 23 þrumuveður Mallorca 32 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 29 heiðskírt Winnipeg 26 heiðskírt Montreal 24 skýjað New York 29 léttskýjað Chicago 26 léttskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:04 22:03 ÍSAFJÖRÐUR 4:53 22:24 SIGLUFJÖRÐUR 4:35 22:08 DJÚPIVOGUR 4:30 21:37

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.