Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 SKECHERS ON THE GO DÖMUSANDALAR MEÐ LÉTTU OG MJÚKU GOGA MAX INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41 DÖMUSKÓR KRINGLU OG SMÁRALIND 7.995 Tilraunir og tvístrun í tónlistinni Morgunblaðið/Valli Æfingamaraþon Hljóðfæraleikarar kammersveitarinnar Elju hafa æft stíft undanfarið. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum; Brot úr minni og Tvístrun.  Kammersveitin Elja og Ung Nordisk Musik blása til tvennra tónleika með verkum ungra, íslenskra tónskálda  Sjö skáldanna sýna hvað í þeim býr á árlegri tónlistarhátíð UNM í Bergen í ágústlok Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Við vildum gera Ung Nordisk Mus- ik, UNM, sýnilegri á Íslandi en ver- ið hefur og um leið tónlistarhátíðina, sem samtökin standa fyrir á hverju ári og haldin verður að þessu sinni í Bergen í Noregi í lok ágúst. Þar verða að venju flutt verk 35 tón- skálda, þrítugra og yngri, frá öllum Norðurlöndunum. Í hópnum eru sjö tónskáld frá Íslandi, sem valin voru til þátttöku úr um fimmtíu umsókn- um. Þegar við höfðum spurnir af að kammersveitin Elja hygðist halda tónleika í sumar datt okkur í hug að fá liðsmenn hennar til að flytja verk þeirra á tónleikum,“ segir Pétur Eggertsson, tónskáld og einn skipu- leggjenda tónleikanna hér heima. Hann, ásamt Ragnari Árna Ólafs- syni, gítarleikara, og Sóleyju Sig- urjónsdóttur, tónskáldi, situr í stjórn Íslandsdeildar UNM, sem hefur verið starfrækt frá árinu 1974 í því skyni að koma ungum og efni- legum, íslenskum tónskáldum á framfæri. „Markmið samtakanna er að hjálpa ungu tónlistarfólki að byggja upp atvinnusambönd, kynnast koll- egum sínum á Norðurlöndunum og sjá og heyra verk hvert annars flutt á tónlistarhátíð UNM,“ segir Pétur, sem sjálfur var einn sjö útvalinna í fyrra og fékk tónverk sitt flutt á há- tíðinni sem þá var í Reykjavík eins og alltaf á fimm ára fresti. Nánd við áhorfendur Kammersveitin Elja er skipuð ungum hljóðfæraleikurum, sem flestir hafa þegar skapað sér sess sem einleikarar, hljómsveitarspil- arar, hljómsveitarstjórar eða list- rænir stjórnendur. Leiðarstef Elju er að bjóða upp á kraftmikinn og lif- andi tónlistarflutning með nánd við áhorfendur og að túlka allar tónlist- arstefnur og -form. Í þeim anda eru tvennir tónleikar Elju um helgina í Tjarnarbíói. Þeir fyrri, Brot úr minni, kl. 20 í kvöld, hampa tónskáldunum Halldóri Eld- járn og Jófríði Ákadóttur. „Nýtt verk, sem Halldór samdi og tileink- aði Elju verður frumflutt, en Jófríð- ur flytur, ásamt sveitinni, nokkur laga sinna í nýjum búningi. Hvorugt hefur skrifað mikið fyrir hljóð- færahópa þannig að ég er spenntur að heyra hvernig þau nýta tækifær- ið. Tónleikarnir eru skemmtileg blanda því Elja flytur einnig verk eftir gömlu meistarana, Joseph Haydn og Arnold Schönberg,“ segir Pétur. Tónleikarnir Tvístrun, kl. 19.30 annað kvöld, eru samstarfsverkefni UNM og kammersveitarinnar Elju og hverfast um tónskáldin sjö, sem senn halda til Bergen til að fylgja tónverkum sínum eftir. Að sögn Péturs verða flutt verk tveggja ann- arra, sem einnig voru valin í um- sóknarferlinu. „Tvístrun er í rauninni tvíþættur viðburður, annars vegar tónleikarn- ir og hins vegar opnar pallborðs- umræður á undan um stöðu hátíð- arinnar og hvernig styrkja megi starf UNM, sem er gríðarlega mikil- vægt fyrir bæði unga flytjendur og tónskáld. Samstarf Elju og samtak- anna er frábært tækifæri fyrir tón- skáldin til að fá framúrskarandi hljóðfæraleikara til að flytja verk sín og fyrir þá að takast á við ný verk jafnaldra sinna og samlanda. Síðar er meiningin að ræða meira um vinnuferli og að gefa fjöl- breyttum hópi listamanna kost á að vinna innan ramma UNM sem og með hljóðfæraleikurum í Elju,“ seg- ir Pétur og upplýsir að jafnframt verði tilkynnt hvaða ungu tónskáld voru valin til að taka þátt í tónlist- arhátíð UNM á næsta ári í Piteå í Svíþjóð. Tónskáldin fengu að ráða „Verkin sem flutt verða á tónleik- unum, flest undir stjórn Bjarna Frí- manns Bjarnasonar, eru ekki þau sömu og flutt verða í Bergen, nema í einu tilviki. Slíkt hefði enda ekki verið hægt, til dæmis er eitt samið fyrir sinfóníuhljómsveit, sem við hefðum engan veginn getað mann- að. Tónskáldin fengu að ráða hvaða Hólahátíð á Hólum í Hjaltadal hefst á morgun og stendur til sunnudags. Þar er boðið upp á fjölbreytta dag- skrá með tónleikum, hátíðar- samkomum og hátíðarmessu. „Hólahátíð er hugsuð sem hátíð fyrir allt kirkjufólk í Hólastifti sem nær frá Hrútafirði allt austur í Álfta- fjörð,“ skrifar sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, í tilkynningu. Hátíðin hefur alltaf eitthvert meg- inþema og í ár er það 100 ára afmæli fullveldis Íslands sem verður minnst. Af því tilefni hefur fermingar- börnum úr nágrenninu verið boðið að semja stutt erindi sem ber yfir- skriftina: Hvaða þýðingu hefur full- veldi Íslands fyrir þig? Á morgun, laugardag, hefst píla- grímaganga eftir Hallgrímsveginum frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hól- um. Lagt af stað frá Grafarkirkju kl. 9 og komið að Hólum um kl. 16. Á sunnudag er kl. 11 boðið upp á tón- leikhús þar sem bréf Halldóru Guð- brandsdóttur eru í forgrunni. Klukkan 14 er hátíðarmessa í Hóla- dómkirkju og hátíðasamkoma í Hóladómkirkju kl. 16:30 þar sem Einar Kr. Guðfinnsson, formaður 100 afmælisnefndar um fullveldi Íslands, flytur ræðu. Fullveldi í fyrirrúmi á Hólahátíð Kirkja Horft heim til Hóla í Hjaltadal. Ný bandarísk rannsókn leiðir í ljós að karlkyns leikari í aðalhlutverki getur skilað kvikmynd 12% hærri tekjum en fari kona með aðalhlut- verkið. Rannsóknin var unnin á vegum Háskólans í N-Karólínu og birt í tímaritinu Applied Economics Letters. Sama rannsókn leiðir einn- ig í ljós að hafi aðalleikarinn unnið Óskar eða Golden Globe-verðlaun hefur það jákvæð áhrif á miðasölu, en slíkra áhrifa gætir ekki þegar kemur að leikkonum í aðalhlut- verki. Rannsóknin nær til met- sölumynda áranna 1990 til 2018. Í samtali við The Times segir Julianne Treme, prófessor við fyrr- nefndan skóla og einn höfunda rannsóknarinnar, að hún myndi ekki ráðleggja leik- stjórum að ráða þekktar leikkonur fyrir hærri laun þar sem kvenkyns kvikmyndastjörnur auki ekki miða- söluna. „Mér finnst dapurlegt að sjá að kvenkyns kvikmyndastjörnur geti hlotið sæg af verðlaunum án þess að það auki miðasöluna. Þetta kemur mér samt ekki á óvart.“ Karlkyns leikarar selja fleiri bíómiða George Clooney

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.