Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
86
ÁRA
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið
Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina
Þvottahúsið • Sérverslunina
ÍViðskiptamogganum á fimmtudagvar rætt við Birgi Örn Birgisson,
framkvæmdastjóra Domino’s, sem
segir að eftir kröft-
ugan hagvöxt síðustu
ára og hóflega verð-
bólgu séu nú blikur á
lofti. Hann segir:
„Laun hafa hækkað
of mikið fyrir sum
fyrirtæki og til dæm-
is eru margir í veit-
ingageiranum við
þolmörk.“
Birgir bætir við aðferða-
mannageirinn sé á
krossgötum og að
jafnauðvelt sé fyrir
hagkerfið að fara
niður og upp „og við þurfum að gæta
okkar mjög næstu árin og vera skyn-
söm í ákvörðunum.“
Í sama blaði er rætt við Gunnar ÖrnÖrlygsson, sem kemur úr allt öðr-
um geira. Gunnar er í fiskverkun og
segist greina „að vaxandi útflutn-
ingur er að hafa áhrif á fiskverð á
mörkuðum innanlands og eru ís-
lenskar fiskvinnslur í þeim sporum
að þurfa að keppa við erlend fyrir-
tæki sem búa við allt annað rekstr-
arumhverfi. Munar þar ekki hvað síst
um launaþróunina hér á landi sem
segja má að hafi verðlagt íslenskar
fiskvinnslur út af markaðinum.“
Gunnar bætir því við að fjöldistarfa geti verið í hættu ef fram
haldi sem horfir. Ástandið er eins í
fleiri geirum, einkum í mann-
aflsfrekustu geirum atvinnulífsins.
Þetta þýðir með öðrum orðum að
mikill fjöldi starfa er í hættu ef menn
gæta ekki að sér.
Í þessu sambandi er verulegtáhyggjuefni að hlusta á ýmsa for-
ystumenn verkalýðshreyfingarinnar
tjá sig um launaþróun og komandi
kröfugerðir.
Birgir Örn
Birgisson
Launaþróunin
og atvinnulífið
STAKSTEINAR
Gunnar Örn
Örlygsson
Veður víða um heim 10.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 11 skýjað
Akureyri 10 alskýjað
Nuuk 17 léttskýjað
Þórshöfn 12 heiðskírt
Ósló 19 skýjað
Kaupmannahöfn 21 léttskýjað
Stokkhólmur 24 heiðskírt
Helsinki 24 skúrir
Lúxemborg 21 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 17 skúrir
Glasgow 17 skúrir
London 17 rigning
París 22 heiðskírt
Amsterdam 19 skúrir
Hamborg 18 skúrir
Berlín 24 heiðskírt
Vín 24 skúrir
Moskva 25 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 31 léttskýjað
Aþena 29 léttskýjað
Winnipeg 27 þoka
Montreal 23 léttskýjað
New York 29 heiðskírt
Chicago 26 þoka
Orlando 29 þrumuveður
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:08 21:59
ÍSAFJÖRÐUR 4:56 22:20
SIGLUFJÖRÐUR 4:39 22:04
DJÚPIVOGUR 4:33 21:33
Heildarfjöldi frjókorna á mælistöð í
Garðabæ í júlímánuði reyndist
frekar lítill eða 715 frjó/m3, en
meðaltalið fyrir júlí er 949 frjó/m3.
Þetta er skýrt með því að úrkoma á
höfuðborgarsvæðinu var yfir með-
allagi í júlí og einungis alveg þurrt í
fimm daga. Sólarlítið var og kald-
ara en í meðalári.
Frjó mældust alla daga mán-
aðarins en lítið var um háar frjótöl-
ur. Hæst fóru þau í 61 frjó/m3
fimmtudaginn 5. júlí, en aðallega
grasfrjó mældust þann dag. Flest
frjókorn í júlí voru grasfrjó, 483
frjó/m3, sem er töluvert undir með-
altalinu sem er 654 frjó/m3. Gras-
frjó geta mælst í ágúst í töluverðu
magni ef veðurskilyrði eru þeim
hagstæð.
Í frétt frá Náttúrufræðistofnun
kemur fram að heildarfjöldi frjó-
korna í júlí á Akureyri var 916 frjó/
m3, sem er svolítið yfir meðaltali
1998-2017 sem er 895 frjó/m3. Frjó-
korn voru samfellt í lofti á Akur-
eyri allan mánuðinn. Langflest
frjókornanna voru grasfrjó, 611
frjó/m3, og fóru þau hæst í 74 frjó/
m3 föstudaginn 27. júlí. Meðaltal
grasfrjóa í júlí er 663 frjó/m3.
Grasfrjó
mest áber-
andi í júlí
Frjókorn undir
meðallagi í borginni
„Hreyflar þessara flugvéla eru mjög
aflmiklir og í raun talsvert aflmeiri
en hreyflar flestra annarra skrúfu-
þotna,“ segir Árni Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Air Iceland Con-
nect, um bilun sem upp kom í hægri
hreyfli flugvélar félagsins í fyrra-
dag. Vélin er af tegundinni Bomb-
ardier Dash-8 en hún var nýlögð af
stað til Egilsstaða þegar bilunin kom
upp. Að sögn Árna eru vélar af
þessu tagi mjög kraftmiklar og tals-
vert kraftmeiri en margar aðrar vél-
ar í sama flokki. Þá geti þær flogið
lengi á öðrum hreyfli án þess að eig-
inleikar þeirra breytist mikið.
„Umrædd vél er hlutfallslega með
mjög mikið afl í báðum hreyflum auk
þess sem eðlisfræðilega er það þann-
ig að við gerð og hönnun flugvéla er
miðað við að þær geti flogið á öðrum
hreyflanna. Þessi hreyfill var vel bú-
inn og gat veitt vélinni orku til að
halda sömu flugeiginleikum og ef
hún væri með tvo hreyfla,“ segir
Árni og bætir við að flugmenn á veg-
um Air Iceland Connect fari reglu-
lega í æfingabúðir þar sem farið er
yfir hvernig bregðast á við aflmissi
annars hreyfils.
„Þetta er æft einu sinni til tvisvar
á ári þar sem menn fara í flugherma
og fljúga á öðrum hreyfli. Þetta er
mikið æft hjá flugrekendum og þar á
meðal okkur,“ segir Árni.
aronthordur@mbl.is
Kraftmeiri hreyflar en í öðrum vélum
Flugvél Iceland Air Connect missti afl í öðrum hreyfli Viðbrögðin vel æfð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bombardier Flugvél fyrirtækisins.