Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Síðustu dagar
útsölunnar
Nýjar vörur
komnar
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
VERÐHRUN
60-80% afsláttur
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
VERÐHRUN
GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY
JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL.
á gæðamerkjavöru
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
60-70% afsláttur
REYFARAKAUP
um okkur,“ segir Eva Björg Ósk-
arsdóttir, framkvæmdastjóri hátíð-
arinnar.
Þau sem mæta í þjóðbúningi á há-
tíðina fá frítt inn. Eva segir að nú
þegar séu dæmi um slíkt. „Það voru
nokkrir sem mættu í þjóðbúningi á
kvöldvökuna og það var mjög gam-
an að sjá. Við hvetjum fólk til þess
að halda því áfram, það er bara um
að gera að nota þessa búninga.“
Veðurblíða verður líklega á
Norðurlandi um helgina og hvetur
Eva fólk því til að koma norður og
njóta bæði Handverkshátíðar og
Fiskidagsins mikla. „Það er vel
hægt að nýta báðar hátíðirnar, líta
við hér og fara svo á tónleika á
Fiskideginum á laugardagskvöld-
inu.“ Ásamt handverkssölu verður
boðið upp á dagskrá fyrir börn og
ýmsar aðrar uppákomur.
Ljósmynd/Brynjar Gauti Sciöth
Blíða Handverksfólk notar blíðuna í Eyjafjarðarsveit og vinnur að verkum
sínum utandyra. Ef veðurspár ganga eftir mun sólin skína þar alla helgina.
aðsókn á Fiskidaginn mikla í ár seg-
ir Júlíus: „Ef það halda áfram að
koma gestir þá stefnir í það. Það er
alla vega mjög vel mætt nú þegar.“
Í fyrra mættu 33.000 manns á há-
tíðina, en í Dalvíkurbyggð búa tæp-
lega 1.900 manns og því ekki nema
von að bærinn breytist mikið í kring-
um Fiskidaginn mikla.
Garðurinn hjá Birni breytist til að
mynda í tjaldsvæði á þessum tíma
árs. „Það er víða þannig. Margar
fjölskyldur nýta tækifærið og hittast
þessa helgi. Í kringum okkur er
svona smá blettur sem er ekki búið
að byggja á og þangað koma fjöl-
skylda og vinir með sitt fellihýsi,
tjald, hjólhýsi eða hvað það nú er og
það er bara gaman.“
Í bænum hefur jafnvel þurft að út-
búa ný tjaldsvæði. „Það eru komin
tjöld eða hjólhýsi á hvern einasta
græna blett hérna. Ég veit að þeir
sem sjá um tjaldsvæðin voru á ferð-
inni í morgun að undirbúa ný tjald-
svæði, ásóknin er svo mikil núna.
Það er bara þétt alls staðar og bara
mikill samhugur í fólki,“ segir Björn
sem segir Dalvíkinga leggjast á eitt
við að gera allt tilbúið fyrir Fiski-
daginn mikla.
„Þeir eru að smyrja rúgbrauð,
pakka fiskinum sem er grillaður á
Fiskidaginn og ýmislegt fleira. Ein-
hverjir gestir leggja líka hönd á plóg
og mæta á þriðjudegi eða miðviku-
degi og hjálpa til við undirbúning-
inn.“
Margir gestanna láta sjá sig ár
eftir ár, að sögn Björns. „Suma sér
maður á hverju ári. Um einn þeirra
sagði ég nú að það væri eins með
hann og kríuna, ég vissi nákvæm-
lega hvenær hann kæmi til Dalvík-
ur.“
Sólina má finna á Fiskidegi
Sólríkt verður á Dalvík um
helgina ef marka má spár Veðurstof-
unnar. „Spáin er frábær og þetta lít-
ur allt mjög vel út,“ segir Júlíus.
Lögreglan á Norðurlandi eystra
mun huga sérstaklega að umferð-
arskipulagi í kringum hátíðina og
mun björgunarsveit Dalvíkur að-
stoða við það. Í tilkynningu frá lög-
reglunni á Norðurlandi eystra er
fólk minnt á það að umferð dróna sé
bönnuð yfir mannfjölda, samkvæmt
reglugerð. Hundar eru sömuleiðis
ekki leyfðir á svæðinu.
Lögreglan tekur sérstaklega fram
í tilkynningunni að mikill fjöldi öku-
tækja verði á svæðinu á laugardags-
kvöldið og umferðin þung.
„Þegar flugeldasýningunni lýkur
verða ökumenn að taka með í reikn-
inginn að það tekur tíma að komast
úr bænum. Við biðjum ykkur því að
sýna þolinmæði og samvinnu meðan
á þessu stendur.“
Morgunblaðið/Atli Rúnar
Kátir Drengir pakka bleikju sem er marineruð í rauðrófum og hunangi inn í álpappír. Bleikjuna á að elda á grillum
á hafnarsvæðinu á Dalvík. Um 150 sjálfboðaliðar tóku þátt í undirbúningi veitinganna sem boðið verður upp á í dag.
Morgunblaðið/Björn Friðþjófsson
Þétt Út um stofugluggann hjá Birni má sjá fjöldann allan af hjólhýsum enda
margt fólk mætt til Dalvíkur til að smakka fiskisúpu og fiskrétti.