Morgunblaðið - 11.08.2018, Page 12

Morgunblaðið - 11.08.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 HEILSUNUDDPOTTAR FRÁ SUNDANCE SPAS Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 HEILSUNUDDPOTTAR OG HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Rauðhólarnir eru um margteinstakt svæði,“ segirÁgúst H. Bjarnasongrasafræðingur. Myndir sem Eggert Jóhannsson, ljósmynd- ari Morgunblaðsins, tók af hinni sér- stæðu gígaþyrpingu sem er í jaðri Heiðmerkur skammt ofan við borg- ina hafa vakið mikla athygli. Lit- brigði jarðar á þessum slóðum eru einstök og falleg, jafnvel þótt mal- artekja hafi spillt svæðinu verulega. Hvellsauð undir glóandi hrauninu Það var á stríðsárunum sem byrjað var að taka rauðamöl úr hól- unum og var hún um langt árabil notuð meðal ann- ars við gerð Reykjavíkur- flugvallar og í húsgrunna til dæmis í austur- hluta borgar- innar. Svo fór hins vegar að fólki varð sér- staða Rauðhól- anna ljós og voru þeir friðlýstir árið 1961 og gerðir að 130 ha. fólkvangi árið 1974. Gervigígarnir í Rauðhólum mynduðust fyrir meira en 5.000 árum þegar Elliðaárhraun rann yfir vot- lendi og út í vatn sem hvellsauð undir glóandi hrauninu. Með gufuspreng- ingum og -gosi mynduðust gjallgíg- arnir sem margir voru mokaðir út. Þó eru nokkrir eftir, einkum nyrst á svæðinu og næst Suðurlandvegi. Friðunarhugmynd fékk hörð viðbrögð Ágúst H. Bjarnason telur það vera rangt að Rauðhólunum hafi ver- ið spillt sakir þess að hugtakið nátt- úruspjöll var ekki komið inn í málið eða umhverfismál ekki verið komin á dagskrá. Í því efni heldur Ágúst til haga þætti föður síns Hákonar Bjarnasonar sem var skógræktar- stjóri og gegndi því starfi í 42 ár, það er frá 1935 til 1977. „Það var árið 1936 sem fyrst var rætt um friðland á heiðunum ofan við Reykjavík og þá voru hugmyndir manna í Skógræktarfélagi Íslands þær að Rauðhólarnir yrðu innan girðingar á svæðinu sem seinna var nefnt Heiðmörk. Hugmyndir um vernd Rauðhólanna fengu ekki hljómgrunn hjá ráðamönnum í Reykjavík og svo þegar stríðið skall á og flugvallargerð á vegum Breta hófst malartekjan. Þarna varð óbæt- anlegt slys sem skógræktarmenn hefðu ef til vill afstýrt hefðu þeir mátt girða svæðið af og vernda,“ seg- ir Ágúst. „Faðir minn talaði oft um hve illa hefði farið í Rauðhólunum og hver viðbrögðin við hugmyndum um friðun þeirra hefðu verið hörð. Mikil- vægt hefði þótt að útvega möl, þetta mikilvæga byggingarefni, með ódýr- um hætti og í nágrenni við borgina. Skammsýnin réði sem er miður.“ Rautt verður blátt Ekkert í gangvirki náttúrunnar stendur í stað. Allt breytist með framvindunni í lífríkinu, ekki síst á hlýjum sumrum og gróskuríkum. Nú er svo komið að næsta nágrenni Rauðhólanna er nánast að kafna í gróðri svo sumum finnst sennilega að hálft væri meira en nóg. Lúpínan er aðgangshörð og hefur breitt mjög úr sér, svo lítið verður við ráðið. Íbúum í Norðlingaholti sem gjarnan nýta sér þessar slóðir til útivistar og göngu- ferða finnst nóg um og þeirra á meðal er stundum talað um Bláhóla – sem er nafngift við hæfi svo langt sem það nær. Skammsýnin réði í Rauðhólum Rauðhólunum mátti þyrma. Gígunum fallegu í ná- grenni borgarinnar var fórnað fyrir malartekju. Þetta er á 130 ha. svæði, fólkvangur sem er kjörið útivistar- svæði og víðfeðmur skógur í grennd. Morgunblaðið/Eggert Kvöldsól Sólarljósið breytir svip landsins alltaf og eilíft og himininn yfir Rauðhólum er eins og málverk. Rauðhólar Þeir sannarlega bera réttnefnið. Flugsýn Horft ofan í sár eftir malartöku í einum gíganna. Ágúst H. Bjarnason Á handverkssýningunni á Hrafnagili í Eyjarðarsveit sem hófst á fimmtudag og stendur til sunnu- dags fékk Erla Svava Sigurðar- dóttir úr Reykjanesbæ verðlaunin handverksmaður ársins. Sjálf vinn- ur Erla úr ull, spinnur úr flóka og býr til meðal annars teppi og púða undir merkinu Yarm. Verðlaun voru veitt fyrir fallegasta sýningarbás ársins, nýliða ársins og handverks- mann ársins. Í dómnefnd voru Bryndís Símonardóttir, Einar Gísla- son og Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir. Þau eru öll úr Eyja- fjarðarsveit, en þar um slóðir er handverksmenningin sterk og margir leggja stund á ýmiss konar iðju. Þátttakendur í hátíðinni að þessu sinni eru um 100 talsins. „Við erum á þjóðlegum nótum þetta árið, meðal annars í tilefni af fullveldisafmælinu. Handverk er þjóðlegt. Því höfum við hvatt gesti til þess að koma í þjóðbúningum, hér verður keppt í glímu og svo gæti ég áfram talið ýmislegt skemmtilegt sem er á dagskránni,“ segir Eva Björk Óskardóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar á Hrafnagili sem nú er haldin í 26. sinn. Þjóðlegt handverk sýnt á Hrafnagili í Eyjafirði Handverksmaður ársins sem spinnur og býr til teppi og púða Ljósm/Brynjar Schiöth Listfengi Erla Svava Sigurðardóttir handverksmaður ársins á sýningarbás.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.