Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
– fyrir dýrin þín
Ást og umhyggja fyrir dýrin þín
Veldu bosch hundafóður fyrir hundinn þinn
Þýskt hágæða fóður – fersk innihaldsefni án aukaefna.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranes | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
15 kg
8.990 kr.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Staða mála vegna Skaftárhlaups var
til umræðu á ríkisstjórnarfundi í
gær. Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgöngu- og
sveitarstjórnar-
ráðherra og Sig-
ríður Andersen
dómsmálaráð-
herra upplýstu
samráðherra sína
um málið.
„Skaftárhlaup
er eitthvað sem
við eigum alltaf
von á á nokkurra
ára fresti og við
erum í sjálfu sér ágætlega undir þau
búin. Þarna eru áætlanir sem hrint
er í framkvæmd og þetta gengur
alltaf smurt fyrir sig hjá almanna-
vörnum og lögreglu,“ segir Sigríður.
Loka þurfti þjóðvegi 1 í um tvo
sólarhringa vegna hlaupsins. Sigurð-
ur Ingi segir það mat Vegagerðar-
innar að vegurinn hafi ekki
skemmst.
„Vegaxlirnar var hægt að lagfæra
eftir hendinni. Það er mat Vegagerð-
arinnar að Eldvatnsbrúin hafi ekki
hlotið verri skaða en árið 2015, þann-
ig að það er búið að hleypa umferð á
hana,“ segir Sigurður Ingi, en nefnir
að með hliðsjón af nýafstöðnu hlaupi
þurfi að horfa til framtíðar.
Nokkrir möguleikar í stöðunni
„Það hefur komið fram hjá vís-
indamönnum og Vegagerðinni að í
framtíðinni megi búast við því að það
reyni meira á þjóðveg 1 vegna þess
að hraunið er að fyllast og flóðin að
stækka. Þar af leiðandi fara þau um
meira svæði og þar af leiðandi meira
niður undir þjóðveg. Þetta hefur
ekki verið greint frekar,“ segir Sig-
urður Ingi.
„Þróunin gæti orðið sú að þegar
allt hraun er orðið fullt og vatnið leit-
ar auðveldustu leiðar, fari að reyna
meira á veginn.
Eftir því sem ég best veit, þá er til
gamall farvegur þarna sem er mun
beinni, frá því áður en Eldhraunið
rann. Það þarf svolítið að horfa til
framtíðar um það hvað hægt sé að
gera til að verja veginn í framtíð-
arflóðum. Það hafa ekki verið teknar
neinar ákvaðanir, en það er mögu-
leiki á að koma fyrir fleiri ræsum,
koma vatninu undir veginn eða
hækka hann þannig að það renni
lengra meðfram honum áður en það
flæðir yfir,“ segir hann.
Morgunblaðið/RAX
Skaftárhlaup Að mati Vegagerðarinnar er þjóðvegur 1 ekki skemmdur eftir Skaftárhlaupið, en horfa verður til
lengri tíma. Vegna stærri hlaupa og þess að hraunið er yfirfullt gæti reynt meira á þjóðveginn í framtíðinni.
Horfa verði til flóða framtíðar
Skaftárhlaup til umræðu í ríkisstjórn
Vegaxlir voru lagfærðar jafnóðum
Hraunið fyllist og flóðin stækka
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Vinnueftirlitið stöðvaði vinnu við
Eyrarveg á Akureyri í byrjun mán-
aðarins. Í eftirlitsheimsókn kom í
ljós að þar var verið að rífa niður og
fjarlægja byggingarefni sem innihélt
asbest, án formlegs leyfis. Öll vinna
við asbest er leyfisskyld frá Vinnu-
eftirlitinu og heilbrigðiseftirliti.
„Asbest er hættulegt krabba-
meinsvaldandi efni og einungis
starfsmenn sem sótt hafa sér fræðslu
um hættur af völdum asbestmeng-
unar og vinnureglur þar að lútandi
mega starfa við niðurrif og hreinsun
á asbesti,“ segir í tilkynningu frá
Vinnueftirlitinu.
Vinna var heimiluð aftur nokkrum
dögum síðar eftir að viðkomandi að-
ili hafði fengið viðurkenndan aðila til
verksins.
Stöðvaði vinnu við
niðurrif asbests
Akureyri Unnið var við asbest án leyfis.
isútvarpsins vegna heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu fyrr í sumar. Í
dagskrárkynningunni, eða eftir at-
vikum auglýsingum, voru þjóðþekkt-
ir einstaklingar fengnir til að lesa
upp þjóðsönginn. Katrín Jakobsdótt-
ir var þar á meðal. Í kjölfarið bárust
nokkrar kvartanir til forsætisráðu-
neytisins, en samkvæmt lögum um
þjóðsönginn er óheimilt að nota hann
í viðskipta- eða auglýsingaskyni.
Var skýringa Ríkisútvarpsins þá
aflað í kjölfarið þar sem kom fram að
ekki væri litið á myndskeiðið sem
auglýsingu heldur dagskrárkynn-
ingu sem hafði verið ætlað að skapa
stemningu fyrir heimsmeistaramót-
ið.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra hefur ákveðið að víkja sæti í
þjóðsöngsmáli Ríkisútvarpsins. Mun
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra sinna málinu sem staðgengill
hennar. Katrín kveðst hafa tekið
þessa ákvörðun á þeim grundvelli að
hún hafi áður komið að málinu og
vildi tryggja að öll málsmeðferð yrði
yfir allan vafa hafin.
„Ég ákvað, í ljósi þess að ég kom
að þessu máli á fyrri stigum, að mér
fyndist réttast eftir mína umhugsun
að víkja sæti og bað Bjarna um að
taka þetta mál fyrir mig. Það sem
liggur fyrir núna er að taka afstöðu
til málsins og hann mun gera það,“
sagði Katrín á mbl.is í gær.
Það fellur nú í skaut Bjarna að
skoða hvort lög hafi verið brotin með
notkun þjóðsöngsins í kynningu Rík-
Katrín víkur sæti í umfjöll-
un um þjóðsöngsmál RÚV
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur við málinu
Morgunblaðið/Hari
Víkur sæti Bjarni Benediktsson
kannar hvort lög hafi verið brotin.