Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 16

Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 að við síðustu ár en hefur þó gefið um 440 löxum minna en á sama tíma í fyrra og hátt í þúsund löxum minna en fyrir tveimur árum. Veiðin í Laxá á Ásum er svipuð og fyrir tveimur árum, og aðeins minni en í fyrra, en hinar fornfrægu veiðiár Víðidalsá og Vatnsdalsá sem sitja venjulega á listanum yfir 10 til 15 gjöfulustu árnar eru ekki nálægt því nú og eru í 21. og 27. sætum listans. Í Víði- dalsá höfðu veiðst á miðvikudags- kvöldið 375 laxar, og þar af 65 í vik- unni á átta stangir. Í Vatnsdalsá höfðu veiðst 278 og gaf liðin vika 34 laxa á sex stangir, og 31 veiddist í vikunni þar á undan. Veiðin þar er nú helmingi minni en á sama tíma síðustu ár – smálaxinn hefur lítið skilað sér. Rétta úr kútnum í Vopnafirði Ekki berast margar fréttir af án- um í Þistilfirði og á Melrakkasléttu en talað er um að veiðin þar sé undir meðaltali. Í Svalbarðsá höfðu veiðst 164 laxar á miðvikudagskvöldið og er það svipað og á sama tíma í fyrra en talsvert minna en í tvö ár þar á undan, en 128 höfðu veiðst í Hafra- lónsá, sem er lítið í þeirri fögru á, og þá sögðu veiðimenn sem komu úr Ormarsá veiðina vera dapra. Hins vegar virðast árnar í Vopnafirði vera að rétta úr kútnum eftir nokk- ur frekar erfið veiðisumur. Á mið- vikudag hafði 863 löxum verið land- að í Selá og er það besta veiðin á þeim tíma síðan 2013 – í liðinni viku veiddust 157 laxar í ánni eða 3,7 að meðaltali á dag. Þá er Hofsá aug- sýnilega á uppleið eftir niðursveifl- una sem segja má að hafi staðið frá vorflóðunum miklu 2013 en þá tók farvegurinn töluverðum breyt- ingum, sumir veiðistaðir hurfu og hafði það eflaust áhrif á seiðabú- skapinn. Í Hofsá og Sunnudalsá höfðu 444 laxar verið skráðir á mið- vikudag, hundrað til hundrað og fimmtíu löxum meira en á sama tíma síðustu þrjú ár. Og unnendur Hofsár sem veiða þar árlega og blaðamaður hefur hitt að máli, segja augljóst að meira sé af laxi nú en síðustu ár. Betri dreifing í Hofsá „Við erum að vona að áin sé hægt og bítandi á uppleið,“ segir Jón Magnús Sigurðarson, formaður Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár, þegar sú skoðun er borin undir hann. „Veiðin fór að minnsta kosti vel af stað í sumar, þótt nú sé svolítið hik eftir að áin fór í flóð í rigning- unum miklu í byrjun vikunnar,“ Jón Magnús var við leiðsögn við Hofsá í gær, eins og oft áður. „En við þurfum að fá meiri smá- lax, tveggja ára fiskurinn hefur hins vegar skilað sér og borið veiðina uppi,“ segir hann. „Smálaxinn hefur hálfan mánuð úr þessu til að ganga, hann gæti alveg komið inn í meira mæli í næsta straumi. Nú er áin mjög köld, bara átta gráður, og svo koma Sunnudalsá og Þverá út í hana fyrir neðan laxasvæðið og kæla vatn- ið ennþá meira, við slíkar aðstæður bíður laxinn bara úti.“ Jón Magnús segir betri dreifingu á löxunum í Hofsá í sumar en síðustu ár en þá safnaðist hann mest saman á efsta svæðinu af sjö. „Hér áður var takturinn þannig að hann stoppaði á miðsvæðunum og nú í sumar hefur svæði fimm verið al- veg á pari við eitt, og það neðsta hef- ur líka verið gott. Sá smálax sem hefur komið er frekar vænn en það vantar bara meira af honum. Nú hafa komið þrjú mjög góð vor og það er mikið af seiðum í ánni. Í fyrra var yfirburða seiðaárgangur og ef hann skilar sér ekki í ár þá von- ar maður að hann komi sterkur á næsta ári.“ Veiði hófst í Sunnudalsá, þverá Hofsár, um miðjan júlímánuð, veitt er á tvær stangir á býsna löngu veiðisvæðinu og þar hefur gengið mjög vel, hátt í 100 laxar þegar veiddir. Blaðamaður hitti á veiði- mann sem landaði, ásamt félögum, átta á einum degi í byrjun vikunnar, áður en áin fór í flóð, og annað holl fékk tíu. „Já, Sunnudalsáin hefur verið fín í sumar og það er talsvert af fiski í henni,“ staðfestir Jón Magnús. Meðalaldur laxaseiða hækkar Veiðimenn velta því rétt eins og fiskifræðingar fyrir sér hvað skýri það að smálaxagöngur hafa augsýni- lega verið misjafnar eftir land- svæðum í sumar. Á meðan fínar göngur smálaxa hafi til að mynda verið í árnar á Vesturlandi, vanti smálax í ár á Norður- og Austur- landi. Ein kenningin er að seiða- árgangurinn frá 2017 sem átti að ganga sem smálax í sumar hafi ekki náð nægum þroska í fremur lágum vatnshita síðustu sumur og hafi því lítið gengið út af honum í fyrravor. Í samtali við Sporðaköst á Mbl.is segist Guðni Guðbergsson sviðs- stjóri hjá Hafrannsóknastofnun ekki vera kominn með öll nauðsynleg gögn í hús til að meta hlutlægt hver ástæðan fyrir þessu kunni að vera. „Taugakerfið segir manni þó að seiðaárgangarnir sem voru að ganga út í fyrra og vatnshitinn í ánum þeg- ar þau voru að vaxa spili þarna stærsta hlutverkið,“ segir hann. „Meðalaldur seiða hefur verið að hækka vegna kólnunar alveg frá árinu 2003 til 2015. Við fengum fremur lélega hrygningu bæði 2012 og 2014 og það skiptir máli. Í mínum huga er stóra spurningin í þessu hversu stór hluti seiðanna hafi náð að fara út í fyrra eða hvort hluti þeirra hafi ekki náð göngustærð og því ekki farið fyrr en nú í sumar.“ Guðni vísar hér til þess hvort laxa- seiðin sem áttu að snúa í árnar sem smálaxar í sumar, hafi hreinlega ekki náð þroska til að ganga til sjáv- ar í fyrra. Þau seiði hafi þá þurft lengri vaxtartíma. „Það getur alveg verið að það hafi staðið þannig á að einhver hluti seiðanna hafi ekki náð þroska og það kann líka að skýra þessi staðbundnu áhrif. Við vitum að það er kaldara fyrir norðan en á Vestur- og Suðurlandi. Að sama skapi hefur verið mjög hlýtt á norð- austurhorninu í sumar og þess vegna getur orðið spennandi að sjá hvað gerist þar næsta sumar. Þar getur sveiflan orðið hvað mest.“ Guðni bætir við að sú mikla kólnun á meðalvatnshita yfir sumarmán- uðina, sem verið hefur viðvarandi frá 2003 til 2015, gerði að verkum að seiði hafi almennt bætt við sig einu ári í ánni áður en þau ganga til sjáv- ar. „Eftir því sem vaxtartíminn í án- um er lengri eru líkur til þess að af- föll aukist sem hefur þá áhrif á fjölda seiða. Það er líka alþekkt staðreynd að laxaseiði í ám fyrir norðan eru ári lengur í fersku vatni en á Vestur- og Suðurlandi,“ segir hann. Morgunblaðið/Einar Falur Átök Stefán Ákason glímir við 84 cm hrygnu sem tók flugu hans í einum gjöfulasta og fegursta veiðistað Hofsár, Fossi 2, næst efsta veiðistað árinnar. Unnendum Hofsár sýnist hún vera að rétta heldur úr kútnum eftir erfið sumur. „Við þurfum að fá meiri smálax“  Smálaxinn skilar sér illa í árnar á Norður- og Austurlandi  Hins vegar veiðist býsna vel víða á Vesturlandi Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is * Tölur liggja ekki fyrir 0 500 1.000 1.500 2.000 Staðan 8. ágúst 2018 Veiðivatn Stanga- fjöldi Veiði 9. 8. 2017 10. 8. 2016 Þverá / Kjarrá 14 2.111 1.466 1.469 Eystri-Rangá 18 2.002 1.091 2.481 Ytri-Rangá & Hólsá, vestubakki 18 1.892 2.881 4.664 Miðfjarðará 10 1.707 2.173 2.666 Norðurá 15 1.408 1.228 1.039 Haffjarðará 6 1.204 912 964 Urriðafoss í Þjórsá 4 1.095 673 * Langá 12 1.090 1.074 875 Selá í Vopnafirði 6 863 618 600 Blanda 14 832 1.219 2.028 Elliðaárnar 6 756 705 549 Laxá í Kjós 8 713 502 301 Grímsá og Tunguá 8 703 788 * Laxá í Dölum 4 687 247 586 Laxá í Leirársveit 6 523 365 253 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðin er afgerandi betri á Vest- urlandi en fyrir norðan og austan nú í sumar og segja veiðimenn greini- legt að heimtur á smálaxi séu mun betri á Vesturlandi en á öðrum land- svæðum, auk þess sem stærri lax- inum, sem hefur verið tvo vetur í sjó, fjölgar að nýju í ánum á svæðinu og ekki nokkur vafi á að veiða-og- sleppa á verulegan þátt í því. Þverá – Kjarrá situr enn á toppi listans yfir gjöfulustu ár landsins, veiðin nálgast 2.200 laxa og er rúm- lega fimmhundruð löxum meiri en á sama tíma síðustu tvö ár. Og ef litið er til Dalanna, þar sem árnar hafa allar verið í góðu vatni á þessu rign- ingasumri, veiddust til að mynda 125 laxar í vikunni í Laxá, á stangirnar sem verið var að fjölga úr fjórum í sex, eða um þrír laxar á stöng á dag. Þar hafa veiðst 440 fleiri laxar en á sama tíma í fyrra. Þá er veiðin í Rangánum augsýnilega dottin í fína sveiflu, með góðum göngum. Í ytri ánni gaf vikan nær 350 laxa, 2,7 á stöng að meðaltali á dag, og hún var enn betri í Eystri-Rangá; þar veidd- ust 632 laxar í vikunni, fimm laxar á stöng að meðaltali. Og 147 laxar veiddust einn daginn í vikunni. Deyfð yfir húnvetnskum ám Rólegheitin í húnvetnsku ánum hafa vakið talsverða athygli. Mið- fjarðará heldur sínu þokkalega mið- MIKIÐ ÚRVAL AF SÆNSKUM MORA HNÍFUM Karl-Johan sveppahnífur Verð kr. 4.665 Tálguhnífar Verð frá kr. 2.970 Skeiðarkrókar Verð frá kr. 3.900 Spónhnífar Verð frá kr. 4.770 Skátahnífar Verð frá kr. 3.980 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vinnuhnífar Verð frá kr. 980 Flökunarhnífur Verð kr. 4.980 Ný vefverslun brynja.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.