Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Árlegt þjóðræknisþing Þjóðræknis- félags Íslendinga, ÞFÍ, verður hald- ið á Hótel Natura í Reykjavík sunnudaginn 19. ágúst næstkom- andi. „Tilgangurinn er að efla tengslin við fólk af íslenskum ættum í Bandaríkjunum og Kanada með fræðslu og skemmtun,“ segir Hjálm- ar W. Hannesson, formaður ÞFÍ. Fjölbreytt dagskrá Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi, INLofNA, var stofnað 1919 og ÞFÍ 20 árum síðar. Mark- miðið með stofnun ÞFÍ var að auka samskipti og samstarf við fólk af ís- lenskum ættum vestra. Starfsemin var blómleg í áratugi, en lá niðri um skeið áður en félagið var endurvakið 1997. Þá hófst nýtt blómaskeið sem enn stendur með stuðningi stjórn- valda og fyrirtækja. Fjölbreytt dagskrá verður á þjóð- ræknisþinginu frá klukkan 14 til 16.30. Að lokinni setningu formanns flytja stutt ávörp þau Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra, Anne- Tamara Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi, Jill Esposito, varasendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi, Be- verly Arason, forseti INLofNA frá Edmonton, og Douglas Hanson, fyrrverandi yfirmaður í bandaríska flotanum, en hann nefnir erindi sitt „Discovering My Icelandic Story“. Sönghópurinn Voces Thules sér um tónlistaratriði og síðan flytja er- indi Eliza Reid („My Iceland Story“) forsetafrú og Jakob Þór Krist- jánsson („Vesturíslenskir piltar í víti fyrri heimsstyrjaldarinnar). Þá verður stutt kynning á íslenskum sumarbúðum, sem hafa verið starf- ræktar í nágrenni Gimli í Manitoba í Kanada í 45 ár, Ásta Sól Kristjáns- dóttir verkefnastjóri ræðir um Snorraverkefnin á tímamótum og ungir íslenskir þátttakendur í Snorra West-verkefninu fjalla um ferð á Íslendingaslóðir í Vest- urheimi. Um 200 manns hafa mætt á þjóð- ræknisþing undanfarin ár og áréttar Hjálmar að það sé öllum opið, en að- gangur er ókeypis og boðið verður upp á veitingar. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Í sviðsljósinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Hjálmar W. Hannesson, formaður ÞFÍ, á Íslendingahátíð í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum um liðna helgi. Hjálmar setur þingið og Katrín flytur ávarp. Fræðsla og skemmtun á þjóðræknisþingi  Styrkja tengslin við fólk af íslenskum ættum vestra Morgunblaðið/Ómar Forsetafrú Eliza Reid flytur erindi. „Þetta er hið furðulegasta mál,“ sagði listakonan Steinunn Þórarinsdóttir í samtali við mbl.is í gær. Styttu eftir hana, sem var hluti af verkinu Landamæri eða Borders, var stol- ið úr miðbæ Bat- on Rouge í Loui- siana. Styttan vegur rúmlega 181 kíló og hafði verið boltuð niður á bekk. „Þetta er ótrú- legt af því að verkið er svo þungt og það er ekki mjög auðvelt að komast að því á far- artæki,“ segir Steinunn. „Ég hef lent í þessu nokkrum sinn- um áður, þannig að ég er orðin vön,“ segir Steinunn. Verki eftir hana var stolið í Kaupmannahöfn fyrir þremur árum og auk þess var verki stolið í Hull í Bretlandi árið 2011. „Verkið í Kaupmannahöfn fannst á svölum hjá manni en verkið í Hull fannst aldrei. Menn telja sig samt vita hver gerði það og fundu leifar af bronsdufti í bíl en höfðu ekki nógu mikið af sönnunum.“ Fram kemur í bandarískum miðl- um að líklega hafi styttunni verið stolið í mars eða apríl. „Þetta upp- götvaðist fyrir þremur vikum og síð- an hefur verið langt ferli um hvernig eigi að taka á málinu. Væntanlega hafa þeir skoðað upptökur frá svæð- inu og telja að það sé lengra um liðið síðan styttunni var stolið.“ Steinunn vonast til þess að verkum hennar sé stolið „á réttum for- sendum“. „Ég vona að þetta sé ást á listinni. Verður maður ekki að reikna með því?“ johann@mbl.is Ljósmynd/MurrayHead Landamæri Styttan sem var stolið sést hér í góðum félagsskap. Listaverkum stolið  Listakonan reiknar með að styttum hennar sé stolið vegna ástar á listinni Steinunn Þórarinsdóttir Sorpa og Ístak undirrituðu nýverið samning um byggingu gas- og jarð- gerðarstöðvar á Álfsnesi. Með fram- kvæmdinni verður endurnýting á líf- rænum úrgangi tryggð en jarð- gerðarstöðin mun geta tekið til vinnslu allt að 36.000 tonn af heim- ilisúrgangi á ári. Reykjavíkurborg úthlutaði Sorpu lóðina á Álfsnesi sem er um 85.000 fermetrar að stærð. Ráðgert er að gólfflötur stöðvarbyggingarinnar verði um 12.000 fermetrar en samningur um byggingu stöðvarinnar er stærsti einstaki samningur sem Sorpa hefur gert um nýframkvæmdir frá stofnun byggðasamlagsins. Í jarðgerðarstöðinnni verður mót- tökuaðstaða fyrir úrgang, vinnslu- salur og tíu þroskunarklefar fyrir líf- rænan úrgang auk tanka til hauggasgerðar. Vonir standa til að framleiðsla stöðvarinnar muni skila sér annars vegar í töluverðu magni af metangasi, sem nýtast mun sem eldsneyti á bíla, og hins vegar í um 11.000 tonnum af jarðvegsbæti sem hentar vel til landgræðslu. Framkvæmdir við gerð bygging- arinnar hefjast um miðjan mánuðinn og er að stefnt að opnun stöðvarinn- ar í árslok 2019. Þegar framkvæmd- um lýkur og stöðin verður komin í gagnið má búast við því að yfir 95% heimilisúrgangs, sem berst til mót- töku- og flokkunarstöðvar Sorpu á Gufunesi, verið endurnýtt. Bygging stöðvarinnar er liður í enn frekari flokkun úrgangs á heim- ilum í Reykjavík, en líkt og áður hef- ur komið fram stendur íbúum Reykjavíkur nú til boða að vera með fjórar mismunandi gerðir af tunnum við heimili sín. Þá geta íbúar einnig valið að fara sjálfir með sorp á end- urvinnslustöðvar í stað þess að vera með sorptunnu við heimili sitt. aronthordur@mbl.is Framkvæmdir á Álfsnesi að hefjast  Lífrænn úrgangur verði endurnýttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.