Morgunblaðið - 11.08.2018, Page 19
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Hringdu í 580 7000
eða farðu á heimavorn.is
Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is
Þann 6. september 2018 kl. 16:00 er boðað til hluthafafundar í Eimskipafélagi Íslands
hf., kt. 690409-0460, í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2.
Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram
ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða
rafrænum hætti. Kröfu þar um skal fylgja rökstuðningur eða drög
að ályktun sem berast skal stjórn félagsins eigi síðar en 10 dögum
fyrir fund, fyrir kl. 16:00 þann 27. ágúst 2018. Nánari upplýsingar
um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins:
www.eimskip.com/investors
Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna um
framboð til stjórnar skriflega minnst fimm dögum fyrir
hluthafafund. Framboðstilkynningu má nálgast á skrifstofu
félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar
eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund.
Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu að frádregnum eigin
hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Aðgöngumiðar,
atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.
Hluthöfum sem ekki sækja fund stendur til boða að kjósa um
dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð. Ekki verður
unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum.
Eigi síðar en fimm dögum fyrir fund þarf beiðni hluthafa um að
kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. Hluthafar geta
fengið atkvæðaseðla senda til sín, en einnig má nálgast þá í
höfuðstöðvum félagsins þar sem greiða má atkvæði alla virka
daga milli kl. 9:00 og 16:30. Atkvæðin skulu berast félaginu fyrir
fundinn. Hluthafar geta veitt skrifleg umboð að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Slík umboð skulu berast félaginu áður en
fundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Nánari upplýsingar
um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu
félagsins: www.eimskip.com/investors
HLUTHAFAFUNDUR
EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS HF.
1. Kosning stjórnar félagsins
2. Önnur mál, löglega upp borin
drög að dagskrá
reglur um þátttöku og
atkvæðagreiðslu á fundinum
Skjöl sem lögð verða fyrir fund er að finna á vefsíðu félagsins:
www.eimskip.com/investors
Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í
höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík, virka
daga milli kl. 9:00 og 16:30.
Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar verða birtar einni viku fyrir
fundinn. Berist tillögur frá hluthöfum verða þær birtar viku fyrir
fundinn ásamt uppfærðri dagskrá.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða
afhent frá kl. 15:30 á fundardegi.
Reykjavík, 10. ágúst 2018,
Stjórn Eimskipafélags Íslands hf.
aðrar upplýsingar
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
mun ekki taka atvik sem upp kom á
Reykjavíkurflugvelli í gær til skoð-
unar. Í atvikinu sem um ræðir var
dróna flogið í veg fyrir þyrlu sem
taka var á loft frá flugvellinum
snemma í gærmorgun. Lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu var gert við-
vart um atvikið og mætti í kjölfarið á
svæðið. Í tilkynningu sem lögreglan
sendi frá sér í gær kom fram að
dróninn hefði verið utan þeirra
marka sem leyfilegt er að fljúga fjar-
stýrðum loftförum í grennd við flug-
völlinn. Að sögn Ragnars Guð-
mundssonar, rannsakanda hjá
flugsviði rannsóknarnefndar sam-
gönguslysa, barst engin tilkynning
um atvikið inn á borð til nefnd-
arinnar. Þá hafi atvikið ekki verið
þess eðlis að rannsaka þyrfti það
nánar. „Það bendir ekkert til þess að
þetta hafi verið alvarlegt. Það eru
auðvitað engin sönnunargögn í máli
eins og þessu þannig að það er erfitt
fyrir okkur að rannsaka það,“ segir
Ragnar, en í tilkynningu lögregl-
unnar kom fram að flugmaður þyrl-
unnar hefði náð að afstýra árekstri.
Þá sagði jafnframt í tilkynningunni
að engar upplýsingar lægju fyrir um
hver eða hverjir stýrðu drónanum
þegar atvikið kom upp í gær. Að því
er fram kemur á vef Samgöngustofu
þarf, í hvert sinn sem dróni er keypt-
ur, að auðkenna hann með nafni,
heimilisfangi og símanúmeri. Þá
segir enn fremur að tryggja þurfi að
notkun dróna valdi ekki óþarfa
ónæði eða einhvers konar tjóni.
Rannsaka
ekki flug
dróna
Drónaflug Dróna var flogið í veg
fyrir þyrlu í Reykjavík í gær.
Ungir menn á krossurum nýttu
blíðviðrið í vikunni til þess að þeysa
um brautirnar á Bolaöldu.
Brautirnar voru með besta móti,
þurrar og nýsléttar, og kepptust
kapparnir við að sýna listir sínar,
eins og sá á myndinni hér fyrir ofan
gerir svo afbragðsvel.
Urrið í hjólunum yfirgnæfði auð-
veldlega umferðarniðinn frá þjóð-
veginum þrátt fyrir að margir hafi
verið á leið út úr bænum.
Morgunblaðið/Hari
Kappar á krossurum léku
listir sínar á Bolaöldu