Morgunblaðið - 11.08.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í sumar hefur verið unnið við að
setja upp göngupalla og tröppur við
Dettifoss vestanverðan. Með því
batnar aðgengi að fossinum, en þar
eru þegar komnir tveir stórir útsýn-
ispallar sem nú verða tengdir betur
við aðalgönguleiðina.
Pallasmíðin er mikið verk, en í
vetur voru einingar forsmíðaðar hjá
vélaverkstæðinu Grími á Húsavík og
þær svo fluttar á staðinn í vor. Þyrla
var notuð til að selflytja stærstu ein-
ingarnar frá bílastæði að áfangastað,
en smærri einingar fluttar á sex-
hjóli, eins langt og hægt var að koma
því. Lokametrana voru þær svo
bornar á höndum. Gálgar halda
göngubrautinni uppi meðan á smíði
stendur en verða teknir burt þegar
varanlegar undirstöður sem eru
sniðnar til á staðnum eru tilbúnar.
Þrír útsýnisstaðir
„Með þessari framkvæmd eru
komnir minnst þrír góðir útsýn-
isstaðir við fossinn vestanverðan,“
segir Guðmundur Ögmundsson,
þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum,
- og heldur áfram:
„Þessir nýju pallar dreifa álagi af
umferð ferðamanna við fossinn, auk
þess sem þeir vernda viðkvæman
jarðveg og gróður. Þá beinum við
allri vetrar-
umferð á nýju
pallana og eykur
það verulega ör-
yggi ferðamanna.
Um þrjú ár eru
síðan fyrstu út-
sýnispallarnir við
Dettifoss voru
settir upp. Þetta
höfum við tekið í
þremur áföngum
og samanlagður
kostnaður er kominn í um 50 millj-
ónir króna. Verkinu er þó engan
veginn lokið og stefnt er á að í fram-
tíðinni verði fært fyrir hjólastóla alla
leið upp á nýju pallana.“
Setja upp nýja göngu-
palla við Dettifoss
Mikil framkvæmd sem kostar um 50 milljónir króna
Ljósmynd/Guðmundur Ögmundsson
Dettifoss Gálgar halda göngupöllunum uppi uns varanlegar undirstöður koma. Með þessari framkvæmd er vænst
að létta á viðkvæmri náttúru á þessu svæði, en hún er undir miklu álagi vegna mikils fjölda ferðamanna.
Guðmundur
Ögmundsson
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is
Vogir sem sýna verð
á vörum eftir þyngd
Löggiltar fyrir Ísland og
tilbúnar til notkunar
ELTAK sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
VERSLUNAR-
VOGIR
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000 . heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú einstakt 2 fyrir 1 tilboð
á síðustu flugsætunum á valda áfangastaði
með eða án gistingar.
Flugsæti frá
29.900
2 FYRIR 1 AF FLUGSÆTUM
MEÐ EÐA ÁN GISTINGAR Á VÖLDUM DAGSETNINGUM Í ÁGÚST
Flug & gisting frá
62.845
á mann
Alicante
16. ágúst - 23. ágúst
19. ágúst - 26. ágúst
23. ágúst - 30. ágúst
30. ágúst - 6. september
Almería
23. ágúst - 30. ágúst
Costa del Sol
13. ágúst - 23. ágúst
24. ágúst - 3. september
Gran Canaria
14. ágúst - 28. ágúst
21. ágúst - 28. ágúst
28. ágúst - 4. september
Ítalía / Króatía (Trieste)
20. ágúst - 31. ágúst
31. ágúst - 10. september
Krít
27. ágúst - 7. september
Mallorca
12. ágúst - 26. ágúst
19. ágúst - 26. ágúst
26. ágúst - 2. september
Nánar á vef okkar
www.heimsferdir.is
Bílar
Bæjarráð Ak-
ureyrar hefur
lýst yfir miklum
vonbrigðum með
svör velferð-
arráðuneytisins
við kröfum Ak-
ureyrarbæjar
vegna reksturs
Öldrunarheimila
Akureyrar.
Þetta kemur
fram í fundargerð bæjarráðsins frá
því á fimmtudag en velferðarráðu-
neytið synjaði nýverið Akureyrarbæ
um endurgreiðslu vegna taps af
rekstri öldrunarheimila. Samkvæmt
úttekt KPMG frá því í október í
fyrra greiddi bærinn 843 milljónir
með rekstrinum, sem bæjaryfirvöld
telja að ríkið hafi átt að greiða.
Í bókun frá umræddum fundi seg-
ir einnig: „Svör ráðuneytisins eru í
hróplegu ósamræmi við kröfur ráðu-
neytisins og embætti landlæknis um
þjónustu sem veita ber íbúum hjúkr-
unarheimila.“
Bæjarráð kallar eftir beinum við-
ræðum við Sjúkratryggingar Ís-
lands og velferðarráðuneytið sem
allra fyrst og felur Ingu Þöll Þór-
gnýsdóttur bæjarlögmanni að fylgj-
ast með framvindu dómsmáls Garða-
bæjar gegn ríkinu vegna reksturs
hjúkrunarheimilisins Ísafoldar.
Vonbrigði
með svör
ráðuneytis
Inga Þöll
Þórgnýsdóttir
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS