Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 22

Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Guðjón Jensson, bókasafnsfræð- ingur og leiðsögumaður, hefur um nokkurt skeið rýnt í áttatíu ára gamalt mál, sem hann telur að sé í raun sakamál. Fyrir réttum áttatíu árum, þann áttunda júlí 1938, lést þýskur svif- flugmaður að nafni Carl Reichstein í herbergi sem hann bjó í að Freyjugötu 44 í Reykjavík. Talið var að um sjálfsmorð væri að ræða en Guðjón segir að raunin gæti ver- ið önnur og ástæður fyrir veru Þjóðverjans á Íslandi aðrar en hann hafði gefið upp. „Opinber ástæða fyrir því að hann kom hingað til lands var sú að hann ætlaði að kenna áhugasömum Íslendingum svifflug. Það gerði hann að vísu en það gæti verið að hann hafi ekki einungis verið hér í þeim tilgangi.“ Guðjón telur að Reichstein hafi verið gyðingur, en hann segir nafn hans gefa það sterklega til kynna. „Á þessum tíma voru nasistar að færa sig upp á skaftið í Þýskalandi og ofsóknir gegn gyðingum voru hafnar fyrir alvöru. Það hefur því ekki verið vænlegt fyrir gyðing að vera í Þýskalandi.“ Gyðingur í SS Í grein Morgunblaðsins um dauða Reichstein, sem birtist þann níunda júlí, var Reichstein sagður hafa verið meðlimur í SS, hersveit þýska nasistaflokksins. Þegar Guð- jón er spurður að því hvort það sé ekki þversagnakennt þar sem Reichstein var einnig gyðingur seg- ir Guðjón: „Mjög svo. En það eru dæmi um að það hafi verið tilfellið.“ Guðjón hefur komist yfir lög- regluskýrslu um andlát Reichstein sem varðveitt er á Þjóðskjalasafni. „Hún fannst eftir langa leit í skjalasafni borgarfógeta. Þegar hún fannst var það mér mikill hug- arléttir enda skjalasafn lögregl- unnar frá þessum tíma mikill óskapnaður og það fara margar sögur af óreiðu.“ Guðjón segir skýrsluna mjög snubbótta en það vakti athygli hans að málið var af- greitt sama dag og að engin krufn- ing fór fram á hinum látna. „Ef við rennum yfir þetta þá sjáum við hvað hefur gerst. Klukkan 12.45 er tilkynnt að maður liggi meðvitund- arlaus í blóði sínu í herbergi sínu á efsta lofti Freyjugötu 44. Það vek- ur strax tortryggni mína að sam- dægurs er fullyrt að maðurinn hafi framið sjálfsmorð án þess að nokk- ur rannsókn hafi farið fram.“ Hinn látni var með snöru um hálsinn en hafði líka verið skorinn á púls. „Ég tel að það sé ekkert úti- lokað að hann hafi verið drepinn en látið hafi verið líta út fyrir að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Það er mjög óvenjulegt að fólk reyni tvöfalt sjálfsmorð og því er spurn- ing hvort það hafi átt að vera tákn- rænt.“ Fram kemur í lögregluskýrslunni að í fórum hins látna hafi fundist þrjú bréf á þýsku og enda tvö þeirra á nasistakveðjunni „Heil Hitler“. „Það fyrsta er dagsett í maí 1937 og það er frá sambandsráði þýska nasistaflokksins. Öll bréfin eru skrifuð á mjög dæmigerðu þýsku embættismannamáli,“ segir Guðjón. Eitt af bréfunum inniheldur skip- un til Reichsteins um að snúa aftur til Þýskalands. „Hann er kallaður heim í síðasta bréfinu og það er hrein og klár skipun. Bréfið er dag- sett 25. maí svo hann hefði í raun átt að vera löngu farinn aftur til Þýskalands þegar hann fannst lát- inn þann áttunda júlí.“ Reichstein var einungis 29 ára gamall þegar hann dó. Hann var frá bænum Erfurt í Thüringen í Þýska- landi. Guðjón hefur sankað að sér miklu efni sem tengist dauða Reich- steins. Á meðal þess sem Guðjón hefur safnað saman eru greinar í dagblöðum þann níunda júlí 1938 um dauða Reichsteins. Í Þjóðvilj- anum segir meðal annars: „Það verður þegar að rannsaka hverjir það voru sem ráku þennan mann út í dauðann, rannsaka hvort hann hafi verið kallaður heim að undir- lagi flugumanna þýskra nasista hér“. Skáldsaga um mannréttindi Guðjón vinnur um þessar mundir að skáldsögu byggðri á efninu. „Ég held að einhverjir séu smeykir um að ég sé að reyna að vekja upp ein- hverja gamla drauga með skrif- unum en það er alls ekki mark- miðið. Tilgangurinn er að skrifa sögu um það hversu mikilvæg mannréttindi og lýðræði eru okkur öllum og því verðum við að varð- veita og hlúa vel að hvoru tveggja,“ segir Guðjón. „Skáldsagan mín fjallar um mann sem kemur frá landi þar sem mannréttindi og lýð- ræði eru virt að vettugi.“ Dularfullur dauðdagi svifflugmanns  Bókasafnsfræðingur hefur grafið upp gögn sem benda til þess að dauða svifflugmanns hafi borið að á annan hátt en talið hefur verið  Kom mögulega hingað til lands til að flýja nasismann Morgunblaðið/Árni Sæberg Grúskari Guðjón hefur sankað að sér efni um svifflugmanninn þýska um langa hríð. Nú skrifar hann skáldsögu upp úr efninu og er kominn vel á veg. Gögn Hér má sjá grein Morgunblaðsins um dauða Reichsteins. Guðjón nýtir sér Tímarit.is mikið til upplýsingaöflunarinnar og styðst við gamlar fréttir. Á sunnudagskvöld hefjast framkvæmdir við brúna yfir Ölfusá við Selfoss. Brúin verður opin yfir daginn á mánudag en frá mánudagskvöldi verður hún lokuð í allt að viku og er áætlað er að hægt verði að hleypa umferð á brúna 20. ágúst. Áætlaður verktími er rúmur og ef veðurlag verður hag- stætt er gert ráð fyrir að verkið taki skemmri tíma. Ástæður lokunar eru m.a. slit á brúnni, en hjólför eru orðin 40-50 milli- metra djúp. Dagleg umferð um Ölfusárbrú yfir sumartímann er um 17 þús- und bílar á sólarhring. Breidd brúarinnar er 6,1 metri og áætlað vinnu- svæði 3,3 metrar þannig að ómögulegt er að halda einni akrein opinni fyrir almenna umferð, segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. Umferðarstýring myndi tefja vinnu og gæti tvöfaldað, jafnvel þrefaldað, framkvæmdatíma. Lokun á Ölfusárbrú við Selfoss TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.