Morgunblaðið - 11.08.2018, Page 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Hersveitir Bandaríkjamanna gerðu
loftárásir til að hafa hemil á áhlaupi
talibana á héraðshöfuðborgina
Ghazni í suðausturhluta Afganistan í
gær. Frá þessu er greint á frétta-
veitu AFP. Ghazni er í aðeins
tveggja klukkustunda ökufjarlægð
frá höfuðborginni Kabúl og afgönsk
stjórnvöld hafa sent sérsveitir sínar
þangað til þess að koma í veg fyrir að
talibanar taki sér bólfestu í þétt-
býliskjarnanum.
Talibanar lýsa yfir sigri
Árás talibana á Ghazni hófst seint
á fimmtudagskvöldi. Íbúar borgar-
innar hafa margir lokað sig inni á
heimilum sínum og hírast þar inni á
meðan sprengingar og byssuskot
glymja um borgina. Lokað hefur
verið á rafmagn til borgarinnar frá
því að orrustan hófst og kveikt hefur
verið í að minnsta kosti einni ríkis-
stjórnarbyggingu. Talibanar segjast
hafa hertekið flestar ríkisstjórnar-
byggingar borgarinnar og drepið og
sært að minnsta kosti 140 hermenn,
en mögulega eru þetta ýkjur í áróð-
ursskyni. Borgarbúi að nafni Yasan
segir að talibanarnir noti hátalara úr
moskuturni til þess að vara íbúa við
því að hætta sér út.
Embættismenn afgönsku ríkis-
stjórnarinnar neita því að borgin sé
fallin í hendur talibana en þeir við-
urkenna að árásarher þeirra sé inn-
an 275 metra frá skrifstofu héraðs-
stjóra Ghazni. „Við munum ekki
leyfa þeim að taka borgina,“ sagði
Mohammad Arif Noori, talsmaður
héraðsstjórans, í símtali við The
New York Times.
Árásin á Ghazni er önnur skipuleg
árás talibana á afganska borg á
þessu ári. Sú fyrri var á borgina Fa-
rah í vesturhluta Afganistan, sem
talibanar hertóku í maí en voru rekn-
ir þaðan degi síðar í gagnárás afg-
önsku ríkisstjórnarinnar.
Borg á þjóðveginum
Aðeins ein önnur borg hefur fallið
í hendur talibana frá því innrás
Bandaríkjamanna hrakti þá frá völd-
um árið 2001: Borgin Kunduz í norð-
urhluta landsins féll tvisvar í hendur
talibana, árin 2015 og 2016. Hvorki
Farah né Kunduz eru þó eins hern-
aðarlega mikilvægar og Ghazni, sem
er höfuðborg Ghazni-héraðs. Þjóð-
vegurinn frá Kabúl til næststærstu
borgar Afganistan, Kandahar, liggur
um Ghazni. Takist talibönum að læsa
klónum í Ghazni-borg munu þeir því
hafa lokað landleiðinni frá höfuð-
borginni til menningarkjarna Afgan-
istan.
Afganski stjórnarherinn hefur átt
fullt í fangi með að halda aftur af
vígasveitum talibana frá því að her
Atlantshafsbandalagsins hvarf frá
landinu árið 2014. Ashraf Ghani, for-
seti Afganistan, hefur boðið talibön-
um að setjast til friðarviðræðna en
talibanar hafa enn ekki þegið boðið.
Afgönsk stjórnvöld láta sér þó fátt
finnast um siguryfirlýsingar tali-
bana í Ghazni. Talsmaður varnar-
málaráðuneytisins, fylkishershöfð-
inginn Mohammad Radmanish,
sagði Ghazni ekki vera í alvarlegri
hættu. „Þetta er bara áróður tali-
bana. Borgin er öll undir stjórn afg-
anska stjórnarhersins.“
AFP
Stríð Reykur liðast um loftið í árás talibana á borgina Ghazni í gær. Afganski herinn reynir nú að bægja þeim frá.
Barist um Ghazni
Talibanar segjast hafa hertekið höfuðborg Ghazni-héraðs,
stutt frá Kabúl Stjórnarherinn neitar því að borgin sé fallin
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Að minnsta kosti fjórir létu lífið í
skotárás í borginni Fredericton í
Nýju-Brúnsvík í Kanada í gær. Með-
al hinna látnu eru tveir lög-
reglumenn. Einn maður er í haldi
lögreglunnar grunaður um árásina
en lögreglan ráðlagði þó íbúum að
forðast svæðið í kringum Brooks-
ville Drive í borginni því enn væri
verið að rannsaka málið.
Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á
árásinni en kanadíska lögreglan
sagði ekkert benda til þess að
hryðjuverkahópurinn tengdist árás-
inni á neinn beinan hátt.
Samkvæmt kanadíska ríkisfjöl-
miðlinum CBC var árásin gerð í
íbúðahverfi norðan við miðbæ Fred-
ericton. Vitni segjast hafa séð hlaup
riffils eða skammbyssu í glugga á
íbúð í fjölbýlishúsi og að skotið hafi
verið út í húsagarð.
David MacCoubrey, íbúi Fred-
ericton, sagði kanadískum fjöl-
miðlum að skotin virtust hafa komið
innan úr íbúðablokkinni þar sem
hann býr. Hann vaknaði við skotin
klukkan sjö um morgun og sagði þau
hafa hljómað eins og þau kæmu úr
tíu metra fjarlægð frá rúminu hans.
„Hræðilegar fréttir frá Freder-
icton,“ skrifaði Justin Trudeau, for-
sætisráðherra Kanada, á Twitter-
síðu sinni. „Hugur minn hvílir hjá
öllum sem urðu fyrir afleiðingunum
af skotárásinni í morgun. Við fylgj-
umst grannt með aðstæðunum.“
Fjórir látnir
eftir skotárás í
kanadískum bæ
Skotið í húsagarð úr íbúðarglugga
BANDARÍKIN
KANADA
Fredericton
OTTAWA
Skotárás á föstu-
dagsmorgun
AFP
Árás Kanadíska lögreglan rannsakar nú skotárás sem gerð var í Freder-
icton í gærmorgun. Einn maður er í haldi vegna málsins. Fjórir létu lífið.
ar guð,“ sagði Erdogan við tyrk-
nesku þjóðina og hvatti Tyrki til
þess að skipta á öllum dollurum og
öðrum erlendum gjaldmiðli og tyrk-
neskum lírum.
Samkvæmt grein New York Tim-
es um málið gæti hrun tyrknesku lír-
unnar leitt Tyrki í vítahring. Tyrkir
gætu neyðst til að greiða meira fyrir
innfluttan varning og þar með gæti
líran lækkað enn meira í verði.
Erdogan er þó fullur sjálfstrausts:
„Dollarinn getur ekki staðið í vegi
okkar,“ sagði hann. „Ekki hafa
áhyggjur!“
Gengi tyrknesku lírunnar er nú í
sögulegu lágmarki. Í gær hrundi
verð gjaldmiðilsins um tæp tuttugu
prósent gagnvart Bandaríkjadoll-
aranum.
Sömuleiðis eru samskipti þessara
tveggja ríkja stirð vegna yfirlýsinga
Donalds Trump Bandaríkjaforseta
um að hann hyggist tvöfalda
verndartolla á innflutt stál og ál frá
Tyrklandi. Recep Tayyip Erdogan
Tyrklandsforseti er þó hvergi bang-
inn og segist viss um að Tyrkir muni
vinna þetta „efnahagsstríð“.
„Þeir eiga sína dollara en við okk-
AFP
Gjaldmiðill Tyrkneska líran hefur hrunið í verði gagnvart Bandaríkjadoll-
aranum en Erdogan Tyrklandsforseti hvetur þjóð sína þó til bjartsýni.
„Þeir eiga sína doll-
ara en við okkar guð“
Skólar & námskeið
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. ágúst
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
AUGLÝSINGA
nn 14. ágúst.
SÉRBLAÐ
jallað um þá
ti sem í boði
na á að auka
ína og færni
ust og vetur.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
PÖNTUN
fyrir þriðjudagi
Í blaðinu verður f
fjölbreyttu valkos
eru fyrir þá sem stef
þekkingu s
í ha