Morgunblaðið - 11.08.2018, Page 35
MINNINGAR 35Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
AKUREYRARKIRKJA | Þjóðlaga-
messa kl. 11. Þjóðlög frá ýmsum lönd-
um. Fararblessun. Prestur er Svavar Al-
freð Jónsson. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sig-
rún Magna Þórsteinsdóttir.
Arnarbæli í Ölfusi | Útimessa 12.
ágúst kl. 14. Séra Jón Ragnarson
messar. Kirkjukórinn leiðir söng, stjórn-
andi er Ingi Heiðmar Jónsson. Kirkju-
kaffi eftir messu.
Arnarbæli er við ósa Ölfusár. Ekið er
um Arnarbælisveg, nr. 375, sem er
fyrsti afleggjari af þjóðvegi nr. 1,
skammt austan við Kotstrandarkirkju.
ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl.
11. Sr. Þór Haukssona þjónar og pré-
dikar. Sævar Helgi leikur á píanó. Fé-
lagar úr kirkjukórnum leiða söng. Kaffi
og spjall á eftir.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður
Jónsson sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari. Organisti er Bjartur
Logi Guðnason.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu
Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti
er Bjartur Logi Guðnason. Almennur
söngur. Vinir og vandamenn heim-
ilisfólks velkomnir með sínu fólki.
BESSASTAÐAKIRKJA | Messa kl.
11. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Arngerður María Árna-
dóttir leikur á orgel.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Magnús Björn Björnsson.
Organisti er Daníel Jónasson. Veitingar
og samfélag eftir messuna.
Ensk bænastund kl. 14. Prestur er Tos-
hiki Toma. Kaffi eftir stundina.
BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11.
Kvennakór frá Winnipeg í Manitoba í
Kanada syngur í messunni undir stjórn
Valdine Anderson sem verður með
stutta tónleika eftir messuna. Félagar
úr Kór Bústaðakirkju og kantor Jónas
Þórir verða einnig í messunni. Prestur
er Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti | Messa sunnud. kl. 8.30 á
pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á
pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl.
18 og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á
spænsku og kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra
Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar.
Kári Þormar er organisti og félagar úr
Dómkórnum syngja. Minnum á bíla-
stæðin við Alþingi.
FELLA- og Hólakirkja | Sunnudaginn
12. ágúst verður gönguguðsþjónusta
frá Fella- og Hólakirkju kl. 20. Gengið
verður frá Fella- og Hólakirkju um hverf-
ið og staldrað við á völdum stöðum til
bæna og íhugunar. Prestur er Jón Ómar
Gunnarsson.
GARÐAKIRKJA | Sumarmessa kl.
11. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Arngerður María Árna-
dóttir leikur á orgel.
GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi-
húsamessa kl. 11. Séra Sigurður Grét-
ar Helgason þjónar. Organisti er Hákon
Leifsson og forsöngvari leiðir söng.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11.
Organisti er Ásta Haraldsdóttir og
prestur María Ágústsdóttir. Félagar úr
Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng.
Heitt á könnunni.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheim-
ili | Guðsþjónusta kl. 14 í hátíðarsal
Grundar. Prestur er Auður Inga Ein-
arsdóttir heimilisprestur. Grundarkór-
inn leiðir söng undir stjórn Kristínar
Waage organista.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi-
stund kl. 11. Organisti er Guðmundur
Sigurðsson. Prestur er Þórhildur Ólafs.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna
aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er Hörður
Áskelsson. Alþjóðlegt orgelsumar: Tón-
leikar laugard. kl. 12 og sunnudag kl.
17.
Hannfried Lucke, organisti í Austurríki,
leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud.
kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl.
8 og tónleikar Schola cantorum kl. 12.
Tónleikar Alþjóðlegs orgelsumars fimm-
tud. kl. 12. Jónas Þórir organisti Bú-
staðakirkju leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Organisti er
Steinar Logi Helgason. Samskot dags-
ins renna til samtakanna Pieta.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma
með lofgjörð og fyrirbænum sunnudag.
Ólafur H. Knútsson prédikar. Eftir
stundina verður boðið upp á kaffi.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sókn-
arprestur, Magnús Ragnarsson org-
anisti og söngfólk úr Fílharmóníunni
taka vel á móti kirkjugestum. Kaffisopi
eftir stundina.
LAUGARNESKIRKJA | Regnboga-
messa 12. ágúst kl. 20 í tilefni af
Reykjavík Pride. Séra Stefanía Steins-
dóttir prestur í Glerárkirkju prédikar,
séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar
og organisti er Arngerður María Árna-
dóttir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar
fyrir altari og prédikar, Kristján Hrannar
Pálsson spilar undir og leiðir almennan
söng.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Kvöldguðsþjónustur,
kl. 20, hefjast á ný. Óskar Einarsson og
Áslaug Helga sjá um tónlistina. Sr.
Guðni Már Harðarson þjónar fyrir altari.
NESKIRKJA | Blíðviðrismessa kl. 11.
Messað úti á palli ef veður leyfir. Fé-
lagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn.
Prestur er Skúli S. Ólafsson.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Ef veður
leyfir verður kaffihúsamessa í garð-
inum en annars leitum við skjóls í kirkj-
unni. Félagar úr kór Neskirkju leiða
söng, prestur er Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir. Ungir sem aldnir velkomn-
ir, litir og blöð fyrir yngstu þátttakend-
urna.
SALT kristið samfélag | Sameig-
inlegar samkomur Salts og SÍK alla
sunnudaga kl. 17 í Kristniboðssalnum
Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðu-
maður er Guðlaugur Gunnarsson.
Barnastarf. Túlkað á ensku.
SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Kvöld-
messa kl. 20. Organisti er Rögnvaldur
Valbergsson, kirkjukórinn leiðir söng,
prestur er Sigríður Gunnarsdóttir.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Org-
anisti er Ingi Heiðmar Jónsson, kór
kirkjunnar syngur.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11,
sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, org-
anisti er Douglas Brotchie, félagar úr
Kór Seljakirkju leiða almennan safn-
aðarsöng.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs-
þjónusta kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason
sóknarprestur þjónar fyrir altari. Þorgils
Hlynur Þorbergsson guðfræðingur pré-
dikar. Organisti er Friðrik Vignir Stef-
ánsson. Félagar úr Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar
og samfélag eftir athöfn.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
sunnudag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson
prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti
er Jón Bjarnason.
STRANDARKIRKJA | Maríumessa og
lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar
Englar og menn verða nk. sunnudag,
12. ágúst, kl. 14.
Sr. Baldur Kristjánsson og Guðmundur
Brynjólfsson djákni þjóna fyrir altari.
Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Björg Þórhallsdóttir og Sigrún Hjálmtýs-
dóttir syngja og Elísabet Waage leikur á
hörpu.
Í guðsþjónustunni syngja söngkonurnar
englalög og dúetta ásamt að leiða al-
mennan safnaðarsöng. Á tónleikunum,
sem koma strax í kjölfarið heyrist allt
frá klassískum perlum til dægurlaga og
óperudúetta.
TUNGUFELLSKIRKJA | Síðsum-
arsmessa kl. 14.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessa
Garðaprestakalls verður í Bessastaða-
kirkju kl. 11. Jóna Hrönn Bolladóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Arngerður
María Árnadóttir leikur á orgel.
ORÐ DAGSINS:
Farísei og toll-
heimtumaður.
(Lúk. 18)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kirkjur Tálknafjarðarkirkja
Hún Heiða,
stóra systir er lát-
in. Við fylgjum
henni sorgmædd
en þakklát til grafar í dag.
Minningarnar um trausta syst-
ur og sterka konu vakna við
hvert fótmál. Hugurinn leitar
fyrst í Asparvík – norður á Böl-
um á Ströndum. Þar búa þá
tvær stórar fjölskyldur; Jón afi
og amma Guðrún ásamt sumum
af sínum börnum og svo for-
eldrar, Bjarni og Laufey með
sístækkandi barnahóp. En alls
urðum við tíu systkinin. Jón afi
smíðaði amboðin sem hæfðu
hverjum og einum eftir stærð
og aldri svo allir gætu tekið
þátt í bústörfunum. Þvottar,
matargerð, prjón og saumar,
allt var þetta unnið inni á heim-
ilinu. Sjórinn var sóttur nánast
hvern dag – þar var í raun
bjargræði fjölskyldunnar.
Heiða var okkar elst og bráð-
ger í öllu. Og það hlaut það
lenda mikið á henni að ala önn
fyrir okkur hinum – yngri
systkinunum – og veita okkur
skjól og öryggi. Víst er að við
eigum öll ljúfar minningar um
Heiðu; um rúmið hennar þar
sem alltaf var hægt að bæta við
litlum barnunga í viðbót undir
hlýja sængina. Þar var alltaf
pláss.
Heiða varð snemma „karl-
menni“ að burðum og afls var
þörf. Hún sagði frá því með
angurværum tón hve oft hefði
verið kalt og hráslagalegt að
fara á fætur um miðja nótt til
að skera hálffrosna beituna og
beita lóðirnar í óupphituðum
skúr í fjöruborðinu í Asparvík.
Hún þá sem unglingsstelpa. En
lóðirnar þurfti að leggja við
birtingu. Heiða var líka kennari
okkar hinna yngri og skriftar-
kennsla hennar er mér mjög
eftirminnileg en þar skyldi
vanda hvern krók á staf.
Heiða var okkur sönn fyr-
irmynd. Henni féll aldrei verk
úr hendi. Hún var listhneigð og
mikil hannyrðakona, hvort sem
það var útsaumur eða prjón.
Heiðu langaði til að ganga
menntaveginn en efni og að-
stæður leyfðu ekki slíkt á þeim
tíma.
Heiða gifti sig síðan honum
Jónasi á Kóngsbakka, fjöl-
skylduvini okkar, og flutti sig
um set á næsta bæ við okkur í
Bjarnarhöfn. Fjölskyldurnar
stóðu saman í leik og starfi í
áratugi. Hús þeirra á Jónasar á
Kóngsakka var eins og veitinga-
hús á krossgötum og gestrisnin
ómæld. Sama hvenær komið var
alltaf nóg af bakkelsi og kjöt-
súpupotturinn á réttardögunum
hafði þá náttúru að tæmast
aldrei þó gestirnir skiptu mörg-
um tugum. Öll eigum við ljúfar
minningar frá Kóngsbakka og
Stykkishólmi, frá þeim tveimur
saman, Heiðu og Jónasi, að fífl-
Aðalheiður
Bjarnadóttir
✝ AðalheiðurBjarnadóttir
fæddist 26. sept-
ember 1932. Hún
lést 2. ágúst 2018.
Útför Aðalheiðar
fór fram 10. ágúst
2018.
ast hvort í öðru
eins og unglingar.
Heiða bar reisn
og var afar „mynd-
arleg“ í sér eins og
gjarnan var sagt
um konur á fyrri
tíð. Það átti við um
allt sem hún tók
sér fyrir hendur.
Börn okkar og
barnabörnin dáðu
Heiðu og hún tók
þeim ávallt af svo mikilli hlýju.
Þau Heiða og Jónas áttu svo
vel saman. Nú mun verða hleg-
ið dátt og sagðar sögur við
kaffiborð sem svignar undir
veitingum í nýjum heimkynn-
um, þangað sem leið okkar allra
liggur. Kannski verður Heiða
komin á hann Jarp sem Jónas
heillaði hana með á sínum tíma.
Við Ingibjörg og fjölskyldan
öll þökkum Heiðu fyrir sam-
ferðina og allt það sem hún gaf
okkur af ómældri hlýju og
rausnarsemi sem hún var svo
rík af.
Blessuð sé minning góðrar
systur og mágkonu.
Ingibjörg Sólveig Kolka og
Jón Bjarnason.
Hann Óðinn gamli var latur
hestur. Þess vegna var hann
settur undir börn í Bjarnahöfn.
Eina leiðin fyrir mig að fá klár-
inn áfram var að nota keyrið.
Það var þó einn vegspotti þar
sem hesturinn hafði fúsan vilja
– og það var á afleggjaranum
heim að Kóngsbakka. Óðinn var
frá Kóngsbakka – og var ávallt
heimfús. Stundum tók hann
jafnvel á rás þegar hann sá bæ-
inn. Ég skildi sjálfur mætavel
hvað klárnum leið. Ég hlakkaði
ávallt sjálfur til að koma til
Heiðu frænku minnar og Jón-
asar. Þar beið ávallt fullt borð
af kræsingum – kökum eða mat
eftir því hvaða tími var dagsins.
Heiða sjálf settist aldrei niður
þegar gestir voru við – líkt og
góðar húsfreyjur á fyrri tíð.
Hún stóð ávallt og sá um að
ekkert vantaði á borðið. Jónas
hins vegar sat sem hrókur alls
fagnaðar með gamanyrði á vör
– ávallt jafn hnyttinn og
skemmtilegur. Heiða greip inn
þegar við átti og bætti um bet-
ur. Stundum fífluðust þau hvort
í öðru eins og unglingar. Heiða
var ávallt glaðsinna og hlátur-
mild – líkt og ung stúlka. Það
voru raunar mörg tilefnin fyrir
okkur í Bjarnarhöfn til að fara
að Kóngsbakka – hvort sem það
voru reiðtúrar, bústörf eða fara
út í eyjar. Og svo komu þau til
okkar í sömu erindum. Þau
voru ótal skiptin sem ég sat í
eldhúsinu á Kóngsbakka.
Hún Heiða frænka mín var
sterk og dugleg kona – og vann
eins þjarkur alla ævi. Ég hef
aldrei séð eins örugg og hröð
handtök við að prjóna lopa-
peysu eins og hjá henni. Og
ekki aðeins það. Hún hafði
einnig listrænt auga sem sést af
öllum hennar hannyrðum. Hún
var einnig vel ritfær – og kunni
gríðarlega mikið ljóðum og vís-
um sem hún kastaði gjarnan
fram. Hún var einnig ákaflega
minnug hafði ákaflega gaman af
því að segja frá. Þess naut ég
þegar hafði komist til vits og
ára. Já – það var mikið í Heiðu
spunnið. Hún var sannarlega
ágætur fulltrúi þeirrar kynslóð-
ar sem byggði upp Ísland á ár-
unum eftir seinni heimstyrjöld.
Þegar ég hugsa um íslenska
matargerð – eftir að súrmatn-
um sleppir og áður en ham-
borgar og pítsur yfirtóku Ís-
land – þá sé ég matinn hennar
Heiðu frænku. Já – í æsku-
minningunni stafar ljómi af eld-
húsborðinu á Kóngsbakka. Það
hefur líka stundum verið sagt
að allar samræður sem raun-
verulega skipti máli á Íslandi
fari fram við eldhúsborð – eða
yfir kaffibolla. Eldhúsborðið
hennar Heiðu átti eftir að fær-
ast til. Fyrst í hús í Stykk-
ishólmi þegar þau Jónas hættu
í búskap. Og að lokum var
hennar borð í mötuneyti dval-
arheimilis aldraðra þar í bæ.
Alltaf þó jafn gaman að sitja við
borðið með þeim tveimur – og
undir það síðasta með Heiðu
einni. Og alltaf sveif hinn gamli
andi Kóngsbakka yfir samræð-
unum.
Fyrir þessar stundir er ég
þakklátur. Ég er einn þakk-
látur fyrir að börnin mín náðu
að kynnast þeim Heiðu og Jón-
asi við eldhúsborðið þeirra.
Og ég – sem eitt sinn var
barn í Bjarnarhöfn með Óðin
gamla til reiðar – sé nú tómt
skarð þar sem þau voru Heiða
frænka og Jónas. Einn fastur
punktur er horfinn úr lífinu –
eldhúsborðið á Kóngsbakka.
Já – mikið sakna ég hennar
Heiðu frænku.
Ásgeir Jónsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐLAUG RÓSA KARLSDÓTTIR,
Kirkjuvegi 1, Keflavík,
lést á Hrafnistu, Hlévangi, miðvikudaginn
24. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og sérstakar þakkir til starfsfólks
Heimahjúkrunar HSS og Hlévangs fyrir frábæra umönnun.
Þórður Andrésson, Nína Hildur Magnúsdóttir
Sóveig Karlotta Andrésdóttir AgnarBbreiðfjörð Þorkelsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MAGNEA ÓLÖF FINNBOGADÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
áður Langagerði 50, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 9. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. ágúst
klukkan 15.
Runólfur Þorláksson Anna Grímsdóttir
Sigríður Þorláksdóttir Guðjón M. Jónsson
Finnbogi Þorláksson Katrín Eiðsdóttir
Agnar Þorláksson Kristín Rut Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn