Morgunblaðið - 11.08.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 11.08.2018, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Nú er vinkona og samstarfskona til margra ára farin í ferðina löngu sem enginn kemst frá. Guðný lést eftir hræðilegt um- ferðarslys í Mosfellsdal. Eftir sitja vinir og vandamenn með sorg og söknuð í hjarta. Árin sem við unnum saman eru orðin býsna mörg. Gígí, eins og hún var kölluð, var einstaklega ljúf kona. Sam- viskusöm og gætin í orðum sín- um. Það var oft mikið um að vera á svo mannmörgum vinnustað, eins og Talsamband við útlönd var, og þurfti oft að hliðra til með vaktir og var Gígí alltaf reiðubúin að hjálpa. Á deildinni fór fram mikil vinna sem þurfti að skipuleggja vel og var Gígí þar fremst í flokki. Eftir að deildinni var lokað héld- um við nokkrar sambandi og vor- um nýbúnar að hittast er Gígí lést. Ég tala fyrir munn margra sem sakna hennar og biðjum við Guðný Þórðardóttir ✝ Guðný Þórð-ardóttir fædd- ist 8. júní 1937. Hún lést 21. júlí 2018. Útför Guðnýjar fór fram 30. júlí 2018. henni blessunar Guðs. Hvíldu í friði, kæra Gígí. Edda F. Kinchin Það er svo sárt og óraunverulegt að kveðja þig, elsku Gígí. Þú fórst svo snöggt. Okkar kynni hófust á gömlu símstöðinni á Króknum. Þú leystir af sumarfrí- in fyrsta árið mitt þar. Við náðum fljótt saman og brölluðum margt. Þú fluttir til Akraness varst þó alltaf með annan fótinn fyrir norðan hjá pabba þínum og Tótu. Nokkrum árum seinna er ég kom til Reykjavíkur varst þú orðin yf- irumsjónarmaður á Talsambandi við útlönd. Þar vann ég undir þinni umsjón í yfir tuttugu ár. Þú varst elskuð af starfsfólki þínu, lést þér annt um alla, skilningsrík og ráðagóð. Tímarnir breyttust, við urðum einar á báti, endurnýj- uðum þá okkar fyrri stelpukynni, fórum í utanlandsferðir og gerð- um margt skemmtilegt. Þú miðl- aðir mér af þínum fróðleik, enda víðförul, ég sá um að rata, þú varst ekki góð í því. Oft var mikið gaman. Þú varst bókaormur, listunn- andi og ekki síst náttúrubarn, lagðir þitt af mörkum við að græða og fegra landið. Um það ber skógræktin ykkar Grétars fagurt vitni og verður þinn minn- isvarði um aldur og ævi. Nú hringir engin Gígí oftar til að spjalla um heima og geima. Það er komið að leiðarlokum allt of fljótt, mörgu var ólokið. Ég kveð þig, kæra Gígí, og þakka fyrir allt. Ástvinum votta ég innilega samúð. Valdís Helgadóttir (Dísa). Ég vil í örfáum orðum minnast hér Tedda frænda míns. Fyrstu minningar mínar um hann er umræðan um par- húsin sem þau systkinin, hann og Abba, byggðu í Hvammi. Ein- hvern veginn varð það þó svo að Teddi flutti aldrei inn í sinn helming. Hann settist að í Sand- gerði. Á sumrin komu þau í heimsókn, hann og Milla, þá var mikið fjör við eldhúsborðið heima á Brúarlandi, hlátur, glens og gaman. Eftir að ég flyt sjálf til Reykjavíkur komu þau Aðalsteinn Krist- björn Sigfússon ✝ AðalsteinnKristbjörn Sig- fússon fæddist þann 25. júní 1937. Hann lést 15. júlí 2018. Útför fór fram frá Þórshafnar- kirkju 21. júlí 2018. stundum við hjá mér með sendingar úr sveitinni. Síðan er það sumarið 1995 sem Teddi fær land hjá pabba og byggir þar nýbýlið Höfða þar sem hann sér vel yfir sveitina. Hann hafði breytt um stefnu í lífinu og var fluttur norður. Þeir voru nánir vinir, pabbi minn og Teddi bróðursonur hans. Báðir aldir upp í Hvammi við almenn sveita- störf þess tíma. Þarna er pabbi orðinn einn í húsinu. Það var því mjög kærkomið fyrir hann að fá Tedda á Höfðann. Teddi var sér- staklega orðheppinn og skemmtilegur, hafði gaman af að gantast svolítið, þeir voru góðir saman, hann og pabbi. Báðir með þá góðu eiginleika sem margir Hvömmungar hafa, að njóta dagsins. Teddi komst strax í kynni við alla karlana í kring- um pabba. Hann hafði gaman af því að matreiða, baka og setti sjálfur niður kartöflur. Mér eru minnisstæðar mjólkurfernurnar út um allt hús þar sem hann var að forrækta. Allur matur varð alltaf eins og veisla hjá honum. Pabbi naut góðs af þessu því oftar en ekki borðuðu þeir veislumatinn sam- an sem Teddi kom með ofan úr húsi sínu. Það var gott að leita til hans frænda míns ef eitthvað bil- aði, s.s. slátturorfið í miðjum garðslætti. Þá var hann strax kominn til hjálpar. Teddi hafði gaman af öllu sem hann fékkst við. Þar voru veiðar í Hafralónsá vinsælar, sérstaklega á silunga- svæðinu sem hann lengi sá um, sé hann sjálfan fyrir mér á veið- um á árbakkanum með Svani fé- laga sínum. Halli, góður vinur Tedda, fór að koma mikið norður til hans á þessum árum. Þeir nutu þess að vera saman. Mikill var söknuðurinn þegar hann lést skyndilega nokkrum dögum eftir að hann kom suður úr einni ferð- inni á Höfða. Ég held að flestir af körlunum hans pabba hafi flutt sig upp á Höfða eftir að hann lést 2008. Margir fleiri ef- laust líka komið til liðs við hóp- inn. Núna undanfarin ár hafa þeir spilað brids hjá Tedda, ungu bændurnir í kring komið í kaffi og gleðin svifið yfir, svo mikið er víst. Fyrir rúmu ári greindist Teddi með krabbamein og núna í júlí þegar ég hitti hann var farið að draga verulega af honum. Það fyrsta sem hann sagði við mig var það að nú væri hann líklega að fara. Hann væri komin með leyfi frá lækninum til að deyja heima. Vikuna sem ég var fyrir norðan hitti ég hann daglega og allt stefndi í sömu átt. Íris dóttir hans vék ekki frá honum síðustu vikurnar og hugsaði einstaklega vel um hann. Blessuð sé minning Tedda frænda míns á Höfða og hafi hann þökk fyrir hve vel hann hugsaði um pabba minn síðustu árin hans. Teddi var jarðsettur við hliðina honum. Það er nú ekki leiðinlegt fyrir þá að hvíla þar saman. Börnum Tedda og systkinum hans sendi ég sam- úðarkveðjur. Sigrún Lilja Jónasdóttir frá Brúarlandi. Elsku Áslaug mín, bara nokkur kveðjuorð. Ég sakna þín, eins og öll fjölskyldan gerir, eilífa brosið þitt og góða skapið er mér efst í huga. Þegar þið Björn hófuð búskap í Stekkjargerði, var ég í Grænumýri og stutt á milli, enda fórum við oft á milli, fengum okkur kaffisopa og spjölluðum saman, mest um börnin, enda þau á líkum aldri. En svo fluttuð þið suður, þá var það bara síminn og einstaka heimsókn á báða bóga. Einu sinni sögðu dætur þínar mér að þú værir að fá Alzheimer-sjúk- dóm, mér fannst það svo ótrúlegt. Ég kom í heimsókn nokkru seinna og við drukkum kaffi eins og alltaf. Þú varst nýbúin að telja lyfin þín í vikubox en misstir allt á gólfið. Ég ætlaði að hjálpa þér, en þú sagðist tína þau upp sjálf og raða þeim á dagana. Þú gerðir það og ég Áslaug María Þorsteinsdóttir ✝ Áslaug MaríaÞorsteinsdóttir fæddist 5. ágúst 1939. Hún lést 14. júlí 2018. Áslaug var jarð- sungin frá Akur- eyrarkirkju 26. júlí 2018. spurði Björn hvort þetta væri rétt, hann sagðist halda það, það væri allavega alltaf eins. Þá sagði ég: „Þessi kona er ekki með Alzheimer- sjúkdóm!“ Enda reyndist það vera smá heilablæðing. En fyrir tveimur ár- um, á aðfangadag, fékkst þú alvarlega heilablæðingu og Áslaug mín, þá varst þú alveg lömuð. Svona fóru jólin, þú á spítala, alvarlega veik, en fjölskyldan í ótta um þig. En þú hafðir það af, en varst alveg löm- uð. Svona lást þú í nærri tvö ár, en Áslaug mín, alltaf brostir þú. Björn var duglegur að heimsækja þig á hverjum degi og sat og spjallaði við þig. En svo í júlí í ár fékkstu stærri blæðingu, sem leiddi til þess að þú hvarfst yfir landamærin miklu, sem við öll þurfum að fara yfir. Ég bið Guð að varðveita þig og gefa þér eilífan frið og ró. Ég bið líka Guð að vernda alla aðstandendur þína og hjálpa þeim með sorgina. Vertu Guði falin, Áslaug mín. Þín mágkona, Bára. Ættingjar, vinir og kunningjar hverfa á braut hver af öðrum og þeir sem hverfa síðar og síðast verða að horfa á eftir því góða fólki. Nú á sunnudaginn kvaddi ein mín besta vinkona og frænka, Ragnheiður Jónsdóttir frá Berja- nesi í Vestmannaeyjum, þennan heim. Vorum við Ragnheiður svo nán- ar vinkonur að þegar við mættum á félagsfundi vorum við iðulega kallaðar systurnar, okkur til mik- illar gleði. Það er með yl í hjarta sem ég minnist allra góðu stundanna sem Ragnheiður Jónsdóttir ✝ RagnheiðurJónsdóttir fæddist 10. apríl 1928. Hún lést 29. júlí 2018. Útför hennar fór fram 7. ágúst 2018. við Jónsteinn áttum með þeim hjónum, Ragnheiði og Ernst Backman. Saman fórum við í ferðalög um okkar fallega land, dönsuð- um gömlu dansana saman og þá iðulega með fleira fólki. Eitt lítið spor í dagsins önn í þúsund ár og stendur enn (Halldóra Helga Kristjándóttir) Elsku vinkona, um leið og ég kveð þig í hinsta sinn þá veit ég að þinn elskulegi eiginmaður Ernst og vinur ykkar, Steini, taka vel á móti þér á áfangastað. Samúðarkveðja til Þuríðar, Jóns Rúnars og fjölskyldna. Þin vinkona og frænka, Halldóra Helga Kristjánsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR HILMARSSON framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, lést á heimili sínu miðvikudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 17. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Aðalheiður Héðinsdóttir Andrea Eiríksdóttir Hafþór Ægir Sigurjónsson Héðinn Eiríksson Kristrún Aradóttir Bergþóra Eiríksdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐMUNDUR INGI BENEDIKTSSON, fyrrv. stýrimaður og bílstjóri, Sólvangsvegi 1, lést miðvikudaginn 8. ágúst. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Svala og Linda Guðmundsdætur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI ÞRÖSTUR VALDIMARSSON, læknir og prófessor emeritus, sem lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 6. ágúst, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 17. ágúst klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á líknarfélög. Guðrún Agnarsdóttir Ásgeir Rúnar Helgason Valdimar Helgason Helena Jóhannsdóttir Birna Huld Helgadóttir Timothy S.P. Moore Agnar Sturla Helgason Anna Rún Atladóttir Kristján Orri Helgason Ingibjörg J. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, elskulegur faðir, tengdafaðir og kærleiksríki afi, HELGI FRÍMANN JÓNSSON stýrimaður, lést sunnudaginn 5. ágúst. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 14. ágúst klukkan 13. Fríða Friðgeirsdóttir Eiríkur Aron Ingólfsson Eyrún Ösp Ingólfsdóttir Orri Jóhannsson Kristín Ruth Helgadóttir Jóhann Dalberg Sandridge Jón Valur Helgason Eimana Farhad og barnabörn Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, PAUL RICHARD FAWCETT SR., Dick, lést 5. ágúst. Birna Óskarsdóttir Fawcett Þórunn Fawcett Ósk Fawcett Paul R. Fawcett Jr. PO Box 732, Flowery Branch, Georgia 30542, USA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.