Morgunblaðið - 11.08.2018, Síða 43
DÆGRADVÖL 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018
www.gilbert.is
SJÓN ER SÖGU RÍKARI !
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Veldu orð þín af kostgæfni. Allir
taka eftir þér og því sem þú gerir. Einhver
(þú veist ekki endilega hver) stenst ekki
mátið og forvitnast um þig á bak við tjöldin.
20. apríl - 20. maí
Naut Gefðu þér tíma til að meta það sem
þú átt. Breytingar eru í vændum í einkalíf-
inu, til góðs. Allir vilja fá þig í sumarpartíin,
því veldur smitandi hlátur þinn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Lánið virðist leika við þig þessa
dagana og þér er óhætt að njóta þess með-
an það stendur. Sýndu þolinmæði og fylgdu
reglunum sem settar hafa verið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Sættu þig við orðinn hlut og láttu
það vera að réttlæta málin eða afsaka þau
fyrir sjálfum þér eða öðrum. Kynntu vini af
gagnstæðu kyni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þolinmæði þín er ekki mikil þessa dag-
ana. Sjáðu til þess að þú fáir næga hvíld.
Sund er allra meina bót.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það getur verið fróðlegt að sækja
fundi þar sem málin eru rædd vítt og breitt.
Yfirlýsingar þínar tilheyra augnablikinu og
svo líður það. Ekkert er eins vont og óviss-
an.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér verður treyst fyrir miklu leynd-
armáli og mátt alls ekki bregðast því
trausti. Fæst er eins og virðist í fljótu bragði
svo það skiptir sköpum að þú gefir þér
nægan tíma.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að gera það upp við
þig hvort þú ætlir að halda áfram í vinnunni
eða ekki. Hlutirnir munu að öllum líkindum
fara á allt annan veg en þú gerir ráð fyrir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er engin ástæða til þess að
láta aðra sjá öll spilin, sem þú hefur á hend-
inni. Mundu að treysta á þig eingöngu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Blandaðu ekki saman raunveru-
leika og ímyndun því sú blanda getur reynst
hin mesta ólyfjan. Fólk lofar þér miklu en á
ekki eftir að standa við orð sín þegar til
kastanna kemur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur afskaplega mikið á
þinni könnu í dag. Aðili í ráðandi stöðu kann
að hafa eitthvað mikilvægt að segja þér.
Reyndu að halda í jákvæðnina.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Í vændum er skemmtilegur og líf-
legur tími. Ferðalög, fjörugt félagslíf og
óvæntar fréttir. Gerðu hlutina vel eða
slepptu þeim.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hann er burðarbjálki sver.
Bestur á hendi þykir mér.
Býsna hratt í hringi fer
Hæð, sem fremur lágreist er.
Sigmar Ingason svarar:
Ásinn þakið uppi ber,
ás í spilum bestur er,
sveifarásinn sífellt snýst,
syðst við Ásinn skjól er víst.
Helgi Seljan á þessa lausn:
Í húsi ásinn hugnast mér,
hæsta spil í vist mun fá.
Ás sem möndull einnig hér,
við ásinn borna Hyrnu sá.
Þá er það lausn Hörpu á Hjarð-
arfelli:
Mun hér átt við mæniás.
Mannspil drepur ás.
Sveiflast hringi sveifarás.
Sveitir skilur ás.
Helgi R. Einarsson leysir gátuna
þannig:
Heila minn ei beysinn brýt
um bjálka, öxul, spil
og hæðina sem litla lít.
Lausnin ás er til.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Fer undir mænisás í whist,
hef ásinn, get þá slaginn kysst.
Knastás ber mig heila heim
um háan ás, frá spilum þeim.
Þannig skýrir Guðmundur gát-
una:
Ás er burðarbjálki sver.
Bestur ás á hendi mér.
Ásinn hratt í hringi fer.
Hæð er ás, sem lágreist er.
Þá er limra:
Lítill og grannur var Lenni
lásasmiður frá Enni,
og lítill var Lási
frá Laugarási,
en þeir voru mikilmenni.
Og síðan kemur ný gáta eftir
Guðmund:
Lít, hvar úti leika sér
litlu börnin kátu,
meðan samið hef nú hér
handa ykkur gátu:
Ber það heiti bær í Ljósuvík.
Á borðinu, sem útı́á gólfi stendur.
Bara eintómt bull er saga slík.
Bersýnilega er sá talsvert kenndur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kastað ás og daus
Í klípu
„HANN ER U.Þ.B. 20 SKREFUM TIL
VINSTRI VIÐ ÞIG. NÆST SKALTU NOTA
SOKKABUXUR EN EKKI GAMMÓSÍUR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„JAFNVEL ÉG GET MÁLAÐ BETUR EN ÞETTA.!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera
umhyggjusamur.
SAGT ER AÐ ÞAÐ AÐ TALA VIÐ
PLÖNTUR HJÁLPI ÞEIM AÐ VAXA
ÉG HELD AÐ OLNBOGARNIR
Á MÉR SÉU ÓSAMSTÆÐIR
ÞÚ DRAPST HANA,
FÍFLIÐ ÞITT!
EKKI
ALLTAF!
VEISTU, SONUR SÆLL,
STÚLKUR ÞROSKAST FYRR EN
STRÁKAR!
AMMA ER BARA NÝKOMIN MEÐ
BÚKONUHÁR!
Heimska er að vera alltaf heima hjásér. Víkverji reynir að flýja úr
borginni hverja helgi. Fyrr í sumar
heimsótti hann ónefndan hrepp á
Vesturlandi og talaði í heila viku um
að hann ætlaði vestur á land. Víkverji
er, eins og nafnið gefur til kynna, úr
Reykjavík og fór því í raun réttri
norður á land, ekki vestur.
x x x
Reykvískir vinir Víkverja bentuhonum ekki á að hreppur þessi er
í beinni línu norðan við höfuðborgina.
Þeir eru ekki fróðari en hann sjálfur.
Hann fór sem sagt með fleipur um
höfuðáttirnar. Og átti eftir að fara
með frekara fleipur þegar á vegi hans
varð yfirgefið mannvirki frá síðustu
öld og Víkverji deildi reynslu sinni
með vinum sínum á samfélags-
miðlum.
x x x
Obbolítill ruglingur varð í sagn-fræði staðarins hjá Víkverja.
Hann hefði mátt orða sumt nákvæm-
ar. Og honum hefndist fyrir það.
Heimamaður dúkkaði upp í at-
hugasemdum við færsluna sem lét
Víkverja sannarlega heyra það. Vík-
verja þótti auðvitað leitt að fara rangt
með en vill þó meina að viðbrögðin
hefðu mátt vera yfirvegaðri.
x x x
Kannski er ekki góð hugmynd aðláta forvitna ferðamenn mæta
þessu viðhorfi. Það er ekki sjálfsagt
fyrir byggðir landsins, eins og Vest-
urland, að fólk leggi leið sína þangað.
Heimamenn skulu ekki ganga að því
vísu og það er ekki náttúrulögmál að
ferðamenn hætti sér á þessar slóðir.
Það er gæfa fyrir byggðir sem njóta
góðs af túrismanum. Því liggur
kannski beinar við að sýna þakklæti
og auðmýkt.
x x x
Iðulega eru menn þó þakklátir að fáfólk í heimsókn. Tekið er vel á móti
gestum og gangandi og lítil þorp úti á
landi gleðjast yfir áhuga ferðamanna
á staðnum. Víkverji lenti þó í einum
sem virtist helst vilja að enginn kæmi
á þennan afskekkta stað. Hann vildi
eiga staðinn fyrir sjálfan sig því hann
einn vissi hvað væri honum fyrir
bestu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann
er góður, því að miskunn hans varir
að eilífu.
(Sálmarnir 106.1)