Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 45

Morgunblaðið - 11.08.2018, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég er farinn að sjá fyrir mér grein eða úttekt á þessum þætti íslensks tónlistarlífs. Erlendir tónlistarmenn sem búa hér og starfa og auðga þannig menn- inguna með hug- myndum sínum og sýn. Gegnum- streymið er gott og gegnt, mætti vera meira, og eðlilega staldra menn mislengi við. Ben Frost hefur búið hér síðan 2004, talar góða og skýra íslensku (ég var þess heiðurs aðnjótandi að taka fyrsta viðtalið við hann sem fór alfarið fram á hinu yl- hýra) og hefur hann unnið við hin fjölskrúðugustu tónlistarverkefni. Hann hefur tekið upp íslenskar hljómsveitir, unnið með þeim að tón- list og samið tónlist fyrir sjónvarp Skrattinn hittir ömmu sína Helblár Ben Frost lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. og kvikmyndir, dansflokka og leik- verk. Frost þekkir engin mörk eða mæri og hefur unnið með blíðum krúttpoppurum, örgustu rokkurum, heimstónlistarmönnum og sígildum. Frost er með bækistöðvar hérlendis en fer með tónlist sína um heim all- an. Flestar plötur hans hafa komið út í gegnum bedroom community en 2014 kom út platan A U R O R A, í samstarfi við hina virtu bresku út- gáfu Mute. Það er sú útgáfa sem stendur að nýjasta verki Frost, The Centre Cannot Hold, en platan kom út fyrir síðustu jól. Hún var „kitluð“ með stuttskífunni Threshold Of Faith þá um sumarið og nú í vor kom nokkurs konar sporfaraplata, All That You Love Will Be Eviscerated. Árið hefur, eins og sést, verið und- irlagt af iðju í kringum þetta efni og Mute hefur verið duglegt að halda því lifandi með stöðugum útgáfum (það kom t.d. út tólftomma með lag- inu „Ionia“, auk þess sem ég hef nefnt). Sterk, listræn ímynd hefur þá hjálpað, djúpur blár litur einkenn- andi í kringum allt og þær pælingar einnig í hæstu hæðum. Allt efnið á rætur í upptökulotu sem fram fór í Chicago, sumarið 2016, í hljóðveri Steve Albini. Það má segja að þar hafi skrattinn hitt ömmu sína í tónlistarlegu tilliti. Eitt af því sem Frost hefur lagt sig eftir eru öfgar í tónsmíðum, mikill há- vaði, lágvært þrusk ... og svo MIKILL hávaði aftur. Ógn og óþægi- legheit. Albini lagði sig eftir nákvæmlega sömu hlutum í sveit sinni Big Black auk þess að hafa hljóðritað meistaraverk eins og Goat með Jesus Lizard, Surfer Rosa með Pixies og In Utero með Nirvana. Frost vann að tónlistinni með bein- um hætti, hélt svo gott sem tónleika í hljóðveri Albini, og voru vélarnar að niðurlotum komnar, óstöðugar, of- hlaðnar, hvissandi og spúandi. Fag- urfræði þessara manna var svo gott sem fullkomnuð á þessu tíu daga tímabili. » Sterk, listrænímynd hefur þá hjálpað, djúpur blár lit- ur einkennandi í kring- um allt og þær pælingar einnig í hæstu hæðum.  Ástralinn Ben Frost hefur starfað hérlendis í nærfellt fimmtán ár en nýjasta plata hans, The Centre Cannot Hold, var unnin með hinum goðsagnakennda Steve Albini. „Blönduð dagskrá með einsöngs- lögum og dúettum eftir Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kaldalóns, Moz- art, Faure, Caccini, Gomez og fleiri,“ segir Björg Þórhallsdóttir sópran- söngkona um lögin sem þær Sigrún Hjálmtýsdóttir ætla að syngja við undirleik Elísabetar Waage hörpu- leikara og Hilmars Arnar Agnars- sonar orgelleikara á lokatónleikum tónlistarhátíðarinnar Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi á morgun. En fyrst, eða kl. 14, er Maríumessa, eins og hefð er orðin fyrir á lokatónleikum tónleikarað- arinnar. „Tónlistin er vegurinn til guð- dómsins og talin æðst allra lista,“ svarar Björg að bragði þegar hún er spurð um þá hefð að flétta saman tónleikum og guðþjónustu á hátíð- inni, sem hún hefur staðið fyrir sem listrænn stjórnandi og framkvæmda- stjóri sjö sumur í röð. Og er hvergi nærri hætt, enda hefur aðsóknin ver- ið slík að hún útilokar ekki að næsta sumar verði boðið upp á tvenna tón- leika hvers listahóps um sig. „Þótt engir hafi þurft frá að hverfa hefur stundum verið töluverð þröng á þingi,“ segir Björg. Auk þess að hafa allt utanumhald tónleikanna á sinni könnu með stuðningi síns manns, Hilmars Arnar, organista og kór- stóra, syngur Björg oftast í upphafi og lok tónleikaraðarinnar – og núna á þeim sjöundu og síðustu í sumar verður hún í lykilhlutverki ásamt þeim Sigrúnu, Elísabetu og Hilmari Erni. Fjölbreytt efnisskrá „Dagskráin í sumar hefur verið mjög fjölbreytt og listamennirnir frábærir. Mér finnst sérstaklega gaman að fá stórsöngvara úr Óperunni inn í svona litla sveita- kirkju, þar sem skapast einstök nánd rétt eins og að fá þá heim í stofu. Ég er stolt af að geta boðið upp á vett- vang fyrir íslenska söngvara og að hafa hleypt lífi í sveitakirkjuna. Á tónleikunum hef ég lagt áherslu á ís- lensk sönglög, tónlist með trúarlegu ívafi í anda staðarins og sögu hans og evrópska klassíska tónlist,“ segir Björg. Hún hefur hafið samstarf við Bjarna Frímann Bjarnason, tónlist- arstjóra Íslensku óperunnar, um að kynna til leiks á einum tónleikum ár hvert unga söngvara, sem sumir eru enn í námi og að stíga sín fyrstu spor. Að sögn Bjargar er einstakur hljómburður í Strandarkirkju og yndislegt að koma í náttúrufegurðina í Selvoginum. Hún kveðst finna fyrir miklu þakklæti fólks fyrir að fá hvort tveggja tækifæri til að vera við guð- þjónustu og hlýða á tónleika í kirkj- unni. „Og finna guðdóminn og stemn- inguna á þessum sögulega stað. Fyrirkomulagið á Maríumessu og lokatónleikunum er með þeim hætti að séra Baldur Kristjánsson og Guð- mundur Brynjólfsson djákni þjóna fyrir altari. Við Sigrún syngjum englalög og dúetta og leiðum auk þess almennan safnaðarsöng. Á tón- leikunum sláum við svo á létta og ást- ríka strengi með klassískum perlum, dægurlögum og óperudúettum.“ Eftir að hafa sungið í Strandar- kirkju árum saman er Björgu kirkjan afar kær. „María mey er dýrðlingur kirkjunnar og Maríumessurnar arfur frá fornu fari kaþólskunnar. Strand- arkirkja er þekktasta áheitakirkja landsins og þar þykir vera sérstakur kraftur til bænheyrslu.“ vjon@mbl.is Sönghátíð F.v. Sópransöngkonurnar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Björg Þórhallsdóttir, Elísabet Waage hörpuleikari og Hilmar Örn Agnarsson organisti taka þátt í guðsþjónustu og tónleikum í Strandarkirkju í Selvogi. Slegið á létta og ástríka strengi eftir Maríumessu  Síðustu tónleikar í tónleikaröðinni Englar og menn í sumar Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.