Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.08.2018, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2018 Hans-Ola Ericsson, organisti og prófessor við McGill-háskólann í Montréal, leikur á tvennum tón- leikum í Hallgrímskirkju um helgina. Fyrri tónleikarnir eru í dag kl. 12 og þar leikur hann verk eftir Lindberg og Bach. Á seinni tónleikunum, á morgun kl. 17, leik- ur hann verk eftir Bach, Wagner og Liszt. Ericsson stundaði orgelnám í Sví- þjóð, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Feneyjum. Árið 1989 var hann skipaður prófessor í kirkjutónlist og orgelleik við tónlistardeild Há- skólans í Piteå/Luleå í Svíþjóð. Hann hefur verið gestaprófessor bæði í Ríga, Kaupmannahöfn, Hels- inki og Amsterdam auk þess sem hann hefur verið eftirsóttur kons- ertorganisti og fyrirlesari á fjölda orgelhátíða þar sem hann hefur lagt ríka áherslu á nýja org- eltónlist. Árið 1996 varð hann fast- ur gestaprófessor í Bremen, Þýska- landi og árið 2011 var hann skipaður orgelprófessor við McGill háskólann í Montréal í Kanada. Ericsson leikur á Alþjóðlegu orgelsumri Tónn Hans-Ola Ericsson við orgelið. Hönnunarsafn Íslands stendur fyrir sápukúlu- vinnustofu á morgun, sunnudag, milli kl. 13 og 15. „Kúluformið var Einari Þorsteini Ásgeirssyni arki- tekt og stærðfræðingi afar hugleikið, enda eitt af hag- kvæmustu formum náttúr- unnar. Í tengslum við skrán- ingu á verkum Einars Þorsteins í Hönnunarsafni Íslands bjóða hönnuðirnir Björn Steinar Blumenstein og Steinunn Eyja Halldórsdóttir upp á sápukúluvinnustofu fyrir börn og fullorðna. Þátttak- endur búa til sín eigin sápukúluverkfæri og prófa sig áfram,“ segir í til- kynningu. Sápukúluvinnustofa í Hönnunarsafni Sápa Vinnustofan er ætluð börnum og fullorðnum. » Kammersveitin Eljaog Ung nordisk mus- ik (UNM) stóðu fyrir tónleikum í gærkvöldi í Tjarnarbíói og endur- taka leikinn í kvöld kl. 19.30. Elja, sem var stofnuð fyrir ári, er skipuð ungu tónlist- arfólki sem flest er vel á veg komið með að skapa sér sess sem einleik- arar, hljómsveitar- spilarar og við hljóm- sveitarstjórn eða listræna stjórnun. Sam- starf Elju og UNM er liður í að tengja saman unga flytjendur og ung tónskáld á Íslandi til að byggja upp góð vinnu- sambönd og ýta undir áframhaldandi sam- vinnu þeirra á milli. Kammersveitin Elja spilaði í Tjarnarbíói í gærkvöldi Glöð Kjartan Þórsson og Anna Marín Þórsdóttir spöruðu ekki brosið. Sæta fólkið Gunnar Kristinn Óskarsson, Saga Rut Sunnevudóttir og Steinn Völundur Halldórsson á tónleikum í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! Lyklahús Sláttuorf 3.495 5.495 rrulás 1.995 1.995 7.995 4.995 3.995 3.995 Kerrulás Hjólastandur á bíl 1.995 Tjaldstæðatengi Tengi 12v í 230v Hraðsuðuketill 12v USB 12v tengi ICQC 2018-20 » Kvikmyndin TheMeg var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr í vikunni. Hún fjallar um áhættusama leit að risa- hákarli. Jason Statham leikur kafarann sem á frumkvæðið að leitinni, en meðal leikara er Ólaf- ur Darri Ólafsson. Leik- stjóri er Jon Turteltaub. Myndin The Meg frumsýnd vestanhafs Stuðboltar Vel fór á með þeim Sylvester Stallone og Jason Statham í frum- sýningarboðinu, þar sem Stallone sýndi hvernig á að hnykla vöðvana. Glaður Persónan sem Ólafur Darri Ólafsson leikur í The Meg nefnist The Wall. Hann var glaður á rauða dreglinum þegar myndin var frum- sýnd í Los Angeles. Myndin er úr smiðju Warner Brothers Pictures. AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.