Morgunblaðið - 20.08.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Nánar á www.BILO.is
Ford Transit
Double Cab 350
- L3 FWDNÝR
Eigumeinnig 4WDá lager
hendingar strax
TILBOÐ
3.999.000
+vsk
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Efnt verður NATO-heræfingarinnar
Trident Juncture 25. október nk. Að
því er fram kemur á vef Varðbergs
verður undanfari aðalæfingarinnar
hér á landi og á hafinu umhverfis Ís-
land.
„Í aðdragandanum fer lítill hluti
Trident Juncture fram hér á landi,
en það er enn verið að útfæra ná-
kvæmlega með hvaða hætti það
verður. Þetta er formlegur hluti æf-
ingarinnar, en aðalhluti hennar fer
þó fram í Noregi,“ segir Sveinn H.
Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ut-
anríkisráðuneytisins, en hann segir
að íslenski hluti æfingarinnar verði
mun smærri í sniðum en aðalæfing-
in. Von er á skipum NATO-þjóða
hingað til lands sem taka munu þátt í
æfingunum hér áður en þau halda til
Noregs. Fyrirhugað er að Landhelg-
isgæslan eigi sameiginlega æfingu
með dönskum varðskipum á sviði
leitar og björgunar, í tengslum við
Trident Juncture.
Í aðalæfingunni í Noregi verður
þýskt stórfylki í fararbroddi, um 8
þúsund menn, að því er fram kemur
á vef þýska fréttamiðilsins DW. Um
40 þúsund menn munu taka þátt frá
meira en þrjátíu löndum. Hervarnir í
lofti, á sjó og landi verða æfðar. 120
flugvélar, 70 skip og 10 þúsund far-
artæki munu taka þátt í æfingunni
og stefnt er að því að Þjóðverjar
sendi 200 brynvarða vígdreka til æf-
ingarinnar, þar af 20 Leopard skrið-
dreka. Farartæki þýskra hermanna
verða um tvö þúsund alls.
„Þetta er afar stór æfing, um 40
þúsund manna lið tekur þátt í henni
undir 5. gr. NATO-sáttmálans um
sameiginlegar varnir. Það er líka at-
hyglisvert að Svíar og Finnar, sem
eru ekki NATO-þjóðir, taka líka þátt
í æfingunni,“ segir Sveinn, en í frétt
DW segir að heræfingin gæti verið
sú stærsta frá lokum kalda stríðsins.
„Þegar aðalæfingunni er lokið
verður síðan haldin svokölluð skrif-
borðsæfing þar sem netvarnir verða
í brennidepli. Það verður athyglis-
vert líka,“ segir Sveinn.
Fást við ís, leðju, regn og snjó
Bandaríski flotaforinginn James
G. Foggo III, fer með æðstu stjórn
æfingarinnar, en í júní sagði hann að
tilgangurinn með æfingunni væri að
æfa varnir og að hún ætti að sýna að
brugðist yrði hart við hvers kyns
ógn, úr hvaða átt sem væri á hvaða
tíma sem væri. Foggo er sjálfur kaf-
bátaforingi og verður á hafi úti við
strönd Noregs meðan á æfingunni
stendur. Foggo hefur fagnað þátt-
töku Svía og Finna í æfingunni og
sagt þá nánustu og færustu banda-
menn NATO. Christian Juneau, kan-
adískur hershöfðingi, mun stjórna
landher NATO í Noregi.
Fulltrúi Noregs í hermálanefnd
NATO, norski flotaforinginn Ketil
Olsen, sagði að Norðmönnum gæfist
kostur á því með æfingunni að láta
reyna á varnir sínar við krefjandi
veðurfar, þar sem hitastig yrði í
kringum frostmark. Sveitir NATO
myndu fást við ís, leðju, regn og snjó
og fá reynslu af sameiginlegum
vörnum rétt neðan norðurheim-
skautsbaugs. Ennfremur myndu
Norðmenn læra hvernig það reynist
að taka á móti liðsauka.
Æfing NATO
hefst á Íslandi
Nákvæm útfærsla liggur ekki fyrir
Morgunblaðið/Ómar
Þór Varðskipið Þór í Reykjavík. Áformað er að Landhelgisgæslan eigi með dönskum varðskipum sameiginlega æf-
ingu á sviði leitar og björgunar í tengslum við Trident Juncture. Þá fer lítill hluti heræfingarinnar fram hér á landi.
Alls voru 14.579 hlauparar skráðir
til þátttöku í Reykjavíkurmaraþon-
inu sem haldið var á laugardag í 35.
sinn. Veður var hið besta sem gerði
daginn góðan, bæði fyrir hlaupara
og áhorfendur. Áheitasöfnun gekk
frábærlega en 24% hærri upphæð
safnaðist en í fyrra. Í heildina voru
söfnuð áheit 130 milljónir króna,
borið saman við 118 milljónir króna
á síðasta ári. Söfnun áheita er opin
til miðnættis í kvöld, mánudag.
Benjamin Paul Zywicki frá
Bandaríkjunum sigraði í maraþoni
karla í Reykjavíkurmaraþoninu að
þessu sinni. Hann hljóp á 2:23:43,
sem er 9. besti tíminn sem náðst
hefur í karlaflokki frá upphafi.
Maraþonið er einnig Íslands-
meistaramót og var sigurvegari
þar og jafnframt þriðji í heild-
arkeppninni Arnar Pétursson.
Hann hljóp á 2:26:43 sem er besti
tími sem Íslendingur hefur náð í
maraþoni karla í Reykjavík-
urmaraþoni frá upphafi, að því er
fram kemur í tilkynningu frá ÍBR,
en starfsfólk þess hafði venju sam-
kvæmt undirbúning og framkvæmd
viðburðarins með höndum.
Morgunblaðið/Valli
Reykjavíkurmaraþon Þátttakan í ár var góð enda eru hlaup almenn-
ingsíþrótt sem æ fleiri stunda. Gott veður nú jók á gleði keppenda.
14.579 hlauparar
Arnar náði besta tíma Íslendings