Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 14

Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is á þá leið að hann ætti ekki annarra kosta völ í stöðunni. Bloomberg hefur eftir Stephen Diamond, prófessor í stjórnunar- háttum fyrirtækja við Santa Clara- háskóla, að Musk sé með of marga anga úti, en auk þess að stýra Tesla er hann forstjóri geimflaugafyrir- tækisins SpaceX og tæknifyrirtæk- isins Neuralink auk þess sem hann stofnaði fyrir tveimur árum ganga- gerðarfyrirtækið The Boring Company. „Tesla bæði þarf og verð- skuldar forstjóra sem sinnir engu öðru,“ sagði Diamond. 11 milljarðar til höfuðs Musk Margir hafa veðjað á að Musk og Tesla fipist flugið. Reuters bendir á fjárfestar hafi notað 11 milljarða dala virði af hlutabréfum til að taka skortstöðu í fyrirtækinu, og er það meira en veðjað hefur verið gegn nokkru öðru bandarísku félagi. Að sögn Financial Times hafa skort- sölumenn hagnast vel frá því Musk sendi frá sér tíst fyrr í mánuðinum um að hann vildi afskrá Tesla. Við lokun markaða á föstudag var hlutabréfaverð fyrirtækisins orðið 19% lægra en þegar tístið afdrifa- ríka fór í loftið og eiga fjárfestar enn eftir að innleysa um 1,2 millj- arða dala hagnað af skortsölusamn- ingum sínum. Vonandi fer álaginu að létta af Musk því fréttir herma að stjórn Tesla leiti að aðstoðarmanni sem geti sinnt sumum af skyldum for- stjórans. Musk örþreyttur  Fjárfestar óttast að stjórnandi Tesla sé að ofkeyra sig  Gæti þurfti að sleppa takinu af öðrum fyrirtækjum sínum AFP Kröfur Frumkvöðullinn Elon Musk á viðburði í Chicago í júní. Hann segist vinna um 120 stundir á viku og þurfa að nota lyf til að sofna. BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það lítur út fyrir að forstjórum stórfyrirtækja sé hollast að bera harm sinn í hljóði. Hlutabréfaverð rafbílaframleiðandans Tesla lækk- aði um nærri 9% á föstudag eftir að New York Times birti viðtal þar sem Elon Musk sagði frá því mikla álagi sem hann hefði þurft að búa við. Í klukkustundarlöngu viðtalinu gerðist það oftar en einu sinni að Musk fékk kökk í hálsinn þegar hann lýsti því hvernig hann væri út- keyrður eftir hverja 120 klukku- stunda vinnuvikuna á fætur annarri og að hann þyrfti að nota lyfið Am- bien til að ná að festa svefn. „Síðastliðið ár hefur verið það erfiðasta og sársaukafyllsta á öllum starfsferli mínum. Það hefur verið með öllu óbærilegt,“ sagði Musk. Fjárfestar virðast ekki hafa glaðst við að heyra af þessari miklu vinnuhörku og sumir þeirra þvert á móti vera með áhyggjur af að Musk kunni að vera að þrotum kominn og geti ekki ráðið mikið lengur við álagið. Ekki um annað að ræða Meðal þeirra sem tjáðu sig um viðtalið var Arianna Huffington, stofnandi Huffington Post, sem sjálf hefur fjallað um það opinber- lega hvernig hún lagði of hart að sér og brann út í starfi. Hún skrifaði opið bréf þar sem hún hvatti Musk til að breyta starfsvenjum sínum og benti honum á að of lítil hvíld drægi úr afköstum og skerti vitsmunalega getu fólks. Musk svaraði Huffington Nicolás Maduro, forseti Venesúela, greindi frá því í sjónvarpsávarpi á föstudag að gengi gjaldmiðils lands- ins yrði fellt um nærri því 95%. Hann tilkynnti um leið u.þ.b. 3.000% hækk- un lágmarkslauna, upp í jafnvirði 30 bandaríkjadala á mánuði. Bloomberg greinir frá að skattar verði einnig hækkaðir og bensínverð sömuleiðis. Nýr gjaldmiðill, bolívar soberano, sem þýða mætti sem fullveldisbólívar, fer í umferð í dag og verður gengi hans tengt gengi rafmyntarinnar petro sem stjórnvöld í Venesúela kynntu til sögunnar í byrjun þessa árs og segjast tryggja með olíulindum og öðrum náttúruauðlindum landsins. Á einn petro að jafngilda 60 banda- ríkjadölum eða 3.600 fullveldisbólí- vörum. Reuters segir breytingarnar setja verslunareigendur í landinu í erfiða stöðu. Óðaverðbólga, verðlagsstjórn- un og gjaldeyrishöft hafa torveldað allan verslunarrekstur og gæti hækk- aður launakostnaður og skattar riðið sumum verslunum að fullu. Voru ófá- ar verslanir lokaðar um helgina á meðan eigendur þeirra lögðu mat á stöðuna. ai@mbl.is AFP Erfiðleikar Maður gengur framhjá vegg sem á hefur verið krotað „hungur“ á spænsku. Efnahagsvandi landsins virðist ekki ætla að skána í bráð. Gengisfelling og glundroði í Venesúela Hakan Samuelsson, forstjóri sænska fólksbílaframleiðandans Volvo Cars, segir að leggja þurfi niður alla tolla á viðskipti með bíla á milli Banda- ríkjanna, Kína og Evrópu. Samuels- son ritaði grein í Financial Times þar sem hann segir að afnám tolla myndi fjölga valkostum neytenda, auka gæði bifreiða, verða til þess að kaupendur fái meira fyrir pening- inn og um leið fjölga störfum og auka hagvöxt og velsæld víða um heim. Volvo, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Geely, er nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við yf- irvofandi tollastríði Donalds Trumps við Evrópusambandið og Kína. Volvo opnaði fyrir skemmstu fyrstu bílaverksmiðju sína í Banda- ríkjunum en fyrirtækið framleiðir einnig bíla í Kína og Evrópu. Munu þó flestir bílaframleiðendur finna mjög fyrir hækkuðum tollum enda eru þeir háðir flóknum að- fangakeðjum sem teygja sig um all- an heim. Hafa stærstu bílaframleið- endur þegar bent á að hækkaðir tollar Bandaríkjanna á ál og stál auki kostnað við smíði bíla þar í landi. Síðast i júní hótaði Trump að leggja 20% viðbótartoll á alla bíla sem fluttir eru inn til Bandaríkjanna frá Evrópu. ai@mbl.is AFP Verðmæti Bíll málaður í Slóvakíu. Mikið er í húfi hækki tollar. Stjórnandi Volvo vill afnám tolla á bifreiðar Stjórnandi danska gámaflutninga- fyrirtækisins A.P. Moller-Maersk segir að ef tollastríð Bandaríkjanna við umheiminn haldi áfram að harðna þá muni það valda Banda- ríkjunum margfalt meiri skaða en öðrum löndum. Soren Skou, forstjóri Maersk sem er stærsta gámaflutningafyrirtæki heims, segir hægt að áætla að hærri tollar muni minnka vöxt alþjóðavið- skipta um 0,1 til 0,3% en að áhrifin fyrir Bandaríkin geti hugsanlega numið 3-4%. Bloomberg greinir frá þessu. Maersk flytur um 20% af allri neytendavöru sem flutt er sjóleiðis og hefur því góða yfirsýn yfir mögu- leg áhrif tollastríðs. Skou bendir á að ef Bandaríkjastjórn hækkar tolla á vörur og hráefni frá Kína þá muni það líkast til leiða til þess að banda- rískir innflytjendur leiti til annarra Asíulanda í staðinn, s.s. til Víetnams eða Indónesíu. „Framleiðendur vin- sælla vörumerkja á borð við Nike eru með verksmiðjur um alla Asíu, en ekki bara í einu landi, svo að þau geta skipt einu framleiðslulandi út fyrir annað,“ segir hann. „Þá spilar líka inn í að margt af því sem Banda- ríkin flytja inn í dag er einfaldlega ekki framleitt í Bandaríkjunum og t.d. ekki hægt að kaupa bandaríska Nike-strigaskó eða iPhone-snjall- síma. Það þýðir að neytendur sitja á endanum uppi með kostnaðinn af tollunum.“ ai@mbl.is Segir hærri tolla bitna verst á BNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.