Morgunblaðið - 20.08.2018, Side 17

Morgunblaðið - 20.08.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 Næring Eins dauði er annars brauð, segir máltækið og ung maríuerla í Grafarvogi er meðvituð um það, en maríuerlur lifa aðallega á fiðrildum, bjöllum og tvívængjum. Bogi Þór Arason Mikil þróun hefur orðið á yfirborði knatt- spyrnuvalla síðastliðna áratugi og er það vel. Tími malarvalla, sem lifðu góðu lífi hvað lengst á Íslandi, er fyr- ir löngu liðinn undir lok í Evrópu. Þeirra er ekki saknað en margir hér á landi eiga þó enn minningar af mölinni sem herti margan ung- an leikmanninn. En hvað sem því líður voru malarvellir ekki kjöraðstæður til að æfa og leika knattspyrnu. Þvert á móti fór tækni- þjálfun fyrir ofan garð og neðan og upp spruttu kynslóðir með litla knatttækni (með undantekningum þó). Knattspyrna á náttúrulegu grasi, svo almenn megi teljast, spannar þegar marga áratugi á Ís- landi en tíminn er styttri þegar kemur að þjálfun ungra leikmanna á slíku yfirborði. Í kjölfarið urðu mikl- ar framfarir og gæðin urðu meiri í íslenskri knattspyrnu en vandamálið var og er að tímabilið á náttúrulegu grasi er stutt þegar tekið er mið af öðrum Evrópulöndum. Það var mikil gæfa fyrir þróun og gæði íslenskrar knattspyrnu þegar á markað kom gervigras til notkunar fyrir íþróttina. Ekki bara fyrir Ís- land heldur fyrir knattspyrnu á köldum svæðum og reyndar líka á mjög heitum og þurrum svæðum en það er önnur saga. Fyrsti gervigrasvöllurinn hér á landi var tekinn í notkun í Laug- ardal 1984 og síðan hefur þeim fjölg- að og gæði gervigrassins hafa tekið stakkaskiptum. Reyndar er það svo að snemma kom fram krafa um að þróa yrði gervigrasið í þá átt að hreyfingar boltans á yf- irborðinu líktu sem mest eftir því sem ger- ist á náttúrulegu grasi. Þá kom á markað gervi- gras sem sérstaklega var þróað fyrir knatt- spyrnu og yfirborðið fékk heitið knatt- spyrnugras, sem var gervigras með ífylliefn- um sem ætti að tryggja að upplifun leikmanna og hreyfingar boltans yrðu að mestu þær sömu og á náttúrulegu grasi. Þróunin hefur verið stöðug og sí- fellt kemur á markað betra knatt- spyrnugras sem þjónar íþróttinni vel. Rétt er að minna sérstaklega á mik- ilvægi gervigrass þegar kemur að æfingum og leikjum þegar nátt- úrulegt gras hefur ekki náð góðum vexti. Yfirburðirnir eru þá ótvíræðir. Ekki þarf að fjölyrða um hvernig knattspyrnugras hefur bylt þjálfun iðkenda í knatthúsum og hvernig leikurinn hefur fengið byr sem ásamt öðru hefur hjálpað til að koma lands- liðum Íslands í fremstu röð í heim- inum. Knattspyrnugras, sérhannað gervigras með ífylliefnum, er nú lagt sem yfirborð á æ fleiri keppnisvelli á Íslandi og það einnig hjá félögum í efstu deild. Sjálfsagt er að leita slíkr- ar lausnar þegar um er að ræða erfið vallarstæði, eins og t.d. þar sem vor- ar seint hér á landi, sérstaklega þeg- ar litið er til skipulags KSÍ á keppni í efstu deildum sem hefjast snemma vors. Margir telja að fleiri gervigrasvell- ir til keppni sé eðlileg og góð þróun fyrir íslenska knattspyrnu, að gervi- gras sé gott fyrir leikinn. Orð eins og betri nýting og lægri kostnaður eru notuð til að sannfæra yfirvöld sem tryggja eiga fjármuni til lagningar gervigrass og rekstrar þess. En þessi þróun, fjölgun gervi- grasvalla á efstu stigum íslenskrar knattspyrnu, getur verið slæm fyrir íslenska knattspyrnu. Í fyrsta lagi er og verður gervigras alltaf lausn til vara ef náttúrulegu grasi verður ekki við komið og í annan stað mun það leiða til þess að æ fleiri leikir fari fram á slitnu gervigrasi, en slíkt yfirborð er alltaf verulega lakara að gæðum en náttúrulegt gras í góðum vexti. Reyndar er besta gervigras á markaði aldrei sambærilegt góðu náttúrulegu grasi að gæðum, hvorki hér á landi né annars staðar í heim- inum, þegar tilgangurinn er að leika knattspyrnu og það fallega. Margir telja að lagning gervigrass tryggi gæðayfirborð fyrir æfingar og keppni til margra ára en notkun á íslenskum gervigrasvöllum leiðir hins vegar til þess að gæði nýs gervigrass verða að mestu fyrir borð borin á nokkrum árum og þar með þeir eiginleikar sem tryggja eiga nálgun leiksins við knattspyrnu á náttúrulegu grasi. Við tekur því keppni á gervigrasi sem líkist einna mest teppi, sem skilar allt öðruvísi leik en við þekkjum á náttúrulegu grasi. Skiptir það í reynd einhverju máli? Til þess að svara þeirri spurn- ingu verður að líta til knattspyrnu í Evrópu þar sem íþróttin rís hæst. Eru knattspyrnuleikir þar, í efstu deildum, leiknir á gervigrasi? Nei er svarið. Reyndar hefur gervigrasvöll- um í efstu deildum fjölgað mjög í Noregi og Svíþjóð sl. áratug, m.a. með þeim rökstuðningi að auka þurfi tekjumöguleika af dýrum leik- vöngum sem hafa verið endurbættir fyrir áhorfendur til að mæta kröfum nútímans. Það er vel þekkt að auð- veldara er að nýta leikvanga með gervigrasi undir fleiri viðburði en knattspyrnuleiki, auk þess sem nýt- ing gervigrassins fyrir knattspyrnu á slíkum leikvöngum takmarkast að mestu við keppni og æfingar meist- araliðs viðkomandi félags en ekki notkun margra keppnisliða (flokka) félagsins til að viðhalda gæðum yfir- borðsins sem lengst. Á sama tíma og mikil þróun hefur orðið í gervigrasi fyrir knattspyrnu- íþróttina hefur kunnátta í lagningu valla með náttúrulegu grasi og um- hirðu þeirra tekið stórstígum fram- förum. Víða þar sem veðurfar er erf- itt er nú stuðst við gervigras til styrkingar á völlum með náttúrulegu grasi. Þannig verður ending og gæði náttúrulegs grass enn meiri og þær framfarir sem slíkt yfirborð leiðir af sér má augljóslega sjá í vetr- arleikjum víða í Evrópu. Við bíðum enn eftir innleiðingu slíkrar lausnar á Íslandi þó að veðurfar og birta ráði auðvitað mestu um vöxt grass. Þekking, ræktun og umhirða nátt- úrulegs grass á keppnisvöllum hefur tekið miklum framförum á Íslandi og er Laugardalsvöllur gott dæmi því til staðfestingar. Yfirborð vallarins hefur á undanförnum árum verið eins og best verður á kosið og þannig stutt vel við framgang landsliða Ís- lands. Mótherjar landsliða Íslands hafa margoft borið lof á yfirborð vallarins. En að aðalatriðinu. Bestu leik- menn og lið í knattspyrnu kjósa náttúrulegt gras fram yfir gervi- gras, ekki bara til keppni heldur líka til æfinga. Knattspyrnumót á Íslandi eru leikin yfir sumar og haust þegar náttúrulegt gras er al- mennt í góðu standi. Það voru miklar framfarir að fara af malarvöllum yfir á gervigrasvelli í knattspyrnu en það er engu að síð- ur mikill munur á eiginleikum gervigrasvalla og knattspyrnuvalla sem lagðir eru náttúrulegu grasi. Sá munur hefur mikið að segja um gæði leiksins og einkenni. Það mun ekki auka gæði knatt- spyrnuleiksins á Íslandi ef leikir á efstu stigum flytjast yfir á gervi- gras í miklum mæli, en það hentar hins vegar vel til æfinga við ýmsar aðstæður – og keppni sums staðar, sérstaklega þar sem veðurskilyrði eru erfið eða landrými er takmark- að. Knattspyrnufélög verða að sýna kjark og halda áfram að leika á náttúrulegu grasi þar sem að- stæður eru góðar, eins og víðast hvar á SV-landi. Nýtt gervigras á leikvöll á nokkurra ára fresti vegna mikillar notkunar og slits er vænt- anlega ekki raunhæf krafa þrátt fyrir fyrirheit um slíkt (sporin hræða) og ekki mun það verða ódýrari kostur fyrir bæjarfélögin þegar upp er staðið ef tryggja á gæði sem standast kröfur leiksins á efstu stigum. Hinn fagri leikur á glæsta framtíð á Íslandi en þjálfun og keppni á náttúrulegu grasi þarf að vera hluti af þeirri framtíð. Fyrsti kostur fyrir knattspyrnu- leikinn er og verður náttúrulegt gras sem yfirborð í keppni þeirra bestu – vonandi líka á Íslandi. Geir Þorsteinsson » Fyrsti gervigras- völlurinn hér á landi var tekinn í notkun í Laugardal 1984 og síðan hefur þeim fjölgað og gæði gervigrassins hafa tekið stakkaskiptum. Geir Þorsteinsson Höfundur er áhugamaður um fallega leikna knattspyrnu. Hinn fagri leikur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.