Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
✝ Áslaug Axels-dóttir var fædd
í Reykjavík 15.
október 1926. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 30. júlí
2018. Foreldrar
hennar voru Axel
Kristinn Skúlason,
f. 23. september
1901, d. 12. mars
1980, og Þorsteins-
ína Gísladóttir, f. 5. maí 1897, d.
2. maí 1982. Systkini Áslaugar
eru Ólafur Ásgeir Axelsson, f.
20. nóvember 1930, d. 15. nóv-
ember 1978, og Ólafía Axels-
dóttir, f. 3. ágúst 1938.
Áslaug lauk prófi frá Gagn-
fræðaskóla Reykja-
víkur og hóf þá
störf hjá Innflutn-
ingsskrifstofunni
Skólavörðustíg 12
og vann þar í 17 ár.
Að því loknu hóf
hún störf í Lands-
bankanum, þar sem
hún starfaði síðast
sem aðalféhirðir
bankans þar til hún
fór á eftirlaun árið
1996. Meðfram störfum sínum
hjá Landsbankanum kenndi hún
dans í Dansskóla Heiðars Ást-
valdssonar.
Útför Áslaugar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 20. ágúst
2018, klukkan 13.
Áslaug var fædd og uppalin
á Baldursgötunni og bjó þar
með foreldrum sínum og systk-
inum, Óla og Lóu. Áslaug og
Lóa voru mjög samrýndar og
héldu heimili saman alla tíð,
lengi vel í Úthlíð 3 en seinni ár-
in á Þorragötunni.
Við Ólafsbörn höfum verið
tíðir gestir á heimili þeirra og
okkur alltaf verið ljóst að við
ættum þær systur að. Óli bróð-
ir, eins og Áslaug kallaði hann,
lést í flugslysi á Srí Lanka árið
1978, en fjölskyldutengslin hafa
haldist sterk þrátt fyrir það.
Það er ekki síst að þakka þeim
Áslaugu og Lóu sem hafa stutt
okkur systkinin og mömmu
með ráðum og dáð. Áslaug var í
okkar augum bankakona fram í
fingurgóma, alltaf fallega
klædd og vel tilhöfð. Þegar
vinnu lauk fór hún í Dansskóla
Heiðars Ástvaldssonar þar sem
hún kenndi samkvæmisdansa í
fjöldamörg ár. Einnig elskaði
hún að ferðast og hefur komið
til allra heimsálfa og gerði það
löngu áður en ferðalög urðu
jafnalgeng og þau eru í dag.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í
skörðin.
(Tómas Guðmundsson)
Með þessum ljóðlínum eftir
Tómas Guðmundsson kveðjum
við Áslaugu föðursystur okkar í
dag með kæru þakklæti fyrir
samfylgdina.
Bryndís, Sigrún og Axel.
Mikið er þetta skrýtið og í
raun enn svo óraunverulegt. Þó
að ég vissi í hvað stefndi er
maður aldrei viðbúinn þegar að
endalokum kemur.
Áslaug var einstök kona, yfir
henni hvíldi mikil reisn, glæsi-
leiki, hlýja og friður. Fjölskyld-
an skipti Áslaugu miklu máli,
hún var dugleg að rækta fjöl-
skylduböndin og fylgdist vel
með því sem við vorum að gera
í lífinu, hún var í raun meira
eins og amma okkar heldur en
frænka.
Þakklæti er fyrsta orð sem
kemur upp í huga minn er ég
rita þessi orð. Ég er þakklát
fyrir að hafa haft Áslaugu í
mínu lífi. Hún og Lóa systir
hennar eru stór hluti af mínum
minningum, allt frá barnæsku.
Ég er þakklát fyrir að hafa haft
þær sem fyrirmyndir, þakklát
fyrir þá velvild, hlýju, vænt-
umþykju og ást sem þær hafa
sýnt mér og fjölskyldu minni í
gegnum árin.
Þrátt fyrir að söknuðurinn sé
sár og erfitt að sætta sig við
fráfall Áslaugar þá get ég
huggað mig við það að alla tíð
var samband okkar mjög náið
og minningarnar ljúfar. Minn-
ingar sem lifa munu með mér
áfram, þær munu ylja mér í
einmanaleikanum og styrkja í
sorginni.
Elsku Áslaug, takk fyrir allt
það góða sem þú gafst mér,
fyrir það er ég betri mann-
eskja. Það verður skrýtið að
heimsækja Þorragötuna og sjá
þig ekki þar, missir okkar allra
er mikill en mestur er þó missir
hennar Lóu, ég mun passa vel
upp á hana og sjá alltaf til þess
að það verði þeyttur rjómi með
kökunum á sunnudögum.
Með þungum tárum og mikl-
um söknuði kveð ég þig í hinsta
sinn.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur hug þinn, og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Þín,
Dagný.
Að safna perlum í langa festi
er samlíking sem ég á í huga
mér er ég hugsa um fólk sem
mér þykir vænt um og hef ver-
ið svo lánsöm að fá að vera
samferða í lífinu.
Mislöng er samveran en
góða fólkið sem skilur eftir sig
spor er hluti af minni festi.
Áslaug Axelsdóttir sem við
kveðjum nú er ein af perlunum.
Ég er þakklát fyrir samfylgd
sem alltaf einkenndist af góð-
vild, heiðarleika, vináttu og
áhuga.
Þakklát fyrir nærveru Ás-
laugar og Lóu í uppvexti
barnanna minna.
„þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn, og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín “
(Kahlil Gibran)
Minningarnar lifa með okk-
ur.
Kærleikskveðjur til Lóu,
fjölskyldu og samferðafólks Ás-
laugar Axelsdóttur.
Ásgerður Ólafsdóttir.
Við starfslok árið 2000
stofnuðum við nokkrar konur,
sem þá vorum að hætta störf-
um í Landsbankanum, klúbb
þar sem við gætum hist og
haldið sambandi eftir starfs-
lok. Áslaug Axelsdóttir var ein
af stofnendum þessa klúbbs
sem hlaut nafnið Landsliðið að
hennar tillögu. Má segja að
stofnun klúbbsins hafi verið
gæfuspor fyrir okkur allar, en
síðan þá höfum við hist reglu-
lega og alltaf bætist í hópinn.
Farið í ferðalög á hverju ári og
hist á Hótel Sögu einu sinni í
mánuði. Klúbburinn telur nú á
annað hundrað meðlimi. Ás-
laug og Ólafía systir hennar
voru duglegar að mæta nema
þegar þær voru í ferðalögum
erlendis en þær ferðuðust mik-
ið um tíma.
Við Áslaug unnum báðar í
Landsbankanum í Austur-
stræti eða aðalbankanum eins
og sagt var þá. Það var góður
vinnustaður. Eins og stór fjöl-
skylda sögðu sumir. Áslaug
var aðalféhirðir og við bárum
mikla virðingu fyrir henni.
Frábær starfskraftur, létt og
kát, skemmtileg og hnyttin í
tilsvörum. Hún stundaði dans í
mörg ár.
Við í Landsliðinu þökkum
Áslaugu samfylgdina. Hennar
verður saknað á næstu fund-
um. Ólafíu og fjölskyldunni
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Kristín Eiríksdóttir
(Dinna).
Áslaug Axelsdóttir HINSTA KVEÐJA
Það verður tómlegt fyrir
okkur systkinin að koma
heim til Íslands í þetta sinn,
og geta ekki kíkt í heim-
sókn til Áslaugar frænku.
Við höfum verið svo
heppin að eiga Áslaugu að
og hún hefur eiginlega ver-
ið auka amma, yndisleg við-
bót við hinar frábæru ömm-
ur okkar. Áslaug var
skemmtileg, fyndin og hlý –
og svo var hún ein gjafmild-
asta kona sem við höfum
hitt.
Við söknum hennar mik-
ið.
Arnþór Axelsson og
Áslaug Axelsdóttir
alnafna.
✝ Guðbjörg Ing-unn Magn-
úsdóttir fæddist á
Patreksfirði 21. júní
1942. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi þann 9. ágúst
2018.
Foreldrar Guð-
bjargar voru Magn-
ús Ingimundarson,
f. 18. desember
1914, d. 9. október 1997, og
María Sigurðardóttir, f. 24. mars
1921, d. 1. nóvember 1981. Þau
eignuðust fimm börn og var Guð-
björg næstelst. Systkini Guð-
bjargar eru Kristín, f. 15. júlí
1938, d. 27. janúar 1997, Hrafn-
hildur, f. 21. september 1947,
Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 31.
ágúst 1950, d. 28. janúar 2016, og
Ingimundur, f. 13. febrúar 1961.
Guðbjörg giftist Trausta Þor-
lákssyni 24. desember 1959.
Börn þeirra eru Magnús, f. 28.
kvæntur Guðrúnu Hergils Valdi-
marsdóttur, f. 1973. Börn þeirra
eru Tómas Arnar, f. 1999, og
Anton Gauti, f. 2008.
Guðbjörg ólst upp á Patreks-
firði. Hún kláraði gagnfræða-
próf frá Héraðsskólanum á Núpi.
Árið 1957 flutti hún til Reykja-
víkur og ári síðar, þann 25. maí,
trúlofast hún eftirlifandi eig-
inmanni sínum og hófu þau sam-
búð í Hátúni 13. Árið 1971 flutt-
ust þau í Fossvog og áttu þar
samastað þar til þau fluttu árið
2007 í Ársali í Kópavogi. Vegna
starfa þeirra hjóna hjá Samein-
uðu þjóðunum átti þau heima um
nokkurt skeið víða um heim eins
og t.d. í Ísrael, Sýrlandi og Haítí.
Auk þess bjuggu þau um tíma í
húsi sem þau byggðu sér á Mer-
rid Island í Flórída í Bandaríkj-
unum.
Guðbjörg var húsmóðir en
vann einnig við ýmis þjónustu-
og verslunarstörf og var um
tíma læknaritari og síðar gjald-
keri hjá Búnaðarbanka Íslands.
Guðbjörg var um tíma virk í
kvenfélagi Karlakórs Reykjavík-
ur.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag, 20.
ágúst 2018, klukkan 15.
ágúst 1959. Börn
hans eru Gunnar
Trausti, f. 1977,
maki Sigrún Huld
Auðundsdóttir,
börn Daníel Stefán,
Þorbjörg Halldóra
og Gunnar Gabríel.
Guðbjörg Ingunn
Magnúsdóttir, f. 22.
febrúar 1980, maki
Ragnar Þór Ingólfs-
son, börn Logi Þór
og Emma Lísa Guðlaug, f. 6. des-
ember 1960. Börn hennar eru
Tinna María, f. 1982, börn henn-
ar eru Emilía Silfá, Saga Þöll og
Ýmir Darri. Jón Elmar, f. 1984,
maki Elvý Ósk Guðmundsdóttir,
barn Elías Ernir. María, f. 19. júlí
1963, d. 23. mars 2016. Börn
hennar Trausti Þrastarson, f.
1981, Viðar Þrastarson, f. 1983,
Eva Sólveig Þrastardóttir, f.
1985, og Elvar Gunnarsson, f.
1993.
Þorlákur, f. 26. janúar 1972,
Til mömmu.
Elsku mamma mín. Í 59 ár
naut ég ástar frá þér sem var skil-
yrðislaus. Á hverjum degi í mörg
ár töluðum við saman um fallega
hluti og hluti sem gerðu daginn
fagran og bættu marga hluti þeg-
ar eitthvað var að. Síðan kvödd-
umst við ávallt með ást í hjarta.
Elsku mamma mín, ég sakna
þín sárt og veit að við munum
sameinast seinna fyrir framan
hásæti Guðs. Ég veit að himna-
faðirinn tekur vel á móti þér.
Margar fallegar gjafir gafstu mér
um árin og sú fallegasta gjöf til
mín sem yljaði mér um hjarta-
ræturnar var að þú áttir að skila
kveðju til mín frá Maríu systur og
Þorbjörgu eiginkonu og barns-
móður minni.
Elsku mamma, megi friður, ást
og kærleikur umvefja þig eins og
þú veittir mér.
Sem ungu barni þú ruggaðir mér
í svefninn með söng á vörum þér.
Svaf ég þá vel og svaf ég fast
því ég vissi að alla þína ást þú mér
gafst.
Er erfitt ég átti þú studdir mig, kenndir
mér hvernig á að virða sjálfan sig.
Vera góður og heiðarlegur
muna það, virða hvar sem ég dvel.
Ólst mig upp með von í hjarta
mér til handa um framtíð bjarta.
Hamingjusamur ég á að vera
elskuleg móðir sem allt vill gera.
Með þessum orðum vil ég þakka þér,
alla ást og umhyggju sem þú gafst mér.
Ég elska þig mamma og mun ávallt
gera
vil ég að þú vitir það hvar sem ég mun
vera.
(Sumarliði Halldórsson)
Þinn sonur,
Magnús.
Guðbjörg eða Gugga eins og
hún var alltaf kölluð var einstök
manneskja, hæglát og blíð en
flugskörp. Frá fyrstu kynnum,
fyrir 25 árum síðan, var ljóst að
hún lét sér annt annt um afkom-
endur sína og sitt nánasta fólk.
Við urðum strax miklar vinkonur
og gátum talað saman um heima
og geima. Hún var opin og ein-
læg.
Gugga var húsmóðir fram í
fingurgóma og heimili þeirra
hjóna var alltaf svo fágað og hlý-
legt. Hvort sem þau bjuggu í Ísr-
ael, Íslandi eða Flórída hafði hún
einstakt lag á því að gera huggu-
legt í kringum sig með skraut-
munum, blómum og kertaljósum.
Þegar hausta tók og dró að hátíð-
um voru jólin sett upp í áföngum.
Byrjað á þéttröðuðum jólaóróum
í alla stofuglugga, síðan seríur og
hinir ýmsu jólamunir nokkru síð-
ar og loks jólatré sem iðulega var
skreytt með viðhöfn og hjálp
barnabarna og/eða barnabarna-
barna eftir kúnstarinnar reglum
frúarinnar.
Unun var að fylgjast með
Guggu við heimilisstörf og mat-
reiðslu. Allt lék í höndunum á
henni. Jafnt hvort hún var að
matreiða fiskihakkbollur eða
stórsteik um jól virtist allt vera
svo auðvelt. Aldrei að sjá að nokk-
urn skapaðan hlut hefði verið haft
fyrir einu eða neinu, svo afslöpp-
uð og yndisleg var stemmningin í
óteljandi stórveislunum.
Gugga var hreinskiptin og
sagði hlutina beint út. Hún hikaði
ekki við að láta tengdadóttur sína
vita að nú væri ef til vill kominn
tími til að laga augabrúnir aðeins
eða klæðast bjartari litum, t.d.
bleikum sem var hennar uppá-
halds litur. Eins fór hún ekkert í
grafgötur með það að henni
fannst nýi ítalski sófinn okkar
Þorláks ekki þægilegur og að
þessi mubla væri nú meira svona
til að horfa á heldur en að sitja í.
Gugga var mikil barnagæla. Í
hvert skipti sem hún varð amma
eða langamma varð hún alveg við-
þolslaus þar til hún hafði knúsað
þessa nýju fjölskyldumeðlimi og
lýst því ítrekað yfir hversu him-
nesk börnin voru og eru. Þegar
eldri sonur okkar Þorláks var lít-
ill bjuggu Gugga og Trausti á
Flórída og áttum við margar góð-
ar samverustundir í yndislega
húsinu þeirra á Merritt Island.
Gestrisni þeirra var ótrúleg og
það var ekki aðeins ömmuprins-
inn Tómas Arnar sem var dekr-
aður í þessum heimsóknum held-
ur við örþreyttu og vansvefta
ungu foreldrarnir líka. Þegar
yngri sonur okkar hann Anton
Gauti fæddist voru Gugga og
Trausti flutt til Íslands og þá voru
nú hæg heimatökin. Gugga var
boðin og búin að passa og tók iðu-
lega á móti Antoni með opinn
faðminn og annaðist hann af hlýju
og væntumþykju. Eitt það fyrsta
sem Anton lærði að segja var:
„Amma Gugga“. Svo sterkur
samnefnari var hún fyrir þau
hjón að þegar bent var á afa
Trausta og spurt hver þetta væri
kom mjög svo rökrétt svar frá
þeim stutta; „Afi Gugga“.
Ég kveð mína dásamlegu
tengdamömmu með miklum
trega vitandi að samverustund-
irnar verða ekki fleiri í þessari til-
vist og að drengirnir okkar Þor-
láks eru búnir að missa ömmu
þeirra sem var þeim svo kær. Í
sorginni er mikil huggun fólgin í
því að geta yljað sér við góðar
minningar og af þeim eigum við
margar.
Guðrún H. Valdimarsdóttir.
Öll minnumst við látins ástvin-
ar á mismunandi hátt og fer það
oft eftir því hvaða hlutverk þessi
tiltekna manneskja spilaði í okkar
lífi.
Guðbjörg, amma mín, spilaði
mörg hlutverk í sínu lífi þar sem
hún var mjög rík manneskja þeg-
ar kom að því sem varðar fjöl-
skyldu og vini. Það hlutverk sem
hún spilaði í mínu lífi var að vera
allra besta amma heimsins fyrr
og síðar.
Hún vann sér inn þann titil að
vera heimsins besta amma með
því að dekra mig í döðlur við
hvert tækifæri og leyfa mér alltaf
að komast upp með allt sem ég
komst ekki upp með heima hjá
mér, eins og að borða eins mikið
kex og ég vildi og vera eins mikið í
tölvunni og ég gat.
Amma Gugga sýndi ótrúlega
mikinn áhuga á öllu því sem ég
tók mér fyrir hendur og vildi allt-
af heyra af öllu sem var í gangi
eða því sem ég hafði fyrir stafni.
Ef ég teiknaði mynd í leikskól-
anum og gaf henni var hún komin
innrömmuð upp á vegg daginn
eftir. Síðar átti hún eftir að deila
ótal færslum um mig á facebook
uppfull af stolti. Þetta gerði hún
amma Gugga vegna þess að hún
var einfaldlega yndisleg og hafði
endalausa ást að gefa.
Ég tengi svo margar af mínum
allra bestu æskuminningum beint
við ömmu og nærveru hennar
sama hvort það var að spila jatsí
þangað til hún leyfði mér einfald-
lega bara að vinna, fá að sjá um að
skreyta jólatréð eða fara til Flór-
ída til að hitta ömmu og krókódíl-
inn í bakgarðinum.
Það var allt svo notalegt hjá
ömmu Guggu og henni fannst
mjög mikilvægt að fara alltaf með
kvöldbænirnar. Margar þeirra
eru enn í fersku minni og þá sér-
staklega þessi:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Amma Gugga spilaði lykilhlut-
verk í mínu lífi og mun alltaf vera
gríðarleg fyrirmynd fyrir mig
þegar kemur að fjölskyldulífi,
framkomu og útgeislun.
Ég sakna ömmu mjög mikið og
mun halda áfram að gera það það
sem eftir er.
Tómas Arnar Þorláksson.
Elsku Gugga frænka hefur
kvatt okkur.
Ekki átti ég von á að það yrði
svona fljótt eftir að ég fékk að vita
að þú værir með krabbamein,
eins og því miður margar konur í
okkar fjölskyldu þurfa að glíma
við. Ég á svo margar góðar minn-
ingar, mér þótti alltaf svo vænt
um þig. Kannski af því að ég fór í
fyrsta skipti í afmæli til þín aðeins
nokkurra daga gömul. Við elsk-
uðum líka báðar bleikt og allt sem
viðkom fallegum fötum eða fal-
legum hlutum. Við vorum það lík-
ar í svo mörgu að oft var talað um
að ég gæti verið dóttir þín frekar
en mömmu. Ég minnist með hlý-
hug allra jólaboðanna í Vogaland-
inu á aðfangadagskvöld, þvílíkar
tertur og heitt súkkulaði. Heim-
sóknirnar til þín og Trausta þeg-
ar þið bjugguð í Flórída eru líka
ógleymanlegar. Eftir að mamma
dó var svo gott að koma í heim-
sókn til þín og Trausta og fá að
rifja upp minningar um mömmu,
og ef maður hringdi á undan sér
var búið að skella í vöfflur.
Þegar við töluðum saman, eftir
að þú vissir hvert stefndi, þá
sagðir þú mér að þér fyndist þú
svo heppin að hafa lifað svona
lengi, þú hefðir átt góða ævi. Búin
að gera svo fínt heima hjá ykkur
og núna fengir þú að hitta
mömmu þína og pabba, systur og
dóttir. Ég kveð þig með miklum
hlýhug og söknuði.
Þín,
Erla.
Jæja elsku Gugga okkar, nú er
komið að leiðarlokum. Það er með
söknuði í hjarta sem við kveðjum
þig eftir áratuga vináttu. Okkar
vinátta hófst þegar við vorum að-
eins átján ára gamlar en þá
bjuggum við saman í Hátúninu í
fjögur ár eftir að við Snorri flutt-
um suður frá Siglufirði. Þá grín-
uðumst við með það að við mynd-
um líka enda á að búa saman sem
gekk svo eftir þegar þið Trausti
fluttuð í sömu blokk og við Snorri
en bara tveimur hæðum ofar.
Oft var kíkt í kaffi eða aðrar
veitingar og hélst það fram á nán-
ast síðasta dag.
Við rifjuðum oft upp gamla
daga þar sem við vorum rúmlega
tvítugar búnar að eiga þrjú börn
hvor. Sumarbústaðarferðir á
sumrin voru oft ansi skrautlegar
með allan skarann og lítið sem
ekkert pláss. Eitt sinn komum við
á Geitháls með stóðið og vorum
spurðar: „Stelpur – á hvaða
barnaheimili vinnið þið?“ Margs
er að minnast frá langri samleið
en nú skilur leiðir. Við Snorri og
börnin okkar eigum eftir að sakna
áralangrar vináttu. Elsku
Trausti, Magnús, Guðlaug, Þor-
lákur og fjölskyldur. Okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ykkar vinir,
Brynja og Snorri.
Guðbjörg Ingunn
Magnúsdóttir