Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 20

Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 ✝ Edda BjörkGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 13. janúar 1983. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 12. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar eru Lára Björns- dóttir og Gunnar Sæmundsson. Bróðir hennar er Björn Jóhann og á hann eina dóttur, Önnu Láru. Edda Björk eignaðist árið 2011 dóttur sem heitir Fanney Ósk Eiríksdóttir. Edda lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 2006. Hún kenndi við Árbæjarskóla, Vatns- endaskóla í Kópa- vogi og Hofsstaða- skóla í Garðabæ. Edda Björk var skáti og björg- unarsveitarmann- eskja af lífi og sál. Hún hóf ung þátt- töku í björg- unarstörfum, fyrst með Hjálparsveit skáta í Reykjavík og síðar með Hjálp- arsveit skáta í Garðabæ. 2015 hóf Edda Björk störf hjá Björgunarskóla Slysavarna- félagsins Landsbjargar sem yf- irleiðbeinandi í leitartækni. Útför Eddu Bjarkar fer fram í dag, mánudaginn 20. ágúst, kl. 13 frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Hvernig skrifar maður minn- ingargrein um litlu systur sína án þess að tárast. Þú barðist eins og ljón og þú gafst aldrei upp. Þú kenndir mér og öðrum að lífið er núna. Allar minningarnar okkar saman, öll ferðalögin með for- eldrum okkar þegar við vorum yngri og seinna meir okkar ferðalög með litlu stelpunum okkar og mömmu og pabba. Allar ferðirnar í fjörðinn okkar þar sem við áttum yndislegar stund- ir, klappirnar í Kollagötuá sem við lékum okkur á og stelpurnar okkar leika sér á í dag. Við náð- um sem betur fer að komast saman í sumar og nutum hverrar stundar þrátt fyrir að þú hafir verið orðin veik, þær minningar úr firðinum okkar síðustu ár geymi ég í hjarta mínu. Það var oft gaman þegar að við vorum ungir skátar og þú fékkst leyfi til að koma með okk- ur eldri krökkunum upp í skátas- kálann Kút. Allar stundirnar okkar þar og svo þegar stór jarð- skjálfti reið yfir eitt kvöldið og við stóðum sitthvoru megin við borðið og ég gat ekkert gert nema kasta mér yfir borðið til þín því ég hafði lofað mömmu og pabba að passa þig. Næturnar sem við lágum úti og horfum á norðurljósin dansa yfir Skarða- mýrafjallinu, endalausar bak- pokaferðir með misgóðu pasta. Seinna meir fór ég í HSSR og þú fylgdir á eftir. Mér er minnisstætt þegar ég kom til London að sækja þig eftir að þú varst búin að vera að þvæl- ast um Evrópu með bestu vin- konu þinni, henni Hrafnhildi. Hvað ég var ánægður að sjá þig, samt vorum við bara í sundur í nokkrar vikur. Við fórum saman á alheimsmót skáta í Englandi 2007 og áttum æðislega tíma þar og nutum hvers dags og hvers kvölds með öllum þeim ævintýr- um sem við lentum í. Seinna fórst þú í HSG og ég í FBSR og í hverju útkalli sem við fórum í hlustaði ég alltaf eftir kallmerk- inu þínu „Garðar Edda“ og þú eftir mínu og jólaboðin sem leystust upp af því að við rukum út á aðfangadagskvöld til að koma öðrum til hjálpar. Svo fæddist Fanney Ósk sólargeisli og þið Eiríkur fenguð nýtt og spennandi hlutverk. Þrátt fyrir að ykkur lánaðist ekki að búa saman stóðuð þið ykkur frábær- lega sem foreldrar og í raun fyr- irmynd fyrir aðra, vinir allt til enda. Þú varst ákveðin persóna en þér tókst alltaf að fá fólk með þér og náðir að hvetja fólk til dáða. Elsku Edda mín, þú áttir í stríði við krabbameinin hálfa æv- ina, þessi mein komu og fóru. Sigrarnir voru stórir þegar með- ferðum lauk og þú fékkst græna- kortið og varst laus. Aftur skall á myrkur og þú veiktist á ný, þannig gekk það í fjórgang. Hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju og það systur mína. Mér fannst ég svo van- máttugur að geta ekki komið þér til hjálpar eða verndað þig fyrir þessu og særindin urðu enn dýpri við síðustu greiningu. Þú barðist og þú vannst orrustur með ótrúlegu viljaþreki en á end- anum náðu meinin að særa þig banasári. En gafstu upp? Nei, hetjan mín barðist allt til enda. Þú ákvaðst að hjóla hringinn í kringum landið og stofnaðir hjó- lalið með frábæru fólki. Liðið þitt Fuck Cancer vann hug og hjörtu allra. Njóta en ekki þjóta var mottóið ykkar. Síðastliðið vor hélduð þið vel heppnað fjalla- hjólamót. Alltaf með plön, alltaf að hugsa fram á við, alltaf að muna að lífið er núna. Og það er mín minning af þér, Ljónshjart- að sem aldrei gafst upp. Hvað ég sakna þín, elsku litla systir. Elsku Fanney Ósk frænka mín, ég lofa þér að vera alltaf til stað- ar fyrir þig. Björn Jóhann og Anna Lára. Allt frá því við litum hana aug- um í fyrsta sinn var augljóst að hér var á ferð ung efnileg dama, skapgóð en þó ákveðin. Frá unga aldri hafði Edda Björk mikinn áhuga á fimleikum og var komin í Tromphóp Ármanns á unglings- árum. Þaðan færðist áhuginn yfir í skátastarfið og var hún „Eitt sinn skáti ávallt skáti“ með Skátafélaginu Skjöldungum frá Ylfingum uns hún var orðin Dróttskáti. En ekki var þessi snót orðin mjög gömul þegar „krabbinn“ bankaði fyrst á dyr. Í mennta- skóla fór að bera á veikindum og aðeins 18 ára gömul fór hún í gegnum fyrstu meðferðina og síðar geisla til að vinna bug á Hodgkińs krabbameinum í brjóstholi, sú barátta tók 4 ár og nú blasti lífið við. Edda vildi ávallt hjálpa öðrum og meðfram kennaranámi í KHÍ hóf hún að starfa með Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík og síðan í hjálparsveit skáta í Garðabæ og varð fljótt mjög virk og var farin að kenna skyndihjálp innan sveitarinnar og jafnframt halda námskeið á vegum Landsbjargar og varð síðar yfirleiðbeinandi í leitartækni hjá Landsbjörgu. Í starfi Björgunarsveitarinnar í Garðabænum kynntist hún barnsföður sínum Eiríki Einars- syni og hófu þau búskap. Ekki leið á löngu þar til lítil stúlka, Fanney Ósk, kom í heiminn árið 2011, svo óskaplega lík móður sinni. En aftur knúði krabbinn á dyr! Árið 2014 þegar Edda greindist með brjóstakrabba. Hún tók þessu verkefni af æðru- leysi og taldi sér trú um að fyrir hana yrðu ekki lögð erfiðari verkefni en þau sem hún gæti tekist á við – með góðri hjálp, bjartsýni og herkænsku ætlaði hún sér að toppa fjallið! Þau Eiríkur slitu samvistum 2015 og hélt Edda Björk baráttu sinni áfram með tryggri aðstoð fjölskyldu sinnar og með ljós- geisla sinn Fanneyju Ósk sem haldreipi. Edda Björk hafði einstaka hæfileika til að rita pistla um reynslu sína og minnti okkur ávallt á að vera ekki að bíða eftir að eitthvað myndi gerast heldur að lifa í núinu því eins og hún orðaði það þá er „lífið núna“. Hún líkti meðferðum sínum við fjallgöngur og sjálfri sér við fjallablóm sem ávallt ætlaði að sigra toppinn þrátt fyrir storma og illviðri þegar toppurinn var í augsýn. Enn og aftur tók krabbinn sér bólfestu í fjallablóminu 2016, nú voru mein í heila, hrygg, lungum og lifur. Það er ótrúlegt hvernig íslensk fjallablóm fara að því að skjóta rótum sínum í gljúpum jarðvegi landsins og svo sannar- lega reyndi Edda af öllum sínum mætti að festa rætur sínar og undirbúa sig fyrir sigurgönguna á toppinn en varð að lokum að játa sig sigraða. Í gegnum alla þá storma sem elsku fallega fjallablómið þurfti að ganga í gegnum stóð hennar nærfjölskylda keik við bakið á henni og veitti henni styrki og dug í mótlætinu. Elsku Lára, Gunni, Fanney Ósk, Bjössi og Anna Lára, þið stóðuð þétt í kringum fallega fjallablómið og gerðuð allt ykkar til að hlúa að því. En núna fær elsku stelpan okkar hvíldina en minningin um einstaka stúlku mun lifa með okkur alla tíð. Bjössi Afi, Fríða, Linda, Eyrún og fjölskyldur. Edda var yngsta barnabarn ömmu og afa á Tungó og litla dúllan í frændsystkinahópnum, en þrátt fyrir að hún hafi verið minnst og best var hún aldeilis ekki lítil í sér og gaf okkur sem eldri vorum ekkert eftir. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel og af miklum krafti. Hún klifraði hæst í trjánum hennar ömmu, kenndi okkur hinum fim- leika á túninu á Tungó, manaði okkur upp í að gera dyraat hjá nágrönnunum og skoraði á okkur í kapphlaup eftir langa gangin- um. Þær amma áttu einstaklega fallegt samband og voru mjög nánar og eftir að amma féll frá kom Edda á frænkuhittingum til að halda minningu afa og ömmu á lofti og styrkja okkar samband. Edda var risastór persónuleiki. Það sem einkenndi hana í okkar hóp var hlýleiki, hugrekki og ör- læti. Hún var skemmtileg, fyndin og hafði húmor sem innihélt passlegan skammt af kaldhæðni. Við dáðumst að lífsgleði hennar sem dvínaði aldrei þrátt fyrir erf- ið veikindi. Hún var og verður frábær fyrirmynd og við erum allar ríkari að hafa átt hana fyrir frænku. Minningar um einlægni, hlátrasköll og skemmtilegar sög- ur langt fram á kvöld munu lifa með okkur. Amma kom oft til Eddu í draumum og eitt skiptið í veik- indum hennar sendi Edda okkur frænkunum skilaboð og sagði að amma bæði að heilsa okkur. Amma sat hjá henni um nóttina og hélt í höndina á henni. Þær áttu langt og gott samtal og Edda sagði að amma hefði náð að róa sálartetrið. Það var einstakt hve Edda var góð móðir og sá ekki sólina fyrir Fanneyju Ósk og er hún lifandi eftirmynd móður sinnar. Sam- band Eddu við foreldra sína og Bjössa bróður var einstaklega náið og fallegt. Elsku Gunni, Lára, Fanney Ósk, Bjössi og Anna Lára, það er sárt að kveðja og hennar skarð verður aldrei fyllt. En við hugg- um okkur við að hún er komin í hlýjuna til ömmu og afa. Eyrún, Særún, Guðrún og Heiðrún. Elsku brosmilda fjallablómið mitt, nú er kallið komið og þú ert farin heim eins og við skátar segjum. Þú hefur verið í erfiðri fjallgöngu. Á ferðinni hefurðu oft þurft að reima skóna fastar og gera ný ferðaplön. Á leiðinni hafa fallið skriður og snjóflóð. Áfram hefur þú alltaf haldið með bros á vör og gleði í hjarta. Ég velti fyr- ir mér hvort nú sé toppnum ekki náð, baráttan við erfiðar hlíðar sé búin og nú náir þú að vera á toppnum í friði og ró að fylgjast með og vernda okkur hin. Þú hefur kennt okkur að berj- ast sama hvað á dynur, með ham- ingjuna að vopni. Þú hefur kennt okkur að njóta hverrar gæða- stundar sem lífið hefur upp á að bjóða. Þú hefur kennt mér að gefast ekki upp, því það er hrein- lega ekki valmöguleiki. Þraut- seigjan og þrjóskan í þér hefur verið aðdáunarverð og verður mér hvatning í lífinu. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Á milli okkar var einstök vinátta, við upplifðum svo mörg skemmtileg ævintýri saman og áttum svo margar yndislegar stundir. Við vorum bara ungling- ar á SSR-móti þegar ég fékk þig óvænt í fangið í bókstaflegri merkingu. Þá komst þú rúllandi niður varðeldalautina og lentir beint á mér. Síðan þá höfum við verið samferða og samstiga í gegnum lífið, sama hvert horft er. Við áttum svo margt sameig- inlegt og gátum alltaf speglað okkur hvor í annarri, enda urð- um við á svo margan hátt eins og systur í lífinu. Það verður því erf- itt að halda áfram núna þegar hinn helminginn vantar, en ég mun gera það og með bros á vör því það var það sem þú kenndir mér. Þú varst svo mikil ævintýra- skvísa og oft var ég búin að sam- þykkja að gera eitthvað með þér þótt ég vissi ekkert meira um hvað stæði til, því ég vissi fyrir víst að það yrði alltaf skemmti- legt hjá okkur. Þú varst nefni- lega svo góð í að skemmta bæði þér og öðrum. Án efa var „int- errailið“ sem við fórum í eftir Kennaraháskólann stærsta og eftirminnilegasta ævintýrið okk- ar en þar fyrir utan eigum við óteljandi ferðalög að baki og minningarnar sem þær skilja eft- ir eru mér algjörlega ómetanleg- ar. Ég er líka svo þakklát fyrir þær ferðir sem við náðum að fara í með Fanneyju Ósk og vinum okkar undanfarin misseri, þrátt fyrir þrekleysi og veikindi. Fann- ey Ósk var sannarlega óskin þín, óskin sem rættist og þú lifðir fyr- ir. Það var svo yndislegt að sjá ykkur saman og betri móður var ekki hægt að finna. Þú sinntir henni afar vel og ég veit að marg- ir litu upp til þín í foreldrahlut- verkinu. Í veikindunum slóst þú ekki slöku við og varst dugleg að fara með Fanneyju Ósk í ferða- lög og búa til gæðastundir og ógleymanlegar minningar með henni. Fanney Ósk hefur misst mikið og er missirinn hennar mestur. Hugur minn er fyrst og fremst hjá henni og ég mun gera það sem ég get til að styrkja hana á þessum erfiða tíma. Einn- ig er hugur minn hjá foreldum þínum, bróður og Eiríki. Að kveðja þig í dag er þyngra en kraftar mínir ná yfir. Ég get bara ómögulega gert það, því segi ég bara góða ferð heim, elsku vinkona, og ég sé þig þegar ég kem. Þín Hrafnhildur. Elsku Edda Björk. Ég trúði því alltaf að fyrir eitthvert undur myndir þú hrista þetta af þér þar sem þú hefur sýnt og sannað ítrekað að þú ert ofurhetja. Þú hefur sýnt okkur öllum hvernig við eigum að njóta lífsins og njóta en ekki þjóta. Ég er svo óendanlega þakklát að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst nánari mér en nokkur ann- ar og sporin sem þú skildir eftir í hjarta mínu verða aldrei fyllt. Þú verður með mér í huganum um alla framtíð, elsku Ofur-Edda. Ég grobbaði mig svo oft af ofur- björgunarsveitarkonunni sem var vinkona mín, mesti nagli í heiminum og alltaf stutt í brosið og fíflaganginn. Takk fyrir allar þær stundir sem við hlógum saman og fyrir allar þær stundir sem við grétum saman. Þú varst alltaf til staðar, hvort sem það voru litlu stund- irnar eða þær allra stærstu. Þeg- ar ég lít til baka, þá voru sumar af þeim stundum sem maður hélt að væru litlar í raun þær allra stærstu. Takk fyrir að gæða líf mitt gleði og ljósi. Takk fyrir að gera mig að betri manneskju. Takk fyrir að hjálpa mér að vaxa og dafna og verða sú sem ég er í dag. Takk fyrir að hafa alltaf trú á mér, sérstaklega þegar ég hafði ekki trú á sjálfri mér. Það eru ekki margir sem maður hittir á lífsleiðinni sem sýna manni skil- yrðislausa ást, en þú gerðir það með þínu ótrúlega stóra hjarta. Við gátum rætt allt, allt það gleðilega í lífinu, og einnig þau mistök sem maður gerir þegar maður er að vaxa úr grasi. Þú dæmdir mig aldrei, en áttir óend- anlegt magn af góðum ráðum og gast alltaf fengið mig til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Takk fyrir allt! Lífið er áskorun og þú kenndir mér að með brosi og hugrekki getur maður tekist á við stór fjöll. Ég mun lifa eftir þínu fordæmi og skapa minning- ar við hvert tækifæri. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Þín er sárt saknað, elsku vin- kona. Til tunglsins og til baka. „Lífið er núna.“ Elísabet Elfa Arnarsdóttir. Öll trúðum við í hjarta okkar að Edda myndi sigra í þessu langa harða stríði sem hún háði við krabbameinið. Marga orr- ustuna háði hún og hafði sigur, með æðruleysið og bjartsýnina sem sitt skæðasta vopn. Hún hefði sannarlega átt það skilið að vinna stríðið en við ofurefli var að etja. Eftir sitjum við og syrgj- um einstaka konu sem var okkur svo kær og góð fyrirmynd. Af djúpri virðingu og með miklu þakklæti kveðjum við glæsilegan kvenskörung, yndislega móður og traustan vin. Ævi hennar var skemmtileg saga þótt hún væri þyrnum stráð. Minningarnar eru því líkn og munu lífga upp ókomna daga. Megi Guð styrkja þá sem syrgja. Bragi Björnsson, skáta- bróðir og Guðmundur Björnsson, skátabróðir. Elsku besta Edda. Það er svo erfitt að setjast nið- ur til að skrifa minningarorð um þig en minningar eru ótal marg- ar. Allar ferðirnar sem við fórum, hvort sem það var á götuhjólinu, á fjallahjólinu eða að skíða. Alltaf skemmtum við okkur konung- lega. Í þínum veikindum var aðeins ein leið, þú ætlaðir á toppinn og það var svo ótrúlegur kraftur í þér, þó þú hafðir verið í stórri lyfjagjöf, þá skelltirðu þér í 20 km hjólatúr daginn eftir. Því málið var að njóta en ekki þjóta því lífið er núna! Það var alltaf ótrúlega gott að hitta þig og spjalla, manni leið alltaf vel í kringum þig og eftir að hafa spjallað við þig. Þú varst alltaf að hvetja mann áfram, t.d. að skrifa niður hugmyndir því þá yrðu þær mikið raunverulegri. Eins þegar við hittumst í síð- asta skipti sem var rétt fyrir verslunarmannahelgi, þá spurðir þú okkur hvað við ætluðum að gera um helgina og ef þú værir hress þá ætlaðir þú að koma með og fá að blanda fyrir okkur drykki. Þín verður sárt saknað en minning þín lifir. Risaknús Þinn vinur að eilífu, Ingi. Elsku skemmtilega og fjöruga vinkona okkar. Við höfum notað síðustu daga til þess að rifja upp frábærar og fallegar (að undan- skildum glanspilsum og Buffalo skóm) stundir frá því í Lang- holtsskóla. Þvílík lukka það hefur verið að fá að kynnast þér og fylgjast með þér marka spor þín. Þrátt fyrir að þau hafi orðið færri en allir hefðu óskað eru þau djúp og tíminn mun ekki má þau út. Alls staðar sem þú hefur kom- ið við hefurðu safnað að þér góðu fólki enda sækjast sér um líkir. Það var gott að vita af þér í svo góðum höndum eftir að samveru- stundum okkar fækkaði á sama tíma og aldursárum fjölgaði. Þrátt fyrir að endurfundir okkar hafi ekki verið eins tíðir og mað- ur hefði óskað voru þeir þó alltaf yndislegir. Okkur þykir aðdáunarvert hversu vel þú tókst á við þau verkefni sem enginn kýs en þér voru falin. Það er nefnilega ekki á allra færi að gefa af sér á þann hátt sem þú gerðir í veikindum þínum. Sama hvernig við reynum að orða það falla orðin marklaus niður þar sem þau geta ekki lýst því hversu miklu þú komst til skila og hversu mikil áhrif þú hefur haft á líf okkar. Elsku Edda, við söknum þín nú þegar og syrgjum þann tíma sem var tekinn frá þér sem og okkur saman. Á sama tíma mun- um við minnast þín fyrir æðru- leysið, kraftinn í leik og starfi og gleðina sem ávallt fylgdi þér. Hugur okkar er hjá telpunni þinni og fjölskyldu, mikill er þeirra missir. Hvíl í friði, elsku fjallablómið okkar. Þínar æskuvinkonur, Birna Sif, Björk, Gréta, Helena, Hrafnhildur, Ingunn, Oddný og Sigríður (Sigga). Elsku Edda mín. Hvað getur maður sagt, mað- ur trúir því varla enn að þú sért farin frá manni. Þó það hafi samt legið í loftinu í töluverðan tíma þá vonaði mað- ur samt alltaf að það myndi ekki gerast. Það sem ég á eftir að sakna félagsskapar þíns enda leið manni alltaf vel í kringum þig. Þegar ég hugsa til baka þá eru ótrúlega margar minningar sem koma upp í hugann, fullt af myndum og alltaf bros á vör enda alltaf gaman þegar við brölluðum eitthvað saman. All- nokkrar ferðir á Akureyri, hvort sem það var til að hjóla eða skíða. Fórum í Wow cycloton tvisvar sem var bara gaman þó þú hafir alltaf verið að veifa einhverju spjaldi og tala um einhvern búð- ing sem ég sá aldrei enda hef ég aldrei hitt annan eins nagla. Síðan við urðum vinir þá hefur ýmislegt gengið á í okkur lífi en við alltaf tekið á því með bjart- sýni og bros á vör og alltaf tekist að finna jákvæðu hliðina enda við alltaf getað talað saman um allt sem er í gangi í okkar lífi. Og þó að þú hafir verið búin að ganga í gegnum þessi erfiðu veikindi þá var alltaf tími hjá þér til að pæla í því hvernig ég hefði það og hvað væri að frétta af mér. Hugsa það nú líka hvað væri gott að hafa þig hérna til að hjálpa manni að skrifa þetta því þú varst alltaf svo frábær penni og áttir svo auðvelt með að koma orðum frá þér, eitthvað sem mér veitti svo sannarlega ekki af núna, því það er svo ótrúlega margt sem ég á erfitt með að koma frá mér. Það er sárt að sjá þig ekki hérna aftur. En ég veit að við munum hittast aftur á öðrum Edda Björk Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.