Morgunblaðið - 20.08.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 20.08.2018, Síða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 Ég er gæfumaður að hafa átt þess kost að starfa á vettvangikirkjunnar. Starfið felst í fjölbreyttri þjónustu við fólk í ólík-um aðstæðum út frá boðskap sem lifað hefur í þúsundir ára og staðið af sér hugmyndir og heimsveldi,“ segir sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur við Neskirkju sem er fimmtugur í dag. Sr. Skúli er fæddur í Reykjavík og fljótlega eftir stúdentspróf hóf hann nám við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann vígðist svo til prestþjónustu á Ísafirði árið 1997. „Við konan mín, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nú lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fórum til náms í Kaupmannahöfn árið 1995, svo lá leiðin vestur á Ísafjörð þar sem við vorum í tæpan áratug með drjúgri millilendingu í Svíþjóð. Ár- ið 2006 tókum við hvort við sínu embættinu í Keflavík, og þar bjugg- um við til ársins 2015 þegar við komum aftur til Reykjavíkur og til starfa hér. Þetta var tuttugu ára viðburðaríkt ferðalag.“ Sr. Skúli og Sigríður Björk eiga þrjú börn, á aldrinum 27 til sjö ára og eitt barnabarn og búa í Vesturbænum í Reykjavík. Því fylgir að Skúli, sem er að upplagi Víkingur, hefur nú auga með KR og fylgist með yngsta syninum á leikjum og æfingum í Frostaskjóli. „Afmælisdagurinn hjá mér fer í vinnu; fermingarfræðsluna sem er skemmtileg. Krakkar eru eldklárir og þekkja ekki annað en vel skipu- lagt og uppbyggjandi starf í skólum og íþróttum. Það veganesti þeirra skilar sér beint út í lífið,“ segir sr. Skúli. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Prestur Þetta var tuttugu ára viðburðaríkt ferðalag, segir sr. Skúli Starfið er bæði boð- skapur og þjónusta Sr. Skúli Sigurður Ólafsson er 50 ára í dag H líf Sturludóttir fæddist á Fæðingarheimilinu í Reykjavík 20.8. 1968 og ólst upp í Árbæn- um fram að tíu ára aldri og flutti þaðan í Seljahverfið. Hún var í Árbæjarskóla, Öldusels- skóla og lauk grunnskólanámi í Selja- skóla. Þá var hún mikið hjá ömmu sinni í Kópavogi svo þar á hún einnig æskuslóðir: „Foreldrar mínir áttu sumarhús í Eilífsdal í Kjós og vorum við þar langdvölum. Milli okkar og ábúendanna í Eilífsdal þróaðist mikil vinátta sem stendur enn óhögguð. Þar komst ég í návígi við húsdýr af ýmsu tagi, einkum hesta sem ég tók snemma ástfóstri við. Í Eilífsdal hóf ég mína hestamennsku á barnsaldri en Hulda Þorsteinsdóttir í Eilífsdal var uppalandi minn í hestamennsku. Ég sótti mikið í Kjósina, dvaldi í sveit á sumrin í Eilífsdal og á því þar einn- ig mikilvægar æskuslóðir og minn- ingar úr Kjósinni.“ Hlíf lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1988, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan cand.oecon.- prófi árið 1993 af fjármála- og markaðssviði. Að námi loknu varð Hlíf fjármála- stjóri hjá Saga film, var síðan aðal- bókari hjá Glitni – eignaleigu- fyrirtæki og síðan ráðgjafi í eigna- stýringu hjá VÍB. Árið 1999 flutti fjölskyldan til Skot- lands þar sem Hlíf stundaði nám við Edinborgarháskóla og lauk MBA- prófi árið 2000. Hlíf hóf störf hjá Kaupási 2002 og var deildarstjóri fjárreiðudeildar Samskipa 2003-2005. Þá ákvað hún að starfa á eigin vegum á sviði fjárfest- inga, eignastýringar, ráðgjafar og stjórnarstarfa og hefur sinnt fyrir- tækjarekstri síðan. Hún er nú m.a. stjórnarformaður GAMMA, Fram- tíðarinnar – lánasjóðs og Húss versl- unarinnar, situr í stjórn Norlax A/S og ýmissa annarra félaga. Hlíf var skáti á unglingsárunum og félagi í skátafélaginu Garðbúum: „Ég stundaði alltaf útiveru og göngur en í Hlíf Sturludóttir framkvæmdastjóri – 50 ára Börnin Talið frá vinstri: Magnús, Andri, Nína Kristín, Birta og Áslaug Arna. Bændablóðið ólgar í æðum bissnesskonu Hlíf og Sigurbjörn Þau þekkja bæði Kjósina, hann ættaður frá Kiðafelli. Hvanneyri Rafnar Ægir Hannesarson fæddist hinn 20.12. 2017 kl. 6.23. Hann vó 4.190 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Kristín Gunnarsdóttir og Hannes Bjarki Þor- steinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.