Morgunblaðið - 20.08.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 20.08.2018, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 Fjölbreytt dagskrá fyrir tónlistarunnendur Harpa Rósa Jónsdóttir, Birgir Thorlacius, Vaka Rúnarsdóttir og Magnús Thorlacius fóru í bæinn og fylgdust með því sem boðið var upp á. Menningarnótt Kristín Maguire, Aldís Jónsdóttir og Andrea. eldu á milli fimm girnilegra tegunda f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru ægilegir, ljúffengir og fljótlegir. ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS V a þ Von er á fjölda innlendra og er- lendra listamanna á viðburðinn en hátíðin er styrkt af mennta- málaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Nordbuk, Menningaráætlun ESB og Erasmus+. Metnaður og ástríða Reykjavik Dance Festival hóf göngu sína árið 2002 og hefur með árunum orðið ein af meginstoðum ís- lensks danssamfélags. „Hátíðin var stofnuð af ungum íslenskum dans- höfundum og áttu þau það flest sam- eiginlegt að vera nýkomin heim til Íslands eftir nám erlendis. Það vakti m.a. fyrir þeim að skapa nýjan vett- vang til að sýna verk sín, til að geta starfað á eigin forsendum. Úr varð að efna til hátíðar þar sem þau gætu komið sér og verkum sínum á fram- færi,“ segir Ásgerður og bætir við að fyrir þennan tíma hafi íslenskir danshöfundar einkum getað komið verkum sínum fyrir augu almenn- ings á sýningum Íslenska dans- flokksins eða á sjálfstæðum sýn- ingum sem voru æði fáar. Að sögn Ásgerðar voru stofnendur hátíðarinnar drifnir áfram af miklum metnaði og ástríðu og hátíðin bæði óx og þróaðist í tímans rás. „Árið 2012 ákvað stjórn hátíðarinnar að ráða í fyrsta skipti tvo listræna stjórnendur, og voru það Halla Ólafsdóttir og Emma Kim Hagdahl sem tóku við keflinu. Þær umturn- uðu hátíðinni á ýmsan hátt og buðu 15 íslenskum og 15 erlendum döns- urum og danshöfundum að leiða hesta sína saman í lauslega skipu- lagðri dagskrá samvinnu og sýninga. Útkoman varð líflegt og skapandi samfélag, og heilmikið pönk,“ út- skýrir Ásgerður. „Ári síðar tóku Erna Ólafsdóttir og maðurinn henn- ar Valdimar Jóhannsson við stjórnun hátíðarinnar og þau fóru alveg í hinn pólinn: fluttu inn samtímadansverk Vildu skapa nýjan vettvang  Reykjavik Dance Festival hefst í dag og von á þátttakendum frá fjölda landa  Danslistirnar njóta mikils meðbyrs en eiga ekki enn sitt eigið heimili Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Á flugi „Íslenska dans- listasenan er orðin miklu betur tengd um- heiminum og ný tæki- færi að bjóðast íslensk- um danslistamönnum til að starfa erlendis,“ segir Ásgerður Gunn- arsdóttir. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kannski er óhætt að ganga svo langt að segja að blómaskeið sé runnið upp á íslensku danslistasenunni. Fjöldi efnilegra íslenskra dansara og dans- höfunda hefur komið fram á sjón- arsviðið á undanförnum árum og um leið er eins og almenningur sé farinn að gefa danslistunum meiri gaum en áður. Þegar Ásgerður Gunnarsdóttir er beðin um að útskýra hvað það sé sem valdi segir hún að það hafi vafalítið haft mikil áhrif þegar byrjað var að bjóða upp á listdansnám á há- skólastigi við LHÍ um miðjan síðasta áratug. Öll umgjörð danslista hafi líka batnað jafnt og þétt: „Íslenskir dansarar fengu betra tækifæri til að mennta sig, bæði innanlands og er- lendis, og til að halda áfram að þróast sem listamenn. Það getur hæglega tekið dansara eða danshöfund nokk- ur ár að uppgötva nákvæmlega hvar hann stendur í sinni list, svo að sprengingin kom ekki um leið, en í dag búum við að því að eiga fjöl- mennan og ört stækkandi hóp sem kominn er á þennan stað og jafnvel lengra,“ segir Ásgerður. „Áhorf- endur eru líka orðnir betur meðvit- aðir um hvað dans gengur út á, og hvað dansheimurinn er fjölbreyttur. Úrvalið af danssýningum er allt ann- að en það var, og flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Ásgerður á líka sinn þátt í þessari þróun en hún er, ásamt Alexander Roberts, listrænn stjórnandi Reykja- vik Dance Festival (www.reykjavik- dancefestival.is). Hátíðin skiptist í þrjár lotur sem dreifast á vor, sumar og haustmánuðina. Sumarlotan, ágústhátíðin, hefst í dag, 20. ágúst, og lýkur 1. september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.