Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 32

Morgunblaðið - 20.08.2018, Page 32
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 232. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Langar þig í 504 fm einbýli við … 2. Lægðir á leiðinni með úrkomu 3. Brighton fór illa með United 4. Gylfi Þór heillaði marga í dag »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kanadíska indírokkssveitin Arcade Fire heldur tónleika í Laugardalshöll annað kvöld. Sveitin hefur notið mik- illa vinsæla og virðingar síðan hún sló í gegn með plötunni Funeral árið 2004. Sveitin fékk síðan Grammy- verðlaun fyrir plötuna The Suburbs 2011. Arcade Fire í Laug- ardalshöll í kvöld  Fólk, staðir og hlutir sem Gísli Örn Garðarsson leikstýrði hjá Þjóðleik- húsinu í Osló snemma árs var í vik- unni tekið aftur til sýningar og verður á fjölunum fram í september. Er þetta gert vegna mikillar eftirspurnar. Eindride Eidsvold, sem fór með hlut- verk Markúsar sem Björn Thors lék hérlendis, var búin að bóka sig annað og því gerði Gísli Örn sér lítið fyrir og stökk sjálfur inn í hlutverkið. „Ég lék síðast á norsku leiksviði fyrir fjórum árum,“ segir Gísli Örn í samtali við Morgunblaðið og vísar þar til Ham- skiptanna. „Þannig að norsku mál- vöðvarnir voru ekki í svo góðri þjálf- un, en ég hef haft góðan tíma til að undirbúa mig í sumar,“ segir Gísli Örn og viðurkennir að hann hafi fund- ið smá fiðring þegar á hólminn var komið. „En svo nær maður að hemja hestinn og kemst heilu og höldnu á leiðarenda,“ segir Gísli Örn og tekur fram að það sé mjög gef- andi að vera með í sýn- ingunni. „Enda frábær leikhópur og umfjöll- unarefni sem fer í hjartað á flestum. Upplifunin er því á endanum einstök tenging við salinn. Og það á norsku.“ Stökk inn í eigin uppfærslu á norsku Á þriðjudag Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Rigning fram eftir degi SA-lands, annars skýjað með köflum og skúrir, einkum síð- degis. Hiti 8 til 14 stig. Á miðvikudag Hæg breytileg átt og víða skúrir, hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-8 m/s og rigning, en skýjað á NA- og A-landi og stöku skúrir síðdegis. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast NA-til. VEÐUR KR komst upp í Evrópusæti þegar liðið vann KA á Akur- eyri í gær, 1:0, í 17. umferð Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu. Fylkir komst upp úr fallsæti með jafntefli við FH. Grindavík og Stjarnan skildu jöfn, 2:2, í fjörugum leik þar sem liðin skoruðu eitt mark hvort á síðustu mínútum leiksins. ÍBV fjar- lægist fallsvæðið jafnt og þétt með enn einum sigr- inum. »4-5 KR færist upp í Evrópusæti „Eftir stendur hinsvegar að þetta er annað íslenska landsliðið sem hefur leikið úrslitaleik á EM. Það er stóraf- rek. Menn eiga og mega vera stoltir yfir árangri sínum. Strákarnir unnu silfurverðlaun vegna mikillar vinnu fyrir mótið þegar á hólminn var komið hér í Króatíu,“ sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari U18 ára landsliðsins í handknattleik karla sem vann til silfurverðlauna á EM sem lauk í Króatíu í gær. »1 Eiga að vera stoltir af silfrinu og árangrinum Íslensku landsliðin í blaki karla og kvenna mættu ofjörlum sínum í ann- arri umferð undankeppni Evrópu- mótsins í íþróttahúsinu í Digranesi í gær. Kvennaliðið tapaði fyrir stöllum sínum frá Slóveníu meðan karlaliðið mátti játað sig sigrað eftir viðureign við Moldóva. Undankeppninni verður framhaldið á miðvikudag með tveim- ur leikjum. »2 Mættu ofjörlum sínum í leikjum í Digranesi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hljómsveitin „Key to the Highway“, sem einbeitir sér að lögum, sem Eric Clapton hefur komið að og spilar gjarnan á tónleikum, heldur loka- tónleika sumarsins þar sem ævintýr- ið hófst, í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði miðviku- daginn 22. ágúst næstkomandi. Eric Clapton félag Borgarfjarðar varð til þegar enski tónlistarmað- urinn, sem félagið heitir eftir, varð fimmtugur 1995. Haukur Júlíusson, helsti talsmaður félagsins, segir að þá hafi hjónin Jóhann Pjetur Jóns- son og Harpa Reynisdóttir á Hæl í Flókadal boðið nokkrum yfirlýstum Clapton-aðdáendum í afmæliskaffi, spjall og myndbandsskoðun. „Síðan hefur þessi siður haldist nánast öll árin,“ segir Haukur. „Hópurinn hitt- ist einu sinni á ári og spjallar saman en fyrir um þremur árum, þegar tónameistarinn varð sjötugur, var ákveðið að slá saman í hljómsveit og rifja upp gamla takta. Upp úr þeirri ákvörðun spratt hljómsveitin Key to the Highway“.“ Tenging við Allman-bræður Nafn sveitarinnar er sótt í heiti á gömlu blúslagi, sem Eric Clapton hefur oft spilað. Haukur segir að það sé kennt við „Big“ Bill Broonzy og margir hafi spreytt sig á því með ýmsum hætti. Efnt var til tónleika í Brún vorið 2015 og var gamall félagi úr Núpsskóla, Ólafur Garðarsson trommuleikari, oft kenndur við hljómsveitina Óðmenn, sérstakur leynigestur. „Þar með var komin tenging við The Allman Brothers með tvo „lead“-gítara og tvö trommusett, bassa, hljómborð og söngvara,“ segir Haukur og bendir á að tenging milli Claptons og fyrr- nefndrar sveitar sé mjög skýr, reki sig allt til sumarsins 1970, þegar fundum hans og Duane Allman hafi borið saman í fyrsta skipti við tökur á frægustu plötu Claptons, „Layla and other assorted love songs“. Duane hafi sett sterkt mark á það meistaraverk og saman hafi þeir ver- ið meira en tveir. Aftur var blásið til leiks í Brún í fyrrasumar og þá var Finnur Torfi Stefánsson leynigestur. Haukur út- skýrir að Óðmenn hafi verið lykil- menn í því að kynna Íslendingum tónlist Led Zeppelin og Cream í gamla daga og Finnur Torfi og Ólaf- ur hafi þarna spilað saman í fyrsta sinn í mörg ár. Hljómsveitin hefur spilað á þrenn- um tónleikum í sumar, í Borgarnesi, á Akranesi og í Reykjavík, og lokar hringnum í Brún, þar sem reikna má með leynigesti. Í eldri deild sveitar- innar eru Gunnar Ringsted, sem eitt sinn spilaði með unglingahljómsveit- inni Bravó á Akureyri, Pétur Hjalte- sted, sem spilaði m.a. með hljóm- sveitunum Paradís, Eik og Póker, og Ólafur Garðarsson. Þeir eru rúmlega sextugir. Yngri deildina skipa Jakob Sigurðsson, Ásmundur Sigurðsson, Heiðmar Eyjólfsson og Reynir Hauksson sem allir eru um 25 ára. „Það er ekkert kynslóðabil,“ segir Pétur Hjaltested, sem hefur rekið Hljóðsmiðjuna síðan 1987 og gekk óvænt til liðs við sveitina eftir að hafa fyrst hlaupið í skarðið, en yngri með- limirnir hafa verið nemendur hans í upptökufræðum. „Þetta hefur gengið mjög vel og okkur hefur verið vel tekið á tónleikunum,“ segir Pétur. Ekkert kynslóðabil í sveitinni  Sveitin Key to the Highway með lokatónleika í Brún í Bæjarsveit Hljómsveitin Key to the Highway Að tónleikum loknum í Brún fyrir ári. F.v.: Ólafur Garðarsson, Heiðmar Eyjólfsson, Finnur Torfi Stefánsson leynigest- ur, Reynir Hauksson, Ásmundur Sigurðsson, Jakob Grétar Sigurðsson, Pétur Hjaltested og Gunnar Ringsted. Haukur og Clapton Haukur keypti plötuna Layla í London 1974 og hef- ur vart sleppt henni síðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.