Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Atburðurinn þegar kveikt var í bíl-
um á verkstæðisstæði bílaumboðs-
ins Öskju í fyrrinótt sést á upp-
tökum úr öryggismyndavélum
fyrirtækisins sem afhentar hafa ver-
ið lögreglu. Skemmdir urðu á átta
bifreiðum. Ekki var búið að meta
tjónið síðdegis í gær en áætlað má
að það geti verið á bilinu 30 til 50
milljónir króna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
vinnur að rannsókn málsins. Í gær
var unnið á vettvangi auk þess sem
upptökur úr öryggismyndavélum
voru skoðaðar og unnið var úr vís-
bendingum sem lögreglu hafa bor-
ist.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
virðist svo sem kveikt hafi verið í
tveimur bifreiðum og eldurinn síðan
borist í sex aðrar bifreiðar á stæð-
inu.
Eftir að meta tjónið
Fjórir bílanna eru í eigu Öskju og
fjórir í eigu viðskiptavina fyrir-
tækisins og á leið á þjónustuverk-
stæðið. Bílarnir, sem allir eru not-
aðir, eru talsvert skemmdir og
sumir væntanlega ónýtir. Talsvert
mikill eldur gaus upp en slökkviliðið
náði að slökkva hann fljótlega eftir
að það kom á staðinn. Eldurinn náði
ekki til hússins.
Helga Friðriksdóttir, forstöðu-
maður þjónustusviðs Öskju, sagði
síðdegis í gær að starfsmenn fyrir-
tækisins biðu eftir staðfestingu á því
að lögreglan hefði lokið rannsókn
sinni á vettvangi brunans. Að því
búnu yrði gengið í það að fjarlægja
bílana þannig að tjónaskoðunar-
menn tryggingafélaganna gætu
metið tjónið. Hún segir að fjórir
bílanna séu mjög illa farnir.
Helga segir að bílar Öskju séu
tryggðir. Ekki er vitað um trygg-
ingar bílanna sem eru í eigu við-
skiptavina. Helga staðfestir að at-
burðurinn þegar kveikt var í komi
fram á upptökum öryggismyndavéla
sem afhentar hafa verið lögreglu.
Þar sést að kveikt var í bílunum um
klukkan 5 í gærmorgun. Hún vill
ekki fara út í það hvort fleiri en einn
hafi verið að verki, vísar á lögreglu
með það. Dimmt var og ekki víst að
hægt sé að þekkja brunavarginn eða
vargana á upptökunum.
Sést á öryggis-
myndavélum
Átta bílar skemmdir eftir íkveikju
Morgunblaðið/Hari
Íkveikja Átta bílar voru skemmdir á stæðinu við Öskju. Sumir þeirra komast augljóslega ekki aftur á götuna.
Endurskoðun tekjuskattskerfisins
og frumvarp til laga um nýtt fyrir-
komulag launa kjörinna fulltrúa eru
meðal þeirra verkefna sem unnin
eru í stjórnarráðinu og leiða af sam-
tali ráðherra og aðila vinnumark-
aðarins. Fundað hefur verið tíu sinn-
um um samskiptin frá því í desem-
ber á síðasta ári.
Auk fulltrúa ríkisins hafa setið
fundina fulltrúar Samtaka atvinnu-
lífsins, Alþýðusambands Íslands,
BSRB, Bandalags háskólamanna og
Kennarasambands Íslands auk for-
svarsmanna Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Forsætisráðherra,
fjármála- og efnahagsráðherra og
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra hafa setið fundina fyrir
ríkisstjórnina.
Forsætisráðuneytið sendi í gær út
upplýsingar um dagskrá fundanna
og verkefni. Auk þeirra verkefna
sem nefnd eru í upphafi er enn í
vinnslu upptaka launaupplýsinga frá
öllum launagreiðendum að norskri
fyrirmynd, skattlagning greiðslna úr
sjúkrasjóðum og tilraunaverkefni
um styttingu vinnuvikunnar, auk
annars, alls níu verkefni. Þremur
verkefnum er lokið, meðal annars
hækkun atvinnuleysistrygginga og
aflagningu kjararáðs. helgi@mbl.is
Níu verk-
efni enn í
vinnslu
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Gildandi grunngerð skattlagningar ökutækja
og eldsneytis hér á landi er nokkuð nútímaleg,
haganleg og einföld í samanburði við helstu
nágrannaríki Íslands. Þetta kemur fram í
skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagn-
ingar ökutækja og eldsneytis, sem skilað hefur
skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra.
Þó eru lagðar til breytingar á kerfinu sem
meðal annars taka tillit til þróunar sem nú eigi
sér stað á samsetningu og notkun ökutækja.
Fram kemur að breytingar hafi orðið á mæl-
ingu og upplýsingagjöf evrópskra bifreiða-
framleiðenda um losun og mengun ökutækja.
Fyrirsjáanlegt sé að upplýsingar um koltví-
sýringslosun muni breytast og því leggur
hópurinn meðal annars til leiðir sem ætlað er
að draga úr líkum á misræmi við skattlagn-
ingu ökutækja.
Kerfin byggi að mestu á sama grunni
Meðal þess sem lagt er til er að grunngerð
skattlagningar verði breytt þannig að helstu
lagabálkar skattlagningar ökutækja og elds-
neytis verði sameinaðir í tvo lagabálka; annars
vegar lög um skattlagningu ökutækja og lög
um skattlagningu eldsneytis. Sérstakur laga-
bálkur verði um kolefnisskatt.
Leggur starfshópurinn til að í meginatrið-
um verði byggt á gildandi uppbyggingu og
fyrirkomulagi vörugjalda á ökutæki, en tillaga
er gerð um nýjan útreikning miðaðan við
breytta mælingu losunar og mengunar í Evr-
ópu og að álagning verði línuleg frá árinu
2019.
Hópurinn leggur til að skattlagning umráða
ökutækja, bifreiðagjald, byggi á fyrri grunni,
en verði á tímabilinu 2020 til 2025 umbreytt í
skattlagningu aðgangs eða afnota af sam-
göngukerfinu. Áfram verði skattlagt í tveimur
þyngdarflokkum; yfir og undir 3.500 kg eigin
þyngd, annars vegar að fastri fjárhæð, hins
vegar eftir koltvísýringslosunarviðmiði. Síðar
verði losunarviðmið lagt niður í flokki léttari
ökutækja. Lagt er til að undanþágur frá bif-
reiðagjöldum vegna bifreiða í eigu þeirra sem
fá greiðslur frá tryggingastofnun, öryrkja,
foreldra langveikra og fjölfatlaðra barna og
bifreiða í eigu björgunarsveita verði felldar
brott árið 2023. Unnið verði að afmörkun leiða
á útgjaldahlið fjárlaga til að bæta þeim sem
notið hafa góðs af undanþágunum að fullu
þann ágóða sem þeir verða af við brottfell-
inguna. Enn fremur verði undanþága vegna
bifreiða sem eru eldri en 25 ára felld brott.
Lagt er til að árin 2020 og 2021 verði ráðist í
endurskoðun forsendna fjárhæða kolefnis-
gjalds með það að leiðarljósi að þær endur-
spegli beinan og óbeinan kostnað samfélagsins
af neikvæðum ytri áhrifum koltvísýringslos-
unar. Einnig eru lagðar til sjö virðisauka- og
tekjuskattsívilnanir á tímabilinu 2020 til 2025.
Skattkerfið fremur haganlegt hér
Tillögum skilað um skattlagningu ökutækja og eldsneytis Taki mið af breyttum mælingum ytra
Rússneska skólaskipið Kruzenshtern er nú statt í Reykjavíkurhöfn, en
skipið hefur lengi verið fastagestur hér. Í bakgrunni má sjá Þór, varðskip
Landhelgisgæslunnar, en árið 2015 varð óhapp þegar rússneska skipið
hugðist halda úr höfn. Langt bugspjót Kruzenshtern rakst þá inn í bol Þórs
áður en stefni þess stímdi á varðskipið Tý sem var við hlið Þórs. Talsverðar
skemmdir urðu á skipunum og voru þau bæði send í slipp.
Morgunblaðið/Eggert
Rússneskur fastagestur í Reykjavíkurhöfn