Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
*
V
ið
m
ið
u
n
a
rt
ö
lu
r
fr
a
m
le
ið
a
n
d
a
u
m
e
ld
s
n
e
y
ti
s
n
o
tk
u
n
í
b
lö
n
d
u
ð
u
m
a
k
s
tr
i.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
9
3
3
8
TÖFFARINN
Í FJÖLSKYLDUNNISTAÐALBÚNAÐUR Í NISSAN JUKE ACENTA+ ER M.A.:Lykillaust aðgengi og ræsing, 18“ álfelgur, rafdrifið sólþak,
bakkmyndavél, leiðsögukerfi með Íslandskorti o.m.fl.
ALMENNTVERÐ: 4.290.000 KR.
TILBOÐSVERÐ: 3.890.000KR.
NISSAN JUKEACENTA+
BENSÍN / FJÓRHJÓLADRIFINN / SJÁLFSKIPTUR
190 HESTÖFL / EYÐSLA 6,5 L/100 KM*
Jessenius-læknaskólinn er í há-
skólabænum Martin í norðurhluta
landsins, nærri landamærunum að
Póllandi og Tékklandi. Þar búa ríf-
lega 60 þúsund manns.
Runólfur segir námið mikils metið
á Norðurlöndum, til dæmis í Noregi
og Svíþjóð. Nokkrir íslenskir nem-
endur hafi tekið fyrstu þrjú árin í
Slóvakíu og svo hafið nám við lækna-
deild Háskólans í Suður-Danmörku,
SDU. Það vitni um gæði námsins.
Hann segir íslensku nemendurna
standa sig vel á inntökuprófinu. Um
80% þeirra nái prófinu. Til saman-
burðar nái innan við helmingur þátt-
takenda inntökuprófinu í Noregi.
Undanfarin ár hafi um 25 íslenskir
nemendur hafið nám við skólann.
„Nú stefnir hins vegar í að þeir
verði um 40. Það eru nemendur sem
eru staðráðnir í að standa sig. Það er
skyldumæting í tíma í byrjun náms.
Ef nemandi er tekinn tvisvar upp
ólesinn er hann sendur heim. Slíkt
gera nemendur aðeins einu sinni.
Það er byrjað strax á verklegu námi.
Þetta er erfitt nám,“ segir Runólfur.
Nýtt sjúkrahús í smíðum
Runólfur segir íslensku nemend-
urna afar ánægða með aðstöðuna.
Aðbúnaður sé eins og best verður á
kosið og tækjabúnaður í verklegum
deildum góður. Nýtt kennslusjúkra-
hús sé í smíðum með 440 rúmum. Þá
sé veðurfarið gott og kostnaður við
uppihald miklu lægri en á Íslandi.
Húsnæði sé um þrisvar sinnum
ódýrara en matur fjórum sinnum
ódýrari en á Íslandi. Þá séu flugsam-
göngur góðar til og frá Íslandi og
flugfargjöld hagstæð. Borgin sé í
Mið-Evrópu og þægilegt að ferðast
um álfuna. Stutt sé í skíðasvæði.
Árið kostar 1,2 milljónir
Námsárið kostar 9.900 evrur, eða
sem svarar 1.220 þúsund krónum.
Sex ára nám kostar því 7,3 milljónir
og er námið lánshæft hjá LÍN. Ár-
gjaldið er óbreytt út námsferilinn.
Þrettán deildir eru við Comenius-
háskóla og þar eru skráðir um 30
þúsund nemendur frá yfir 40 þjóð-
löndum.
Erlenda deildin við Jessenius-
læknaskólann var opnuð árið 1991.
Stjórnendur skólans lögðu áherslu á
að fá nemendur frá Skandinavíu. Það
var svo eins og áður segir árið 2012
sem fyrstu nemendurnir komu frá
Íslandi. Þeir þreyttu prófið síðla í
ágúst og hófu námið í september.
Fyrstu nemendurnir útskrifaðir
Árið 2012 tóku fyrstu íslensku nemendurnir inntökupróf í læknadeild Comenius-háskóla í Slóvakíu
Þeir fyrstu hafa lokið námi Umboðsmaður skólans segir 160-170 íslenska nema verða þar í haust
Ljósmynd/Luka Brase
Útskrift í vor Talið frá vinstri: Erna Markúsdóttir, Þórdís Magnúsdóttir, Brynjar Jochumsson, Erika Halasova,
varadeildarforseti alþjóðlegrar læknadeildar háskólans, Sveinn Rafnar Karlsson og Runólfur Oddsson.
Á föstudaginn kemur
» Inntökuprófið fer fram í
stofu 205 í Menntaskólanum í
Kópavogi næstkomandi föstu-
dag, 24. ágúst, kl. 9.
» Þátttakendur greiða ekki
þátttökugjald fyrir prófið.
» Tekið er á móti umsóknum á
kaldasel@islandia.is.
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Árið 2012 var haldið fyrsta inntöku-
prófið á Íslandi í Jessenius-lækna-
skólann í Martin í Slóvakíu. Tólf
þreyttu prófið og níu náðu því. Fjórir
þessara níu útskrifuðust nú í vor. Þá
hafa nokkrir lokið læknaprófi frá
Danmörku sem hófu nám í Martin.
Runólfur Oddsson, ræðismaður
Slóvakíu á Íslandi, er umboðsmaður
Comenius-háskóla á Íslandi. Jess-
enius-skólinn er deild í háskólanum.
Hann segir áhugann á náminu
hafa aukist ár frá ári. Um 60 íslensk-
ir nemar muni þreyta inntökuprófið í
ár. Að óbreyttu verði 160-170 ís-
lenskir nemar við skólann í haust. Af
þeim eru nokkrir tugir í sambúð.
Comenius-háskóli í Bratislava er
stærsti háskóli Slóvakíu með um 30
þúsund nemendur.
Kennt á slóvakísku
Tvær læknadeildir eru við skól-
ann; önnur í höfuðborginni Bratis-
lava en hin í Martin. Deildin í Martin
er tvískipt. Annars vegar er um þús-
und manna deild fyrir heimamenn
þar sem kennslan fer fram á slóvak-
ísku. Einn af hverjum tíu umsækj-
endum kemst að. Hins vegar er al-
þjóðleg læknadeild þar sem
kennslan fer fram á ensku. Nemend-
ur í þeirri deild þurfa þó að læra
slóvakísku. Á þriðja ári þurfa þeir að
tala málið fyrir verklega hlutann.