Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
Líkur eru á að fyrsta íslenska tréð
nái 30 metra hæð sumarið 2021 ef
fram fer sem horfir. Um er að ræða
sitkagreni sem er að finna í skógar-
lundinum á Kirkjubæjarklaustri og
mældist í síðustu viku 28,36 metrar á
hæð.
Á vef Skógræktarinnar segir að
Bjarki Þór Kjartansson og Björn
Traustason, sérfræðingar á Mógilsá,
hafi í síðustu viku verið við skóg-
mælingar á Suðausturlandi ásamt
aðstoðarfólki. Eins og áður mældu
þeir þau tré sem talin eru hæstu tré
landsins og vaxa við Klaustur.
Tvö þeirra voru mæld að þessu
sinni. Annars vegar er hæsta tréð
sem vitað var um árið 2016 og mæld-
ist þá 27,18 metra hátt og hefur
hækkað um rúman metra á tveimur
árum. Hins vegar er tré sem er ein-
um metra lægra en hefur aftur á
móti töluvert sverari stofn. Bæði eru
trén sitkagreni, gróðursett um 1949.
Mikill lífmassi
og mikil binding
Áætlað er að hæsta tréð hafi nú
bundið um 1,7 tonn af koltvísýringi
(CO2). Sverara tréð hefur hins vegar
bundið rúm þrjú tonn af CO2 á tæp-
lega 70 ára ævi sinni. Lífmassi sver-
ara trésins ofanjarðar er áætlaður
1.388 kíló, 347 kíló neðanjarðar og er
lífmassinn því alls 1.735 kíló. Saman-
lagður lífmassi hæsta trésins er hins
vegar áætlaður rétt innan við eitt
tonn. aij@mbl.is
Hæsta tré landsins
nálgast 30 metrana
Ljósmynd/Bjarki Þór Kjartansson
Sitkagreni á Klaustri Björn Traustason og skógfræðinemararnir Pedro og
Rita frá Portúgal og Josefin frá Svíþjóð við hæsta tré landsins.
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Margar gerðir
af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar
innihurðir frá Grauthoff.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Margar gerðir
af innihurðum
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Alls voru 118 staðsetningartæki sett
á lambær sem ganga um afréttir og
úthaga landsins í sumar og næsta
sumar. Það var Bryndís Marteins-
dóttir, verkefnisstjóri GróLindar,
sem dreifði staðsetningartækjum til
sauðfjárbænda sem þeir settu á ærn-
ar. Staðsetning ánna er skráð á 2-6
tíma fresti.
Á heimasíðu Landgræðslunnar er
haft eftir Bryndísi að gögnin muni
gefa verðmætar upplýsingar. „Við
fáum upplýsingar um það hvar lamb-
ærnar halda sig og stærð svæða sem
kindurnar nýta. Þessum upplýsing-
um er svo varpað stafrænt á gróður-
kort af Íslandi. Þar með vitum við
betur í hvernig gróðurlendi kindurn-
ar sækja,“ segir Bryndís á land.is og
bendir á að lítið sé vitað um beitar-
atferli sauðfjár í sumarhögum á Ís-
landi.
Bæta beitarstjórnun
„Þar sem úrtakið er stórt og fylgst
verður með sauðfé víða um land,
verður hægt að leggja mat á hversu
almennar niðurstöðurnar eru og
hvort beitaratferli sauðfjár sé
breytilegt, t.d. eftir ástandi lands.
Niðurstöðurnar munu nýtast til að
bæta beitarstjórnun á Íslandi,“ segir
Bryndís. Hægt verður að tengja
niðurstöður mælinga við þunga
lamba og áa. Þar með fást vísbend-
ingar um hvort tengsl eru á milli
þrifa sauðfjár annars vegar og hvar
það gengur hins vegar. aij@mbl.is
Kanna atferli í sumarhögum
118 lambær með
staðsetningartæki
Víða um land
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í réttum Upplýsingar fást um beitaratferli sauðfjár í sumarhögum.
Uppsjávarskipin hafa síðustu daga
fengið þokkalegan makrílafla í
Smugunni austur af landinu. Einnig
hefur frést af makrílafla fyrir vestan
land og vart hefur orðið við makríl
suðaustur af landinu síðustu daga.
Börkur NK var í gær að landa 800
tonnum af makríl í Neskaupstað og í
samtali við heimasíðu Síldarvinnsl-
unnar segir Hálfdan Hálfdanarson,
skipstjóri á Berki, að mikil ferð sé á
fiskinum og því þurfi stundum að
gefa sér góðan tíma til að leita.
„Makríllinn er sprettharður fiskur
og það getur verið mikil fart á
honum. Í túrnum eltum við hann í yf-
ir 100 mílur á einungis tveimur sól-
arhringum. Hann fer svo hratt yfir
að þegar fréttist af makríl einhvers
staðar er fréttin strax orðin gömul
því það er engin vissa fyrir því að
finna makríl þegar komið er á stað-
inn. .. Það bendir allt til þess að mak-
rílgöngurnar séu miklu seinna á
ferðinni nú en síðustu ár og því hef-
ur vertíðin ekki farið af stað af mikl-
um krafti. Ég hef hins vegar fulla
trú á að menn nái að veiða kvótann,“
segir Hálfdan á heimasíðu Síldar-
vinnslunnar.
Fiskifréttin er fljót að verða gömul