Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018 Undirstaða atvinnulífs og framfara Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 kl. 9.00-10.30 í Hátíðasal, Aðalbyggingu. Dagskrá 08.30 Velkomin – húsið opnað með morgunhressingu 09.00 Háskóli Íslands í hnotskurn 09.10 Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra – Lilja Dögg Alfreðsdóttir 09.20 Framtíðin, hún er hér – Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands 09.40 Sýn stúdenta til framtíðar – Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs 09.50 Ársreikningur Háskóla Íslands 2017 – Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs 10.05 Nýsköpun í Háskóla Íslands Nýsköpun er okkar mál – Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda Nýsköpunarkennsla: Háskóli Íslands og umheimurinn – Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild Vísindin efla – Hilmar B. Janusson, forstjóri Genís og formaður stjórnar Vísindagarða Háskóla Íslands Ávinningur af samstarfi atvinnulífs og akademíu á nýsköpun, rannsóknir og kennslu – Sesselja S. Ómarsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Alvotech og prófessor við Lyfjafræðideild Fundarstjóri: Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar ÁRSFUNDUR HÁSKÓLA ÍSLANDS 2018 Vinkonurnar Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir og Elín Víðisdóttir, níu ára gamlar, efndu til útimarkaðar hjá Pakkhúsi Hróksins á Menningarnótt í þágu Fatimu- sjóðs og barna í Jemen, sem búa við mikla neyð. Í boði voru meðal annars bækur Jóhönnu Kristjóns- dóttur, stofnanda Fatimusjóðsins og ömmu Jóhönnu Engilráðar, vinamerki og heimatilbúið slím, sem rann út eins og heitar lummur. Alls söfnuðu þær stöllur um fjörutíu þúsund krónum í þágu málstaðarins. Fatimusjóðurinn var stofnaður árið 2005 og hefur síðan safnað tugum milljóna til verkefna í þágu barna í Mið-Austurlöndum og Afríku. Jóhanna Kristjónsdóttir lést 11. maí 2017 en Fatimusjóðurinn starfar áfram undir kjörorðum hennar: Til lífs og til gleði. Ragný Þóra Guðjohnsen, sem tók við formennsku, lét ekki sitt eftir liggja á Menningarnótt og var meðal þeirra sem hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu undir merkjum Fatimusjóðs. Sjóðurinn vinnur samkvæmt þeirri reglu stofnandans að allt söfnunarfé fari óskert í þau verkefni sem styrkt eru hverju sinni, án krónu í til- kostnað. Jóhanna Engilráð og Elín hvetja alla, sem geta, til að leggja sjóðnum og börnum í Jemen lið, þar sem millj- ónir líða skort, hungur og stríðsógn. Reikningsnúmer Fatimusjóðs: 0512-04-250461 og kennitala: 680808- 0580. Vinkonur söfnuðu fyrir börnin í Jemen Söfnun Þessir kínversku ferðamenn voru heillaðir af slíminu, sem búið er til samkvæmt sérstakri leyniuppskrift. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is „Það er lítið að segja frá eins og er,“ segir Ágúst G. Valsson við blaða- mann Morgunblaðsins um stöðu fyrirhugaðrar hópmálsóknar gegn fyrirtækinu Geymslum. Enn er verið að safna upplýsingum og gögnum sem tengjast brunanum í Miðhrauni í apríl og þá hafa margir verið frá vegna sumarleyfa. Ágúst er talsmaður rúmlega 30 manna leigjendahóps sem hyggst fara í mál við fyrirtækið Geymslur vegna brunans. Að sögn Ágústs telur hópurinn nú um 30-40 manns sem taka þátt í kostnaði vegna mál- sóknarinnar. Líklegt þykir að hjólin fari að snúast af auknum krafti í mál- inu þegar líður á haustið. Lögmaður hópsins, Guðni Á. Har- aldsson, tekur í sama streng og Ágúst um hvar málið standi. „Það er verið að skrifa ýmsum aðilum bréf til þess að fá upplýsingar um stöðuna og eigendur eru að verðmeta sínar eigur, þannig er staðan í málinu,“ segir Guðni í samtali við Morgun- blaðið. „Mér barst nýlega tilkynning frá lögreglustjóranum á höfuð- borgarsvæðinu um að lögreglan hefði lokið rannsókn málsins þar sem ekkert kom fram um að eitthvað saknæmt hefði verið að baki brun- anum. Það er svona það nýjasta,“ segir Guðni. Aðspurður segir hann ómögulegt að segja til um hvenær stefna í málinu muni liggja fyrir. Söfnun gagna stendur enn yfir  Áformuð hópmál- sókn gegn fyrirtæk- inu Geymslum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldur Mikið tjón varð vegna brun- ans í húsnæði Geymslna í apríl. Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands, hlýtur verðlaun alþjóðlegu sam- takanna IEEE Geoscience and Remote Society (GRSS) í ár fyrir framúrskarandi framlag sitt til rannsókna á sviði fjarkönnunar. Frá þessu greinir á vefsíðu Há- skólans en verðlaunin eru kennd við David Landgrebe, einn helsta frumkvöðul í greiningu fjarkönn- unarmynda, og verða afhent á ráð- stefnunni IEEE Whispers sem GRSS stendur fyrir í samtarfi við fleiri fagfélög á sviði fjarkönnunar í Amsterdam í september. Verð- launin eru veitt fyrir framúrskar- andi framlag til greiningar fjar- könnunarmynda. Fjarkönnun felst m.a. í því að taka stafrænar myndir úr flug- vélum og gervitunglum og rann- sóknir ganga út á að þróa aðferðir til að draga fram upplýsingar úr slíkum myndum ásamt því að safna og vinna úr fjarkönnunargögnum. Fjarkönnun býður upp á að fylgjast með stórum svæðum sem oft eru fjarri mannabyggðum. Þessi tækni skiptir Íslendinga mjög miklu máli, m.a. við rannsóknir á gróðurþekju, jöklum, eldfjöllum og hafinu. Rektor Háskóla Íslands verðlaunaður Jón Atli Benediktsson Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Á laugardaginn 1. september verður árvekniátakið „Plastlaus septem- ber“ sett í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12-16, að því er fram kemur á Face- book-síðu viðburðarins. Þar verður haldinn markaður með plastlausar vörur auk kynningarbása með fræðslu og kynningu á hugmyndum til að draga úr plastnotkun. Umhverfisráðherra setur átakið og sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir frá stefnu sambandsins í plastmálum, auk þess sem fulltrúar Landspítalans og Farfuglaheimilis- ins í Laugardal miðla af sinni reynslu í umhverfismálum. Sjálfsprottinn hópur kvenna Á vefsíðu samtakanna, Plastlaus september, kemur fram að um sé að ræða grasrótarverkefni tólf kvenna. „Þetta er sjálfboðastarf, við stofn- uðum samtökin vorið 2017. Ein okk- ar hóaði saman nokkrum konum sem höfðu verið virkar í umhverfis- og endurnýtingarhópum á netinu. Við héldum fund og það var vilji fyrir því að gera þetta, þannig að við fórum bara af stað,“ segir Elsa Þór- ey Eysteinsdóttir líffræðingur, sem situr í stjórn hópsins, sem segir verkefnið aðallega rekið í septem- ber, þegar þær einbeita sér að vit- undarvakningu um plastnotkun. „Því er svo kannski ósvarað hvað plastlaus lífsstíll sé, en allir eru hvattir til að gera sitt besta. Við er- um aðallega að benda á einnota plastvörur, því það er kannski það sem er auðveldast að hætta að nota,“ segir Elsa Þórey, sem hvetur sem flesta til að láta sjá sig. Nánari upp- lýsingar um plastmengun og hvernig má minnka plastneyslu eru á www.plastlausseptember.is. Plastlaus septem- ber að hefjast  Árvekniátak gegn einnota plasti Ljósmynd/AFP Í fjörunni Fólk hefur fengið sig full- satt af plasti í sjónum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.