Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Fullkominn ferðafélagi 21. ágúst 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 107.41 107.93 107.67 Sterlingspund 136.84 137.5 137.17 Kanadadalur 82.13 82.61 82.37 Dönsk króna 16.421 16.517 16.469 Norsk króna 12.675 12.749 12.712 Sænsk króna 11.683 11.751 11.717 Svissn. franki 107.78 108.38 108.08 Japanskt jen 0.9703 0.9759 0.9731 SDR 149.11 149.99 149.55 Evra 122.49 123.17 122.83 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.8485 Hrávöruverð Gull 1176.7 ($/únsa) Ál 1998.0 ($/tonn) LME Hráolía 71.35 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Bréf Símans hækkuðu um 0,48% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Námu viðskipti með bréf félagsins tæp- um 295 milljónum króna og var veltan með bréf félagsins meiri en í tilfelli ann- arra félaga. Næstmest var veltan með bréf Marel og nam hún 267 milljónum króna. Hækkuðu bréf félagsins um tæp 0,68% í viðskiptunum. Þá nam velta með bréf N1 226,4 milljónum og lækk- aði gengi þeirra um tæp 0,4% í við- skiptunum. Í takmörkuðum viðskiptum með bréf Arion banka lækkaði gengi hans um 1,3% og var það mesta lækkunin á vettvangi aðallista Kauphallarinnar í gær. Fast á hæla bankans komu bréf Sjóvár og lækkuðu þau um ríflega 1,2% í afar takmörkuðum viðskiptum. Mest hækkuðu bréf fasteignafélagsins Reg- ins um 1,2% í tæplega 146 milljóna við- skiptum. Þá hækkuðu bréf Sýnar um 1,1% í óverulegum viðskiptum upp á 764 þúsund krónur. Mest viðskipti með bréf Símans í Kauphöllinni STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Mikil breyting hefur orðið til hins betra í rekstri sauðfjárbúa og kúa- búa í landinu frá árinu 2008, sam- kvæmt upplýsingum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman, en eins og segir í frétt á vef Hagstofunnar er þetta í fyrsta skipti sem upplýsingar af þessu tagi um þessar greinar landbúnaðarins eru birtar. Upplýs- ingarnar eru byggðar á skattfram- tölum og landbúnaðarskýrslum og settar fram á formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga. Í tölunum kemur meðal annars fram að eigið fé búanna hefur stór- aukist. Árið 2008 var eigið fé kúabúa í landinu neikvætt um samtals 17,6 milljarða króna, en í árslok 2016 var staðan orðið mun betri, og eigið fé neikvætt um 1,2 milljarða króna samtals. Sé horft til sauðfjárbúanna þá nam eigið fé þeirra samtals 646 milljónum króna árið 2008 en í lok 2016 nam eigið fé fjórum milljörðum króna, sem er um 500% aukning. Fækkar mest á Vestfjörðum Í samantekt Hagstofunnar kemur einnig fram að kúabúum hafi fækkað um 11% á tímabilinu. Þau voru 707 árið 2008 en 631 í árslok 2016. Hlut- fallslega varð mest fækkun kúabúa á Vestfjörðum, eða tæplega 29% en næstmesta fækkunin varð á Vestur- landi. Aðeins fækkaði um eitt bú á bæði Austurlandi og höfuðborgar- svæðinu og á Suðurnesjum. Sauðfjárbúum hefur sömuleiðis fækkað en þau voru 1.712 árið 2008 en 1.477 árið 2016, sem er 14% fækk- un. Mest var fækkun búa á Vest- fjörðum, eða tæplega 24%, og næst- mesta fækkunin varð á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum, eða um rúm 23%. Hagnaðartölur batna Sé horft á hagnaðartölur sést að rekstrarniðurstaða greinanna hefur lagast mikið á tímabilinu. Árið 2008 var tap af rekstri sauðfjárbúanna samtals 3,3 milljarðar króna, en árið 2016 var búið að snúa tapinu upp í rúmlega milljarðs króna hagnað. Viðsnúningur kúabúanna er enn meiri, en árið 2008 töpuðu búin rúm- um tuttugu milljörðum króna. Aftur á móti var búið að snúa því tapi upp í rúmlega þriggja milljarða króna hagnað samtals árið 2016. Það landsvæði sem skilaði mest- um hagnaði í sauðfjárbúskap árið 2016 var Norðurland vestra, en hagnaður það ár nam 256 milljónum króna. Næst þar á eftir kom Norður- land eystra með 216 milljónir. Í kúabúskapnum var árið 2016 hagn- aður mestur á Norðurlandi eystra, eða 524 milljónir króna, en næst þar á eftir kom Norðurland vestra með 455 milljónir króna. Eigið fé sauðfjárbúa hefur aukist um hundruð prósenta Sauðfjárbú Rekstrar- og efnahagsyfirlit sauðfjár- og kúabúa 2008 og 2016 2008 2016 Kúabú 1.712 1.477 13.080 13.064 -11.359 -11.366 4.021 17.412 13.684 -3.255 1.057 3.112 -1.151 646 707 631 22.880 23.940 -19.591 -18.889 -17.645 57.318 34.352 -20.415 Fjöldi sauðfjárbúa Fjöldi kúabúa Rekstrartekjur alls Eigið fé Eigið fé Hagnaður/tap Hagnaður/tap Skuldir Skuldir Rekstargjöld alls Rekstrartekjur alls Rekstargjöld alls 2008 2016 Landbúnaður árið 2016 » Tekjur kúabúa 24 milljarðar » Tekjur sauðfjárbúa 13 millj- arðar. » Tekjur annarra nautgripabúa einn milljarður » Sauðfjárbúum hefur fækkað um 14% frá 2008 » Kúabúum hefur fækkað um 11%  Hagur sauðfjárbúa og kúabúa hefur batnað síðustu ár  Búum hefur fækkað Fasteignafélagið Reitir tapaði 876 milljónum króna á öðrum ársfjórð- ungi, samanborið við ríflega 1,5 milljarða hagnað yfir sama tímabil í fyrra. Þetta gerist þrátt fyrir að hreinar leigutekjur félagsins hafi aukist um 75 milljónir króna. Er tapið komið til vegna neikvæðra matsbreytinga fjárfestingareigna. Reyndust þær á fjórðungnum nei- kvæðar um 1,7 milljarða króna en á öðrum fjórðungi síðasta árs reyndust þær jákvæðar sem nam 972 milljónum. Leigutekjur félagsins námu ríf- lega 2,8 milljörðum á öðrum fjórð- ungi og jukust um 6,8% frá sama tímabili í fyrra. Guðjón Auðunsson, forstjóri fé- lagsins, segir að hinar neikvæðu matsbreytingar megi rekja til verulegra hækkana fasteigna- gjalda. „Óvarlegt er að reikna með því að leigumarkaðurinn taki að fullu við þessum stórfelldu hækk- unum á opinberum gjöldum til allr- ar framtíðar. Sú forsenda markar niðurstöðu rekstrarreiknings á öðrum ársfjórðungi.“ Sé litið til fyrri árshelmings námu leigutekjur félagsins tæpum 5,6 miljörðum króna, samanborið við tæplega 5,3 milljarða yfir sama tímabil í fyrra. Og nemur hækk- unin 5,6%. Rekstrarkostnaður fjár- festingareigna jókst úr 1.388 millj- ónum í 1.537 milljónir, sem jafngildir 10,7% aukningu. Á árshelmingnum reyndist matsbreyting fjárfestingareigna neikvæð sem nemur 461 milljón, samanborið við jákvæða mats- breytingu upp á tæpa 1,9 milljarða króna yfir fyrri helming ársins 2017. Morgunblaðið/Styrmir Kári Viðsnúningur Guðjón Auðunsson bendir á að hærri fasteignagjöld hafi neikvæð áhrif á reksturinn. Tap Reita nam 876 milljónum  Matsbreytingar reyndust neikvæð- ar um 1,7 milljarða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.