Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.08.2018, Qupperneq 18
Þær vorunokkuðóvæntar fréttirnar fyrir helgi af því að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefði kveðið upp úr með það að Lula Ignacio da Silva, fyrr- verandi forseti Brasilíu, ætti að fá að bjóða sig fram til forsetaembættisins að nýju, þrátt fyrir að hann hefði í vor hafið afplánun á tólf ára fangelsisdómi vegna spillingarmála. Rökstuðningur nefndar- innar var sá að þar sem mál da Silva væru enn í áfrýj- unarferli væri enn sá mögu- leiki til staðar að hann yrði fundinn sýkn saka á efra dómsstigi, og því ætti hann að mega bjóða sig fram þar til endanlega lægi fyrir hvort hann væri kjörgengur eða ekki. Viðbrögð stjórn- valda í Brasilíu voru þau að segja álit nefndarinnar ein- göngu ráðgefandi, og að sér- stakur kosningadómstóll landsins myndi nú fara yfir málið og taka endanlega ákvörðun um örlög framboðs da Silva. Mál þetta er raunar for- vitnilegt fyrir ýmsar sakir. Í ljósi þess að kosið verður 7. október næstkomandi er fremur ólíklegt að nið- urstaða muni liggja fyrir í áfrýjunarmálum da Silva fyrir kosningar, sem gæti þá þýtt ef farið verður að áliti nefndarinnar að óuppgerð spillingar- og mútumál myndu hanga yfir da Silva, nái hann kjöri á ný, mál sem hann hefur nú þegar verið dæmdur einu sinni fyrir og gæti hæglega verið dæmdur fyrir aftur á efra stigi. Það flækir stöðuna enn frekar að skoðanakannanir benda eindregið til þess að forsetinn fyrrverandi hafi enn dágóðan stuðning. Hann mælist með stuðning um 38% kjósenda og væri miðað við það öruggur með að ná í seinni umferð kosninganna. Fyrir Verkamannaflokk hans skiptir það öllu máli að da Silva fái að vera með, þar sem sömu kannanir sýna að án hans mun fylgi flokksins tvístrast á þrjá aðra vinstri- sinnaða frambjóðendur. Það hvort hann verður eða verð- ur ekki á kjörseðlinum mun því breyta öllu um nið- urstöðu kosning- anna. Fyrir sitt leyti segir Lula da Silva að spilling- armálin á hendur sér séu ekkert annað en pólitísk málshöfðun og sakar hann raunar Carlos Temer, núverandi forseta, og stuðn- ingsmenn hans um að hafa framið „valdarán“ með að- stoð dómskerfisins. Sjálfur segist hann alsaklaus en bæði hann og Dilma Rous- seff, handvalinn eftirmaður hans á forsetastóli, urðu frá að hverfa vegna hinnar víð- tæku rannsóknar lögregl- unnar á spillingarmálum í Brasilíu, sem nú þegar hefur sett fjölmarga stjórn- málamenn landsins í vonda stöðu. Það dregur hins vegar nokkuð úr gildi þeirrar kenningar að brasilískir hægrimenn hafi ýtt þeim da Silva og Rousseff úr emb- ætti með aðstoð dómskerf- isins að Temer forseti liggur nú sjálfur undir grun um að hafa eitthvað misjafnt í pokahorninu. Helsti stjórn- skipunardómstóll landsins er að meta hvort fjárframlög til flokks hans í aðdraganda forsetakosninganna árið 2014 hafi staðist lög. Temer gæti því sjálfur þurft að þola rannsókn og sakamál á hendur sér, en honum hefur nú þegar verið meinað að bjóða sig fram til endur- kjörs. Spurning er hvort mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna tekur einnig upp hanskann fyrir hann. Hvað sem öllu þessu líður er ástæða til að íhuga það hvort ímynd brasilískra stjórnmála sé nokkur greiði gerður, verði Lula da Silva gert kleift að endurheimta forsetastólinn. Og hvort sem honum tekst það eða ekki er ljóst að víðtæk rannsókn lögreglunnar á spillingar- og mútumálum í Brasilíu hefur nú þegar dregið fram ýmsa ófagra hluti um tengsl brasilískra stjórnmála og viðskipta. Vinsældir da Silva benda þó ekki til þess að þær uppljóstranir hafi endi- lega haft of mikil áhrif á kjósendur, sem óhjákvæmi- lega vekur svo upp spurn- ingar um aðra frambjóð- endur og ástandið í landinu almennt. Mannréttindaráðið blandar sér í brasil- ísk stjórnmál} Að vera eða ekki í framboði 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ G ert er ráð fyrir að ársskýrslur ráð- herra verði birtar 17. september“ segir í tilkynningu til fjárlaga- nefndar. Samt segir í lögum um opinber fjármál: „Hver ráðherra skal eigi síðar en 1. júní ár hvert birta árs- skýrslu um síðasta fjárhagsár.“ Þessi dagsetn- ing, 17. september, er enn merkilegri vegna þess að í lögum um opinber fjármál er bráða- birgðaákvæði þar sem sérstaklega er tekið fram að ársskýrsla skal birt eigi síðar en 1. júní 2018 vegna ársins 2017. Stjórnvöld bera ábyrgð á ýmsu en fyrst og fremst meðal mikilvægra mála eru fjárlögin og allt sem þeim tengist. Þar er lagt fram hvernig farið er með sameiginlega sjóði og almannafé. Hvernig farið er með peninginn sem við borg- um öll í skatta og gjöld til hins opinbera. Það ætti að vera lágmarkskrafa að stjórnvöld fari eftir lögum. Sú krafa verður enn ríkari þegar þeir sem eiga að fylgja lögunum báru ábyrgð á setningu þeirra en nú er sami fjár- málaráðherra og þegar lögin um þessar ársskýrslur voru sett. Eru þessar skýrslur merkilegar? Skipta þær einhverju máli þegar allt kemur til alls? Jú, ársskýrslur ráðherra eru mjög mikilvægar upplýsingar, eða eins og segir í lögunum að þar skal meta ávinning af ráðstöfun útgjalda með tilliti til settra markmiða. Ársskýrslur sem birtast okkur 17. september nk. fjalla um markmið fyrir árið 2017. Við fáum að sjá þær fjórum dögum eftir fyrstu umræðu um fjárlög 2019. Kannski er það bara tilviljun að árs- skýrslur birtast eftir að fjárlög eru lögð fram, þegar fjárlaganefnd fer á fullt í nefndarvinnu vegna fjárlaganna. Að mínu mati, miðað við reynslu, er það engin tilviljun. Alveg eins og það er engin tilviljun að ríkisstjórnin hafði engan áhuga á að tala um fjármálaáætlunina sína. Áætlun sem kom seint fram og var af- greidd til þingsins í aðra umræðu rétt áður en þingi átti að ljúka fyrir sumarið. Ég býst að vísu ekki við merkilegri skýrslu. Til þess að það sé hægt að meta ávinning með tilliti til settra markmiða þurfa markmiðin að vera skýr og mælanleg. Markmiðin komu fram í fjárlögum 2017 og það verður mjög áhuga- vert að skoða nýjar upplýsingar um ýmis markmið. Til dæmis hlutfall húsnæðiskostn- aðar af ráðstöfunartekjum leigjenda, en nýj- ustu tölur eru síðan 2014 og voru þá 24,5%. Markmiðið fyrir 2017 var að fara ekki umfram 25% að jafnaði. Miðað við að árshækkun leiguverðs var einna mest árið 2017 verður mjög áhugavert að sjá hvernig þetta lítur út í árs- skýrslu ráðherra. Þá er mikilvægt að hafa í huga að árs- skýrslan er sjálfsmat stjórnsýslunnar, á ábyrgð ráðherra. Hlutverk þingsins er að fara yfir þetta sjálfsmat og kryfja það í öreindir. Ársskýrslunni er hins vegar troðið niður í kokið á þinginu ofan í fjárlög 2019. Líkurnar á að skýrslan fái verðskuldaða yfirferð eru engar. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Í hvað fara peningarnir þínir? Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Fleiri en 41 þúsund börn ogfullorðnir hafa smitast afmislingum fyrstu sexmánuði ársins og þar af hafa a.m.k. 37 manns látist, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Það er langt umfram tólf mánaða heildarfjölda hvers árs á þessum áratug. Til samanburðar smituðust tæplega 24 þúsund manns allt árið í fyrra og 5.273 árið 2016. Jafnframt breiðast rauðir hundar út, en þeir geta valdið fósturskaða veik- ist móðir á meðgöngu. Í sjö Evr- ópulöndum hafa orðið yfir eitt þús- und mislingasmit, í Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rúss- landi, Serbíu og Úkraínu, sem er með yfir helming allra mislingasmit- anna. „Þessi lönd hafa ekki staðið sig nægilega vel í bólusetningum. Mik- ilvægt er að bólusetja gegn misl- ingum, sem getur verið mjög alvar- legur sjúkdómur með háa dánartíðni, eða 0,1%, og þó að flestir sleppi skaðlaust frá því að veikjast þá er tala þeirra sem verða fyrir al- varlegum afleiðingum ógnvænlega há, eins og t.d. að fá alvarlega heila- eða lungnabólgu í framhaldinu, sem geta valdið varanlegu heilsutjóni,“ segir Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir í samtali við Morgun- blaðið. „Þeir sem eru veilir fyrir og börn eru í mestri hættu, en það gild- ir almennt fyrir alla smitsjúkdóma. Heilbrigðir, fullorðnir einstaklingar geta líka hlotið alvarlegar afleið- ingar þó að það sé sjaldgæfara.“ Bólusett skipulega síðan 1974 Bólusett er við mislingum við 18 mánaða aldur og svo aftur tólf ára, og hefur verið gert með skipulögð- um hætti hérlendis síðan árið 1974, að sögn Þórólfs, sem segir að eldri einstaklingar hafi langflestir þegar fengið mislinga og séu því einnig hólpnir þar sem líkaminn myndi við það mótefni. Aldrei sé þó of seint að fara í bólusetningu, telji fólk sig hvorki hafa fengið mislinga né bólu- setningu áður. „Mislingar eru einn mest smit- andi sjúkdómur í heimi og hérna áð- ur fyrr gengu reglulega yfir misl- ingafaraldrar, þannig að það er frekar ólíklegt að fullorðið fólk sé ekki varið fyrir sjúkdómnum.“ Þátttakan í bólusetningum við 18 mánaða aldur hérlendis hafi verið um 90%, sem sé ágætt að sögn Þór- ólfs, en markmiðið sé að reyna að ná henni upp í 95%, sem er hlutfallið sem þarf til að halda sjúkdómnum alveg niðri. „Þátttakan er líklega eitthvað hærri, en við erum að vinna með heilsugæslunni í að bæta skrán- ingar á bólusetningum.“ Algengt sé að 18 mánaða börn séu að fá hinar ýmsu pestir og þá geti skipulagðir bólusetningartímar hjá heilsugæslunni hliðrast til og síð- an gleymst. „Í þeim tilfellum sem fólk hefur komið með smit erlendis frá, þá hefur það ekki náð að smita aðra, sem er vísbending um að við séum nógu vel varin til að hér verði ekki faraldur, en við erum samt að vinna í því að fá fleiri til að bólusetja sig til að ná 95% markmiðinu.“ Til standi að láta bæta skrán- ingu bólusetninga í miðlægan grunn, að notast við innköll- unarkerfi vegna barna sem ekki hafa verið bólusett á réttum tíma, og að lokum að ef komið verði með börn til heilsugæslunnar út af öðru, þá sé kannað hvort þau hafi þegar verið bólusett og bjóða upp á bólusetningu hafi það ekki verið gert. Mislingafaraldurinn magnast í Evrópu Evrópubúar standa sig verr en íbúar annarra heimshluta í bólusetningum, t.d. er hlutfall bólusetninga í Bandaríkjunum almennt betra en á ýmsum svæðum í Evrópu, að sögn Þór- ólfs. „Það komu fyrst fram í Bret- landi rangar upplýsingar um að mislingabólusetning gæti valdið einhverfu. Það hefur verið rann- sakað án þess að það sé hægt að sýna fram á að svo sé en illa gengur að kveða niður þennan draug. Það eru því ýmsir hópar fólks í Evrópu sem eru á móti bólusetningum en svo eru aðrir hópar, eins og t.d. Roma-fólk, sem vilja síður láta bólu- setja sig. Þess vegna blossa mislingar upp á ýmsum svæðum í Evrópu. Hérlendis eru þetta bara einstaka tilfelli, en ekki hópar fólks.“ Draugur sem gengur aftur FÓLK SEM VILL EKKI LÁTA BÓLUSETJA SIG Í EVRÓPU Þórólfur Guðnason Ljósmynd/Heilbrigðisstofnun Suðurlands Áður fyrr Þarna hvíla sex systkin sem dóu á sex vikna tímabili úr barna- veiki árið 1862. Bólusetningar hafa gjörbreytt lífslíkum fólks til hins betra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.