Morgunblaðið - 21.08.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2018
✝ Jóna SólbjörtÓlafsdóttir
fæddist í Hraunkoti
í Grindavík 27. apr-
íl 1932. Hún lést á
Hrafnistu í Njarð-
vík 9. ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur
Jónsson, f. 1897,
sjómaður í Grinda-
vík, og Helga Þór-
arinsdóttir, f. 1903,
verkakona í Grindavík. Systkini
Jónu eru Albert Egilsson, f.
1923, d. 1953, Þórarinn Ingi-
bergur Ólafsson, f. 1926, d.
2009, Hulda Sigríður Ólafs-
dóttir, f. 1927, Guðmundur
Ólafsson, f. 1928, Guðbergur
Hafsteinn Ólafsson, f. 1929, d.
2012, Aldinía Ólöf Ólafsdóttir, f.
1934, Helgi Óli Ólafsson, f. 1936,
og Sigurður Ragnar Ólafsson, f.
1951.
Jóna Sólbjört giftist Arnbirni
Hans Ólafssyni, Keflavík, f.
1930. Eignuðust þau sjö börn,
Ingu Þóru, f. 1951, d. 1997, maki
Ágúst Þór Skarphéðinsson, f.
1945, Láru Huldu, f. 1954, maki
Þorleifur Ingólfsson, f. 1951,
Önnu Jónu, f. 1956, maki Sig-
urður Leifsson, f. 1950, Ólaf, f.
1957, maki Hall-
dóra Júlíusdóttir, f.
1957, Gylfa, f. 1958,
maki Arnþrúður
Ösp Karlsdóttir, f.
1960, Arnbjörn
Hannes, f. 1965,
maki Stefanía
Helga Björnsdóttir,
f. 1965, og Ellert, f.
1967, maki Sigrún
Alda Jensdóttir, f.
1967. Barnabörn
Jónu Sólbjartar eru 20 og
barnabarnabörn eru 20.
Jóna Sólbjört ólst upp í
Grindavík og vann ýmis þjón-
ustustörf í Reykjavík þar til hún
fluttist til Keflavíkur með Arn-
birni og starfaði þar sem fisk-
verkakona og við afgreiðslu-
störf í kaupfélaginu og
húsgagnaversluninni Bústoð.
Jóna Sólbjört tók virkan þátt í
starfi Slysavarnafélagsins og
Kvenfélaginu í Keflavík og sat
nokkur þing beggja samtakanna
og síðar starfaði hún með Lio-
nessuklúbbnum í Keflavík þar
til heilsan fór að gefa sig.
Útför Jónu Sólbjartar fer
fram frá Keflavíkurkirkju í dag,
21. ágúst 2018, og hefst athöfnin
kl. 13.
Jóna frænka var gull af manni.
Hún var allt í senn hlý, skapgóð,
spaugsöm, hláturmild og
skemmtileg í hvívetna, en um
fram allt atorkusöm og dugleg.
En hún gat líka verið hvöss þegar
það átti við.
Þær mamma voru ekki bara
nánar systur, þar sem tvö ár
skildu á milli, heldur voru þær
alla tíð bestu vinkonur.
Það er ríkt í æskuminningunni
að þegar þær áttu hvorugar bíl en
sæg af börnum, þá hittust þær á
þann hátt að taka leigubíl frá
Grindavík til Keflavíkur og öfugt
með allan skarann. Þá var gist í
að minnsta kosti eina nótt. Þetta
var meiriháttar fjör. Seinna þeg-
ar þær eignuðust bíl urðu heim-
sóknirnar fleiri.
Einnig er í fersku minni þegar
ég kom heim eftir annasaman
dag á leikvelli lífsins að búið var
að breyta öllu í stofunni hjá
mömmu. Þá var vitað mál að Jóna
frænka hafði verið í heimsókn.
Þegar ég fullorðnaðist og eign-
aðist sjálfur fjölskyldu slitnuðu
böndin ekkert. Við fórum oft í
heimsókn á Blikabrautina og ekki
síður í sumarbústaðinn, Sóltún,
og börnin mín kunnu vel að meta
að heimsækja Jónu og Bjössa og
kynntust þeim vel.
Ég kveð þessa miklu og góðu
frænku mína með fullt af falleg-
um minningum um hana.
Það þarf ekki að taka það fram
að ég er að sjálfsögðu að drekka
gansa meðan ég skrifa þessi orð.
Bjössa og allri fjölskyldunni
samhryggist ég innilega.
Ólafur Þór Jóhannsson.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar við skrifum
kveðjuorð um ömmu okkar í
Keflavík. Hún var glæsileg kona
hún Jóna Sólbjört og ekki furða
að hann afi hafi orðið skotinn í
henni þegar hann stalst inn í
Grindavík með vörubíl á afmæl-
isdaginn sinn eitt árið, og sá hana
þar í fyrsta skiptið að passa Lóu
systur sína.
Amma var alltaf fín og flott,
sama hvað hún hafði fyrir stafni.
Það var heldur ekki draslið hjá
henni ömmu. Alltaf allt hvítskúr-
að og hreint. Það var alltaf mikil
tilhlökkun þegar við vorum á suð-
urleið að komast til ömmu og afa,
fyrst á Faxabrautina og síðan á
Blikabrautina eftir að þau fluttu
þangað. Alltaf mátti búast við að
amma ætti eitthvað nýbakað.
Hún bakaði t.d. besta hveitibrauð
sem hægt var að fá ýmist með
kæfu eða túnfisksalati. Alltaf
mátti líka bóka að það væri til út-
lenskt nammi eins og saltpillur,
spýtubrjóstsykur, After Eight og
Mackintosh.
Síðustu 30 ár höfum við öll átt
mjög góða tíma með ömmu og
afa í Sóltúni í Grímsnesi sem var
sumarhús fjölskyldunnar. Þar
undu þau hag sínum vel. Afi sá
um útiverkin en amma um inni-
verkin á milli þess sem hún
prjónaði og heklaði.
Amma var mikil prjónakona
og prjónaði þar til sjónin fór að
versna fyrir nokkrum árum. Hún
hafði líka mjög gaman af því að
horfa á íþróttir í sjónvarpinu, og
lét leikmenn heyra það ef henni
fannst þeir ekki leggja sig fram.
Amma hugsaði alla tíð vel um
afa og alla stórfjölskylduna og
því var fallegt að fylgjast með því
þegar hlutverkin snerust og afi
var farinn að hugsa um ömmu
eftir að hún fór á Hrafnistu.
Hann vissi að amma vildi vera vel
til fara og því var passað upp á að
hárið væri fínt og valin hálsfesti
áður en rölt var í matsalinn.
En enginn stöðvar tímans
þunga nið. Nú hefur amma feng-
ið hvíldina og hugur okkar er hjá
afa sem gengið hefur veginn með
ömmu í hartnær 70 ár. Söknuður
okkar allra er mikill og við minn-
umst ömmu með virðingu og
þökk. Guð blessi minningu Jónu
Sólbjartar Ólafsdóttur.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín barnabörn,
Ingólfur, Ása, Ösp og Arna.
Jóna Sólbjört
Ólafsdóttir
Deila heilbrigð-
isráðherra við bæjarstjórn
Akureyrar um greiðslu
halla af hjúkrunarheimilum
á Akureyri blossaði upp
fyrir skömmu. Slík deila við
hvaða annað sveitarfélag
sem er hefði getað verið í
sviðsljósinu. Hjúkr-
unarheimilin eru alls staðar
rekin með halla; þó eru þau
undirmönnuð og tilfinn-
anlega vantar fagmenntað
fólk á flest þeirra, einkum hjúkr-
unarfræðinga.
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu,
SFV, hafa glímt við þetta vandamál lengi
og hafa átt í viðræðum við sjúkratrygg-
ingar um málið mestallt þetta ár. SFV
segir hallann á hjúkrunarheimilunum 30-
40%. Daggjöldin eru sem því nemur of
lág. Með hliðsjón af þessu er afgreiðsla
heilbrigðisráðherra á erindi bæj-
arstjórnar Akureyrar með ólíkindum.
Hún er harkalegri en afgreiðsla heil-
brigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins á
slíkum málum.
Núverandi heilbrigðisráðherra, Svan-
dís Svavarsdóttir, situr í ríkisstjórninni
fyrir hönd VG, „róttæks sósíalista-
flokks“, og hefur sagt að hún beri um-
hyggju fyrir heilbrigðismálum og ekki
síst hjúkrunarheimilum. En hún synjaði
samt með einu pennastriki erindi bæjar-
stjórnar Akureyrar um að fá greiddan
uppsafnaðan halla af rekstri hjúkr-
unarheimila á Akureyri.
Heilbrigðisyfirvöld (landlæknir) hafa
um langt skeið gert athugasemdir við það
að ekki væru nægilega margir hjúkr-
unarfræðingar á hjúkrunarheimilunum.
Ráðning þeirra er mikilvægt fjárhagsmál
fyrir hjúkrunarheimilin. Hjúkrunar-
fræðingar eru dýrari en sjúkraliðar og
ófaglært aðstoðarfólk, auk þess sem erf-
itt er að fá hjúkrunarfræðinga til starfa,
m.a. vegna neikvæðrar afstöðu stjórn-
valda til kröfu þeirra um laun í samræmi
við menntun. Þegar ástandið er eins og
hér hefur verið lýst skýtur það skökku
við að heilbrigðisráðherra skuli hreyta
því í bæjarstjórn Akureyrar
að ríkið eigi ekki að greiða
halla hjúkrunarheimila á
Akureyri þar sem bæj-
arstjórn Akureyrar hafi
ákveðið að greiða hallann!
Þessi afgreiðsla ráðherra
þýðir aðeins eitt; að Ak-
ureyrarbær hafi fremur átt
að láta rekstur hjúkr-
unarheimilanna stöðvast en
leggja út fyrir hallanum.
Þetta kalla ég „hundaló-
gík“. Þessi afgreiðsla ráð-
herra lýsir ekki mikilli um-
hyggju fyrir veikum eldri
borgurum sem þurfa að vera á hjúkr-
unarheimilum. Og það er ekki unnt í
öðru orðinu að gera kröfu til ráðningar á
fleiri sérmenntuðum starfsmönnum en í
hinu orðinu neita að greiða aukinn kostn-
að.
Lögum samkvæmt eiga sjúkratrygg-
ingar og eldri borgarar sem vistast á
hjúkrunarheimilum að greiða kostnað
hjúkrunarheimila. Bæjarfélögin eða
sveitarfélögin eiga ekki að greiða kostn-
aðinn. Um leið og eldri borgari vistast á
hjúkrunarheimili eru greiðslur á lífeyri
hans frá TR felldar niður og látnar renna
til hjúkrunarheimilisins. Aðeins örlítil
upphæð, svokallaðir vasapeningar (50-60
þúsund á mánuði), renna áfram til eldri
borgarans. Þessir vasapeningar eru þó
tekjutengdir þannig að þeir eru felldir
niður ef eldri borgarinn hefur örlitlar
fjármagnstekjur. Það tíðkast hvergi ann-
ars staðar á Norðurlöndunum að allur
lífeyririnn sé á þennan hátt rifinn af eldri
borgurum og það án þess að tala við þá.
Hjá hinum norrænu þjóðunum fá eldri
borgarar áfram sinn lífeyri og greiða síð-
an sjálfir kostnað hjúkrunarheimilis;
þannig halda þeir reisn sinni. Ég tel að
þannig eigi þetta að vera hér einnig.
Hjúkrunarheimili eru mikilvægar
stofnanir. En það verður að tryggja að
rekstur þeirra sé í lagi. Þær verða að
hafa nauðsynlegt fjármagn til að unnt sé
að tryggja eldri borgurum sem þar vist-
ast næga læknisþjónustu og nægan
fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.
Talsverður misbrestur hefur verið á
því. Landlæknisembættið hefur hvað eft-
ir annað þurft að áminna hjúkrunarheim-
ili um að hafa nægilega marga hjúkr-
unarfræðinga í sinni þjónustu.
Læknisþjónusta hefur einnig í vissum til-
vikum verið á mörkum þess að vera næg.
Það er alvarlegt mál ef ekki eru starfandi
nægilega margir faglærðir starfsmenn á
hverju hjúkrunarheimili. Stjórnvöld,
heilbrigðisráðuneyti og sjúkratryggingar
hafa haldið hjúkrunarheimilunum í fjár-
hagslegu svelti. Þau hafa af þeim sökum
verið undirmönnuð. Þegar það liggur fyr-
ir er það furðulegt að heilbrigðisráðherra
skuli hreyta ónotum í bæjarstjórn Ak-
ureyrar fyrir að hafa haldið hjúkr-
unarheimilum bæjarins gangandi þrátt
fyrir mikinn hallarekstur þeirra. Eðli-
legra hefði verið að ráðherrann hefði sent
bæjarstjórn Akureyrar þakkir fyrir að
halda heimilunum gangandi.
Mikill skortur er nú á hjúkrunar-
heimilum. Biðlisti eftir rými er langur,
alltof langur. Þetta vandamál hefur lengi
verið til staðar. Þegar við Albert Guð-
mundsson sátum saman í borgarstjórn
Reykjavíkur varpaði hann fram þeirri til-
lögu að stofnaður yrði framkvæmdasjóð-
ur til þess að kosta byggingu nýrra
hjúkrunarheimila. Hugmyndin hlaut góð-
ar undirtektir. Hún náði fram að ganga.
Albert lagði til að lagður yrði skattur á
hvern gjaldanda til þess að kosta þennan
sjóð. Sjóðurinn byggðist upp og varð öfl-
ugur og hefur kostað byggingu margra
hjúkrunarheimila. En stjórnmálamenn á
Alþingi gátu ekki látið sjóðinn í friði. Þeir
fóru að seilast í hann til annarra þarfa.
Ríkið verður að endurgreiða það fjár-
magn sem tekið var þannig til annarra
nota.
Ríkið hefur vanrækt
hjúkrunarheimilin
Eftir Björgvin
Guðmundsson » Samtök fyrirtækja í vel-
ferðarþjónustu segja
hallann á hjúkrunarheim-
ilunum vera 30-40%. Dag-
gjöldin eru sem því nemur
of lág.
Björgvin
Guðmundsson
Höfundur er fv. borgaarfulltrúi.
vennig@btnet.is
Þegar þér finnst þú lít-
ils virði, líður illa, ert
umkomulaus, horfðu þá í
augun á Jesú.
Eftir því sem þú horfir
lengur og dýpra í augun
á honum muntu finna að
þú ert elskaður af ómót-
stæðilegri ást. Þú munt
finna hve óendanlega
dýrmæt/ur þú ert. Elsk-
aður eða elskuð út af líf-
inu. Elskuð eða elskaður
af sjálfu lífinu.
Lífgefandi afl kærleikans
Nú er tími sem aldrei fyrr til að
minna á hið eilífa kærleiksríka og um-
vefjandi faðmlag Guðs. Faðmlag hins
skapandi Guðs, höfundar og fullkomn-
ara lífsins. Guðs sem son-
ur hans, frelsari heimsins,
birti okkur með lífi sínu
og orðum, veru og
breytni, dauða, upprisu og
uppstigningu til himna.
Við erum að tala um lif-
andi frelsara, afl lífsins
sem vill þér allt hið besta.
Aflið sem sigraði dauðann.
Við erum að tala um
kærleika Guðs sem Jesús
Kristur birtir okkur.
Hann sem kom ekki að-
eins til að taka á sig okkar
mislögðu hendur eða öll
okkar misjöfnu verk, heldur til að
styðja okkur og styrkja til góðra
verka og leiða út úr erfiðum að-
stæðum, myrkri og glötun.
Við erum að tala um anda sátta og
friðar, fyrirgefningar og frelsis. Hann
sem býður upp á eilíft líf eftir að augu
okkar bresta og hjartað hættir að slá.
Já, eílíft líf. Það er náðarverk Guðs,
sem hefur andstyggð á óréttlæti og
mismunun, hvers konar ranglæti og
ofbeldi, sama í hvaða mynd það kann
að birtast. Höfnun, sjúkdómum og
dauða.
Handarfar skaparans
Eitt sinn varst þú aðeins draumur.
Fallegur draumur í huga Guðs.
Draumur sem rættist.
Í lófa Guðs er nafn þitt ritað. Þú ert
handarfar skaparans í þessum heimi
og líf þitt hið fegursta ljóð. Heilagur
andi Guðs hefur blásið þér líf, anda og
kraft í brjóst til að vera sá sem þú
ert. Þú ert leikflétta í undri kærleik-
ans. Njóttu þess í þakklæti og og
láttu muna um þig.
Mætti ljós lífsins, hamingja, gæfa
og gleði anda Guðs, kærleikur hans,
friður og blessun fylla líf þitt og þinna
ómótstæðilegri elsku hans og fylgja
ykkur í dag og að eilífu.
Með friðar- og kærleikskveðju.
Lifi lífið!
Faðmlag Guðs
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn
Þorkelsson
» Við erum að tala um
anda sátta, friðar, fyr-
irgefningar og frelsis.
Hann sem býður upp á ei-
líft líf eftir að augu okkar
bresta og hjartað hættir
að slá
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla út-
gáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru
sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur
skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna
svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100
frá kl. 8-18.